Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Page 54
54 | Fólk 9.–11. september 2011 Helgarblað
H
eilsudrottningin
Linda Pétursdóttir
virðist hafa fundið ást-
ina eftir að hafa verið
einhleyp árum sam-
an. Skoski leikarinn Tav Mac-
Dougall hefur dvalið á land-
inu síðan um liðna helgi. Kom
hann í heimsókn til Lindu sem
býr á Álftanesi. Víða hefur sést
til parsins sem leiðst hefur um
miðborg Reykjavíkur og víðar.
Leið þeirra lá meðal annars á
Kaffi París þar sem þau gæddu
sér á cappucino. Þá sást til
þeirra í innkaupum í verslun-
inni Kosti í Kópavogi.
Heimildum DV ber saman
um að ekki hafi leynt sér að ást-
in hafi tekið sér bólfestu í hjört-
um beggja. Uppfærslur Lindu
á Facebook þykja staðfesta að
ástin sé komin í líf hennar. Sjálf
vildi Linda fátt um málið segja
þegar DV hafði samband við
hana. „Ég get staðfest að ég er
hamingjusöm kona. Meira fáið
þið ekki að vita,“ sagði Linda.
MacDougall, sem er
rúmlega fertugur eins og Linda,
á að baki langan feril sem leik-
ari. Hann starfar fyrst og fremst
í leikhúsum en hefur einnig
komið fram í kvikmyndum og
fjölda sjónvarpsmynda. Þeirra
á meðal eru hinir vinsælu
þættir Taggart og Rebus. Hann
var í aukahlutverki í einni af
Harry Potter-myndunum.
Linda hefur undanfarin ár
einbeitt sér að rekstri Baðhúss-
ins sem hún stofnaði um það
leyti sem hún var kjörin Miss
World. Djarfar auglýsingaher-
ferðir fyrirtækisins hafa jafnan
vakið athygli. Í yfirstandandi
herferð kemur Linda fram á
sundbol og hvetur konur til að
mæta í Baðhúsið.
Uppeldi einkadótturinnar,
Ísabellu, hefur átt hug henn-
ar undanfarin ár. Þrátt fyrir
að vera ein eftirsóttasta kona
landsins hefur hún lítið gef-
ið sig að karlmönnum und-
anfarin ár fyrr en nú þegar
Skoti virðist hafa fangað hjarta
hennar.
n Heilsudrottningin Linda P. ástfangin n Nýi kærastinn skoskur leikari n Lék í Harry Potter-mynd
Linda
með
nýjan
kærasta Glæsilegt par Linda er hamingjusöm með Skotanum
Tav MacDougall.
myNdir GuNNar GuNNarssoN
róleg á range Linda og Tav hafa sést leiðast um miðborg Reykjavíkur.
Ánægð Linda segist hamingjusöm kona.
I
nnkoma framherjans stór-
efnilega Björns Bergmanns
Sigurðarsonar hjá íslenska
landsliðinu gegn Kýpur á
þriðjudagskvöldið var ekki bara
merkilegur áfangi á hans ferli
en þetta var hans fyrsti A-lands-
leikur. Björn varð þar með fjórði
sonur Skagakonunnar Bjarn-
eyjar Þórunnar Jóhannesdóttur
sem spilað hefur með íslenska
landsliðinu í fótbolta.
Bjarney eignaðist synina
Þórð, Bjarna og Jóhannes Karl
með fyrrverandi landsliðsþjálf-
aranum Guðjóni Þórðarsyni og
Björn Bergmann eignaðist hún
síðan í seinna hjónabandi. All-
ir fjórir hafa nú spilað landsleik
fyrir Íslands hönd. „Þetta var al-
gjörlega frábært. Ég hefði bara
viljað að hann kæmi fyrr inn á,“
segir Bjarney sem var á vellinum
gegn Kýpur og sá yngsta soninn
skjóta í stöngina í sínum fyrsta
landsleik.
„Það er mjög gaman að allir
hafa spilað landsleik. Það þýðir
að þeim hefur öllum gengið vel,“
segir Bjarney. Sem ungir dreng-
ir ólu þeir sig að stóru leyti upp
sjálfir á Jaðarsbökkum þar sem
þeir spiluðu fótbolta frá morgni
til kvölds. „Þeir voru allir, alltaf
úti í fótbolta. Það þurfti nú samt
stundum að hafa fyrir þeim en
allir eru þeir afskaplega viðráð-
anlegir strákar.“
Björn Bergmann er lang-
yngstur og spilar sem atvinnu-
maður með Lilleström í Nor-
egi en allir fjórir hafa spilað
sem atvinnumenn. Þórður og
Bjarni komu heim fyrir fimm
árum og von er á Jóhannesi
Karli heim næsta sumar. „Það
er mjög mikill munur að hafa þá
heima. Það er mjög erfitt þeg-
ar öll barnabörnin eru erlend-
is,“ segir Bjarney en Jóhannes á
fjóra syni. „Hann ætlar bara að
verða eins og ég,“ segir Bjarney
og hlær.
Er Björn Bergmann, nýjasti
landsliðsmaðurinn mjög ólík-
ur bræðrum sínum? „Þeir eru
allir ólíkir. Enginn af þeim er
eins,“ segir Bjarney en aðspurð
hver hafi verið mesti grallarinn í
æsku var fótboltamamman ekki
lengi að svara: „Ætli það séu
ekki Jói Kalli og Bjarni saman.
Það munar bara einu ári á þeim
þannig að þeir voru alltaf eitt-
hvað að bralla.“
Með fjóra fótboltamenn í
veislu myndu eflaust margir
búast við einhverjum metingi
en Bjarney segi svo ekki vera
hjá þessum strákum. „Nei, alls
ekki. Það er afskaplega gott á
milli þeirra og þeir eru voða já-
kvæðir hver fyrir annars hönd,“
segir fótboltamamma Íslands,
Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir.
tomas@dv.is
Er móðir fjögurra landsliðsmanna
n Bjarney Jóhannesdóttir er fótboltamamma Íslands
mögnuð mamma Bjarney hefur alið fjóra landsliðsmenn í fótbolta.
myNd siGtryGGur ari
Landsliðsmenn Synir Bjarneyjar, þeir Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl,
hafa allir leikið með landsliðinu. myNdir reuters
yngsti sonurinn Björn Bergmann
varð nýlega fjórði sonur Bjarneyjar til
að spila með íslenska A-landsliðinu.