Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 44
K
onur sem fá sér áfeng
an drykk á kvöldin
eru hamingjusam
ari í ellinni en aðrar.
Í læknaritinu PLoS
kemur fram að konur sem fá
sér glas af bjór, léttvíni eða
einföldum sterkum drykk
daglega eru líklegri til að við
halda góðri heilsu um sjö
tugt en þær konur sem drekka
mikið áfengi eða snerta aldrei
áfengi. Í ljós kom að fimmtug
ar konur sem drekka einn til
tvo áfenga drykki á dag eru 28
prósentum líklegri til að vera
heilsuhraustar og lausar við
sjúkdóma líkt og krabbamein,
sykursýki og hjartakvilla þeg
ar þær ná sjötugu. Konur sem
drekka 5–7 daga vikunnar
eru tvöfalt líklegri til að vera
heilsuhraustar í ellinni en
þær sem drekka aldrei.
Vísindamenn vita ekki
hvort góða heilsan sé áfeng
inu sjálfu að þakka eða hvort
það sé eitthvað annað í lífi
kvennanna sem geri þær
hraustari. Breytur sem gætu
haft áhrif á útkomuna, líkt og
reykingar, voru teknar með í
reikninginn.
„Hófleg drykkja veitir ein
hverja vörn gegn hjartasjúk
dómum, sérstaklega fyrir
konur sem komnar eru yfir
breytingarskeið. En mikilvægt
er að halda drykkjunni í hófi,“
segir Natasha Stewart hjá
bresku hjartasamtökunum.
„Of mikil drykkja veitir enga
vörn og getur frekar skemmt
hjartað. Og ef þú drekkur ekki
áfengi er engin ástæða til að
byrja núna. Til eru mun betri
leiðir til að huga að heilsunni,
eins og að hætta að reykja,
borða hollan mat og hreyfa
sig.“
Bill Clinton þurfti að gjörbreyta
mataræði sínu eftir að hafa
gengist undir tvær hjartaað
gerðir árið
2004. Nú
borðar for
setinn fyrr
verandi
mikið af
grænmeti
og ávöxtum
en forðast
kjöt, mjólk
urvörur og egg. Það er engin
„ein með öllu“ handa Clinton
í dag.
Grínistinn Ellen DeGeneres
borðar engar dýraafurðir. „Ég
geri það af því að ég elska dýr,“
sagði Ellen
í viðtali
við Katie
Couric.
Eiginkona
Ellenar,
leikkon
an Portia
de Rossi,
er einnig
grænmetisæta en matseðillinn
í brúðkaupi þeirra árið 2008
samanstóð af alls kyns græn
metisréttum.
Leikkonan Alicia Silverstone
gerðist grænmetisæta fyrir ára
tug síðan eftir að hafa horft á
heimildarmynd um bandaríska
matvælaiðnaðinn. Árið 2009
gaf hún út bókina The Kind
Diet þar sem hún gaf lesendum
sniðug ráð og uppskriftir.
Leikarinn
fyndni Russ
ell Brand
hefur verið
grænmetis
æta frá 14
ára aldri.
„Það er ljótt
að borða
dýr,“ lét leik
arinn eitt sinn hafa eftir sér.
Bítillinn fyrrverandi Paul
McCartney hefur verið virkur í
starfi fyrir PETA. Hann segir
eitthvað
hafa gerst
innra með
sér þegar
hann var á
veiðum. „Ég
var að draga
grey fisk
inn á land
og hugsaði
með mér að ég væri að drepa
hann vegna gleðinnar sem
það færði mér. Á meðan ég
horfði á hann berjast fyrir lífi
sínu skildi ég að hans líf var
honum jafnmikilvægt og mitt
er mér.“
Frægar græn-
metisætur
44 | Lífsstíll 9.–11. september 2011 Helgarblað
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
Skál! Þær konur sem drukku
daglega mældust heilsuhraustari
um sjötugt en þær sem drukku aldrei
áfengi.
n Samkvæmt rannsókn borgar sig fyrir konur að drekka áfengi daglega.
Konur sem drekka eru hraustari
V
ið vorum orðin úr
kula vonar um að
geta eignast barn og
vorum farin að gæla
við að ættleiða. Ég
þoldi ekki að þurfa að dæla í
mig öllum þessum hormónum
og upplifa þessi svekkelsi æ
ofan í æ,“ segir Elísa Dröfn V.
Tryggvadóttir hjúkrunarfræði
nemi en hún og maður hennar,
Ríkarð Svavar Axelsson stýri
maður höfðu lengi reynt að
eignast saman barn án árang
urs.
„Við vorum hjá Art Medica í
þrjú ár og fórum í þrjár tækni
sæðingar og þrjár glasameð
ferðir. Það tókst aldrei – nema
í síðustu meðferðinni. Þá kom
strákurinn okkar undir,“ seg
ir Elísa en Tryggvi Fannar er
tæplega þriggja ára. „Við vor
um mjög hamingjusöm að fá
hann en planið var alltaf að
eignast annað barn saman en
við ákváðum að geyma næstu
meðferð aðeins þar sem þetta
er dýrt. Okkur til undrunar
varð ég svo óvænt ófrísk án
hjálpar,“ segir Elísa sem fæddi
litla stelpu fyrir 14 mánuðum
sem hefur fengið nafnið Hrafn
hildur Freyja.
„Eftir að hún kom í heiminn
vorum við ákveðin í að eignast
ekki fleiri börn og Ríkharð var
á leið í herraklippingu. Samt
vorum við nokkuð viss um að
Hrafnhildur Freyja væri krafta
verkabarn enda pössuðum við
okkur ekki nægilega mikið og
ég varð aftur ófrísk,“ segir Elísa
brosandi en hún er nú komin
22 vikur á leið.
Hún segir ófrjósemina hafa
reynt virkilega á. „Það versta
var að þurfa að hlusta á að við
ættum bara að vera ánægð þar
sem við ættum bæði börn fyr
ir, en ég á son og hann dótt
ur úr fyrri samböndum. Þetta
var samt alveg jafnerfitt. Okkur
langaði að eignast barn saman.
Við fengum líka mörg misgáfu
leg ráð, eins og að hætta bara að
hugsa um þetta, fá okkur hund
eða fá önnur börn lánuð. Ég var
ekkert alltaf að hugsa um þetta.
Stundum var ég komin með
virkilegt ógeð og langaði ekki
einu sinni til að verða ófrísk
svo ef þetta væri það einfalt
þá hefði ég eignast barn fyrir
löngu. Fólk er alltaf tilbúið með
ráð handa manni og auðvitað
vill maður ekki vera dónalegur
en ég viðurkenni að þessi ráð
hafa stundum farið fyrir brjóst
ið á mér,“ segir hún og bætir við
að læknarnir hafi aldrei fund
ið neitt líkamlegt að þeim sem
hindraði að hún yrði ófrísk.
„Okkar vandi var „óútskýrð
ófrjósemi“ sem mér skilst að
eigi við 15 prósent para sem
þjást af ófrjósemi. Læknirinn
hafði sagt okkur að það væru
svona 7 prósent líkur á að þetta
tækist hjá okkur og að þær lík
ur færu minnkandi þar sem við
vorum búin að reyna svo lengi
án getnaðarvarnar. Það er ótrú
leg kaldhæðni að vera orðin 34
ára þegar fjórða barnið kemur í
heiminn og þurfa þá loksins að
fara að huga að getnaðarvörn
um eftir að hafa aldrei þurft
að vera á neinu. Nú virðumst
við vera ofurfrjó,“ segir hún og
bætir brosandi við að eftir þetta
barn verði þeim báðum kippt
úr sambandi.
indiana@dv.is
n Draumur Elísu og Ríkarðs um barn rættist eftir sex
meðferðir hjá Art Medica n Nú er fimmta barnið á leiðinni
„Það versta
var að þurfa
að hlusta á að við
ættum bara að vera
ánægð þar sem við
ættum bæði börn
fyrir, en ég á son og
hann dóttur úr fyrri
samböndum.
Úr ófrjósemi í
ofurfrjósemi
Stór fjölskylda Elísa segist hafa talið Hrafnhildi Freyju kraftaverkabarn en nú er hún aftur ófrísk. MyND: BjARNi EiRíkSSoN