Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Síða 42
42 | Lífsstíll 9.–11. september 2011 Helgarblað S igurveig Káradóttir, matgæðingur og eig- andi Matarkistunn- ar, eldar eitthvað gott á hverjum degi. Hún hefur gefið út tvær matreiðslu- bækur nýverið. Aðra um nesti fyrir börn sem fullorðna í félagi við þær Margréti Gylfadóttur og Sigurrós Pálsdóttur. Hina um sultugerð. Sigurveig vill hvetja landsmenn til að laga sultur allt árið. Enda séu þær góðgæti sem á að klára sem fyrst. „Þær eiga ekki að kúra í hillum allt árið,“ segir Sigur- veig og vill hvetja landsmenn til að brydda upp á nýjungum í sultugerðinni. „Aðalatriðið er að hráefnið sé gott og að fólk sé duglegt að smakka og prófa sig áfram,“ segir Sigurveig sem notar sjálf fjölbreytt hráefni í sultur. Í bókinni er til að mynda að finna uppskriftir að sultu úr banönum, ananas, goji-berj- um og eplum og ýmsu öðru. Einnig úr sírópi, edikblöndum, skonsum, kexi, mauki og ýmsu öðru góðgæti. Góðan mat á að klára „Ég bý aldrei til mikið af sultu í einu,“ segir Sigurveig. „Ég bý til litla skammta og svo er góð- gætið klárað. Góðan mat á að klára sem fyrst.“ Sigurveig segir frá því að fyrst þegar hún hafi lagt í sultu- gerð, fyrir einhverjum árum, hafi henni fundist uppskrift- irnar heldur flóknar og of mik- ið af óhollustu og aukaefnum í þeim. „Við þurfum ekki á þess- um aukaefnum og óhollustu að halda. Það eru allir með ís- skáp og við þurfum ekki að geyma hráefnið til lengri tíma. Að búa til sultu eru heldur eng- in vísindi, matargerð á ekki að vera flókin heldur einföld og ánægjuleg.“ Á ekki dýrar græjur „Það var ótrúlega gaman að vinna báðar bækurnar. Mynd- irnar í sultubókinni eru teknar hér heima í eldhúsinu hjá mér og úti í garði og borðbúnað- urinn kom að mestu úr skáp- unum hjá mér og mömmu. Kannan með gula blóminu við uppskriftina að banana- sultunni er til að mynda það fyrsta sem mamma og pabbi keyptu sér í búið og teketillinn á myndinni með sítrónuyst- ingnum og skonsunum er það fyrsta sem ég keypti mér.“ Sigurveig er heldur ekki ein af þeim sem á ótal dýrar græjur í eldhúsinu hjá sér. Hún segir slíkt algeran óþarfa. Hún notar helst stórt mortél og fyrir stuttu fjárfesti hún í lítilli matvinnslu- vél. „Aðalatriðið er að hráefnið sé gott og að smakka og prófa sig áfram. Ég nota mikið stórt mortél sem ég er með í eld- húsinu, það er nú það helsta. Ég nota það mjög mikið. Fólk áttar sig ekki á því að það má nota það í mjög margt, það er til dæmis alger óþarfi að kaupa sérstaka hvítlaukspressu.“ Sonurinn vill reyktan ál og ostrur Uppskriftirnar lagar hún all- ar í eldhúsi sínu í miðbænum og fjölskyldan nýtur góðs af. Sigurveig er eiginkona Egils Helgasonar fjölmiðlamanns og saman eiga þau níu ára son, Kára. „Kári borðar allt sem ég elda og er mjög áhugasam- ur um matargerð. Hann er al- veg óhræddur við að prófa og kemur okkur foreldrunum sí- fellt á óvart. Hann suðaði heil- lengi í okkur um daginn að fá að smakka á reyktum ál og síð- asta sumar vildi hann endilega fá að bragða á ostrum. Ég veit ekki hvort þetta er uppeldið eða bara matgæðingagenin,“ segir Sigurveig og skellir upp úr. Holl og vönduð matargerð er henni hjartans mál og hún vill að börn fái notið þess sama og hinir fullorðnu. „Mér finnst óskiljanlegt að fullorðnir eldi sérstakar máltíðir fyrir börn og að veitingastaðir hafi sér- matseðil ætlaðan börnum. Oft er það óhollur og óvandaður matur sem þá er í boði, naggar eða einfalt spaghettí með tóm- atsósu eða ostborgarar. Það þarf algera hugarfarsbreytingu hvað þessi mál varðar. Við eig- um að gera jafnvel við börnin okkar og okkur sjálf. Þá megum við hugleiða það hvernig mat- armenningu við erum að inn- Sigurveig Káradóttir hvetur landsmenn til að prófa sig áfram og brydda upp á nýjungum í eld- húsinu. Eiginmaður hennar Egill Helgason og sonur þeirra Kári Egilsson, níu ára, njóta góðs af matargerð Sigurveigar. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Sigurveigu um matarmenningu og mat fyrir börn og fékk leyfi til að birta uppskriftir úr nýrri bók sinni um sultugerð. Góðan mat á að klára strax 700 g mangó 250 g sykur 200 ml hvítvínsedik 1 tsk. kóríander 1 tsk. engifer 1 tsk. svartur pipar 1 tsk. kanill 1/2 negull 1/2 tsk. maldonsalt Mangóið er skorið í passlega munnbita, sett ásamt restinni af hráefnunum í pott og látið malla á meðalhita í 45–50 mínútur. Betra er að nota frekar þroskað mangó eða jafnvel eitt þroskað og annað óþroskað. Þá fer hluti af mangóinu í mauk og hitt heldur sér. Mangókryddmauk er vinsælt í indverskri matargerð og eins má nota það í ýmsa aðra rétti. Til dæmis út á ofnbakaðan lax með pistasíuhnetum, eða í kjúklinga- rétti. Það er gott að steikja nokkur pappadum eða hita naan-brauð og bera fram á undan eða með matnum og hafa þá mangó- kryddmauk til að setja ofan á. Það eru til ýmsar útfærslur á mangókryddmauki og margar sterkari og bragðmeiri en þetta hér. Þessi uppskrift hefur fínlegt og létt bragð og er passlega sæt. Sætt mangókryddmauk 400 g gulrætur, rifnar á rifjárni 220 g sykur 1 grænt epli, rifið á rifjárni 150 ml eplaedik 1 sítróna, safi og börkur 4–5 kardimommur 1 kanilstöng 2 msk. accacia hunang Gulrætur og epli eru rifin á rifjárni en samt ekki of fínt. Sítrónubörk- urinn er rifinn smátt út í. Sett í pott ásamt öðrum hráefnum og látið malla. Potturinn er tekinn af hellunni þegar marmelaðið er farið að þykkna, eftir svona 30–40 mínútur. Þetta marmelaði er mátulega sætt. Góð tilbreyting frá appelsínumarmelaði ofan á ristaða brauðsneið á morgnana. Passar vel með grófu brauði. Gulrótarmarmelaði með appelsínum Í eldhúsinu heima Sigurveig Káradóttir eldaði alla réttina sem eru í bókinni í eldhúsinu heima og þar eru engar stórar, dýrar græjur. Myndirnar í uppskriftabókunum eru einnig teknar heima hjá henni. Krukkur og diskar lagðir í eld- húsgluggann, út í garð eða á stofuborðið. „Matargerð á ekki að vera flókin heldur ein- föld og ánægjuleg Neysla súkku­ laðis er jákvæð Mikil neysla á súkkulaði minnk- ar líkur á hjarta- og æðasjúk- dómum um einn þriðja sam- kvæmt rannsókn á yfir 114 þúsund sjúklingum. Í rannsókn- inni, sem var framkvæmd í há- skólanum í Cambridge, kom í ljós að þeir sem borðuðu meira en tvö súkkulaðistykki í viku voru 37 prósentum ólíklegri til að þjást af hjartasjúkdómum og 29 prósentum ólíklegri til að fá heilablóðfall en þeir sem borða lítið af súkkulaði eða færri en tvö stykki á viku. Vísindamenn sem stóðu að rannsókninni vara þó við að mikið súkkulaðiát geti valdið öðrum sjúkdómum og bresku hjartasamtökin segja aðrar leiðir til verndar hjartans ákjósanlegri. leiða í líf barna okkar. Margir leggja mikið upp úr eigin mat- aræði, vigta ofan í sig matinn eða kaupa sér sérstaka matar- pakka. Á sama tíma er þetta fólk kannski að henda pasta í pott eða gefa börnunum nær- ingarlítinn skyndibita. Fjöl- skyldan á að borða sama mat og borða hann saman við mat- borðið.“ „Kári suðaði heillengi í okk- ur um daginn að fá að smakka á reyktum ál og síðasta sumar vildi hann endilega fá að bragða á ostrum. Bækur Sigurveigar Sigurveig Káradóttir gaf út tvær matreiðslubækur nýverið. Aðra um nesti fyrir börn sem fullorðna í félagi við þær Margréti Gylfadóttur og Sigurrós Pálsdóttur. Hina um sultugerð. Í eldhúsinu Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Osturinn er lykilatriði P ítsa getur verið dýrindis matur ef maður veit hvað maður er að gera. Til að pítsa verði þess virði að hnoða í deig þarftu að vera með alveg á hreinu hvaða álegg þú átt að nota á pítsuna. Lykilatriði góðrar pítsu er osturinn. Til hafa pítsuna sem fljótger- ðasta hrærir þú saman í einfalda deiguppskrift. Þú þarft smá und- irbúning sem felst í því að leysa upp örlítið af sykri og þurrgeri í um rúmlega tveimur desilítrum af volgu vatni. Þetta þarf að fá að standa í um tíu mínútur. Svo hrærir þú saman um 340 grömm af hveiti, nokkur grömm af salti og um það bil tvær matskeiðar af matarolíu. Þegar hráefnin eru vel blönduðu saman lætur þú deigið standa í um það bil fimm mínútur. Tekur svo deigið úr skálinni og smellir því á flöt með smá hveiti á. Þá ert deigið tilbúið. Þetta ætti ekki að taka þig mikið meira en tíu mínútur. Til að pítsan sé eitthvað annað en heitt brauð þarftu að smyrja á pítsubotninn sósu. Var- ast skal að hafa of mikið af sósu en dreifa vel úr henni á allan botninn. Þú þarft svo bara að meta það hversu nálægt kant- inum sósan á að fara. Það er svo skylda að hafa pepperóni á pítsu. Beikonkurl er líka frábært álegg. Hitaðu beikonkurlið á pönnu áður en þú smellir því á pítsuna. Eins og áður segir er ostur lykilatriði þegar kemur að því að gera góða pítsu. Til að pítsan verði annað og meira en venju- leg pöntuð pítsa smellir maður rifnum Mexíkóosti á hana. Það er eilítið sóðalegt að rífa ostinn niður,vegna kryddblöndunnar sem er á honum, en það er vel þess virði. Síðan setur þú tæp- lega heilan poka af rifnum osti yfir og hendir inn í ofn. Hver hefur auðvitað sinn smekk hvað varðar stökkan og þunnan botn og hversu gullinn osturinn á að verða í ofninum. Hver og einn verður að meta hvenær pítsan er tilbúin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.