Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 38
Helgarblað 17.–20. janúar 201438 Fólk G uðmundur Atlason, betur þekktur sem Mundi, tók þátt í keppninni Geðveikasta jólalagið 2013 og vann keppnina. Mundi hefur haft brennandi áhuga á myndbandagerð og bjó hann til sitt fyrsta myndskeið árið 1988 sem sló alls ekki í gegn að hans sögn. Það stöðvaði hann ekki og hefur hann nú framleitt nokkra grínsketsa með þekktum nöfnum í bransanum. Mundi er einnig lista- maður og hefur málað nokkur verk sem hafa þótt vel heppnuð og prýða nú nokkra veggi. Hann hefur gefið út geisladisk þrátt fyrir að vera að sögn vina sinna „ömurlegasti söngvari Ís- lands.“ Hann er mikill húmoristi og gerir óspart grín að sjálfum sér. Mundi sóttist ekki eftir því að taka þátt í keppninni um Geð- veikasta jólalagið 2013. „Ég var beðinn um að aðstoða Öryggismiðstöðina um gerð á myndbandi fyrir þá til að senda inn í keppnina. Myndbandið vann ég með starfsmönnum Öryggis- miðstöðvarinnar og var þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið. Þessi mikla gleði hjá hópn- um kom aldeilis vel fram í mynd- bandinu og þess vegna rúlluðum við keppninni upp,“ segir Mundi. En hvaða þýðingu hefur titilinn Geðveikasta jólalag 2013 fyrir þig? „Maður vonar bara að það séu fleiri en fimm sem vita hvað ég er ógeðslega klár og fullt af verkefnum komi í kjölfarið. Takmarkið er að fólk þekki mig í Bónus. Ég bið ekki um meir.“ Fyrsta myndbandið var tekið upp á nokkur tæki og þurfti mikla hæfileika til þess að geta stýrt tökk- unum á græjunum. Ekkert fyndin „Ég bjó til mitt fyrsta vídeó árið 1988 og notaði við það HQ-vídeó- upptökuvél, VHS-vídeótæki og geislaspilara. Ég var mjög fær í því að geta ýtt á þrjá takka samtímis og hefði nú unnið keppnina Færasti tökumaðurinn 1988 ef hún hefði verið haldin. Fjöldi myndbanda minna í gegnum tíðina er að detta í á annað hundrað. Þegar fyrirtæki mitt fór í hundana í kjölfar hruns- ins tók ég þá ákvörðun að gera mitt aðal áhugamál að atvinnu en til þess að það gæti orðið að veruleika hef ég þurft að læra á alvöru forrit síð- astliðin þrjú ár. Fyrir rúmu ári bjó ég til nokkra grínsketsa og þessir ör- fáu sem eru þegar búnir að sjá þá finnst þeir ekki rassgat fyndnir. Þrátt fyrir dræma dóma hef ég nú sett þá á heimasíðuna mína og hef kynnt einn þeirra á Facebook.“ Eru einhver stór nöfn með þér í þessu sketsaverkefni? „Steinn Ármann, leikari og vinur minn til margra ára, kemur fram í einum skets og talar inn á þrjá aðra. Þar sem ég átti enga peninga eru þetta bara aðallega ættingjar og vin- ir sem taka þátt í þessum sketsum. Ég og Steinn Ármann ætlum síð- an að setjast niður nú á nýju ári og búa til einhverja snilld og það er þá í fyrsta sinn sem ég sem gamanmál með atvinnumanni.“ Mundi hefur málað mikið síð- ustu fimm árin. Hann er ekki lærð- ur listmálari en segist hafa hæfileika í flest. Hrunið kom honum í gírinn Hvað með listina og málverkin, hvaðan sækir þú innblástur? „Í byrjun árs 2009 fór ég að mála akrýlmálverk á striga, innblástur- inn í byrjun var nú aðallega hrunið og málaði ég sextán málverk tileink- uð því og síðan róaðist ég niður og fór að mála aðra hluti. Ég vissi alltaf að ég gæti málað vegna þess að ég málaði fimm málverk fyrir meira en tuttugu árum. Ég fór í pásu fyr- ir rúmum tveimur árum í málara- listinni, aðallega vegna þess að ég varð svo heltekinn að ekkert ann- að komst að. Eina myndlistin sem ég gerði í fyrra er svo kölluð „digi- tal art“ sem er hönnuð 100 prósent í tölvu, verkið hangir uppi á Kaffi Par- ís og heitir það „The Brits“. Verkið er af breskum leikurum á veitingastað á sextándu öld. Hægt er að sjá mál- verkin mín á síðunni hfjord.com.“ En hvað með uppistand. Eiga Íslendingar von á því að fá að sjá þig standa á sviði og reita af þér brandara á næstunni? „Ég og Björgvin Ragnarsson höfum hannað raunveruleikaþátt um uppistand sem við getum von- andi framleitt í nánustu framtíð. Ég hef tekið þátt í uppistandskeppni sem hét Uppistandarinn en þar ötu kappi atvinnumenn og óvanir, þar hreppti ég þriðja sætið. En það skrýtna við mig er að ég finn enga ástríðu fyrir því að vera með uppi- stand sjálfur vegna þess að þetta er of auðvelt fyrir mig. Það verður engin metnaður né áskorun í sam- bandi við frammistöðuna, þannig að ég sleppi því frekar.“ Þörf fyrir að tjá sig Árið 2002 var Mundi sölustjóri ljós- vakamiðla Norðurljósa og þá fékk hann allt í einu mikla þörf fyrir að tjá sig í tónlist. „Ef eitthvað dramatískt gerðist í fyrirtækinu þá fór ég inn í stúdíó og söng lag um atburðinn og í kjölfarið sendi ég lagið með tölvu- pósti á alla sem störfuðu í fyrirtæk- inu við misgóðar undirtektir starfs- manna. Garðar Ólafsson, betur þekktur sem Gassi, sá um upptökur og út- setningu, Davíð Torfi Ólafsson spil- aði á gítarinn og ég samdi textana og söng lögin,“ segir Mundi og bætir við: „Sagt hefur verið að ég sé versti söngvari á Íslandi og er ég nokkuð viss um að það sé satt. Þegar við vor- um búnir að gera tuttugu lög fékk ég hugmynd um að gefa allt þetta frá- bæra efni út plötu sem við kölluð- um Pottþétt Mundi og allur ágóði af plötusölu átti að fara óskiptur til að kaupa tönn upp í Kidda Bigfoot þar sem það vantaði eina framtönn upp í hann. Skífan gaf út 500 eintök af þessari plötu en einungis var selt eitt eintak á fimm hundruð krónur, öll hin eintökin voru gefin. En Kiddi keypti sjálfur tönn þremur árum seinna.“ Hver var brandari síðasta árs? Besti brandari á árinu var þessi stóri hópur sem hélt því fram að ef þjóðin myndi ekki borga Icesave- skuldina þá yrði heimsendir á Ís- landi.“ n iris@dv.is „Allur ágóði af plötusölu átti að fara óskiptur til að kaupa tönn upp í Kidda Bigfoot“ n Ömurlegasti söngvari á Íslandi n Vann keppnina Geðveikasta jólalagið 2013 „Ekki rassgat fyndnir“ „The Brits“ Verkið er svoköllað digital art- verk og er eina verk Munda á árinu 2013. List Mundi er fjölhæfur listamaður eins og sést í verkum hans. „Allur ágóði af plötusölu átti að fara óskiptur til að kaupa tönn upp í Kidda Bigfoot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.