Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Qupperneq 36
36 | Sakamál 9.–11. september 2011 Helgarblað
J
ohn Filip Nordlund
fæddist 23. mars, 1875,
og var næstsíðasti mað-
urinn sem var tekinn af
lífi í Svíþjóð. Hann var
fjöldamorðingi, sennilega einn
af þeim fyrstu, og galt fyrir með
lífi sínu í desember árið 1900.
Nordlund fæddist í Säter
skammt frá Falun í sænsku
Dölunum. Hann átti tvo bræð-
ur; Joel, sem var eldri og mál-
laus, og yngri bróður, Ríkharð.
Sagan segir að John Filip hafi
verið skrítin skrúfa og sjald-
an stokkið bros. John Filip var
gæddur lítilli þolinmæði og
skólaganga hans fékk skjótan
endi og hann lagði ungur að
árum land undir fót. Árið 1886
fór hann á flakk með bekkjar-
félaga sínum, en áður en árið
var liðið rakst fjölskylduvinur
á hann í Hedemora og honum
var komið til síns heima á ný.
Árið eftir stakk hann af aft-
ur en hann var stór eftir aldri
og hafði krafta í kögglum og
bauðst því á stundum vinna
sem fullorðinn væri. Í eitt og
hálft ár vann hann í timbur-
verksmiðju í Korsnäs og var
það að hans sögn í eina skiptið
sem hann reyndi að lifa heið-
arlegu lífi.
Leiðin til glötunar
En það getur reynst þraut-
in þyngri að kenna gömlum
hundi að sitja og John hafði
ekki tamið sér heiðarlega
háttu þau ár sem hann var á
flakki og 1891 var hann hand-
tekinn og dæmdur til fjögurra
mánaða fangelsis fyrir kúa-
þjófnað. Síðar sama ár fékk
hann fyrsta langa fangelsis-
dóminn, þriggja ára fangelsi,
fyrir þjófnað.
Árið 1895 fékk hann annan
þriggja ára dóm og afplánaði
hann í Långholmen-fangels-
inu í Stokkhólmi.
Dómurinn var lengdur um
eitt ár vegna slæmrar hegðun-
ar Johns og ýmislegs annars
og samkvæmt bréfi sem hann
skrifaði í fangelsinu mótuðust
með honum hugmyndir sem
áttu eftir að hafa afdrifarík-
ar afleiðingar – fyrir hann og
aðra.
John Filip losnaði úr fang-
elsi 20. apríl 1900. Með hjálp
Ríkharðs fór hann til Gävle,
en þangað höfðu foreldr-
ar hans flutt. Vegna fortíðar
sinnar átti John erfitt með að
fá einhvern starfa og var þess
því skammt að bíða að hann
tæki upp fyrri iðju, en þeg-
ar þar var komið sögu gældi
hann við hugmynd um einn
verknað sem leysti öll hans
vandamál í eitt skipti fyrir öll.
Upp úr miðjum maí framdi
John Filip þau ódæði sem
komu honum á síður sænskr-
ar glæpasögu. Hann fór um
borð í ferju í Arboga í grennd
við Malarvatnið og keypti sér
miða til Stokkhólms. Í fartesk-
inu hafði hann tvær byssur,
hníf og nokkra hengi lása sem
hann hugðist nota til að læsa
dyrum niður í vélarrúm ferj-
unnar. Fyrirætlanir Johns
voru ekki flóknar; að myrða
eins marga og unnt væri og
komast yfir allt handbært fé
úr afgreiðslukassa ferjunn-
ar. Til að mynda svigrúm til
undankomu ætlaði hann að
kveikja í ferjunni.
En ekki gekk allt sem skyldi
hjá John því óttaslegnum far-
þegum tókst að vekja athygli
farþega á annarri ferju, sem
átti leið hjá. Engu að síð-
ur tókst John að fremja eitt
versta fjöldamorð í sögu Sví-
þjóðar með því að bana fjór-
um og særa níu.
Fórnarlömbin voru Olof
Rönngren, skipstjóri ferjunn-
ar, slátrari, öldruð kona og
bóndi. Til að bæta gráu ofan á
svart tókst John ekki að kom-
ast yfir peningakassann og
hafði því ekki mikið upp úr
krafsinu.
Þar sem John var ramm-
ur að afli tókst honum, ein-
um síns liðs, að sjósetja einn
björgunarbátanna og komast
undan.
Daginn eftir var John
handtekinn á brautarstöð-
inni í Skogstorp, skammt frá
Eskils tuna, í þann mund sem
hann var að leggja af stað til
Kaupmannahafnar, með við-
komu í Gautaborg.
Engin iðrun
Fangaverðir í Eskilstuna áttu
fullt í fangi með að koma í veg
fyrir að reiður múgur dræpi
John Filip. Í bréfi sem hann
skrifaði foreldrum sínum
sagðist hann gera sér grein
fyrir því að dómur yfir honum
yrði dauðadómur. Hann bað
foreldra sína að syrgja hann
ekki, hann tæki endalokunum
fagnandi enda aldrei fundist
hann tilheyra samfélaginu.
Í réttarsalnum sýndi hann
enga iðrun, en lét í ljósi von-
brigði með að hafa ekki náð
að myrða fleiri og jók það ekki
líkur á mildum dómi. Enda
var hann dæmdur til dauða.
Ódæði Johns Filips urðu
eðli málsins samkvæmt
fréttamatur og lá við að sum
blöð kepptu í fjölda fórnar-
lamba sem oftar en ekki var
sagður meiri en raunin var.
John afþakkaði tækifæri
til að skrifa Óskari II kon-
ungi og biðjast vægðar, en
kvartaði aftur á móti í bréfi
til hæstaréttar yfir því að hafa
verið ranglega dæmdur fyrir
þjófnaði sem hann hafði ekki
framið. Í svari hæstaréttar var
honum sagt að það væri mál-
inu með öllu óviðkomandi og
ítrekað að dómurinn yfir hon-
um væri réttur.
Að morgni 10. desem ber
1900 var John Filip Nord lund,
Malarvatnsmorðinginn, eins
og hann var nefndur, háls-
höggvinn í fangelsisgarði
Västerås-fangelsisins. Hann
var jarðaður í vígðri mold,
eitthvað sem ku ekki hafa ver-
ið mögulegt 30 árum fyrr.
John Filip Nordlund var
næstsíðasti maðurinn sem
tekinn var af lífi í Svíþjóð, en
einn af þremur sem tekinn var
af lífi þetta ár.
Andstaða við dauðarefs-
ingar hafði aukist til mikilla
muna um þetta leyti og tíu ár
liðu þar til næsti maður var
tekinn af lífi. Þar var um að
ræða ræningjann og morð-
ingjann Johan Alfred Ander,
eina manninn í Svíþjóð sem
endaði ævi sína í fallöxinni.
En það er önnur saga.
Malarvatnsmorðinginn John Filip Nordlund
sýndi enga iðrun þegar réttað var yfir honum.
n John Filip Nordlund hugðist leysa öll sín vandræði með einum gjörningi
n Ekki gekk allt sem skyldi hjá Malarvatnsmorðingjanum, eins og hann var nefndur„Fyrirætl-
anir Johns
voru ekki flóknar; að
myrða eins marga og
unnt væri og komast
yfir allt handbært fé
úr afgreiðslukassa
ferjunnar.
Malarvatns-
Morðinginn
Olga Hepnarová ók á hóp fólks:
Hataðist út
í heiminn
Olga Hepnarová fæddist í Prag
í Tékklandi árið 1951. Olga
glímdi við geðræn vandamál
frá unga aldri og árið 1964 gerði
hún tilraun til sjálfsvígs með því
að innbyrða töluvert magn lyfja.
Hún hafði ekki erindi sem erfiði
og dvaldi á geðdeild um eins
árs skeið.
Síðar vann Olga ýmis störf
en gekk erfiðlega að halda
vinnu og var iðulega rekin eftir
skamma hríð. Að lokum gerðist
hún vörubílstjóri.
Hinn 10. júlí, 1973, ók hún
vörubíl sínum inn í hóp fólks
sem beið í makindum eftir
sporvagni í Prag, við götu sem
nú er nefnd eftir Milada Horák-
ová, tékkneskum stjórnmála-
manni sem kommúnistar tóku
af lífi fyrir samsæri og landráð
árið 1950, en það er önnur saga.
Þrjár manneskjur létust
samstundis, þrjár til viðbótar
síðar sama dag og tvær á næstu
dögum. Í öllum tilvikum var um
að ræða aldrað fólk á aldrinum
60 til 79 ára. Sex manns slösuð-
ust alvarlega.
Fyrir verknaðinn hafði Olga
sent bréf til tveggja dagblaða
þar sem hún útskýrði ástæður
fyrir ódæðinu, sem hún sagði
vera hefnd sem byggðist á hatri
hennar í garð fjölskyldu sinnar
og alls heimsins.
Póstsamgöngur voru ekki
skilvirkari en svo að bréfin bár-
ust dagblöðunum ekki fyrr en
tveimur dögum eftir morðin.
Olga hafði áformað hefndarað-
gerðir sínar lengi og meðal ann-
ars gælt við þær hugmyndir að
setja lest út af sporinu eða nota
sprengju.
„Ég er einfari. Eyðilögð
manneskja. Manneskja eyði-
lögð af fólki... Ég á val – að
drepa mig eða drepa aðra.
Ég vel – AÐ HEFNA MÍN Á
HATURSMÖNNUM MÍN-
UM. Það yrði of einfalt að yfir-
gefa þennan heim sem óþekkt
sjálfsmorðs tilfelli. Samfélagið
er of skeytingarlaust, með
réttu. Minn úrskurður er: Ég,
Olga Hepnarová, fórnarlamb
skepnuskapar ykkar, dæmi ykk-
ur til dauða,“ sagði í orðsend-
ingu Olgu.
Við rannsókn málsins stað-
festi Olga að ætlun hennar hefði
verið að drepa eins marga og
hægt væri og lét hún enga iðrun
í ljós. Geðlæknar komust að
þeirri niðurstöðu að Olga væri
fyllilega meðvituð um gjörð-
ir sínar; hún hefði skipulagt
verknaðinn og valið stað með
aflíðandi brekku sem gerði
henni kleift að ná meiri hraða
og auka líkur á fleiri fórnar-
lömbum.
Olga Hepnarová var dæmd
til dauða 6. apríl, 1974, og tekin
af lífi 12. mars, 1975, í Pankrác-
fangelsinu í Prag og var síðasta
konan sem tekin var af lífi í þá-
verandi Tékkóslóvakíu.
Böðullinn sagði síðar að
þurft hefði að draga Olgu að
gálganum og að hann hefði
látið af böðulsstarfinu í kjöl-
far aftökunnar vegna þess hve
„ógeðsleg“ honum hafi fund-
ist hún – Olga hefði barist um,
kastað upp og misst saur.
Bornar hafa verið brigður á
áreiðanleika frásagnar hans.