Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 2
Helgarblað 17.–20. janúar 20142 Fréttir Áhrifin ekki metin Ekki er hægt að meta áhrif skulda- niðurfellingarinnar sem ríkis- stjórnin áformar að ráðast í. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingar- innar. „Forsætisráðuneytið býr ekki yfir upplýsingum til að svara þessari fyrirspurn. Enginn fyrirliggjandi gagnagrunnur getur metið áhrif leiðréttingarinnar á einstaka tekju-, skulda- og greiðslubyrðishópa með nægjanlega nákvæmum hætti, ekki hvað síst vegna samspils við fyrri aðgerðir sem dragast frá leið- réttingunni,“ segir í svari Sigmund- ar. Í svarinu segir hann einnig að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið muni á næstunni safna upplýsingum um dreifingu leiðréttingarinnar. Til stendur að fella niður hluta verð- tryggðra húsnæðislána. „Aðgerðirn- ar eru ekki félagslegt úrræði heldur er þeim ætlað að taka á þeim vanda heimila sem til er kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstóls- hækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af gengislækkun íslensku krónunnar,“ segir Sigmundur um aðgerðirnar í svarinu. É g er náttúrlega feginn að þetta er búið og ég mjög ánægður með niðurstöðuna, með þeim fyrir- vara að maður veit ekki hvort þetta sé endanlegt,“ segir Hannes Sig- marsson, fyrrverandi yfirlæknir Heil- brigðisstofnunar Austurlands (HSA). Heilbrigðisstofnun Austurlands var í gær dæmd í Héraðsdómi Aust- urlands til þess að greiða Hannesi tæpar fimmtán milljónir króna vegna vangoldinna launa. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða, þá er þetta auð- vitað mikill sigur fyrir Hannes, en um leið áfellisdómur yfir vinnubrögðum Heilbrigðisstofnunar Austur lands,“ segir Guðjón Ármanns son, lögmaður Hannesar. DV greindi frá máli Hannesar í nóvember 2012. Þá var skaðabóta- kröfu hans á hendur Heilbrigðis- stofnun Austurlands (HSA) vísað frá dómi í Héraðsdómi Austurlands vegna annmarka á málatilbúnaði. Hannes krafðist þá rétt tæplega sex milljóna króna vegna „ólögmætr- ar uppsagnar“ en hann var rekinn árið 2009. Héraðsdómur dæmdi hins vegar HSA og þáverandi forstjóra stofnunarinnar Einar Rafn Haralds- son, til að greiða Hannesi samtals þrjú hundruð þúsund krónur í miska- bætur en Hannes sakaði forstjórann um að hafa vegið að persónu hans og æru með ummælum í fjölmiðlum um brottrekstur Hannesar. „Þetta er niðurstaða dómsins og það er ríkislögmanns að ákveða hvort hann uni því eða ekki,“ segir Einar í samtali við DV. Hann vill ekki tjá sig frekar um málið. Hannes segir málið hafa snert fjölskyldu sína mik- ið: „ Fjölskyldan mín er mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Lögmað- ur hans segir dóminn góðan í ljósi þess að Hannes hafi þurft „að sitja undir linnulausum ásökunum þá- verandi forstjóra Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands um fjárdrátt.“ Eins og fyrr segir var forstjórinn, Einar Rafn, dæmdur til að greiða Hannesi miska- bætur vegna þeirra ummæla. n jonbjarki@dv.is „Mikill sigur fyrir Hannes“ Fær fimmtán milljónir króna vegna vangoldinna launa Fékk á hann Hannes Sigmarsson segist ánægður með niðurstöðuna en málið hefur feng- ið mikið á hann og fjölskyldu hans, að eigin sögn. Náin tengsl við MP banka n Spara hátt í 200 milljónir vegna skattleysismarka á bankaskatti M P banki sleppur við greiðslu 188 milljóna króna vegna skattleysis- marka sem sett voru á bankaskatt fyrir áramót en greiðslur bankans vegna skatts- ins nema 53 milljónum, miðað við heildarskuldir bankans um síðustu áramót. Skattleysismörkin voru lögð til í breytingatillögu við fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar sem efna- hags- og viðskiptanefnd lagði fram í þinginu. Athygli hefur vakið að ráð- herrar í ríkisstjórninni eru tengdir stjórnendum bankans og var fjallað um tengslin á vefsíðunni Andríki. Tengdur fjölskylduböndum Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, er tengdur forsætisráðherra fjölskylduböndum. Hann er kvæntur Nönnu Margréti Gunnlaugs- dóttur, systur Sigmundar Davíðs Gunnlaugs sonar. Þetta eru ekki einu tengsl Sigmundar við stjórnendur í bankanum en Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var meðal annars skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leið- rétta forsendubrest þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán. Sig- urður og Sigmundur störfuðu saman í InDefence-hópnum sem barðist gegn samningum í Icesave-deilunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur líka verið í góðum tengslum við forystumenn bankans. Nýverið réð hann til sín Benedikt Gíslason sem starfað hef- ur frá árinu 2011 sem einn af fram- kvæmdastjórum MP banka. Starf hans fyrir Bjarna á meðal annars að felast í ráðgjöf um framkvæmd áætl- unar um afnám gjaldeyrishafta og tengd mál. Kom ekki nálægt skattinum DV sendi spurningar til Sigmundar Davíðs vegna málsins en aðstoðar- maður hans, Jóhannes Þór Skúlason, svaraði fyrirspurninni. Hann segir í svarinu að forsætisráðherra hafi ekki komið nálægt útfærslu á skattinum. Vísar hann á fjármálaráðuneytið um hvernig frítekjumarkið var fund- ið út. „Forsætisráðuneytið gerir ekki tillögur um né tekur ákvarðanir um tæknilega útfærslu skatta,“ segir Jó- hannes í svarinu. Hafnar hann því að tengsl Sigmundar við stjórnendur MP banka hafi haft áhrif á ákvörðun- ina, enda hafi hún ekki verið tekin af honum. „Forsætisráðherra gerir samkvæmt stjórnskipan engar tillög- ur né tekur ákvarðanir um útfærslu einstakra skatta. Tengsl forsætisráð- herra við stjórnendur MP banka, hvort sem er núverandi eða fyrrver- andi, höfðu því augljóslega engin áhrif,“ segir hann. Aðspurður hvort að leitað hafi verið ráða hjá Sigurði Hannessyni, formanni sérfræðihóps um höfuð- stólsleiðréttingu verðtryggðra lána, segir hann það ekki hafa verið gert. Hópurinn kom ekki með tillögur um fjármögnun skuldaniðurfelling- anna en hækkun bankaskattsins á að tryggja hana. „Ekki var óskað eft- ir neinum ráðum frá Sigurði Hann- essyni varðandi útfærslu frítekju- marksins, enda útfærslan ekki á forræði forsætisráðherra eins og áður segir,“ segir hann. n Þetta eru tengslin n Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri hjá MP banka, er sérstak- ur ráðgjafi forsætisráðherra. n Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, er mágur forsætisráðherra. n Benedikt Gíslason lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá MP banka til að gerast ráðgjafi fjármála- og efnahags- ráðherra. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is „Tengsl forsætis- ráðherra við stjórnendur MP banka, hvort sem er núverandi eða fyrrverandi, höfðu því augljóslega engin áhrif. Milljónir MP banki sleppur við um 200 milljóna greiðslur vegna skattleysismark- anna. Bankinn er sá eini af viðskipta- bönkunum fjórum sem kemur betur frá bankaskattinum eftir breytingarnar. Mágur Forstjóri MP banka er mágur Sigmundar Davíðs auk þess sem einn af hans helstu ráðgjöfum er framkvæmdastjóri hjá bankanum. Mynd SigTryggur Ari Hefur ráðrúm til að andmæla Andmælafrestur Þorsteins Jóhannessonar, framkvæmdastjóra lækninga við Heilbrigðisstofn- un Vestfjarða, vegna mats embætt- is landlæknis á starfshæfni hans rann út í byrjun vikunn- ar. BB.is grein- ir frá, en þar kemur fram að Geir Gunnlaugsson landlæknir segi að niðurstöðu sé að vænta á næstu dögum. Málinu var vísað til landlæknis- embættisins í kjölfar þess að deilur lækna við stofnunina vegna máls- ins komust í hámæli í fjölmiðlum, en sem kunnugt er neituðu margir læknar að vinna með Þorsteini. Ekki verður greint frá niðurstöðu matsins fyrr en endanleg niður- staða liggur fyrir en þangað til gegnir Þorsteinn áfram störfum sem framkvæmdastjóri lækninga. Hann tekur þó ekki að sér skurð- aðgerðir eða læknavaktir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.