Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Síða 34
34 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 9.–11. september 2011 Helgarblað
J
ónas E. Svafár fædd-
ist í Reykjavík og
ólst þar upp.
Foreldrar hans
voru Einar
Þorsteinsson, sjó-
maður og bóndi á
Sléttu í Mjóafirði,
síðar verkamað-
ur í Reykjavík,
og Helga Guð-
mundsdóttir,
húsmóðir.
Jónas hef-
ur stundum ver-
ið nefndur fyrsta
atómskáldið –
kannski vegna þess
að hann byrjaði að
yrkja árið 1947, ári áður
en Atómstöð Halldórs
Laxness kom út, þar sem
fyrst er minnst á atómskáld. En
stundum er Jónas talinn dæmigerð-
asta atómskáldið og jafnvel hið eina
sanna atómskáld. Um það sagði Jó-
hann Hjálmarsson, skáld og gagn-
rýnandi, að Jónasi látnum: „Stund-
um hefur verið talað um Jónas E.
Svafár sem eina atómskáldið. Hann
hafi einn lagt rækt við atómið, glímt
við atómöldina og þversagnir hennar
á sinn mótsagnakennda hátt.“
Jón Óskar greinir frá því í einni af
endurminningarbókum sínum að
Jónas hafi framan af verið „venjuleg
persóna“ en svo hafi það hent hann
á útidansleik uppi að Jaðri, að hann
hafi reikað inn í yfirgefinn bragga og
hrasað ofan í grunn braggans. Við
það hafi hann hlotið höfuðhögg og
misst meðvitund – en þegar hann
vaknaði hafi hann verið orðinn skáld.
Hann tók sér síðan skáldanafnið
„Svafár“ sem þá átti að vísa til þessa
slyss. Hvað sem hæft í þessari sögu
hefur hún a.m.k. verið býsna lífseig í
sextíu ár.
Jónas var einfari í lífi sínu, list
og skáldskap. Hann átti það sam-
eiginlegt með Steini Steinari og
Degi Sigurðarsyni að vera fullkom-
lega fráhverfur almennum metnaði
og lífsgæðakapphlaupi. Hann var
fyrsti raunverulegi hippinn í a.m.k.
þeim skilningi að hann bjó í tjaldi
úti í Vatnsmýri í tvö sumur og svaf
stundum í kyndiklefa í húsi Þjóðvilj-
ans við Skólavörðustíg þegar harðn-
aði á dalnum. Á kaffihúsum sat hann
gjarnan einn með krumpað blað og
orti sama ljóðið, dögum, vikum og
jafnvel árum saman, án þess að það
tæki verulegum breytingum.
Slíkir einfarar og utangarðsmenn
eiga það á hættu að vera stimplaðir
óreglugemsar og Jónas fór ekki var-
hluta af þeim stimpli. Það verður þó
ekki sagt að hann hafi ekki unnið
um ævina, og jafnvel mun meira en
margir aðrir.
Jónas stundaði nám í kvöldskóla
KFUM 1940–41 og við Héraðsskól-
ann á Laugarvatni 1941–42.
Hann var verslunarmað-
ur í Reykjavík 1940–41
og 1942–44, verk-
stjóri og sölumað-
ur hjá Sölunefnd
setuliðseigna í
Reykjavík 1944–
45, togarasjó-
maður í Hafn-
arfirði 1946
og sjómaður
á síldarbátum
frá Keflavík,
Reykjavík og Ak-
ureyri 1947–49.
Jónas byrjaði
að yrkja 1947 og
byrjaði að teikna
1949. Hann vann
hálfs dags vinnu við
trésmíðar í Reykjavík
1952–60 og var verksmiðju-
maður hjá Pólum hf. í Reykjavík
1954–60. Þá vann hann á síldarplani
á Siglufirði sumarið 1960, vann við
að leggja jarðsíma á Árskógsströnd-
inni, yfir Vaðlaheiðina, á Húsavík
og Raufarhöfn sumrin 1960–64, var
togarasjómaður á Akureyri veturna
1960–64 og vann í síldarverksmiðju á
Seyðisfirði haustið 1965. Jónas vann
í frystihúsi, var sjómaður á netabát
á Ísafirði og vann við heimilishjálp
1965.
Jónas vann að heildarútgáfu á
ljóðum sínum og teiknaði mynd-
ir í bókina á vegum bókaútgáfunn-
ar Helgafells 1965–68. Hann vann
við hellulagnir hjá Reykjavíkurborg
1970–71 og vann við útgáfu á riti
sínu, Stækkunargleri undir smásjá,
á vegum Lystræningjans 1977. Jón-
as var verkamaður hjá Ríkisskipum
1976–78, var bókavörður á Akurhóli
á Rangárvöllum 1980–85 og vann við
útgáfu á bókinni Sjöstjarnan í meyj-
armerkinu, á vegum Vöku-Helgafells,
1986.
Jónas vann síðan við ritstörf og
teikningar frá 1986.
Bækur Jónasar eru: Það blæðir
úr morgunsárinu, (ljóð, þýðingar og
teikningar) 1952; Geislavirk tungl,
(ljóð og teikningar) 1957; Klettabelti
fjallkonunnar (heildarútgáfa, ljóð
og teikningar) 1968; Stækkunargler
undir smásjá (handskrifuð ljóð) 1977
og Sjöstjarnan í meyjarmerkinu (úr-
val, nýljóð og teikningar) 1986. Jónas
hélt a.m.k. tvær sýningar á teikning-
um.
Jónas var ekki afkastamikið skáld
og var lengi að yrkja ljóð sín, en þegar
upp er staðið er ekki spurt hve lengi
var verið að, heldur hver kvað?
Hann var stundum gagnrýndur
fyrir einhæfni. En ljóð hans eru mörg
hver býsna skemmtileg og sum þeirra
munu ugglaust lifa lengi með þjóð-
inni. Síðast en ekki síst var hann sjálf-
um sér samkvæmur og fráhverfur
öllu framapoti og menningarsnobbi.
Og það er nú engin smá dyggð.
G
unnar Dal (Halldór Sig-
urðsson) fæddist í Syðsta-
Hvammi í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Hann lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1946, stund-
aði heimspekinám við háskólann í
Edinborg 1950–51, við háskólann í
Kalkútta 1951–53 og við háskólann
í Wisconsin 1956–57.
Gunnar var kennari við Reykja-
skóla í Hrútafirði 1948–49, við
Gagnfræðaskólann í Keflavík 1969–
75 og við Fjölbrautaskólann í Breið-
holti 1975–91. Þá var hann leikdóm-
ari Tímans á árunum 1960–64.
Gunnar sat í stjórn Félags ís-
lenskra rithöfunda 1961–65 og var
formaður þess um skeið, var með-
limur Pen-klúbbsins frá 1960, var
forseti félagsins India frá 1961–63
og félagsins Ísland-Noregur 1960–
61, og sat í stjórn Leikdómarafélags-
ins 1960–62.
Rit Gunnars eru Vera, ljóð,
útg. 1949; Sfinxinn og hamingjan,
kvæði, útg. 1953, (2.útg. 1954); Rödd
Indlands, útg.1953; Þeir spáðu í
stjörnurnar, útg. 1954; Sókrates, útg.
1957; Októberljóð, útg. 1959; Leitin
að Aditi, útg. 1961; Tveir heimar,
útg. 1961; Líf og dauði, útg. 1961;
Hinn hvíti lótus, indversk heim-
speki, útg. 1962; Yoga Sútra Patan-
jalis, indversk heimspeki, útg. 1962;
Sex indversk heimspekikerfi, útg.
1962; Grískir heimspekingar, útg.
1962 (2. útg. 1981); Öld Sókratesar,
útg.1963; Varnarræða Sókratesar,
útg. 1963; Raddir morgunsins, ljóð,
útg. 1964; Plató, útg. 1967; Ari-
stóteles, útg. 1967; Orðstír og auð-
ur, skáldsaga, útg. 1968; Á heitu
sumri, bók um ástir og æsku í upp-
reisn, skáldsaga, útg. 1970; Indversk
heimspeki, útg. 1972; Grískir heim-
spekingar, útg. 1975; Kamala, Saga
frá Indlandi, skáldsaga, útg. 1976;
Kastið ekki steinum, ljóðasafn, útg.
1977; Með heiminn í hendi sér –
Fimm hugsuðir á 19. og 20. öld, útg.
1978; Existentíalismi, útg. 1978; Líf-
ið á Stapa, ljóð, útg. 1979; Heim-
spekingar Vesturlanda, útg. 1979;
Gúrú Góvinda, skáldsaga, útg. 1980;
Öld fíflsins, ljóð, útg. 1981 (1982);
Hundrað ljóð um Lækjartorg, útg.
1982; Heimsmynd okkar tíma,
útg. 1983; Orð milli vina, ljóð, útg.
1984; Undir skilningstrénu, ljóð,
útg. 1985; Borgarljóð, útg. 1986;
Reykjavíkurljóð, útg. 1987; Dagur
sem aldrei gleymist, afmælisdag-
bók með frumsömdum og þýddum
ljóðum, útg.1988; Land minna
mæðra, ljóð, útg. 1988; Hin trúar-
lega heimsmynd, útg. 1990; Raddir
morgunsins, úrval ljóða, útg. 1990;
Hús Evrópu, ljóð, útg. 1991; Heims-
mynd heimspekinnar, útg. 1991;
Heimsmynd listamanns, útg. 1991;
Harður heimur, heimildaskáldsaga,
útg. 1993; Meðan þú gefur, ljóð, útg.
1996; Lífið eftir lífið, skáldsaga, útg.
1997; Í dag varð ég kona, skáldsaga,
útg. 1997; Grískar goðsögur, 2000;
Stórar spurningar, 2002; Þriðja ár-
þúsundið, útg. 2004; Saga heim-
spekinnar, 2006; Einn heimur –
Fimm heimsmyndir; Ljóðasafn
Gunnars Dal, 2008.
Gunnar þýddi ritið Móðir og
barn eftir Rabindranath Tagore,
1964; Spámanninn, eftir Kahlil Gib-
ran, 1958, endurútgefinn fimmtán
sinnum; Mannssoninn, ljóð eftir
Kahlil Gibran, 1986; Lögmálin sjö
um velgengni eftir Deepak Chopra,
1996, Fyrsta ljóð heimsins, 1998;
Bókina um Taó, 1998; og Litlu bók-
ina um Zen, 1998; Samtalsbók Hans
Kristjáns Árnasonar við Gunnar
Dal, Að elska er að lifa, kom út 1996.
Gunnar hlaut listamanna-
laun frá 1953, hlaut verðlaun Rit-
höfundasjóðs 1976, hlaut bók-
menntaverðlaun Ríkisútvarpsins
1976, Davíðspennann 1995 og bók-
menntaverðlaun VISA 1998. Hann
var heiðursfélagi Handarinnar,
samtaka um mannúð og mannrækt.
Forseti Íslands sæmdi Gunnar ridd-
arakrossi, árið 2004, fyrir ritstörf og
framlag til íslenskrar menningar.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist Pálínu Guðvarðar-
dóttur, f. 20.12. 1921, d. 26.2. 2005.
Synir Gunnars Dal og Pálínu
eru Gunnar Dal, f. 1949, kennari á
Stokkseyri; Jónas, f. 1952, sálfræð-
ingur í Reykjavík; Guðvarður, f.
1957, kennari í Reykjavík.
Önnur kona Gunnars var María
Sigurðardóttir.
Sonur Maríu er Sigurður Bjarna-
son, f. 1943, verslunarmaður í Hafn-
arfirði.
Þriðja kona Gunnars var Elísa-
bet Lilja Linnet, f. 1.11. 1920, d, 9.9.
1997, deildarstjóri hjá ESSO. Hún
var dóttir Kristjáns Linnet, sýslu-
manns í Skagafirði og bæjarfógeta í
Vestmannaeyjum, og Jóhönnu Júlí-
usdóttur Linnet húsmóður.
Börn Elísabetar Lilju eru Guðrún
Svava Svavarsdóttir, f. 1944, listmál-
ari í Reykjavík; Kristján Svavarsson,
f. 1947, rafvirki; Hlíf Svavarsdótt-
ir, f. 1949, skólastjóri ballettskóla í
Kaupmannahöfn; Edda Sigurðar-
dóttir, f. 1951, húsmóðir í Reykjavík.
Alsystkini Gunnars: Davíð Sig-
urðsson, f. 26.11. 1919, d. 24.1. 1981,
forstjóri Fiat-umboðsins í Reykja-
vík, var kvæntur Jónu Ingimars-
dóttur og síðar Önnu Einarsdóttur;
Anna Sigurðardóttir, f. 29.6. 1921,
d. 14.4. 1996, húsmóðir í Kópavogi
en maður hennar var Sören Jóns-
son; Garðar Sigurðsson, f. 6.10.
1924, framkvæmdastjóri í Reykjavík
en kona hans var Elín Guðbrands-
dóttir; Guðmann Heiðmar, f. 18.8.
1928, d. 25.4. 2004, verslunarmaður
í Reykjavík.
Hálfbræður Gunnars, samfeðra:
Jón Sigurðsson, f. 20.12. 1930, d.
27.3. 2008, vélstjóri, var búsettur á
Hvammstanga en eftirlifandi kona
hans er Ástbjörg Ögmundsdóttir;
Björn Þórir Sigurðsson, f. 18.2. 1935,
fyrrv. sjómaður og verkamaður á
Hvammstanga.
Hálfsystir Gunnars, sammæðra:
Soffía Haraldsdóttir, f. 1929, hús-
móðir í Reykjavík.
Foreldrar Gunnars voru Sigurður
Davíðsson, f. 13.9. 1896, d. 27.3.
1978, kaupmaður á Hvammstanga,
og Margrét Halldórsdóttir, f. 3.10.
1895, d. 22.4. 1983, húsmóðir.
Ætt
Sigurður var sonur Davíðs í Kirkju-
hvammi, bróður Jóns í Hrísakoti,
afa Jóns Jóhannessonar prófessors
og Marzibil Jennýjar, móður Agn-
ars Rafns Levy, fyrrv. hreppstjóra
og oddvita í Hrísakoti, og Svanhild-
ar Levy, móður Gunnlaugs Sæv-
ars Gunnlaugssonar framkvæmda-
stjóra. Annar bróðir Davíðs var
Stefán, b. og málari á Kagaðarhóli,
afi Stefáns Ásbergs Jónssonar, b. á
Kagaðarhóli. Davíð var sonur Jóns,
b. og stúdents í Syðsta-Hvammi
á Vatnsnesi, bróður Helgu, lang-
ömmu Guðnýjar, móður Friðriks
Pálssonar, framkvæmdastjóra og
hótelhaldara við Rangá. Jón var
sonur Arnbjarnar, stúdents á Stóra-
Ósi Árnasonar, pr. á Bægisá Tómas-
sonar. Móðir Arnbjarnar var Helga
Jónsdóttir, systir Þorgríms, lang-
afa Gríms Thomsen. Systir Helgu
var Þuríður, langamma Ingunnar,
móður Gylfa Þ. Gíslasonar, alþm.
og ráðherra, föður Þorsteins heim-
spekiprófessors, Vilmundar ráð-
herra og Þorvalds hagfræðiprófess-
ors. Móðir Davíðs í Kirkjuhvammi
var Marzibil Jónsdóttir.
Móðir Sigurðar kaupmanns var
Ingibjörg Sigurðardóttir, b. og fræði-
manns í Kirkjuhvammi Árnasonar.
Margrét var dóttir Halldórs,
húsasmiðs á Fáskrúðsfirði, bróður
Margrétar, móður Stefáns Björns-
sonar, prófasts í Hólmum, föð-
ur Björns, kaupfélagsstjóra á Fá-
skrúðsfirði. Halldór var sonur
Stefáns, pr. á Kolfreyjustað Jóns-
sonar, pr. og skálds á Hjaltastað
Guðmundssonar. Móðir Stefáns
var Margrét, systir Einars, afa Ein-
ars Benediktssonar skálds, afa
Einars Benediktssonar sendiherra.
Margrét var dóttir Stefáns, pr. í
Sauðanesi, bróður Hálfdáns, lang-
afa Gunnars Gunnarssonar rithöf-
undar. Stefán var sonur Einars, pr.
á Sauðanesi Árnasonar, og Mar-
grétar Lárusdóttur, systur Jórunn-
ar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar
skálds. Móðir Margrétar á Hjalta-
stað var Anna, systir Reynistaða-
bræðra. Anna var dóttir Halldórs,
dóttursonar Páls Vídalíns. Móðir
Halldórs húsasmiðs var Guðríður
Magnúsdóttir, hreppstjóra í Húsey
Jónssonar, b. á Torfastöðum Berg-
þórssonar. Móðir Guðríðar var Her-
borg Magnúsdóttir, b. í Teigi Run-
ólfssonar.
Móðir Margrétar Halldórsdótt-
ur var Soffía Valtýsdóttir, b. á Nesi í
Loðmundarfirði Valtýssonar, í Gils-
árteigi Magnússonar, b. á Bárðar-
stöðum Sigurðssonar, Einarssonar,
á Úlfsstöðum Hávarðssonar. Móð-
ir Valtýs í Gilsárteigi var Guðrún
Skúladóttir. Móðir Valtýs á Nesi var
Sofía Árnadóttir, b. á Krossi í Fellum
Bessasonar.
Útför Gunnars Dal fór fram frá
Neskirkju, mánudaginn 29.8. sl.
Gunnar Dal
Heimspekingur, skáld og rithöfundur f. 4.6. 1923 – d. 22.8. 2011
Jónas Svafár
Skáld f. 8.9. 1925 – d. 27.4. 2004
Merkir íslendingar
Andlát
mynd rúnar Gunnarsson
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson