Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 14.–17. febrúar 20146 Fréttir Skítur við árbakkann n Hænsaskít komið fyrir tíu metrum frá Suðurá í Mosfellsdal V ið bakka Suðurár í Mosfells­ dal hefur verið komið fyr­ ir hænsnaskít frá eggjabú­ inu Brúneggjum. Íbúi hafði samband við DV og sagð­ ist mjög áhyggjufullur vegna skítsins. „Mér finnst þetta mjög ábyrgðarlaust sérstaklega þarna rétt við ána,“ segir hann. Um er að ræða talsvert magn af skít sem fluttur hefur verið á árbakk­ ann í mörgum ferðum. Tíu metrum frá Eins og sést á meðfylgjandi myndum hefur skítnum verið komið fyrir um það bil tíu metrum frá bakka Suðurár í Mosfellsdal. Lítið þarf út af að bera til þess að skíturinn berist í ána. Óhag­ stæð vindátt gæti feykt honum út í. Að árbakkanum liggur svo slóð þar sem sjá má skít sem kastast hefur af vörubílavagni eða kerru. Samkvæmt upplýsingum DV gaf eigandi jarðar­ innar leyfi sitt fyrir geymslunni og hafði eggjabóndinn samráð við hann áður en þessu var komið fyrir við ár­ bakkann. Þorsteinn Narfason, fram­ kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis segir að eftirlitið hafi fengið upplýsingar um skítinn fyrir helgi og hafi þegar haft samband við eiganda hans. Má ekki fara í ána „Við höfðum samband við land­ eigandann og létum vita að skíturinn væri á óheppilegum stað. Þetta er líka umtalsvert magn. Landeigandinn tók vel í að færa skítinn, en þetta er það mikið magn að það getur tekið tals­ verðan tíma að koma þessu í burtu. Við höfum haft samband við eiganda skítsins og gerðum honum grein fyrir því að þetta væri ekki samkvæmt starfsleyfisskilyrðum búsins, að dreifa þessu svona,“ segir hann. „Það er hægt að búa þannig um hnútana að færa skítinn á stað þar sem leir er undir, þá er ekki hætta eða að minnsta kosti minni hætta á útskolun,“ segir hann. „Þetta má alls ekki fara í ána,“ segir Þorsteinn og segir að í gegnum tíðina hafi verið fylgst með ánni með mæl­ ingum. „Við erum ekki mjög spenntir fyrir því að fá svona uppsprettu í ána.“ Vilja leysa málið „Ef þetta verður flutt og það fljótlega þá hugsa ég þetta leysist. Menn eru allir af vilja gerðir að ganga í málið og ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því að það væri hætta á ferðum,“ segir Þorsteinn. Mikilvægt er að koma af stað ákveðnu ferli og finna stað fyrir búið til að flytja skítinn. Þá væri það afmarkaður staður með allar heimildir í lagi. „Áburður veldur áburðarmengun í ám. Þá verður vöxtur og súrefnis­ skortur. Þetta berst í ána þegar rignir og þá skolast þetta hægt og rólega. Í þessu tilfelli rennur áin til sjávar. Þetta er alvarlegra þegar um er að ræða stöðuvatn. Þarna kemur nýtt vatn sem hreinsar þetta í burtu. Engu að síður erum við ekki ánægðir með svona,“ segir hann. Áburður Æskilegt er að dýraskítur sé notaður sem áburður, það er bæði sjálfbært og þjóðhagslega hagkvæmt. Í áburði sem fluttur er til landsins er oft að finna þungmálma og annað sem get­ ur reynst erfitt að eiga við. Engu að síður þarf að fylgja ströngum reglum varðandi áburð og geymslu á skít sem þessum við Suðurá. Í starfsleyfisskil­ yrðum fyrir alifuglabú á Kjósarsvæð­ inu kemur fram að ekki sé heimilt að afsetja skít á staði þar sem hann getur mengað læki, ár og vatnsból. Í þessu tilfelli er ekki um að ræða dreifingu á skít, sem er heimilt að dreifa á tún eða í flög á tímabilinu 15. mars til 1. nóvember ár hvert, en það skal að­ eins gert ef aðstæður leyfa, svo sem veðurfar og vindátt. „Ef ekki er hægt að afsetja skítinn samkvæmt grein 3.4 [dreifa honum á tún, innsk. blm.], þá er fyrirtækinu skylt að safna hon­ um saman í hauggeymslu, eða flytja til móttökustöðvar eða móttakanda til meðhöndlunar og endurnýtingar. Jarðgerð er einnig heimil í aðstöðu sem hefur fengið samþykki heilbrigð­ iseftirlits.“ Á Íslandi er algengt að skítur sé geymdur í haugum og hann látinn brjóta sig, en það verður að vera við viðunandi aðstæður. Verður flutt Framkvæmdastjóri Brúneggja, Kristinn Gylfi Jónsson, segir að úr­ gangurinn hafi verið fluttur til bónd­ ans sem á landið af verktaka. Það er bóndans að taka ákvörðun um það hvert úrgangurinn er fluttur og settur niður en Kristinn segir að finna eigi varanlegri lausn á málinu í ljósi þessarar stöðu. Hann segist bera fullt traust til þess að það verði gert og segir samskipti fyrirtækis­ ins við landeigandann vera góð, en bóndinn hefur notað hænsnaskít frá Brúneggjum um árabil sem hluta af vistvænni stefnu fyrirtækisins. Skítn­ um hefur verið komið fyrir á mis­ munandi stöðum á landareigninni og er nú brýnt að flytja hann svo Suðurá mengist ekki. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Við árbakkann Hér sést nálægð skítsins við árbakkann. Með rign- ingu eða roki berst skíturinn smám saman í Suðurá. Myndir SigTryggur Ari Slóð Hér sést slóðinn af skít sem komið hefur verið við Suðurá. Mengunarhætta er af því að hafa skítinn á þessum stað. „Þetta má alls ekki fara í ána Hágæða flísalím og fúga Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Weber.tec 822 Rakakvoða 8 kg kr. 7.890 24 kg kr. 19.990 Weber.xerm. 850 BlueCom- fort C2TE kr. 2.790 Weber.xerm. BlueComfort 852 C2TE S1 kr. 3.990 Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18 Látið fagmenn vinna verkin! Weber.xerm. BlueComfort CE /TE S1 Xtra Flex kr. 5.290 Weber.Fug 870 Fúga 1-6 mm CG1 5 kg kr. 1.690 Weber.Fug 880 Silicone EC.1. plus 310 ml. kr. 1.190 DEITERMANN TECHNOLOGY INSIDE Ánægja með heilsugæsluna Um 83 prósent notenda eru mjög eða frekar ánægð með þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis­ ins og liðlega 75 prósent bera mik­ ið eða frekar mikið traust til henn­ ar. Þá telja tæplega 89 prósent að mjög eða frekar vel hafi verið leyst úr erindi þeirra þegar þeir komu síðast á heilsugæslustöðina sína. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri þjónustukönnun sem rannsóknafyrirtækið Mask­ ína gerði fyrir Heilsugæslu höfuð­ borgarsvæðisins í lok síðasta árs og greint er frá í fréttatilkynningu. „Ég tel að Heilsugæsla höfuð­ borgarsvæðisins geti unað nokkuð vel við þessar niðurstöður. Þær sýna að þrátt fyrir erfitt árferði og mikið aðhald í rekstri hefur okkur tekist að halda uppi þjónustu sem notendur eru almennt sáttir við,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, for­ stjóri Heilsugæslu höfuðborgar­ svæðisins, í tilkynningu. Vill sýna minnisblaðið „Ég er algerlega reiðubúinn að segja réttum aðilum frá því minnisblaði, sýna þeim það og afhenda það. Ég tel að þetta minnisblað sé það minnisblað sem um er að ræða og er ekkert feiminn við það að láta það í hendur réttra aðila,“ sagði þingmað­ urinn Mörður Árnason á Al­ þingi. Hann segist vera með minnisblaðið um hælisleit­ andann Tony Omos, sem lekið var úr innanríkisráðuneytinu. Það hefur að geyma persónu­ upplýsingar skjólstæðinga ráðuneytisins og sætir Hanna Birna Kristjánsdóttir ráðherra lögreglurannsókn ásamt öðr­ um starfsmönnum ráðuneyt­ isins, vegna þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.