Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Síða 25
Umræða 25Helgarblað 14.–17. febrúar 2014
Spurningin
Hann talar um eitthvert
helvítis umsýslugjald
Hárið er óttaleg
órækt
Greip um klofið á mér
þegar ég var í pilsi
Á Hanna Birna að
segja af sér?
Leoncie var brjáluð út í fasteignasala í Keflavík. – DV Dagur B. Eggertsson var á Beinni línu. – DV.is Vera Sölvadóttir lýsir kynferðislegri áreitni. – DV.is
S
em barn fékk ég eitt sinn fylgd
í gegnum þétta þoku. Það var
hann pabbi sálugi sem leiddi
mig yfir stórgrýtt holt í þykkri
og svartri þoku.
Þessi gönguferð um kirkju-
holtið okkar í Kópavoginum er mér
minnisstæð, jafnvel þótt meira
en hálf öld sé frá atburðinum. En
það sem ég man kannski helst frá
ferðinni þeirri arna, er að ég var
ekkert hræddur. Þótt þokan væri
svo þétt að pabbi talaði um að við
værum villtir, fann ég ekki til ótta.
Ég treysti pabba mínum fullkom-
lega og vissi að allt myndi fara vel.
Ég hélt í hönd hans og hann hafði
svo traust tak á mér, að ég vissi í
hjarta mínu að við myndum ná í
gegnum þokuna.
Mér er alltaf hugsað til þessa at-
burðar annað veifið, kannski eink-
um vegna þess að það er svo gott
að sjá boðskap í hugsuninni sem
sögunni fylgir. Ég get séð mitt nán-
asta umhverfi, þjóðina eða allan
heiminn í þeirri glætu sem myndin
af gönguför okkar feðganna birtir
mér.
Ég veit í hjarta mínu að mann-
kynið á von sem helst í hendur við
samúð og fagra hugsun. Með því að
virða fólk einsog það er, ekki einsog
við viljum að það sé, mun okkur
takast að gefa dygðum byr undir
báða vængi. Okkur mun takast að
snúa þeim sem háðir eru gegndar-
lausri græðgi, og leyfa þeim að njóta
brunna nægjuseminnar. En leiðin
að þessu marki, liggur í gegnum
þoku fordómanna og yfir grýtta hæð
hagsmunaárekstranna.
Það hefur stundum verið sagt,
að viturlegast sé að láta hjartað ráða
för. Mig minnir að það hafi þó ver-
ið stjórnmálamaður sem lét þau orð
einhverju sinni falla, að það væri
álíka gáfulegt að reyna að hugsa
með nýrunum einsog að láta hjart-
að ráða för. Og víst er það að við get-
um akkúrat kennt illa grunduðum
ályktunum um þær ógöngur sem
heimur okkar virðist sitja fastur í
nú um stundir. En við megum samt
ekki láta blekkinguna blekkja okkur,
hún er ekkert annað en þoka sem
við þurfum að ganga í gegnum.
Svik hinna gráðugu komast upp og
birta réttlætisins mun sýna þeim hið
sanna.
Von okkar liggur í því að treysta á
það sem við höfum hér og nú; lífið í
þeirri mynd sem við getum sætt okk-
ur við. Og þá er afturhvarf til sátta
við náttúru, sjálfbærni og skýrrar
hugsunar í umhverfismálum lyk-
ill að lausnum. Þoka olíuglýjunnar
er eitt af vítunum sem varast skal.
Gróði okkar liggur í fögrum hug-
sjónum og fallegri hugsun. n
Um leið og vitund okkar þráir þögn
fá þreyttar sálir fagnað bestu launum
því breyting hugarfarsins er sú ögn
sem okkur leiðir burt frá heimsins raunum.
Hugarfarsbreytingin er hér og nú
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Myndin Tiltektir Þessir vösku menn leggja lokahönd á tiltektir í byggingu við Dugguvog sem brann á dögunum. Á efri hæð hússins brann allt sem brunnið gat á stuttum tíma. MynD SigTryggur Ari
„Ég veit í hjarta
mínu að mann-
kynið á von sem helst
í hendur við samúð og
fagra hugsun.
„Hver kýr er í þræl-
dómi þau fimm ár,
sem hún fær að lifa.
„Já, mér finnst þetta mjög illa séð
hvernig við komum fram við innflytj-
endur meðan við gefum okkur út fyrir
að vera friðarland. Við spilum okkur
alltaf svo hátt.“
Daníel Hlynur Mikaelsson
20 ára þjónn
„Hún á ekki að segja af sér. Þetta er
bara rugl, upplýsingar eru bara svona
í dag.“
Guðný Magnea Gunnarsdóttir
53 áraöryrki
„Mér er sama hvort hún stendur eða
fellur.“
Bjarni Kristján Stefánsson
23 ára nemi
„Ég er ekki nógu vel inn í þessu til að
taka afstöðu.“
Guðrún Áslaug Einarsdóttir
51 árs iðjuþjálfi
„Já, heldur betur.“
Björgvin Freyr Magnússon
23 ára nemi
Mjólk er vond
F
yrirsögn þessa pistils er
andstæða mest notaða slag-
orðs stærsta mjólkurfram-
leiðanda á Íslandi - „Mjólk
er góð“
Ég ætla að halda hinu gagn-
stæða fram. Að mjólk sé vond.
Undanfarna daga hafa all-
ir miðlar logað af fréttum vegna
dauða gíraffa, sem haldinn var
í dýragarði í Kaupmannahöfn.
Örlög hans særðu margt sálartetr-
ið. Hann var tekinn af lífi, heil-
brigður og langt um aldur fram.
Ástæðurnar hafa verið útskýrðar.
Sitt sýnist hverjum. Fjöldi annara
dýra í dýragörðum hefur fengið
áþekka útreið. Fólk hefur látið sér
fátt um finnast.
Mjólkurkýr á Íslandi og víða um
heim eru haldnar í dýragörðum,
sem kallaðir mjólkurbú.
Mjólk er mest framleidda land-
búnaðarafurð á Íslandi. Hún er
mannslíkamanum ekki nauðsyn-
leg. Framleidd fyrir kálfa. Maður-
inn stelur henni þó strax frá þeim.
Þeir fá ekki að sjúga móður sína
eins og ungbörn, hvolpar og kett-
lingar. - Dýrategundir, sem standa
manninum næst í kærleik hans við
þau.
Til að kú mjólki þarf kálf. Hann
fæðist en er strax tekin frá móður
sinni. Það er illa gert! Broddmjólk-
ina fær hann fyrstu dagana – úr
pela. Hvað síðan verður um kálfinn
er önnur saga, stundum sorgleg.
Hver mjólkurkú mjólkar að
meðaltali í 2,7 ár og lifir að meðal-
tali í tæp 5 ár að sögn kúabónda.
Þá er hún send í sláturhús. Kýr geta
náð miklu hærri aldri eða vel yfir
10 ár. Þau ár eru tekin af henni – af
manninum – í þágu mannsins.
Hver kýr er í þrældómi þau
fimm ár, sem hún fær að lifa.
Linnulaust er hún látin ala kálfa,
mjólka, sædd, látin ala kálf og
mjólka. Endar síðan hjá böðlinum.
- Í þágu mannsins. Þegar hún hætt-
ir að mjólka svo arður hljótist af er
hún deydd.
Er þetta boðlegt í siðuðu þjóðfé-
lagi þar sem dýravernd og virðing
fyrir öllu lífi er sagt vera í hávegum
haft? - Ég segi nei. Mjólk er vond
þegar hún er notuð af manninum
í þágu hans sjálfs.
Hugsum áður en við kaup-
um næsta mjólkurlítrinn eða aðra
mjólkurafurð. n
Árni Stefán Árnason
skrifar
Af blogginu
MynD Eyþór ÁrnASon
1 Pósturinn refsar duglegum Röskir bréfberar fá fleiri hverfi ef þeir eru fljótir
með sín.
2 „Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm“ Vera
Sölvadóttir lýsir kynferðislegri áreitni sem
hún varð fyrir 13 ára gömul.
3 Læknisleikurinn gekk of langt Ónefnd kona sagði í DV frá þeirri lífsreynslu
sinni úr æsku þegar eldri strákur fékk hana í
„læknisleik“.
5 Svarar fyrir Biggest Loser gagn-rýni: „Ég er mjög, mjög heilbrigð“
Rachel Frederickson missti 70 kíló og vann
Biggest Loser í Bandaríkjunum. Hún segist
ekki haldin átröskun.
6 „Ég hefði aldrei skilið börnin mín ein eftir með honum“ Vinkonan sem
greindi upprunalega frá meintri misnotkun
Woody Allen stígur fram.
7 Fangelsaður þegar hann neitaði að leyfa sýnatöku Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu hefur iðulega í nógu að
snúast á kvöldin og næturnar.
Mest lesið á DV.is