Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Síða 4
4 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á hagstæðu verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Margar stærðir og gerðir Farbann yfir Ágne Krataviciuté framlengt til 1. október: Geðmat liggur fyrir Farbann yfir Agné Krataviciuté hefur verið framlengt til 1. október. Agné, sem grunuð er um að hafa komið ný- fæddu barni sínu fyrir í ruslagámi við Hótel Frón, hefur verið í farbanni frá 11. ágúst. Hún er frá Litháen en hefur verið búsett hér á landi í tæpt ár. Far- ið var fram á að Agné gengist undir geðmat, og liggja niðurstöður úr því fyrir. Björgvin Björgvinsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, vildi í samtali við DV ekki gefa upp nið- urstöður geðmatsins, en sagði mál- ið vera að fara úr síðustu afgreiðslu embættisins til ákærusviðsins og yrði senn sent til saksóknara. Ef Agné er metin ósakhæf er hún þriðji einstaklingurinn sem geð- læknir metur ósakhæfan eftir að hafa orðið einstaklingi að bana á síðastliðnum mánuðum. Hinir tveir eru Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem myrti Hannes Þór Helgason 15. ágúst 2010 og er nú vistaður á rétt- argeðdeildinni að Sogni, og Axel Jó- hannsson, sem talið er að hafi ban- að unnustu sinni í Heiðmörk 12. maí síðastliðinn. Axel hefur ekki ver- ið metinn ósakæfur fyrir dómi en dvelur samt sem áður á Sogni. At- hygli vekur hversu ung þau eru öll að árum en Axel er elstur, fæddur 1986 og er því 25 ára. hanna@dv.is Farbann framlengt Lögregla vill ekki gefa upp hvort Agné Krataviciuté sé sakhæf eða ekki. F jármálaeftirlitið veitti Straumi IB hf. fjárfest- ingabankaleyfi um síð- ustu mánaðamót. Bankinn er byggður á grunni gamla Straums-Burðaráss og er nú í eigu félagsins ALMC, en hluthafar eru kröfuhafar gamla bankans. Eru 25 starfsmenn starfandi hjá bankanum sem veitir þjónustu á sviði markaðs- viðskipta og fyrirtækjaráðgjafar. Athygli vekur að þrír íslenskir stjórnarmenn voru kjörnir í fimm manna stjórn Straums fyrir um mán- uði. Eru það þeir Finnur Reyr Stef- ánsson, Sigurgeir Guðlaugsson og Örvar Kærnested. Sagði Pétur Ein- arsson, nýráðinn forstjóri Straums, í samtali við Morgunblaðið nýlega að þeir væru óháðir stjórnarmenn. Hin- ir tveir stjórnarmennirnir sem sitja fyrir hönd ALMC eru Bandaríkja- maðurinn Chris Perrin og Daninn Oscar Crohn, sem hefur starfað hjá Straumi síðan árið 2005. Einnig var haft eftir Pétri að nýi Straumur vildi leggja sitt af mörkum til að endur- reisa og styrkja íslenskt atvinnulíf. Finnur náinn samstarfsmaður Bjarna Ármannssonar Óhætt er að segja að þeir Finnur Reyr, Sigurgeir og Örvar hafi verið virkir þátttakendur í íslensku fjár- málalífi fyrir hrun. Finnur Reyr Stef- ánsson var einn nánasti samstarfs- maður Bjarna Ármannssonar hjá Glitni þar til þeir létu báðir af störfum hjá bankanum í maí 2007. Höfðu þeir þá starfað þar saman í tíu ár, allt frá því að þeir gengu til liðs við Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins (FBA) árið 1997 sem síðar sameinaðist Íslands- banka. Finnur Reyr hagnaðist vel á sölu hlutabréfa sinna í Glitni þegar hann fór frá bankanum, líkt og Bjarni, og keypti hann sig þá inn í fasteigna- félagið Klasa þar sem hann fer enn með þriðjungshlut í dag. Hann og Steinunn Jónsdóttir, eiginkona hans, eru á meðal auðugustu hjóna lands- ins. Þrjú eignarhaldsfélög í þeirra eigu eru með eigið fé upp á rúmlega fjóra milljarða króna. Auk þess eru 2,6 milljarðar króna skráðir á þau pers- ónulega og borguðu þau nærri 40 milljóna króna auðlegðarskatt fyrir árið 2010. Sigurgeir samstarfsmaður Björgólfs Thors Sigurgeir Guðlaugsson hefur ver- ið náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar á undanförn- um árum. Stýrði hann samrunum og yfirtökum Actavis á árunum 2003 til 2006. Frá árinu 2006 var hann fram- kvæmdastjóri Novator Healthcare, félags Björgólfs Thors, og jafnframt var hann um tíma framkvæmda- stjóri Novator Partners. Hann hætti hins vegar störfum fyrir Novator í lok árs 2009 og rekur í dag ráðgjafarfyrir- tækið Citalfort Consulting. Líkt og flestir vita var félag Björg- ólfsfeðga, Samson Global Holding, stærsti hluthafi Straums fyrir hrun og var Björgólfur Thor jafnframt stjórnarformaður bankans. Heimild- armaður sem DV ræddi við segir að Sigurgeir hafi enga yfirburðaþekk- ingu á íslenska markaðinum. Því veki stjórnarseta hans upp spurn- ingar um hvort Björgólfur Thor hafi áhrif innan kröfuhafahóps Straums. Slíkt hefur þó ekki fengist staðfest. Örvar var yfir fjárfestingum FL Group Örvar Kærnested starfaði sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings banka til ársins 2006 þeg- ar hann tók við starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra hjá Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi. Árið 2007 tók hann við sem framkvæmda- stjóri fjárfestingasviðs FL Group, síðar Stoða, og stýrði skrifstofu þess í London. Frá árinu 2009 hef- ur hann rekið Ortus Capital sem starfar á sviði ráðgjafar og fjárfest- inga. Líkt og áður kom fram er Straum- ur í eigu félagsins ALMC, en eigendur ALMC eru kröfuhafar gamla Straums- Burðaráss. Þegar félaginu er flett upp í hluthafaskrá kemur fram að Sam- einaði lífeyrissjóðurinn fer með 1,1 prósents hlut í félaginu og Söfn- unarsjóður lífeyrisréttinda 0,4 prósent. Óupplýst er um hina hlut- hafana sem fara með 98,5 pró- sent í félaginu. Samkvæmt heimasíðu austurríska bankans Raiffeisen Zentralbank (RZB) er hann nú stærsti eigandi Straums með hlut á bilinu 9,2 til 13 prósent. Aðrir stórir hluthafar eru gamli Landsbank- inn, íslenskir lífeyr- issjóðir, Bayerische Landesbank, Gold- man Sachs Lending Partners og Deutsche Bank. Nema eignir ALMC 1,5 milljörðum evra eða nærri 250 milljörðum ís- lenskra króna. n Sigurgeir Guðlaugsson var háttsettur hjá Novator en er nú kominn í stjórn Straums n Nýr Straumur fékk fjárfestingabankaleyfi um síðustu mánaðamót Félagi Björgólfs í stjórn Straums „Heimildarmað- ur sem DV ræddi við segir að Sigurgeir hafi enga yfirburðaþekkingu á íslenska markað- inum. Vann með Björgólfi Sigur- geir stýrði samrunum og yfirtökum Actavis á árunum 2003 til 2006. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Ökumaðurinn í göngugrind Ökumaðurinn sem lenti í alvarlegu slysi á Dodge-sportbíl í vikunni eftir að hafa tekið þátt í spyrnukeppni heitir Valur Sveinbjörnsson. Hann er 67 ára gamall og hefur samkvæmt heimildum DV mjög gaman af hrað- akstri. Maðurinn notast við göngu- grind en hún var í farangursgeymslu bílsins þegar hann valt af Hafnar- fjarðarvegi eftir spyrnukeppnina. Mildi þykir að hann hafi ekki slasast meira en raun ber vitni. Talið er að Valur hafi verið í spyrnu við ókunn- ugan mann en hann hefur nú verið útskrifaður af spítala. Smáhundur sem Valur átti drapst í slysinu. Bíll- inn sem Valur ók í spyrnukeppn- inni er 340 hestafla svartur Dodge Charger-bíll. Hann er gjörónýtur eftir slysið. Fékk óvart 10 milljónir Viðskiptavinur Búnaðarbankans fékk 9,6 milljónir ofgreiddar úr fjárfestingarsjóði fyrir mistök árið 2002, en tapið var fyrst bókfært í ár í bókum Arion banka. Hann var ekki krafinn um endurgreiðslu, en málið komst upp þegar Kaupþing tók sjóði Búnaðarbankans yfir árið 2004. Sér- fræðingar bankans töldu þá að það væri ekki ráðlegt að krefja viðskipta- vininn um endurgreiðslu. Vísir greinir frá þessu. Viðskiptavinur bankans fékk upphæðina ofgreidda út úr fjárfestingarsjóði fyrir mistök, og því má segja að viðskiptavinurinn hafi fengið tæpar tíu milljónir að gjöf frá Búnaðarbankanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.