Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Page 37
Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Fólk Viðtal 37 bestu vinir í dag. „Þetta er fólkið sem þekkti mann áður en maður fór að þykjast vera eitthvað, á meðan maður var enn að mótast. Ég er mest hissa á því hvað bekkjarsystkini mín voru lítið undrandi á því að ég hafi orðið prestur því í MA hegðaði ég mér ekki eins og ég ætlaði að verða prestur. Ég var kölluð Bisk. Ætli þeim hafi nokk- uð fundist ég nógu biskupsdótturleg. Allavega var ég ekki með mikinn guð- ræknissvip; var bara djammari og lét mér detta alls kyns vitleysa í hug. Ég var enginn fyrirmyndar nemandi en ég held ég hafi verið ágætis skólafé- lagi og vinur og ég held að mörgum kennurum úr MA og VMA, þaðan sem ég kláraði, sé bara nokkuð hlýtt til mín,“ segir hún brosandi en bæt- ir svo við: „En mér þykir svo merki- legt og svolítið fallegt að eftir að ég varð prestur hafa margir sem voru með mér í menntaskólanum leitað eftir þjónustu minni. Það hefur kom- ið mér á óvart því þau muna eftir mér á djamminu og í vitleysisganginum. Kannski er það einmitt málið. Þau líta svo á að ég taki mig ekki of hátíðlega. Enda erum við af þeirri kynslóð sem tekur sig yfirleitt ekki hátíðlega.“ Gifti sig 22 ára Eiginmaður Hildar Eirar er Heimir Haraldsson en hjón- in eiga tvo drengi, Harald Bolla og Jónatan Huga. „Við Heimir kynntust í Sjallan- um en ég var að vinna sem barþjónn eitt ár með skóla. Hann kom og var farinn að hanga ískyggilega mik- ið á barnum. Mér fannst þetta sérstakt. Maðurinn var kominn á ball en fór ekkert út á dansgólfið held- ur þurfti bara að spjalla við barþjóninn. Þetta endaði með því að við urðum par og höfum verið það síðan.“ Hildur og Heimir giftu sig árið 2000 eftir að hafa verið saman í eitt og hálft ár. „Ég var 22 ára og vin- ir mínir héldu að ég væri endanlega búin að missa það. Við vorum bara svo rómantísk og okkur lang- aði að gera þetta. Harald- ur Bolli fæddist svo 2002 og Jónatan Hugi 2008, viku eftir að pabbi var jarðsunginn. Það var svo- lítið sérstakt.“ Læknast aldrei Hildur Eir hefur áður sagt frá baráttu sinni við áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD). „Þetta er ekki mjög sýnilegt öðrum en þetta er glíma sem hefur áhrif á allt mitt líf og ég þarf að takast á við á hverjum einasta degi og mun sjálfsagt þurfa að gera það ævina á enda. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara að tala um þetta er að ég áttaði mig ekki alls fyrir löngu á að ég myndi sennilega aldrei læknast af þessu og það olli mér sorg en um leið stillti sú staðreynd mér upp við vegg og krafði mig um skynsamleg viðbrögð. Ég hélt alltaf að þetta myndi lag- ast en þegar ég upplifði að svo væri ekki ákvað ég að tala um þetta opin- berlega. Ég hef verið svona frá 13 ára aldri og þessi árátta- og þráhyggja er orðin of inngróin í sálarlíf mitt og persónu til að ég geti komist undan henni,“ segir Hildur og bætir við að hún hafi sæst betur við veikindin. „En maður á auðvitað ekki að róman- tísera veikindi. Það getur verið hættu- legt og í því er ekki fólginn neinn stuðningur fyrir aðra. En það er þessi leið að lifa með sjúkdómnum og lifa fyrir ofan hann; að taka ábyrgð á veik- indunum og komast út úr því að vera fórnarlamb. Að hugsa eins og pabbi, að mér sé ekki vandara um en öðrum að veikjast og að nú þurfi ég að finna leiðir til að lifa með þessu. Það er ótrúlegur sigur að ná því en það þýð- ir ekki að fullnaðarsigri sé náð. Auð- vitað koma dagar sem ég er þreytt á þessu og hugsa með mér hvort þetta sé falin myndavél, eins konar vinnu- staðahrekkur frá skaparans hendi, hver sé eiginlega tilgangurinn með þessu.“ Fullkomnunarárátta og sektarkennd „Ég hef fengið nánast öll einkennin sem hægt er að hugsa sér hvort sem það er handþvottaárátta, sýklafóbía eða þurfa að athuga aftur og aftur hvort dyrnar séu læstar. Fjórtán ára fékk ég snert af anorexíu. Ég byrjaði að grennast sem varð að þráhyggju. Ég gat ekki hætt. Svo er það að raða bókum í beina og rétta röð, laga all- ar myndir á veggjum; þessi fullkomn- unarárátta. Þetta er samt það skásta við sjúk- dóminn. Verst er þessi líðan, að þurfa alltaf að fara í gegnum hvort ég hafi gert mistök og hvort ég eigi skilið það góða í lífinu. Að vera sífellt með sektarkennd og komast ekki út úr henni. Þetta hefur versnað eftir að ég eignaðist börnin mín og sumir hafa haldið því fram að það hafi ver- ið fæðingarþunglyndi. Ég er á því að þetta hafi verið slæm árátta og þrá- hyggja. Ég hef til dæmis verið hrædd um að gera barninu mínu eitthvað og hef séð svoleiðis hluti fyrir mér en það er mjög þekkt í þessu. Svo hef ég líka óttast að brjóta af mér siðferðis- lega sem er mjög órökréttur ótti að búa sér til. Við nefnum bara toppinn á ísjakanum þegar rætt er um þennan sjúkdóm, eins og að þvo hendur eða slökkva á eldavélinni, en þorum ekki að tala um erfiðustu birtingarmynd- irnar af ótta við að fólk muni halda að maður sé ekki góð manneskja.“ Hildur segir það ákveðna köllun hjá sér að fá fólk til að opna sig og hætta að fela hlutina. „Að koma fram í veikleika mínum skiptir mig miklu máli. Fólki finnst auðveldara að koma fram og segja frá ef það upplif- ir að þarna sé manneskja sem er ekki lýtalaus í sínu lífi og þannig fær fólk greiðari aðgang að manni.“ Tilfinningalega erfið vinna Hún segir prestsskapinn fjölbreytt og skemmtilegt starf. „Ég hafði heilmikla innsýn inn í þetta starf í gegnum pabba, Jónu Hrönn, Bjarna mág minn og Bolla bróður. Maður fór ekki varhluta af því sem pabbi var að takast á við. En það sem hefur kom- ið mér þægilega á óvart er hve margir fletir eru á þessu starfi og það hentar mér mjög vel. Ég hef tilhneigingu til að fá leiða á hlutunum og þarf oft mikla tilbreytingu. Þetta starf hentar mér því vel að mörgu leyti. Ég fæ að hitta margt fólk og er alltaf beðin um eitthvað nýtt. Prestar eru nefnilega beðnir um ótrúlegustu hluti. Svo kemur á óvart að þótt mörg vandamálin séu sammannleg þá er samt hver einstaklingur einstak- ur og hefur sér staka sögu að segja. Maður kemst líka fljótt að því að í mannlegu atferli er ekkert nýtt und- ir sólinni. Starfið er því fjölbreyttara en ég hafði ímyndað mér,“ segir hún en játar því að vissulega sé starfið erfitt á köflum. „Ef maður hefur ekki húmor brennur maður mjög fljótt út. Þótt þú sért ekki alltaf hlæjandi í vinnunni verður þú að geta komið auga á það kómíska til að lifa af. Ég þarf að ganga inn í ótrúlegustu angistaraðstæður hjá fólki og einhvern veginn gerir maður það en svo kemur annað slag- ið fyrir að maður verður óendanlega þreyttur og orkulaus og þá gerir mað- ur sér grein fyrir að reynslan er farin að taka sinn toll. Þess vegna þarf ég að passa vel að fara í frí og hlaða batteríin. Maður verður aldrei eins þreyttur og þegar maður þarf að takast á við hluti sem eru tilfinningalega erfiðir. Bara það að finna til samkenndar með fólki sem er að upplifa ofboðslegar raun- ir og sorgir, það tekur gríðarlega á, en reynslan hjálpar manni að vernda sig. En ég segi, og hef alltaf sagt, að um leið og þetta hættir að hafa áhrif á mig þá hætti ég að gera gagn. Það ein- kennir þá sem eru búnir að brenna út að þeir eru orðnir dofnir fyrir slíku.“ Erfiður föðurmissir Hún segir að föðurmissirinn hafi ver- ið henni erfiður. „Það má segja að við höfum verið að missa pabba smátt og smátt. Þetta var því búin að vera löng sorg þótt það hafi verið ofboðslega sárt þegar hann lést. Við vissum hvert stefndi og að sjúkdómurinn myndi aldrei ganga til baka,“ segir hún en Bolli var 72 ára þegar hann lést eftir að hafa barist við sjúkdóminn í tíu ár. „Ég sakna hans enn þá. Pabbi á alltaf sinn stað í hjartanu en maður lærir að lifa með sorginni. Sorgin breytist með tímanum og þróast. Það góða er að eftir því sem frá líður rifjast upp tíminn með honum þegar hann var heilbrigður. Fyrst eftir að hann lést fannst mér ég muna allt of mikið eftir honum í veikindunum sem voru nátt- úrlega mjög erfið. Svo fór ég að muna meira eftir honum þegar hann var upp á sitt besta. Ég er ótrúlega þakk- lát fyrir það.“ Hildur var komin á steypirinn þegar Bolli var jarðsettur en lét það ekki hindra sig í að bera kistuna ásamt systkinum sínum. „Mörgum fannst þetta mikið áhættuatriði og óþægilegt að sjá svona kasólétta konu þarna en við vorum búin að vera svo mikið inni í hans sjúkdómsferli að ég gat ekki hugsað mér annað en að ganga með hann síðustu metrana. Mér fannst ákveðin sáluhjálp í því að fá að ljúka þessu þannig. Svo fæddist drengurinn viku seinna. Það var sérstakt að upp- lifa það þegar hann fæddist því það var svo stutt síðan ég hafði setið við dánarbeð pabba. Þessar tvær stund- ir eru tengdar; að deyja og fæðast. Við erum kvíðin og höfum í raun enga stjórn á atburðum og upplifum að þetta sé allt í hendi guðs. Allt í einu er engin staða eða lífsreynsla sem breyt- ir einhverju um það hvernig fer. Það sem gerist gerist. Viðkomandi deyr og barn fæðist. Allir bíða í ofvæni, við- kvæmir og óttaslegnir og fólk lækkar róminn. Þetta eru heilagar stundir. Eitthvað nýtt er að taka við og ekkert verður eins og áður.“ Samskiptaleysi í hjónaböndum Paramessur Hildar í Akureyrarkirkju hafa heldur betur slegið í gegn en fullt hefur verið út úr dyrum. „Ég hef feng- ið ýmsar hugmyndir í starfinu en ég held að þetta sé sú besta og það mæli ég í viðbrögðunum. Kirkjan er þétt- setin og þarna er ég komin með nýjan söfnuð; fólk sem ég ímynda mér að hafi margt hvert ekki sótt messu síð- an það fermdist. Þarna koma hjón og pör og hafa fyrir því að fá pössun, ekki til að fara út að skemmta sér eða í bíó, heldur til þess að fara í messu.“ Algengasta vandamálið í sam- bandi para og hjóna á Íslandi í dag segir Hildur tjáskiptaleysi. „Það er sammerkt þeim sem koma til okkar í ráðgjöf vegna erfiðleika í sambönd- um og hjónaböndum að fólk getur ekki talað saman. Það er þessi hefting, að geta ekki tjáð sig og rætt um líðan sína. Ef annar aðilinn er þannig byrja erfiðleikar að myndast. Ég myndi segja að það væri oftast kjarninn í vandamálunum því ef fólk myndi strax tala um vandamálin myndi þau ekki velta af stað eins og snjóbolti. Loksins þegar fólk kemur veit það ekki einu sinni hvar það á að byrja, flækjan er orðin svo mikil. Ég held að hjón ættu að fara að minnsta kosti einu sinni á ári til ráð- gjafa. Bara svona eins og maður fer með bílinn sinn í skoðun. Öll hjón þurfa að vinda ofan af einhverju í sambandinu og skilin á milli feigs og ófeigs liggja í því hvort fólk hefur get- una til að tala saman.“ Bjartsýn fyrir kirkjunnar hönd Hildur segir að eftir erfitt tímabil ríki nú ákveðið jafnvægi í samskipt- um kirkju og þjóðar. „Eftir mikil átök og sársauka er nokkurs konar sátta- tímabil. Þetta voru mál sem vörðuðu mannréttindi og réttlæti, bæði mál- efni samkynhneigðra og svo biskups- málið. Auðvitað var þetta erfitt meðan á þessu stóð en gríðarlega nauðsyn- legt uppgjör engu að síður. Nú hefur náðst ákveðið jafnvægi af því að tekist var á við þetta erfiða. Stóra birtingarmyndin getur orðið í hverri einustu fjölskyldu og sýnir okkur að ef maður tekst á við sársauk- ann og aðra erfiða hluti þá fylgir því meira frelsi, þótt maður upplifi það ekki strax, heldur en að lifa í þöggun og leynd. Eftir á að hyggja var þetta ný siðbót. Sex fyrstu árin mín í embætti voru ár endalausra átaka og erfiðleika og það er fyrst núna á síðustu tveimur árum sem ég er að upplifa ákveðið jafnvægi. Auðvitað var það sérstök byrjun fyrir ungan prest en ég held að ég hafi lært alveg ótrúlega mikið og hugsa að þessi sex ár hafi verið á við tólf. Þetta var mjög erfitt og kollegar tókust á eins og fjölskyldumeðlimir í uppgjöri og ég held að fyrst núna sé sátt að nást milli manna,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún trúi því stað- fastlega að kirkjan standi sterkari fyrir vikið. „Uppgjörið var of mikið til þess að sömu mistök verði endurtekin. Þetta er ekki sama kirkjan fyrir og eftir. Alls ekki sama kirkjan. Ég er bjartsýn.“ Sækist ekki í völd Varðandi framtíðina segist Hildur ekki hafa sérstakan augastað á því að verða biskup eins og pabbi henn- ar. „Ég hef engan metnað fyrir því að öðlast einhver völd í lífinu. Ég hef aldrei sótt í það. Ég er þannig gerð að ef ég finn að einhver annar er að taka stjórnina og gerir það vel hef ég enga köllun til að stjórna. En ég þarf alltaf nýjar áskoranir í lífinu til þess að verða ekki leið. Þetta þurfa ekkert að vera stórar áskoranir, bara nýjar. Ég gæti vel ímyndað mér að ég myndi vilja takast á við ný hlutverk í kirkj- unni með tímanum og ef til vill gæti ég fundið mig í því að verða biskup, hver veit. Í dag líður mér vel á Akureyri en ég vil ekki vera þannig að ég sé 35 ára og búin að festa mig á einum stað. Það þýðir samt ekki að ég sé rótlaus og geti hvergi staldrað við, ég leita bara ekki að þannig öryggi. Lífið býður upp á allt of marga möguleika til að nýta sér þá ekki.“ n „Ég vildi ekki vera eitthvað öðru- vísi af því að pabbi væri prestur og var mikið í því að rífa kjaft við kennar- ana og ögra þeim. Kjaftfor unglingur Hildur Eir var upptekin af því að vera ekki prúða prestsdóttirin þegar hún var unglingur. Fjölskyldan Hildur og Heimir giftu sig þegar hún var 22 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.