Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Síða 32
Helgarblað 17.–20. janúar 201432 Fólk Viðtal
„Ég ætlaði að segja upp“
„Ég er kakkalakki, ég lifi ýmislegt af,“ segir sjón-
varpskonan Margrét Erla Maack. Margrét er
flestum landsmönnum kunn en hún hefur verið einn
umsjónarmanna Kastljóssins undanfarin þrjú ár auk
þess að starfa sem danskennari, sirkuslistamaður og
plötusnúður. Henni var nýlega sagt upp starfi sínu á
RÚV, líkt og fjölmörgum öðrum, en var ekki lengur en
hálftíma að finna sér nýja vinnu og segir spennandi
tíma framundan.
É
g er ekki með athyglisbrest
en ég þarf alltaf að vera með
rosalega marga bolta á lofti
og ég vinn mjög verkefnamið
að. Fólk spyr mig oft hvern
ig ég hafi tíma fyrir allt sem ég er að
gera en það er aldrei þannig að ég sé
að gera allt í einu. Þetta kemur allt í
bylgjum,“ segir Margrét. Hún er alltaf
með mörg járn í eldinum en sam
hliða störfum sínum á RÚV hefur
hún starfað sem danskennari í Kram
húsinu, sirkuslistamaður hjá Sirkus
Íslands og plötusnúður auk þess að
hafa atvinnu af því að stýra karókí.
Hún segir tækifærin leita hana uppi.
„Draumarnir hafa svolítið elt
mig í gegnum tíðina, þeir koma til
mín. Ég byrjað í magadansinum af
því að ég var bakveik, ég fór að spila
á skemmtistöðum bara af því að
ég hlustaði mikið á tónlist og vinur
minn var lasinn eitt kvöldið svo ég fór
að leysa hann af. Allt í mínu lífi hef
ur gerst svona. Ég segi það ekki að ég
þurfi ekki að leggja mikið á mig; það
er erfitt að dansa, það er erfitt að vera
í sirkus og það er erfitt að gera allt
þetta en ég þarf ekki að leggja mikið
á mig til að finna þessa hluti.“
„Hvað með Gettu betur?“
Margrét var í hópi þeirra sem sagt
var upp á RÚV í byrjun desember en
hún hafði þá verið einn umsjónar
manna Kastljóssins í þrjú ár auk þess
að hafa unnið sem skrifta og útvarps
maður á Rás 2. Hún heldur þó starfi
sínu sem dómari og spurningahöf
undur í Gettu betur og segir þá stað
reynd hafa komið í veg fyrir reiði og
biturleika vegna uppsagnarinnar.
„Þegar mér var sagt upp horfði
ég með hvolpsaugum á Skarphéðin
[Guðmundsson, dagskrárstjóra,
innsk. blm.] og spurði: „Hvað með
Gettu betur?“. Hann sagði að auðvit
að yrði ég áfram þar og ég varð rosa
lega fegin, því ef svo hefði ekki verið
þá hefði ég orðið rosalega bitur og
sár. Þá hefði ég fundið fyrir reiði og
skellt hurðum og eitthvað, held ég.
En ég veit það samt ekki. Mér hefur
aldrei verið sagt upp áður,“ segir Mar
grét og bætir við að það hafi verið
skrýtin tilfinning að vera látin fara.
„Það var rosalega gott sem pabbi
sagði við mig: „Þér var sagt upp en þú
ert ennþá að fara að vera í Gettu bet
ur þannig að það er svolítið eins og
þér hafi verið „dömpað“ en sért svo
að fara að sofa hjá fyrrverandi hverja
helgi til 14. mars.“ Og eins og hann
benti á þá getur það alveg verið gott
og mögulega gefandi að skilja við í
svona öfugri aðlögun en það getur
líka verið slæmt og skrýtinn viðskiln
aður.“
„Allt saman mjög skrýtið“
„Það var margt fólk sem talaði opin
skátt um uppsagnirnar, sem mér
fannst skrýtið því ég hef miklu frekar
viljað bera gleði mína á torg en harm.
Ég hefði til dæmis aldrei sagt frá
þessu á Facebook nema vegna þess
að ég var svo spennt fyrir nýjum verk
efnum. En það var kannski bara snið
ugt að einhverjir skyldu stíga fram
því þá spurði fólk mig út í þetta og þá
gat ég talað opinskátt um það hvern
ig mér leið,“ segir Margrét, en henni
fannst skringilega staðið að upp
sögnunum.
„Það var lokað fyrir tölvupóstinn
og aðganginn að húsinu og allt. Það
var til dæmis ekkert verið að athuga
það að ég er ennþá í Gettu betur og
ég þarf alveg að hafa aðgang að safn
inu og geta skoðað tölvupóstinn
minn og svona. Sem betur fer var þó
hægt að koma því í lag, sérstaklega
af því að ég var byrjuð að klippa alls
konar efni fyrir Gettu betur sem var í
vinnutölvunni minni. En þetta fannst
mér allt saman mjög skrýtið.“
Biðu með ritstjórnarfundinn
Margrét segir uppsögnina hafa kom
ið sér á óvart.
„Já, hún gerði það. Þegar ég kom
í vinnuna um morguninn var sagt:
„Við ætlum aðeins að bíða með rit
stjórnarfundinn því við þurfum að sjá
hversu mörgum verður sagt upp“. Við
vissum því að það yrði að einhverju
leyti sagt upp og að þættinum yrði
breytt. Jói [Jóhannes Kr. Kristjánsson,
innsk. blm.] var sendur fyrst upp á
fimmtu hæð og ég hugsaði með mér
að það gæti ekki verið að fleirum úr
fimm manna ritstjórn yrði sagt upp.
Og þegar Jói fór hugsaði ég – og það
er ógeðslegt að hugsa svona um nána
vini sína – að fyrst hann væri að fara,
þá væri ég „safe“. En svo var ég köll
uð upp.“
„Ég dáist að þeim“
Uppsagnirnar urðu mun fleiri en
Margrét hafði búist við.
„Alls vorum við tíu sem unnum
að þættinum og það var tveimur
umsjónarmönnum sagt upp, einni
skriftu og einum pródúsenti. Það er
því búið að fækka starfsfólki um 40
prósent en samt er ennþá sami mín
útufjöldi sem þarf að framleiða. Eftir
uppsögnina hugsaði ég með mér:
„Hvernig í andskotanum ætla þau að
fara að þessu?“ og ég dáist að þeim
að hafa þetta úthald. Ef einn er til
dæmis heima með veikt barn þá eru
bara tveir umsjónarmenn að vinna
að þættinum.“
„Skil að mér hafi verið sagt upp“
Margrét segist þó skilja að hún
hafi verið í hópi þeirra sem misstu
vinnuna.
„Ef ég hefði fengið að ráða þá
hefði ég sagt mér upp. Ég hefði ekki
sagt Jóa upp en ég skil að mér hafi
verið sagt upp. Ég var í svona dúllu
legu, mannlegu fréttunum sem eru
kannski ekki flaggskip Kastljóssins en
þær fréttir sem Jói er búinn að vinna
að eru fréttir sem við erum ennþá að
fá verðlaun fyrir,“ segir hún en bendir
þó á að mannlegar og skemmtilegar
fréttir séu líka nauðsynlegur hluti af
þættinum.
„Þegar fréttamenn eins og Helgi
[Seljan, innsk. blm.] og Jói eru að
vinna að sínum hörðu málum sem
taka langan tíma í undirbúningi
þá þarf samt að fylla mínúturnar í
þættinum. Og þá er gott að hafa litla
dúllu sem getur farið og talað við
Fjarstýrðubílaklúbbinn eða hippa
hjón sem eru að læra Lindy Hop.“
„Ég ætlaði að segja upp“
Margrét var ekki lengi að ráða sig í
aðra vinnu eftir uppsögnina í desem
ber.
„Ég var búin að ráða mig í aðra
vinnu hálftíma eftir að mér var sagt
upp. Ég ætlaði reyndar að segja upp
og hefði viljað gera það sjálf. Ástæðan
er sú að mér bauðst önnur vinna
sem átti að byrja í apríl en ég fæ að
koma inn í hana núna eins og mér
hentar. Ég var búin að ræða það við
fjölskylduna mína og nánustu vini
að mig langaði til að hætta á RÚV
þannig að þegar uppsögnin kom þá
var það algjörlega rétti tíminn. Auð
vitað var þetta sjokk og ég fann fyrir
rosalegri höfnunartilfinningu en á
sama tíma leit ég á þetta sem ákveðið
tækifæri. Þannig að ég hringdi beint
í Lee Nelson, sirkusstjóra Sirkus Ís
lands, og sagði bara: „It‘s on!“. Það er
stundum eins og tækifærin komi til
manns og ákvarðanirnar séu teknar
fyrir mann.“
Er ekki bitur
Næstu mánuði verður Margrét fast
ráðinn sirkuslistamaður hjá Sirkus
Íslands og segist varla geta ímyndað
sér skemmtilegra starf.
„Maður fer í vinnuna og húllar í
nokkra tíma, svo kenni ég kannski
strákunum aðeins að dansa, leik mér
aðeins á trampólíni og svo er maður
bara farinn heim. Og svo svarar mað
ur nokkrum tölvupóstum og bókar
gigg,“ segir hún og brosir.
Það eru spennandi tímar
framundan, en líkt og kunnugt er
tókst Sirkus Íslands nýlega að safna
fyrir alvöru sirkustjaldi og mun
hópurinn ferðast um allt land næsta
sumar og leika listir sínar fyrir lands
menn. Margrét er því alls ekki svekkt
yfir því að hafa verið látin fara á RÚV.
„Ég held ég sé kannski minnst
bitur af þeim sem var sagt upp. Ef ég
hefði sagt upp sjálf þá hefði ég líka
þurft að vinna uppsagnarfrestinn. En
núna er ég bara ennþá í jólafríi,“ segir
hún og hlær.
„Þetta var bara algjörlega rétti
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
m
y
n
d
S
iG
tr
y
G
G
u
r
A
r
i