Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 51
Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Lífsstíll 51 D agblaðið New York Times gerði skeggtískunni hátt und- ir höfði í nýlegu tölublaði og fjallaði sérstaklega um þau tímamót þegar Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins, mætti á blaðamannafund síðasta mánudag með það sem hefði áður þótt óhugs- anlegt af talsmanni svo virðulegs embættis: Alskegg. Hárvöxtur í and- liti er víst tabú í Hvíta húsinu svo Jay framdi víst mikla hallarbyltingu. Skegg Jay í Hvíta húsinu vakti svo mikla athygli að á Twitter ætlaði allt um koll að keyra þar sem skiptar skoðanir voru á skeggvextinum. Helst þótti hann þó marka tímamót í tísku og endurvekja það sem dagblaðið kallar „Brooklyn-skeggið.“ Skegg- tíska frá sjöunda áratug síðustu ald- ar afleidd af hömlulausum hárvexti Woodstock-hippa. Skeggtískan úrelt fyrst hún er sögð trend GQ fjallar um úttekt New York Times og dæmir skeggtískuna úrelta. „Fyrst New York Times, segir skegg vera trend, þá er það dottið úr tísku,“ segir pistlahöfundur tímaritsins. Kannski það sé rétt. En skeggvöxtur er hins vegar í tísku í Hollywood sem aldrei fyrr og eins og New York Times nefn- ir réttilega átti vefsíðan BuzzFeed ekki í vandræðum með að nefna 51 heitasta karlmann Hollywood með skegg en efst á listann röðuðu sér þeir Ryan Gosling, Jared Leto, Jon Hamm, Robert Pattinson og fleiri. Nýjasta tískuæðið mátti þó greina á Golden Globe-verðlaunahátíðinni þar sem karlmenn sportuðu grófri skeggrót í stað alskeggs, það gerðu Ben Affleck, Jesse Spencer, Liev Schreiber og fleiri föngulegir karlmenn. Íslenskir skeggberar til vinstri Hér á landi hefur skeggvöxtur tekið rækilega yfir í herratískunni svo um tíma sást varla í andlit karla fyrir úfn- um skegglubba. Íslenskir ráðamenn voru langt á undan starfsfólki Hvíta hússins að skarta andlitshárum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, birtist alskeggjaður og vakti athygli fyrir það eitt. Þótti það reyndar engin nýlunda í hans flokki enda hefur skeggfrumkvöðullinn Össur Skarp- héðinsson ríghaldið í skegghárin. Svo virðist sem jafnaðar- og vinstrimenn safni frekar skeggi en hægri menn. Skeggjaðir á þingi voru Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall og Steingrímur Sigfússon. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa verið duglegri með sköfurnar. Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnars- son, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson hafa verið sléttrakaðir á Alþingi og ekki örlað á byltingu í þeim efnum. n Skeggið ratar í Hvíta húsið n Vinstri menn frekar með skegg n Sléttrakaðir hægri menn Skegg eða skeggrót? DiCaprio, Leto og Gosling skörtuðu allir skeggi á Golden Globe-verðlaunahátíðinni en karlar með skeggrót veittu þeim samkeppni. Þá helst Ben Affleck, Jesse Spencer og Liev Schreiber. Fyrir/ eftir Jay framdi hallar- byltingu í Hvíta húsinu þar sem skeggvöxtur er víst tabú. Frumkvöðull í flokknum Ræktarlegt skegg Össurar er engin tískubóla. Mynd Sigtryggur Ari Alskegg Árna Páls Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, birtist alskeggjaður og vakti athygli fyrir það eitt. Mynd Eyþór ÁrnASon Kristjana guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Fyrst New York Times, segir skegg vera trend, þá er það dottið úr tísku. Vel heppnuð litagleði Íslendingar eru stundum sakaðir um að vilja bara klæðast svörtu. Það getur verið vandasamt að raða saman glaðlegum litum en hér má sjá nokkrar afar vel heppnaðar útfærslur. Appelsínugult og blátt Þessi fer óhefðbundnar leiðir með appelsínugulu og bláu. Flott útkoma. grænn og blár Litirnir fara furðu vel saman. gult og gleðilegt Gulur, appelsínugul- ur og blár ganga upp saman í þessu tilviki. Fjólublátt Fallegt sítt fjólublátt pils tónar vel við gula peysuna. töff Maður hefði haldið að ljósblár og rauður gengju ekki upp saman en það er ekki rétt. Karlmenn á háum hælum Er þetta það sem koma skal? J á, þið lásuð fyrirsögnina rétt. Karlmenn og háir hælar er það sem tískuhúsin kynna fyrir vor- og sumarlínu karl- manna 2014. Það þótti ekkert óeðlilegt við að sjá karlmenn ganga um á hæla- skóm á 16. öld. Hælarnir voru kubbslegir og þóttu henta vel til þess að vaða mold og á grýttum vegum. Hefðin fyrir hælaskóm fyrir karlpeninginn lognaðist að mestu út af um 1740. Þegar hippa- tímabilið rann upp mátti sjá hæla- skó skjóta upp kollinum á mestu töffurum bæjarins. Þá þótti smart að sjá karlmenn í útvíðum, upp- háum gallabuxum sem voru níð- þröngar um þá miðja og hæla- skóm. Sítt hár var líka áberandi á þessum árum en það var laust við að karlmenn væru farðaðir, eða að minnsta kosti ekki í miklum mæli. Nú rúmum 40 árum síðar virð- ist þessi tíska vera komin aftur. Vor- og sumartískan fyrir herra er hælaskóm prýdd við misgóðar undirtektir karlmanna. Í myndasafni má sjá nokkra herra sem sýndu vor- og sumar- línu J.W. Anderson 2014 í London á dögunum og þar má sjá karl- menn á hælum. Þar mátti sjá stór- ar og þykkar kápur sem þykja frekar kvenlegar fyrir herrana. Jafnrétti kynjanna er að minnsta kosti sjáanlegt á tískupöllun- um þetta árið. Stóra spurningin er, munu karlmenn taka þetta „trend“ upp í vor? n Frumlegt Mörg- um þótti þetta ekki hitta í mark. Öðruvísi Stöðugir hælar fyrir karlmenn í sumar. töff? Það munu örugglega einhverjir karlmenn taka upp þessa tísku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.