Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Page 42
Helgarblað 17.–20. janúar 201442 Skrýtið Sakamál
Þ
egar Bandaríkjamaðurinn
James Hursey sneri heim
frá Írak árið 2011, eftir að
hafa særst alvarlega í átök-
um, gerði hann sér grein fyr-
ir að það gæti tekið tíma að aðlagast
borgaralegu samfélagi á ný. Í heima-
bæ hans Corbin í Kentucky beið fjöl-
skylda hans; Amber, eiginkona hans,
barnungur sonur, amma hans og afi
og móðir.
Amber var æskuástin hans, 26
ára, og þau höfðu verið gift í þrjú ár.
Hjónaband þeirra var alls ekki full-
komið og James var ljóst að spennu
gæti gætt í því fyrst um sinn eftir
heimkomuna, en vonaði að þau gætu
komist yfir erfiðasta hjallann, þó ekki
væri nema vegna sonar þeirra.
Áhugi á peningum
En James sá fljótlega að ólíklegt var
að hann og Amber næðu saman.
Amber var köld og fjarlæg og sýndi
þeim erfiðleikum sem sár hans ollu
litla þolinmæði.
Reyndar virtist hún eingöngu
hafa áhuga á peningum og þá eink-
um og sér í lagi bótunum sem hann
fékk frá hernum og áttu brátt að
hækka, og eftirlaunum hans og dá-
góðri upphæð sem hann fengi ef
honum tækist ekki að vinna vinnu.
Í mars 2011 urðu
hjónabandsörðug leikar þeirra þó
að víkja um stundarsakir eftir að í
ljós kom að einhver svindlari hafði
stolið persónueinkennum James og
notað ljósmyndir af honum á Face-
book með það fyrir augum að hafa fé
af auðtrúa konum. En það er önnur
saga.
En á meðan það mál var rannsak-
að lék Amber elskandi eiginkonu,
en að tjaldabaki var ljóst að hjóna-
bandið stóð á brauðfótum.
Sótt um skilnað
Í október 2011 var James handtek-
inn og ákærður fyrir líkamsárás á
Amber og nokkrum dögum síðar fór
hún fram á vernd fyrir honum. Það
gekk ekki eftir því fjölskyldudóm-
stóll fann ekkert sem færði sönnur á
fullyrðingar hennar. Viku síðar sóttu
Amber um skilnað.
James flutt út og fann skjól hjá
afa sínum og ömmu og við tók löng
og lýjandi barátta, meðal annars um
forræði yfir syni hjónanna.
Amber fannst nóg um hve langan
tíma þetta tók og hugsaði með sér
að hægt væri að finna skjótari, ein-
faldari og, ekki síst, varanlegri leið til
að fá það sem hún vildi.
Til þess að svo gæti orðið þurfti
hún að finna rétta manninn til verks-
ins og hún hafði, á meðan James
sinnti herþjónustu, notið félagsskap-
ar annarra karlmanna og komið sér
upp samböndum.
Gamall vopnabróðir
James skyldi ráðinn af dögum og
Amber hóf leit að einhverjum sem
tæki að sér starfið og jú, „Chuck“ var
reiðubúinn en mæltist til þess að þau
hittust og ræddu smáatriðin, sem
þau gerðu. En Amber hafði keypt
köttinn í sekknum því það sem hún
ekki vissi var að Chuck var vopna-
bróðir James frá Írak, og góður vinur
hans í þokkabót.
Chuck ekki boðanna og hringdi
í James og sagði honum tíðindin.
James átti erfitt með að trúa vini sín-
um sem sagði að þetta væri „dauð-
ans alvara“.
James hafði samband við lög-
regluna sem, í samvinnu við Chuck,
setti upp gildru fyrir Amber; útbúinn
upptökutæki mætti Chuck til fundar
við Amber á McDonald's-stað. Am-
ber upplýsti Chuck um venjur James,
lét hann hafa ljósmyndir og heimilis-
fang. Amber sagði að réttast væri að
kála afa, ömmu og móður James líka,
en þyrma lífi föður hans - hann hafði
alltaf verið henni góður.
Allt James að kenna
Amber var handtekin og ákærð fyrir
fyrirætlanir sínar. Upphaflega lýsti
hún yfir sakleysi sínu en söðlaði síð-
ar um í von um að fá styttri dóm en
fimmtán ár. Verjandi hennar full-
yrti að áform hennar hefðu verið illa
ígrunduð og fyrst og fremst afleiðing
streitu vegna skilnaðarins og þung-
lyndis.
Dómarinn var ekki sama sinnis
og Amber fékk tólf ára dóm.
Skömmu fyrir réttarhöldin hafði
móðir Amber samband við James.
„Hún sagði að Amber hefði reynt
að koma mér fyrir kattarnef, en það
væri allt mér að kenna. Ég hefði ýtt
henni út í það,“ sagði James um orð
tengdamóður sinnar.
En … hvað hefði gerst hefði
Chuck ekki þekkt James? Ef um ann-
an en James hefði verið að ræða
hefði Chuck þá lokið verkinu? n
„Dauðans alvara“
n James kom særður heim frá Írak n Eiginkonan vildi losna við hann
Amber Hursey Bruggaði eiginmanni
sínum banaráð.
James Hursey
Sneri særður
heim frá Írak og
fékk ekki góðar
móttökur.„Amber sagði að réttast væri
að kála afa, ömmu og
móður James líka.
Stökk þrjá
metra afturábak
Myndskeið af Ástralanum Brodie
Sciberras hefur farið eins og eld-
ur í sinu um myndbandsvefinn
Youtube. Brodie, sem er frá Perth,
sést þar stunda stórhættulega
iðju. Hann fer heljarstökk aft-
urábak af húsþaki og lendir, með
naumindum, í sundlaug sem er
þremur metrum frá húsþakinu.
Vinir Brodie vara hann ítrekað við
áður en hann stekkur, en Brodie
hlustaði ekki á viðvaranir þeirra
og tók stökkið. Minnstu mun-
aði að Brodie lenti með andlitið á
sundlaugarbakkanum og hafa fjöl-
margir skrifað í athugasemdakerfi
Youtube hversu heimskulegt upp-
átæki Brodie hafi verið.
Bónorð á leikhússviði Myndskeið af bónorðinu hefur vakið mikla athygli um allan heim.
G
estir á leiksýningunni Pétur
Pan í stórvirkinu SSE Hydro
urðu vitni að óvæntri upp-
ákomu í lok sýningarinnar
í vikunni. Eftir eitt söngatriði hóf
aðalleikarinn, Sandor Sturbl, upp
raust sína og talaði við leikhúsgesti.
„Dömur mínar og herrar,“ hóf
hann mál sitt á. „Næsta atriði á að
vera með þeim Pétri Pan og Vöndu
þar sem Pétur gefur henni koss á
kinn. Þetta er þó ekki venjuleg sýn-
ing í kvöld. Þetta er ekki Pétur Pan
að horfa á Vöndu – heldur er þetta
Sandor Sturbl að horfa á ástina í lífi
sínu,“ og átti við mótleikkonu sína,
Jany Mary Sullivan.
Við orð Sandors átti Jany erfitt
með að halda aftur af tárunum. Því
næst fór Sturbl á hnén og bað um
hönd hennar við mikinn fögnuð
meðleikara þeirra, sem voru á
sviðinu, og gesta úr salnum. Allt ætl-
aði um koll að keyra í salnum þegar
Jany játaðist Sandor og skömmu
síðar kláruðu þau sýninguna með
glæsibrag.
Nýtrúlofaða parið hefur verið að
stinga saman nefjum í meira en ár
og er alsælt saman. Þegar Sandor
komst að því að sýna ætti leikritið
í Glasgow, þar sem Jany ólst upp,
ákvað hann að láta til skarar skríða.
„Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð
veðrið og var verulega brugðið,“
sagði Jany um bónorð Sandors við
The Daily Record. „Mér líður eins
og heppnustu stúlku í heiminum og
get ekki beðið eftir giftingunni.“ n
ingolfur@dv.is
Pétur Pan bað Vöndu á sviðinu
Allt ætlaði um koll að keyra í salnum
100 ára með
strippara
Hin aldargamla Doris Deahardie
hélt upp á stórafmæli sitt með því
að leigja karlstrippara á nætur-
klúbbi. Doris, sem er búsett ná-
lægt Saundby í Nottinghamskíri
á Englandi, ferðaðist á límúsínu
á næturklúbbinn með barnaolíu
meðferðis.
Doris valdi föngulegan karl-
mann á staðnum og bað um „allan
pakkann“.
Sharon, eiginkona sonar henn-
ar, var með í för og bað strippar-
ann um að fara varlega með Dor-
is. Þá greip afmælisbarnið inn í
og sagði stripparanum að engin
ástæða væri til þess. Doris þótti
kvöldið afar vel heppnað að sögn
Sharon og að hún hafi dillað sér
við lagið Sexy and You Know It.
Pyntaði
bróður sinn
Hjón sem tóku að sér umsjón ungs
manns hafa verið dæmd í þrjá-
tíu ára fangelsi. Hjónin, Viviana
og Brandon
Gunn, tóku að
sér, árið 2012,
að ala upp og
aðstoða Jordan
Gunn, bróð-
ur Jordan,
þá ellefu ára.
Það var von
og ósk móður
hans að hann væri betur settur þar
en hjá henni. Í staðinn fyrir að ala
drenginn upp og hugsa um framtíð
hans beittu þau hann miklu ofbeldi
og pyntuðu hann nærri daglega.
Reglulega var hann barinn sund-
ur og saman, auk þess sem hann
var oft læstur inni í litlu herbergi
eða hundakofa, bundinn á hönd-
um og fótum. Í fyrra komst upp
um glæpi og grimmd þeirra hjóna
þegar Jordan tókst að flýja frá heim-
ili sínu, sem átti að vera griðastaður
hans. Hjónin hafa alltaf neitað sök.