Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Qupperneq 18
Vikublað 14.–17. febrúar 201418 Fréttir
E
inni af hverjum þremur
konum hefur verið – eða verð
ur – nauðgað eða hún beitt
annars konar kynbundnu
ofbeldi einhvern tíma á
lífsleiðinni. Miðað við mannfjölda í
heiminum öllum er það einn millj
arður kvenna. Víða um heim er slíkt
ofbeldi félagslega viðurkennt – jafn
vel löglegt – og skömmin talin vera
fórnarlambanna. Slík viðhorf vald
efla gerendur, en draga mátt úr
þolendum sem aftur heldur víta
hringnum gangandi.
Dansmótmæli
Í dag, föstudag, hyggst hópur fólks
spyrna við fótum og senda ofbeldis
mönnum allra landa, og þeim
viðhorfum og lögum sem þeir skáka
í skjóli, skilaboð um að þessi hegðun
verði ekki liðin. UN Women á Íslandi
hefur boðað til fundar í Hörpu. Mót
mælin verða ekki með klassísku sniði
– hvorki hnefasteytingar né ræðu
höld verða á dagskrá – heldur diskó
tek. Mótmælin, sem einnig voru
haldin í fyrra og vöktu þá stormandi
lukku, verða hins vegar ekki bara á
Íslandi heldur í 207 löndum. Stefnt
er að því að milljarður manna rísi
upp fyrir alla þá sem hafa orðið fyr
ir barðinu á kynbundnu ofbeldi og
dansi með þeim gegn óréttlætinu.
Árangur
Á síðasta ári mættu 2.100 manns í
Hörpu og dönsuðu, en í ár vonast
samtökin eftir enn betri mætingu;
stefnan er sett á 3.000 manns. Hanna
Eiríksdóttir er herferðarstýra hjá Un
Women og segir margt hafa áunnist
í baráttunni gegn kynbundnu of
beldi. „Í fyrra urðu miklar framfarir
í jafnréttismálum um allan heim. Ég
get nefnt Indland sem dæmi. Eftir
hrottalega hópnauðgun í NýjuDelí
í lok árs 2012 og fjöldamótmæli voru
gerðar róttækar breytingar á allri lög
gjöf er varðar kynferðisofbeldi, til
styrkingar á réttarvernd þolenda. Þá
var dómurum og lögreglumönnum
veitt fræðsla um umfang og alvar
leika kynbundins ofbeldis, og ýms
ar fleiri réttarbætur gerðar, til dæm
is er varða læknisskoðun þolenda,“
segir Hanna og bætir við að fund
ir eins og sá sem haldinn verður í
dag, föstudag, geti haft raunveruleg
áhrif á ástand mála. Slíkur þrýstingur
hafi oft skilað árangri. „Sádiarabíska
þingið samþykkti sem dæmi tíma
mótalöggjöf fyrir skemmstu sem ger
ir ofbeldi gegn konum innan veggja
heimilis og á vinnustöðum ólög
legt. Löggjöfin varð að veruleika eftir
þrýsting frjálsra félagasamtaka sem
notuðu áhrifamiklar auglýsingar til
þess að vekja athygli á slíku ofbeldi.“
Enginn aðgangseyrir er að diskótek
inu í Hörpu, frekar en á sams konar
viðburði annars staðar í heiminum,
en starfsmenn UN Women verða á
vappi um salinn til að skrá þá sem
vilja í systralag samtakanna. Með
limir systralagsins greiða mánaðar
lega upphæð að eigin vali sem renn
ur í sjóð helgaðan baráttunni gegn
kynbundnu ofbeldi og fyrir valdefl
ingu kvenna og stúlkna um víða ver
öld. n
n Baráttudans í Hörpu og um allan heim n Kynbundnu ofbeldi mótmælt
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is
Stuð Vigdís Finnbogadóttir dansaði eins
og enginn væri morgundagurinn í fyrra. Hún
mun að líkindum endurtaka leikinn í ár, enda
ein helsta talskona UN Women á Íslandi.
Austur-Kongó
Ísland
Berlín
New York
Milljarður rís
gegn ofbeldi
„Í fyrra urðu
miklar framfarir
í jafnréttismálum um
allan heim