Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 11
Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Fréttir 11 O kkur er full alvara í því að láta þetta ganga upp.“ Þetta segir Guðbrandur Einars­ son, formaður Verslunar­ mannafélags Suðurnesja, sem sæti átti í samninganefnd ASÍ og undirritaði kjarasamninginn fyrir hönd verslunarmanna. Hann var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna þann 8. nóvember síðastliðinn. Hann er fyrsti kjörni landsbyggðarformað­ ur LÍV frá því að það var stofnað árið 1956. Guðbrandur var einnig lengi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og er iðinn við að skrifa greinar og fylgist vel með. Guðbrandur hefur talað fyrir því að kjarasamningarnir sem undirrit­ aðir voru fyrir jól verði samþykktir. „Já, ég samþykkti þessa samninga. Við náum aldrei öllu okkar fram þegar við gerum kjarasamning en ég tel að við séum á réttri leið með gerð þessa samnings.“ Atkvæðagreiðslan mun fara fram frá 15. janúar til 20. janúar. Niður­ stöður úr kosningunum þurfa að liggja fyrir í síðasta lagi 22. janúar. Flest verslunarmannafélaga viðhafa rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu þar á meðal hér á Suðurnesjum. Félagsmenn fá lykilorð sent í pósti ásamt upplýsingum um helstu atriði samningsins. Þetta á að auðvelda fé­ lagsmönnum að greiða atkvæði um samninginn. Full alvara Guðbrandur er bjartsýnn á að samn­ ingarnir verði samþykktir. „Við mætt­ um talsverðir ágjöf í fyrstu en þetta hefur róast síðustu daga. Þeir sem tala fyrir þessum samningi hafa að undanförnu náð að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og eins ætti fólk að sjá, eftir það sem hefur verið að gerast undanfarna daga, í aftur­ köllun verðbreytinga, að okkur er full alvara í því að láta þetta ganga upp.“ Guðbrandur kvittaði undir vegna þess að hann sér í þessum samningi veruleg tækifæri og telur að þessi samningur marki ákveðin þáttaskil í samningsgerð á Íslandi. „Þarna er verið að semja um launabreytingar sem munu, ef rétt er á málum haldið, auka kaupmátt og stuðla að minnk­ andi verðbólgu,“ segir hann. Sam­ hliða samningnum er tímasett við­ ræðuáætlun um það hvernig skuli nálgast gerð næsta kjarasamn­ ings. Sú vinna hefst um leið og, þegar eða ef, samningurinn verð­ ur samþykktur. „Þetta eru nýmæli í samningsgerð á Íslandi.“ Allir eru hvattir til að taka hönd­ um saman og vinna gegn verð­ bólgu. Ríkið hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt. „Þrátt fyrir verðhækkanir ríkisins undanfarna daga þá liggur fyrir skuldbinding af hálfu fjármálaráðherra um að verð­ breytingar fari ekki umfram verð­ bólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent.“ Hann bendir einnig á að sveitar­ félög hafi sýnt það í verki að þau eru tilbúin að taka þátt. Með því að stilla verðhækkunum í hóf og jafn­ vel lækka verð þannig að þetta geti gengið upp. „Verðlagseftirlit ASÍ verður á vaktinni og mun beita sér hart gegn þeim aðilum sem ekki taka þátt. Ef þetta tekst, munum við geta upplifað umhverfi hér næstu árin, með minnkandi verðbólgu og lægri vöxtum.“ Guðbrandur telur að það kæmi íslenskum heimilum virkilega til góða. Samið fyrir heilar atvinnugreinar Samkvæmt viðræðuáætlun sem tek­ ur gildi ef samningar verða sam­ þykktir á að ræða peningastefnuna og fjárlögin við stjórnvöld. Það á að ræða verðstöðugleika og launa­ hækkanir við viðsemjendur. Síðan á að skoða möguleika á annars konar samningsgerð. Horfa ber til atvinnugreina í stað starfsgreina líkt og er gert á hinum Norðurlöndunum að mati Guð­ brands. „Í því skyni mætti hugsa sér að mörg stéttarfélög kæmu að gerð eins kjarasamnings sem myndi þá gilda fyrir heila atvinnugrein.“ Hann segist til dæmis sjá fyrir sér kjarasamning fyrir ferðamanna­ iðnað eða byggingariðnað. „Kjara­ samningar á Íslandi hafa ekki verið unnir á þennan hátt en þetta er áhugavert að skoða. Við viljum vinna að samningsgerð sem stuðlar að og gengur út frá efnahagslegum stöðugleika. Ekki bara núna held­ ur til frambúðar.“ Guðbrandur telur að leiðin til þess geti meðal annars verið fólgin í því að móta nýtt kjara­ samningslíkan þar sem gerðir eru atvinnugreinasamningar sem taka til allra starfa innan viðkomandi atvinnugreinar. Í takt við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Stundum betra að segja minna Guðbrandi finnst andstaða við ný­ gerða samninga hafa farið minnkandi undanfarna daga. Hann telur einnig að gagnrýni á samningana sé órétt­ mæt að mörgu leyti. „Í aðdraganda þessarar samningsgerðar lögðu ákveðnir aðilar fram kröfur sem þeir vissu að þeir þyrftu ekki að standa við enda var þeim hafnað á fyrsta fundi þeirra með samningsaðilum. Það hefur líka komið á daginn að við­ komandi aðilar voru ekki tilbúnir að standa á eigin fótum og fara sínar eig­ in leiðir í samningsgerð og leggja sín eigin verk í dóm sinna umbjóðenda. Ég lít svo á að stundum sé betra að segja minna og framkvæma meira.“ Hann bendir á að þetta sé skamm­ tímasamningur og að það megi grípa til annarra aðferða í framhaldinu ef markmið samningsins náist ekki. Þess vegna virkaði þjóðarsáttin Margir kjarasamningar eru lausir og Guðbrandur segir ljóst að ef kostn­ aðarbreytingar verða í samfélaginu, hvort sem það er vegna verðhækk­ ana eða launabreytinga, umfram það sem samið er um, þá hafi sú til­ raun sem samþykktir samningar feli í sér, mistekist. „Þá verður líka enginn áhugi hjá okkur að reyna samninga um stöðugleika aftur. Þessi tilraun byggir á því að allir taki þátt í henni. Þess vegna skilaði þjóðarsáttin árið 1990 árangri.“ Guðbrandur leggur ríka áherslu á að ef brotist verði út fyrir kostnaðar­ ramma samnings með verulegum launahækkunum annars staðar, þá muni launafólk á almennum vinnu­ markaði þurfa að grípa til annarra aðferða til að ná fram auknum kaup­ mætti. „Þurfa ekki allir leiðréttingar? Urðu ekki allir fyrir skerðingu í hrun­ inu?“ spyr Guðbrandur. Ríkið er skuldbundið til þess að fylgja eftir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans upp á 2,5 prósent verðbólgu og get­ ur því ekki samið um meira en sem því nemur við aðra, án þess að brjóta samninginn við ASÍ. „Ég vil bara leyfa mér að vonast eftir því að allir séu að vinna að sama markmiði, að tryggja hér lífvænlegt umhverfi, ekki bara fyrir suma, heldur fyrir alla.“ Gælir við framboð Sem fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er Guðbrandur dug­ legur að tjá sig um sveitarstjórnar­ mál. Hann hefur á þeim mikinn áhuga. „Mér sýnist að ég tjái mig meira í fjölmiðlum um samfélags­ mál en margur bæjarfulltrúinn hér í bæ, enda eru þau mitt hjartans mál.“ Þegar Guðbrandur er spurður hvort hann hafi hug á því að snúa aftur í bæjarpólitíkina og bjóða sig fram í vor segist hann telja það vera áhugaverðan kost. „Ég veit að það er mikill áhugi í sveitarfélaginu fyrir því að stofna til framboðs sem er án tengingar við núverandi stjórnmála­ öfl. Ég hef ekki lokað á það að taka þátt í slíku framboði. Ég mun skoða það á næstu vikum hvort ég tek þátt í slíku framboði.“ Hann segir erfitt að segja fyrir um það hvernig áherslur svona fram­ boð myndi hafa meðan framboð­ ið sé ekki til, en heldur að þeir sem myndu vilja taka þátt í slíku, hefðu fyrst og fremst áhuga á því að leggja samfélaginu lið. Láta gott af sér leiða. „Það liggur auðvitað fyrir að fjármál sveitarfélagsins hafa verið í brennidepli í mörg ár og það er ekki að ástæðulausu að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur verið að fylgjast náið með Reykjanesbæ. Það þarf að vinna ötullega að því að bæta fjármál Reykjanesbæjar.“ Ekki fleiri töfralausnir Guðbrandur bendir á mikilvægi fé­ lagsmála í víðum skilningi og að þau snerti íbúa beint; mál eins og skóla­ mál, aðbúnaður ungmenna, barna og eldra fólks í sveitarfélaginu. „Það er fjöldi stórra verkefna sem þarf að takast á við. Það er úr nægu að moða ef fólk hefur áhuga á að starfa fyrir sveitarfélagið sitt.“ Aðspurður hvað hann telji að verði aðalmál kosninganna segist Guðbrandur vona að það muni snúa að hag bæjarbúa almennt. „Ég vona að menn eyði ekki dýrmætum tíma sínum í að halda á lofti einhverjum kosningaloforðum sem byggja á ein­ hverjum töfralausnum. Nóg komið af slíku.“ n Nóg komið af töfralausnum n Samningamaður ASÍ harðorður í garð andstæðinga kjarasamninga n Kemur heimilum til góða Undirritaði samninginn Guðbrandur Einarsson segir að í samningunum felist tilraun sem hann líkir við þjóðar- sáttina 1990. Mynd Þorri „Við náum aldrei öllu okkar fram þegar við gerum kjarasamning „Ef þetta tekst, munum við geta upplifað umhverfi hér næstu árin, með minnk- andi verðbólgu og lægri vöxtum. Þormóður Logi Björnsson logib@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.