Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 54
Helgarblað 17.–20. janúar 201454 Menning Vegabréf Sigmundar Bærinn borgi fyrir klósettpappírinn E lsa Nielsen grafískur hönnuður mun á Hönnunar- mars sýna nýstárlegar ljós- myndir af Seltjarnarnesi þar sem hún hefur fest rætur. Elsa var á árum áður frækinn bad- mintonspilari og hefur flakkað víða. Göturnar í lífi hennar hafa verið ansi margar en eðlislæg jákvæðni hennar hefur gert það að verkum að henni finnst auðvelt að laga sig að líf- inu hvert sem leið henn- ar liggur. Í dag býr hún á Skólabrautinni á Sel- tjarnarnesi sem iðar af lífi. Húsið eins og stoppistöð „Það er algjör draumur að búa hér! Gatan er ið- andi af lífi – skólarnir á Seltjarnarnesi eru á Skólabraut þannig að það er alltaf líf og fjör. Húsið mitt er eins og stoppistöð milli skóla og æfinga þar sem krakkarnir mínir koma ásamt vinum og geyma töskur sínar á meðan þau skottast á æfingar. Það finnst mér voða notalegt. Mér finnst að við ættum að fá brauð og klósettpapp- írsstyrk frá Seltjarnarnesbæ. Það eru aðeins nokkur skref í íþrótta- hús Gróttu, sundið, gervigrasvöll- inn, heilsugæsluna, tónlistarskól- ann og ræktina. Svo eru íbúðir eldri borgara við götuna mína þannig að við hjónin þurfum ekki að fara langt þegar að því kemur.“ Lautarferðir og spennandi fiskar Elsa er fædd í Reykjavík og bjó þá ásamt foreldrum sínum í gamla Vesturbænum, nánar tiltekið á Há- vallagötu. Seinna átti leið hennar eftir að liggja aftur í gamla Vestur- bæinn. En fyrstu minningarnar átti Elsa á Rauðalæk. „Ég man svo vel eftir góðu sumri þar sem ég og litli bróðir minn fórum oft með mömmu í Laugardalinn í lautarferðir. Svo man ég eftir því að það var stelpa sem var eldri en ég sem bjó á efri hæðinni sem átti fiska. Það var svakalega spennandi að heimsækja hana.“ Rómantík á Ásvallagötu Elsa hefur haft viðkomu í ansi mörgum hverfum höfuðborgar- svæðisins og hún spyr blaðamann hvað listinn megi eiginlega vera langur? „Tökum þetta í réttri röð, ég hef búið á: Hávallagötu, Meðalholti, Rauðalæk, Sólheimum, Dalatanga í Mosfellsbæ, Falkehusene í Al- bertslund í Danmörku, Efstasundi, Engjaseli, Bugðulæk, Álfheimum, Ásvallagötu á tveimur mismunandi stöðum og svo að lokum á Skóla- braut á Seltjarnarnesi.“ Sterkustu minningarnar urðu til á unglingsárum í Danmörku. „Ég hugsa oft til baka og finnst ég hafa verið heppnust í heimi. Í minn- ingunni var alltaf gott veður! Eins var ljúft að búa á Ásvallagötu þar sem ég og maðurinn minn vorum bæði að vinna í miðbænum – dásamlegt að geta rölt saman í bæinn.“ Grét í mánuð Eins og verða vill þá var erfiðara að skilja við sumar götur en aðrar. Elsa grét linnulaust eftir að hafa flutt heim frá Falkehusene í Albertslund í Dan- mörku. „Mér leið vel alls staðar og fagn- aði aldrei því að flytja. En mér fannst langerfiðast að flytja heim frá Dan- mörku. Við fluttum heim að sumri til og fórum með Norrænu heim til Íslands. Það voru svona 30–40 vin- ir á bryggjunni komir til að kveðja mig. Þá var ég 15 ára. Ég grét alveg í mánuð á hverju kvöldi þangað til skólinn byrjaði – en þá eignaðist ég nýja frábæra vini.“ Góð gata er að mati Elsu þar sem ríkir líf og fjör. „Bara nákvæmlega eins og gatan mín, Skólabraut (svo er hún er líka upphituð), þar sem ríkir líf og fjör – þannig líður mér best.“ n Göturnar í lífi mínu Elsa Nielsen grafískur hönnuður Heimurinn er harla stór, en jörðin næsta lítil; í reynd eins og sandkorn í eilífðinni ef mælikvarðinn er sjálfur al- heimurinn. Oft og tíðum blasir þessi staðreynd við á ferðalagi um jarðarkringluna, svo sem eins og þegar ég var staddur uppi á hásléttunni miklu á mörkum Mósambík og Simbabwe. Það heitir að vera í Afríku, sunn- an Sahara, reyndar svo sunnarlega að frumskógunum um miðbik álf- unnar sleppir – og steppurnar taka við, næsta eyðilegar og gróðursnauðar að mestu. Árið var 2005. Sumar. Og hitinn kæfandi. Vægast sagt. Og lognið ekki beinlínis til að lappa upp á þessar sérkenni- legu aðstæður sem eru jafn framandi fyrir Íslending og þær eru lamandi. Þarna var ég við annan mann að taka upp sjónvarps- þætti á fátækasta skika jarðar- innar. Okkur langaði að skoða okkur um á þeim stað í ver- öldinni þar sem framfarir hafa orðið hvað minnstar á síðustu árþúsundum. Við nálguðumst umkomulaust tré uppi á miðri sléttunni sem kastaði eftir- sóknarverðum skugga yfir svo- lítinn flöt á jörðinni. Þar djarf- aði fyrir manni sem hvíldi lúið bak upp við stofninn – og litlu fjær, í nokkrum slakka, stóð kofi hans, reistur úr mykju og hrís. Við heilsuðum upp á þennan mann, sem virtist vera algerlega einn í heimin- um; hvergi í námunda sást til mannaferða eða annarra hí- býla. Okkur til nokkurrar furðu talaði mað- urinn stöku orð í ensku. Vitaskuld bauð hann okk- ur að kíkja inn í kofa sinn. Þar tóku kona hans og tvö ung börn á móti okkur í hringlaga gluggalausu rými sem hýsti hlóðir og einn pott. Þetta var bærinn hans Sidney sem rak upp stór augu þegar hann vissi af því að við værum frá Íslandi. Iceland! Og það var ekki laust við að hann klappaði sér á lær af því einu að hafa heyrt þetta orð. Og það aftur. Jú, vissulega þekkti hann til Íslendinga, sagði hann glað- beittur, hann hefði á sinni tíð hleypt heimdraganum og haldið alla leið til Namib- íu í langvestri. Þar hefði hann kynnst hvítum sjómönnum sem voru að kenna heima- mönnum fiskveiðar. Og hann kvaðst ennþá muna nafnið á einum þeirra; Baldur. Þarna á hásléttunni hváðu tveir Íslendingar í mestu hita- svækju lífs síns. Það er sama hvar á jörðinni maðurinn er staddur; alls staðar hittir hann Íslendinga, eða heyrir af þeim látið. Við spurðum Sidney af hverju hann hefði snúið til baka, heim í þessa átthaga sína, á þennan einn eyðilegasta stað á móður Jörð. Svarið var ein- falt; mig langaði svo heim! Sigmundur Ernir Rúnarson hefur ferðast víða á ferli sínum sem sjónvarpsmaður, alþingismaður, rithöfund- ur og skáld – og deilir hér reynslu sinni með lesendum. Hváð á hásléttu „Ég grét alveg í mánuð á hverju kvöldi Það iðar allt af lífi á Skólabraut á Seltjarnarnesi Við stoppistöðina á Skólabraut Elsa segist gjarnan myndu þiggja styrk frá bænum fyrir klósettpappír og brauði enda er heimili hennar eins og stoppistöð unglinga. myNd SiGtRyGGuR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.