Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 40
32 Fólk 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað n Einelti og vanlíðan ungs hinsegin fólks n Þörf á fræðslu um málefni transfólks S ólon Huldar Bjartmars- son, Agnes Helga Jóns- dóttir og Adam Sigurðsson sitja í stjórn Ungliðahóps Samtakanna ’78. Um er að ræða stuðningshóp fyrir ungt fólk á aldrinum 14 til 20 ára sem telst til hinsegin fólks og hittist vikulega í húsnæði samtakanna við Lauga- veg og gerir eitthvað skemmti- legt saman. Sólon og Adam eru samkynhneigðir transmenn en Agnes er „pansexual“ og öll hafa þau fundið mikinn stuðning innan ungliðahópsins. Góður félagsskapur Sólon er 17 ára og hefur verið í samtökunum í fjögur ár. „Ég er yngstur af okkur en er samt búinn að vera í stjórninni lengst,“ segir hann. „Ég hef verið í samtökunum frá því að ég var 13 ára og er varla búinn að missa af einum fundi.“ Adam, sem verður 18 ára síðar á árinu, hefur verið öllu skemur í hópnum. „Ég er ekki búinn að vera lengi og var mjög hikandi við að mæta á fund. Ég var búinn að pæla lengi í að koma og hafði talað aðeins við Sólon á netinu en ákvað svo að vera með og kom fyrst á fund í janúar,“ segir hann og bætir við að hann hafi kynnst mörgu góðu fólki í gegnum hópinn. Agnes tekur undir það en hún varð 18 ára í janúar og hefur verið í ungliðahópnum síðan 2011. Hún segir hópinn mikilvægan fyrir ungt hinsegin fólk auk þess að vera ein- faldlega frábær félagsskapur. „Ég hélt að það væri svona AA- stemning þarna og var rosalega feimin við að koma á fund. En svo fór ég og það var mjög gaman.“ Allt rófið Krakkarnir segja hópinn þó afar fjölbreyttan enda ekki eingöngu fyrir samkynhneigð ungmenni. „Við erum mjög mismunandi hópur,“ segir Sólon. „Við erum með fólk sem tilheyrir öllu hinsegin-róf- inu, það er allt frá samkynhneigðu fólki yfir í transfólk og „gender- queer“ svo eitthvað sé nefnt.“ Sólon segir ungliðahópinn hafa hjálpað sér mikið við að koma út úr skápnum og sætta sig við hver hann er í raun og veru. „Samtökin hafa hjálpað mér á ýmsan hátt. Þó að fjölskyldan styðji mann alveg þá er gott að hafa ein- hvern til að tala við þegar maður er að koma út úr skápnum, ein- hvern sem þekkir stressið og hef- ur upplifað það sama og maður er að ganga í gegnum,“ segir hann og bætir við að það geti reynst sum- um erfitt að koma út. „Það fer mjög mikið eftir mann- eskjum og fjölskyldum þeirra líka hvort það sé erfitt að koma út úr skápnum því að erfiðasti hlutinn er að koma út gagnvart fjölskyldu sinni. Margir ímynda sér að þetta verði hræðilegt og að fjölskyldan muni sparka manni út og að mað- ur muni þurfa að lifa á götunni en svo er hún oftast alveg sátt við þetta.“ Fengu góðar viðtökur Sólon kom út úr skápnum þegar hann var 13 ára. „Ég vissi hver ég var strax þegar ég var krakki og fjölskylda mín tók því mjög vel þegar ég kom út. Foreldrar mínir og systir allavega, kannski ekki alveg eldri kynslóðin í fjölskyldunni.“ Það eru tvö ár síðan Adam kom út fyrir fjölskyldunni. „Svo var það bara í janúar á þessu ári sem ég sendi öllum bréf þar sem ég tilkynnti restinni af fjölskyldunni. Mér fannst betra að senda bréf en að taka upp símann og hringja í hvern og einn.“ Agnes kom hins vegar út fyrir þremur árum. „Ég kom formlega út fyrir for- eldrum mínum árið 2010 en þá vissu alveg nokkrir að ég væri fyrir stelpur líka og svona,“ segir Agnes. Hún segir foreldra sína hafa tekið fréttunum fremur illa í fyrstu. „Mamma mín var mjög hissa. Hún tók því frekar illa fyrst en svo voru þau alveg sátt með þetta.“ Litlir fordómar Krakkarnir eru sammála um að enn séu fordómar í garð hinsegin fólks hér á landi en að þeir séu þó ekki mjög miklir. „Maður finnur dálítið fyrir því að það sé horft skringilega á mann frekar en að fólk segi eitthvað við mann,“ segir Sólon. Agnes tekur undir það: „Fyrst þegar ég kom út fann ég fyrir því en það hefur verið mjög lítið eftir það.“ Adam segist sem betur fer ekki hafa orðið fyrir neinum fordómum. „Fólk í kringum mig hefur alla- vega verið mjög indælt í minn garð.“ Þau segja fólk þó ekki alltaf gera sér grein fyrir að um fordóma sé að ræða. „Til dæmis það að kalla trans- fólk kynskiptinga er mjög móðg- andi,“ segir Sólon. „Og svo eru rosalega margir sem koma fram við mann á allt annan hátt eftir að maður kemur út úr skápnum. Eins og maður sé orðinn eitthvað meira spennandi en áður.“ Mikil vanlíðan Krakkarnir segja hinsegin sam- félagið á Íslandi stærra en flestir halda. „Þegar ég var í grunnskóla hélt ég að ég væri eina hinsegin mann- eskjan í skólanum mínum en núna er ég búinn að komast að því að það var alveg hellingur af þeim. Maður heldur alltaf að maður sé einn í heiminum en maður er það ekki,“ segir Sólon en hann og Adam eru báðir samkynhneigðir transmenn. „Þetta byrjar þannig að manni finnst maður ekki passa inn með öðru fólki af sama kyni,“ segir Sól- on. „Manni líður alveg ógeðslega illa með sjálfan sig á hverjum ein- asta degi og það er eins og maður sé fastur í sínum eigin líkama. Ég hugsaði að það væri eitthvað að mér og hjá mér fylgdi þessu mikil vanlíðan. Ég var alltaf mjög þung- lyndur krakki sem var náttúrulega ekki skemmtilegt fyrir foreldra mína og þess vegna voru þau mjög glöð þegar ég kom út úr skápnum af því að þá byrjaði ég að brosa.“ Strákur í röngum líkama Adam segir sína upplifun afar svip- aða því sem Sólon gekk í gegnum. „Ég vissi náttúrulega ekkert hvað „transgender“ var en frá því að ég var lítill krakki fannst mér ég hvorki passa innan um stelpurnar né strákana, fyrir utan það að ég hef áhuga á tölvuleikjum, þannig að ég vissi ekkert hvar ég átti heima. Ég vissi samt alltaf að mig langaði til að vera strákur. Fólk var alltaf að segja við mig að ég væri stelpa svo ég hugsaði með mér: „Ókei, ég er stelpa en ég vildi að ég væri strákur.“ Svo var það ekki fyrr en ég var 14 ára sem ég áttaði mig á því að ég er strákur, bara í röng- um líkama.“ Hann segir það hafa verið afar erfitt að sætta sig við þá staðreynd. „Ég var alltaf að vona að þetta væri bara eitthvert tímabil því að það er ógeðslega erfitt að vera „trans“. Maður þarf að fara í gegn- um þetta mikla ferli, bæði tilfinn- ingalega og líkamlega, og ég var alltaf að vona að ég þyrfti ekki að ganga í gegnum það. Núna er ég bara búinn að sætta mig við það.“ Myndi vilja sleppa við þetta Sólon segir marga halda að það að vera „transgender“ sé val. Sú sé þó alls ekki raunin. „Það eru margir sem halda að maður ákveði að vera „trans“. Að manni líði stundum smá illa og sé að reyna að vera einhver annar en maður er. En maður myndi alveg vilja sleppa því að þurfa að ganga í gegnum þetta,“ segir hann. „Eftir að hafa fundið fyrir svona mikilli vanlíðan í langan tíma þá fer maður að vona að allt í einu verði maður bara „venjulegur“. Maður vonast til að geta hætt að hugsa svona og byrjað að lifa líf- inu. En svo áttar maður sig á því að maður verður bara að sætta sig við hver maður er.“ Bjó til manneskju á netinu Adam segir mikilvægt að hafa ein- hvern til að tala við. „Það hjálpaði mér mjög mikið að tala við annað fólk á mínum aldri, eins og hina ungliðana og fólk á netinu, til að fatta að ég væri ekki einn í heiminum að ganga í gengum þetta. Það er annað fólk sem skilur þetta og það er til fólk sem ég get talað við,“ segir hann. Sólon segir internetið einnig hafa hjálpað sér mikið. „Ég spilaði mikið tölvuleiki á netinu og var alltaf strákur í þeim. Ég bjó til manneskju, strák, sem mig langaði til að vera,“ segir hann. „Ég þekki fleiri transunglinga sem hafa gert þetta og ég veit að það hljómar mjög skringilega en þetta hjálpaði mér mjög mikið. Fyrst var þetta bara grín fyrir mér en svo einn daginn áttaði ég mig á því að mig langaði til þess að vera þessi manneskja – alltaf.“ Send til skóla- stjórans fyrir að kyssa stelpu Úttekt Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Þegar ég kom út sem transmaður var fólk mjög hissa því ég hef alltaf verið mjög kvenlegur og líkað við stelpu- lega hluti Adam Sigurðsson Adam segist ekki hafa getað talað við fólk fyrr en hann sætti sig við hver hann er. Sólon Huldar Bjartmarsson Sólon var 40 kíló þegar átröskunin var sem verst en er nú kominn í eðlilega þyngd. Agnes Helga Jónsdóttir Agnes var lögð í einelti nánast alla sína grunnskólagöngu og upplifði mikla vanlíðan. „Ég vildi aldrei tala við neinn, ekki einu sinni fjölskylduna mína, af því að ég átti að þykj- ast vera stelpa. „Ég hætti að borða til að fá ekki mjaðmir og fara ekki á blæðingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.