Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Page 26
26 | Erlent 9.–11. september 2011 Helgarblað Ég elska hann meira en áður vegna þess að þar sem hann er núna, þá er ég sú eina sem hugsa til hans,“ segir Aicha-el-Wafi-Moussoui. 4. maí 2005 var sonur hennar Zacarias Mo- ussaoui, oft kallaður „20. flugræn- inginn“, sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í undirbúningi árásanna 11. september 2001. Hann var dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar. „Hefði ég vitað að hann myndi lenda í félagsskap með þessu fólki, þá hefði ég reynt að beina honum á aðrar brautir. Ég neita hins vegar að trúa því að hann hafi skipulagt eitt- hvað í tengslum við árásina. Það er algjörlega rangt – hann skipulagði ekkert,“ segir hún í viðtali við CNN. „Aðrir foreldrar verða að hafa augun opin. Ég var barnaleg. Ég elskaði börnin mín og heimilislífið okkar var gott. Við vorum ekki fátæk, ég var að vinna og líf okkar var gott. Ég sá þetta ekki fyrir, en ég held að þegar barn kemur heim og ypptir öxlum, hlustar ekki á foreldra sína og segist hafa það gott, þá sé hætta á ferðum. Þá ert þú ekki að haga þér samkvæmt íslömskum siðum. Það er hætta á ferð sem foreldrar þurfa á vera á varðbergi gagnvart. Þeir þurfa að vernda börnin sín fyrir áhrifum frá umhverfinu,“ segir hún. Aicha neitar að trúa því að sonur hennar hafi skipulagt hryðjuverkin. „Ef ég skil málið rétt, þá var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna vitnisburðar hans fyrir dómi, þar sem hann sagði: „Deyi gyðingar, deyi Ameríkanar!“ En er eitthvað annað sem sannar hans aðkomu? Nei, það er ekkert. Hann játaði glæp- inn eftir að hafa setið fjögur ár í ein- angrun,“ segir hún og brestur í grát. „Hann sagði mér, og það eru til upptökur af því, að FBI hafi aðeins viljað höfuð hans. Hann sagði við mig að það væri engin ástæða fyrir mig að gráta. Það væri engin ástæða fyrir mig að berja höfðinu í vegginn, þeir vildu bara ná honum. Hann sagði mér: „Ef þeir halda að þeir geti gert mig hræddan við dauðann, þá er ég sekur og vil deyja.““ Líf móðurinnar hefur breyst ógn- vænlega eftir 11. september. „Trúðu mér, líf mitt síðan 11. september hefur verið helvíti. Ég myndi gjarn- an vilja geta gleymt mér í nokkrar klukkustundir en hann er alltaf í huga mér. Ég get ekki sofið. Það eru hins vegar nokkur orð frá honum sem hjálpa mér að lifa – þegar hann sagði að ef ég elskaði hann, þá yrði ég að passa upp á sjálfa mig. Ég end- urtek þessa setningu í huga mínum í sífellu. Ég reyni að lifa áfram vegna þess að sonur minn bað mig um það.“ Var blind á ofstæki hans: „Líf mitt hefur verið helvíti“ Aicha-el-Wafi-Moussoui „Ég myndi gjarnan vilja geta gleymt mér í nokkrar klukkustundir en hann er alltaf í huga mér.“ 20. flugræninginn Zacarias Moussaoui. valgeir@dv.is mikael@dv.is n 10 ár liðin frá árásunum 11. september n Bandarískt samfélag breyttist verulega n Aukið eftirlit og minna frelsi Bandaríkin Breyttust 11. september Almenningur í Bandaríkjunum þarf að lúta meira eftirliti. n Ritskoðun sjónvarps og tónlistar Eftir árásirnar voru fjölmargar kvikmyndir í framleiðslu settar á ís og margar sem kláraðar höfðu verið klipptar til. Tvíbura- turnarnir voru iðulega klipptir út. Alls var um 45 kvikmyndum breytt eða þeim frestað vegna árásanna að ógleymdum fjölmörgum vinsælum sjónvarpsþáttum sem breytt var eftir á til að minna ekki á atburði þessa örlagaríka dags. Tónlistargeirinn fann fyrir þessu líka. Allar plötur Rage Against the Machine lentu á svörtum lista Clear Channel-fjölmiðlarisans auk 165 annarra laga sem þóttu innihalda vafasama texta. Lög með flytjendum á borð við AC/DC, The Beatles, Louis Armstrong og Buddy Holly voru þar á meðal. n Stellar Wind-aðgerðin Stellar Wind er nafn á leyniaðgerðum öryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) sem samþykkt var af George W. Bush. Aðgerðin heimilaði umfangsmikla upplýsingasöfnun meðal almennings þar sem njósnað var um tölvupósta, símtöl og fjármagnsflutn- inga. John Ashcroft dómsmálaráðherra úrskurðaði Stellar Wind ólöglega aðgerð í mars 2004. Daginn eftir veiktist hann skyndilega og sendi Bush þá fulltrúa Hvíta hússins að sjúkrabeði Ashcrofts til að fá hann til að snúa úrskurðinum. Ashcroft var hálfmeðvitundarlaus og skrifaði ekki undir. USA Today greindi frá því árið 2006 að NSA væri með aðra leyniaðgerð í gangi sem snéri að því að byggja upp gríðarlega umfangs- mikinn gagnagrunn yfir símtöl innan Banda- ríkjanna. Sá gagnagrunnur, sem talinn er innihalda yfir 1,9 billjón símtalsupplýsinga, er álitinn lagalega vafasamur. Ríkisstjórn Obama hefur hvorki neitað né staðfest tilvist þessa gagnagrunns. n Breytingar á háskólum Eftir árásirnar varð umtalsverð breyting hjá bandarískum háskólum. Bæði hvað varðar áherslur tiltekinna kúrsa og stefnu vissra skóla. Áhugi stjórnvalda á innan- ríkisöryggi hefur vaxið mikið og skilað sér í auknum fjárframlögum og kröfu um bætta þekkingu á því sviði. Nefna má sálfræði hryðjuverkamanna, ýmiss konar rannsóknir á viðbragðsáætlunum við miklu mann- falli og hvernig tækla skuli ýmiss konar þjóðarógn. Fyrir 11. september var hætt að kenna örverulíffræði við marga háskóla. Fjárframlögum til örverulíffræði, sem var lögð niður víða, hefur stóraukist eftir miltis- brandsárásir og fleira. n Menntun fyrrverandi hermanna Í júní 2008 varð að lögum frumvarp sem ætlað var að styrkja hermenn sem þjónað hafa Bandaríkjunum eftir árásirnar 2001 til menntunar, þó háð þeim skilyrðum að þeir hafi skilað a.m.k. þremur árum af her- þjónustu. Lögin eru í það heila talin vel til fundin og afar mikilvæg. n Eftirlitskerfi forsetans The President‘s Surveillance Program (PSP) er nafn yfir aðgerðapakka sem George W. Bush heimilaði eftir 11. september sem lið í „Stríðinu gegn hryðjuverkum“. Aðeins einn hluti þessa leyniaðgerðapakka hefur verið gerður opinber og snýr að heimildarlausum milliríkjasímhlerunum þegar annar aðilinn er talinn tengjast al-Kaída. New York Times afhjúpaði þennan hluta PSP árið 2005. Líkt og með margar af eftirlitsaðgerðum stjórnvalda eftir 11. september í þágu þjóðaröryggis er PSP afar umdeild aðgerð. n Heimavarnaráætlun National Defence Program eða heima- varnaráætlunin er samstarfsverkefni meira en þúsund ríkisstofnana í Bandaríkjunum til þess að verjast hryðjuverkaárásum, safna upplýsingum og fleira. Robert Gates varnarmálaráðherra sagði í viðtali við Washinton Post að áætlunin væri orðin gríðarlega umfangsmikil en þó ekki svo stór að menn hefðu misst yfirsýn. n Heimavarnir United States Department of Homeland Security var sett á laggirnar skömmu eftir 11. september með það að markmiði að vernda Bandaríkin fyrir frekari hryðjuverkaárásum, slysum og náttúruhamförum. Stofnunin fær tæpa 100 milljarða dollara fjárveitingu á ári. Á meðan varnarmálaráðuneytið vinnur að hernaðaraðgerðum erlendis þá er heimavarnarstofnunin í því að verja Bandaríkin innan frá. 200.000 manns starfa hjá stofnuninni. n Föðurlandslögin Patriot Act eða föðurlandslögin tóku gildi í október 2001 í kjölfar árásanna. Lögin veittu laganna vörðum umtalsvert meiri heimildir en þeir höfðu áður haft. Þannig fengu við- eigandi stofnanir heimildir til að skoða tölvupóstsamskipti, hlera símtöl, skoða sjúkraskýrslur, upplýsingar um fjárhag og margt fleira. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að viss atriði í lögunum brjóti í bága við stjórnarskrána. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið harð- lega er rétturinn til að hafa innflytjendur í haldi í ótilgreindan tíma eða eins og þurfa þykir. Þá hefur heimild lögreglunnar til að leita í persónulegum eigum fólks af því óafvitandi verið gagnrýnd harðlega. Því hefur verið haldið fram að lögin séu nánast fasísk, þau veiti ríkinu slík réttindi til að fylgjast með borgurum sínum. S agt hefur verið um hryðju- verkaárásirnar á Bandarík- in, sem framdar voru fyrir tíu árum, að þær hafi breytt heiminum. Eflaust er það rétt að nokkru leyti en ljóst er að Banda- ríkin breyttust. DV tók saman 8 at- riði sem sannarlega hafa breyst eftir árásirnar á tvíburaturnana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.