Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Page 50
Helgarblað 14.–17. febrúar 201442 Menning B orgarleikhúsið í samstarfi við Pörupilta býður nemendum 10. bekkja grunnskóla Reykjavíkur upp á uppistand um kynlíf. Það eru engir aðr- ir en Pörupiltar, þeir Nonni Bö, Her- mann Gunnarsson og Dóri Maack, sem eru andlega skyldir leikkonunum Alexíu Björgu Jóhannesdóttur, Maríu Pálsdóttur og Sólveigu Guðmunds- dóttur sem sjá um að ausa úr fróð- leiksbrunnum sínum. Pörupiltar hafa troðið upp víða um heim síðastliðna tvo vetur og velt fyrir sér samskiptum kynjanna við góðan orðstír. Í þetta skipti hef- ur Sigga Dögg kynlífsfræðingur ver- ið piltunum til halds og trausts svo allt endi ekki í vitleysu. Blaðamaður DV leit við á sýningu í Borgarleikhús- inu þar sem 10. bekkingar Vogaskóla hlýddu á uppistandið og ræddi svo við Pörupiltana og nemendur um kynlífsfræðsluna. Kynntust á sjálf­ styrkingarnámskeiði Nemendur setjast í salinn og bíða spenntir. Fyrr en varir birtast Pöru- piltar í reykjarmekki og skrykkjótt- um dansi og kynna sig. Þeir eru hálf brjóstumkennanlegir og vekja strax upp hláturrokur nemenda. Þeir segja frá því að þeir hafi hist á sjálfstyrk- ingarnámskeiði hjá Vinnumálastofn- un og mæla svo sannarlega með því að vera á „litlu listamannalaununum.“ Verst að þeir eiga á hættu á að missa bæturnar nema þeir taki þátt í samfé- lagslegu verkefni. Og þess vegna eru þeir komnir til að fræða ungmennin um kynlíf. Í stórum píkubúningi Sýningin grípur unglingana og þeir hlæja dátt yfir flækjum Pörupiltanna sem fara fimlega í annars vandmeð- farið efni. Einn Pörupilta klæðir sig í píkubúning og nemendur fá kennslu í píkufræðum. Þá ríkir algjört hljóð í salnum og ljóst að allir hlusta grannt. Nönni Bö segir frá sjálfsfróunar- reynslu sinni og allt er þetta til þess fallið að leysa vandræðalega hnúta og fá unglinga til að hugsa um kynlíf á léttan og hispurslausan máta. Fá gefins smokka Þegar sýningu er lokið er létt yfir nemendunum, áður en þeir halda út fá þeir gefins smokka. Þeir Sveinn Valmundsson og Kristmundur Ari Gíslason segja uppi- standið skemmtilegt og fyndið. „Best er að þetta er alls ekkert pínlegt,“ segir Sveinn. „Já, og virkilega fyndið,“ bætir Kristmundur við. Pínlegur fyrirlestur um notkun smokka Stór vinkonuhópur segir sýninguna nauðsynlega. Allir þurfi að sjá hana og hún sé ólíkt líflegri kynfræðsla en fari fram í kennslustofunni. Beðnar um að rifja upp eftirminnilegt atvik úr kennslustofunni skella þær upp úr. Greinilega af nógu að taka. „Jú, einu sinni las eldri hjúkrunarfræðing- ur fyrir okkur leiðbeiningarnar á smokkapakkanum og var mjög lengi að því, það var frekar vandræðalegt,“ segir ein þeirra hlæjandi og segir þá hina sömu varla hafa litið upp úr leið- beiningunum. Engin predikun Þeim Emilíu, Sögu Sól og Guðrúnu fannst leikritið fróðlegt. „Það var nefnilega allt tæklað sem skiptir máli og engin predikun,“ segir ein þeirra. „Mér finnst að allir ættu að sjá þetta því þetta var bæði skemmtilegt og fróðlegt.“ Pörupiltarnir eru komnir baksviðs eru að tína af sér gervið. „Þetta verkefni hefur verið í nokkurn tíma í vinnslu og sprettur í raun af annarri sýningu, Homo Erect- us, þar sem við fjöllum um samskipti kynjanna,“ segir Alexía sem er enn hálf í gervi Nonna Bö. „Við byrjuðum á því að kynna okkur það fræðsluefni sem er til fyrir unglinga um kynlíf og skoðuðum það vel.“ María Pálsdóttir vann með efni- viðinn í einleik sem hún flutti á Suðureyri síðasta sumar. „Ég fór þá al- veg á kaf í efnið og vann með það, við notuðum mikið af því efni sem varð til í uppistandið.“ Pörupiltar fræða unglinga um kynlíf n Stúlkur styrktar og strákar fræddir um sjálfsfróun og kynlíf n Léttir á umræðunni 10–2 Pörupiltar strjúka píkuna á þeim stöðum sem að hún vill. Nönni Bö spyr krakkana hvort þeir kunni á klukku. Það sé nefnilega gott að strjúka píkuna á svæðinu 10 til 2. Mynd dV EhF / ÞorMar V Gunnarsson Ánægðar með sýninguna Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir, Anna Lísa Rafnsdóttir, Þórdís Lísa Birgisdóttir, Elísabet Snorradóttir og Guðrún Valmundsdóttir sem hvöttu alla til að sjá sýninguna. Mynd dV EhF / ÞorMar V Gunnarsson Fyndin sýning Sveinn Valmundsson og Kristmundur Ari Gíslason. Mynd dV EhF / ÞorMar V Gunnarsson Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.