Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 4.–7. apríl 20142 Fréttir
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yr daginn í vinnunni og ængar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
jótari að ná sér eftir ængar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt ölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kve og ensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir og Fríhöfnin.
Hringdi í sóðann
Stofnandi Bláa hersins, Tómas J. Knútsson, sá búslóð á víðavangi
U
m leið og ég sé eitthvað svona
þá stoppa ég og rannsaka
þetta,“ segir Suðurnesjamað-
urinn Tómas J. Knútsson sem í
áraraðir hefur barist fyrir hreinni nátt-
úru, meðal annars með Bláa hernum
sem hann stofnaði árið 1995.
„Þarna sá ég greinilega að það
hafði verið losað á báða bóga af
kerru því það er autt á milli. Ég
stoppaði og skoðaði þetta og kom
auga á ruslapoka sem hafði ver-
ið bundið fyrir. Ég opnaði hann og
þar voru heilu möppurnar af
bókhaldi einhvers einstak-
lings,“ segir Tómas sem
hringdi næst í Já.is.
„Já, ég sá nafn þarna
og fékk símanúmerið í
gegnum Já.is. Hringdi
og talaði við hana
og sagði henni að þarna væri ruslið
hennar. Þetta væri ekki boðlegt ein-
um eða neinum en hún skyldi þakka
fyrir það að ég hefði séð þetta,“ segir
Tómas sem gaf konunni frest.
„Já, ég gaf henni þrjá klukkutíma
til að þrífa þetta upp og koma þessu á
Kölku. Hún sagði að einhver hefði
átt að fara með þetta fyrir hana
á haugana. Fólk getur komið
með alls kyns afsakanir þegar
það fer í hnút,“ segir
Tómas sem mætti
daginn eftir á
svæðið til þess
að kanna
hvort við-
komandi
hefði þrifið
upp ruslið.
„Já, og
þá var þetta farið. Viðkomandi aðili
fjarlægði þetta þaðan en hvert hann
fór með það hef ég ekki hugmynd um.
Þarna voru heilu bókastæðurnar um
hennar persónulegu hagi allt aftur til
ársins 2007,“ segir Tómas sem er alltaf
á vaktinni.
„Það er óskiljanlegt að fólki detti
þetta í hug. Það ætti að vera kennt í
skólum að þetta er eitt af löstum ís-
lensks samfélags, að fleygja rusli í
náttúruna.“ n atli@dv.is
Vildu ekki börn
á fremsta bekk
Ritstjóri beðinn um sitja annars staðar á RFF með sex vikna son sinn
M
ér blöskraði og ég hugs-
aði bara: Var þetta í
alvörunni að gerast?“
segir Jóhanna Christian-
sen, ritstjóri veftímarits-
ins NUDE Magazine, um símtal sem
hún fékk frá framkvæmdastjóra RFF
um helgina. Þar var hún beðin um
að sitja ekki á fremsta bekk á tísku-
sýningum með sex vikna son sinn.
Fékk hún þau skilaboð að hún gæti
verið aftast vegna þess að hönnuð-
ir vildu nota myndir af sýningunni í
kynningarefni og því væri einhverra
hluta vegna illa séð að börn sæj-
ust. Fleiri foreldrar sem mættu með
börn munu hafa fengið símtöl sem
þessi.
Svaf bara í fangi móður sinnar
Um helgina fór RFF fram í fimmta
sinn í Hörpu þar sem átta íslenskir
hönnuðir sýndu nýjustu línur sínar
og hófust herlegheitin klukkan ell-
efu á laugardagsmorgun. DV bárust
nokkrar ábendingar um framkom-
una gagnvart Jóhönnu og segir hún
í samtali við DV að hún hafi ákveðið
að taka ungan son sinn með á sýn-
inguna um morguninn þar sem hún
búi langt í burtu og hefði ekki getað
farið heim til að gefa honum.
„Ég ákvað að taka sénsinn og
prófa að taka hann með. Hann er
svo góður og svaf bara í fanginu á
mér. Það var ekkert stúss á okkur.
Ég var ekki með neinn stól, vagn
eða vesen. Ég var bara með hann í
fanginu.“
Jóhanna segir að drengurinn litli
hafi aðeins orðið órólegur á milli
sýninga og þá hafi hún bara farið
með hann heim.
Ekki æskilegt
„Svo barst mér símtal nokkrum
klukkutímum síðar þar sem mér var
bent á að þetta væri ekki æskilegt
á fremsta bekk þar sem hönnuðir
þurfi að nota myndirnar í kynning-
arefni og að ef ég hefði hugsað mér
að koma aftur með hann þá myndi
ég þurfa að færa mig aftar þar sem
ég myndi ekki sjást.“
Jóhanna segir að henni hafi ver-
ið brugðið við þetta símtal og þótt
þetta afar leiðinlegt.
„Fyrst leið mér pínu illa yfir
þessu og fór að velta fyrir mér hvort
það hafi verið eitthvað asnalegt af
mér að taka hann með mér en mér
heyrist enginn taka þannig í það.
Mig langaði líka bara að sýna lit af
því að ég er með NUDE Magazine og
vildi mæta þó að auðvitað hafi mig
mest langað að vera heima og kúra
með svona lítið barn.“
Hún segir að það hafi alltaf ver-
ið ætlunin að vera bara með barnið
til hádegis. Fara svo heim og koma
aftur.
Hringt í fleiri foreldra
„Mér finnst þetta leiðinlegt því að
hún hefði alveg getað komið til mín
og beðið um að skipta um sæti við
þá sem voru með mér. Það hefði
ekki verið neitt mál. Hún hefði bara
getað pikkað í mig. En að fá símtal
fjórum klukkutímum eftir að ég var
komin heim – þar sem mér fannst
eins og væri verið að skamma mig –
það fannst mér leiðinlegt.“
Jóhanna bendir á að erlendis
þyki það nú ekki tiltökumál þó gestir
á tískusýningum hafi með sér börn á
öllum aldri á fremsta bekk og slíkt sé
raunar mjög algengt. Hún var þar að
auki ekki eina foreldrið sem var með
barn sitt með í för.
„Það voru fleiri börn þarna og
mér skilst að það hafi líka verið hr-
ingt í þá.“
Ekki náðist í Þóreyju Evu Einars-
dóttur, framkvæmdastjóra RFF, við
vinnslu fréttarinnar. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
„Ég var ekki með
neinn stól, vagn
eða vesen. Ég var bara
með hann í fanginu.
Ekki æskilegt Hér má sjá Jóhönnu og sex vikna son hennar á RFF. Þetta þótti ekki æskileg sjón á fremsta bekk tískusýningar að mati
stjórnenda RFF. Mynd ERna HRund HERMannSdóTTiR
Verður
sektaður um
20 þúsund
Brot 45 ökumanna voru mynduð
á Borgavegi í Reykjavík á fimmtu-
dag. Fylgst var með ökutækjum
sem var ekið Borgaveg í vesturátt,
að Strandvegi. Á einni klukku-
stund, fyrir hádegi, fóru 172 öku-
tæki þessa akstursleið og því ók
um fjórðungur ökumanna, eða 26
prósent, of hratt eða yfir afskipta-
hraða. Meðalhraði hinna brotlegu
var 64 kílómetrar á klukkustund
en þarna er 50 kílómetra hámarks-
hraði. Fimm óku á 70 kílómetra
hraða eða meira en sá sem hraðast
ók mældist á 75. Má sá eiga von á
20 þúsund króna fjársekt.
Vakti athygli á Facebook Tómas
birti mynd af ruslinu og vakti það mikla
athygli.
Verndari náttúrunnar
Tómas J. Knútsson stofnaði
Bláa herinn árið 1995. Mynd ÞLB
Dæmd fyrir
meiðyrði
María Lilja Þrastardóttir, sem
starfaði áður sem blaðamaður
hjá Fréttablaðinu og Vísi, var á
fimmtudag dæmd til að greiða
200 þúsund
krónur í miska-
bætur og 300
þúsund krónur
í málskostnað
vegna umfjöll-
unar um sam-
tökin Vörn fyrir
börn og Krist-
ínu Snæfells
Arnþórsdóttur,
stofnanda og
forstöðukonu samtakanna. Þá
voru fern ummæli í tveimur frétt-
um sem birtust í júní í fyrra dæmd
dauð og ómerk.
Í umfjöllun sem birtist á frétta-
miðlum 365 í júní í fyrra greindi
María Lilja frá því að Kristín hafi
tekið þátt í því að láta ungt barn
ljúga grófu kynferðisofbeldi upp
á föður sinn í forræðisdeilu. Í
fréttinni kom fram að barnið hafi
skýrt frá því, í lokaviðtali sínu við
sérfræðinga Barnahúss, að það
hafi verið beitt þrýstingi af hendi
móður sinnar og Kristínar til að
segja ósatt um föður sinn. Í kjöl-
farið kærði Kristín Maríu Lilju og
365 miðla.
Héraðsdómur dæmdi í dag
fern ummæli Maríu Lilju dauð og
ómerk, þar á meðal: „Varað við
fúskurum í barnavernd“ og „Í síð-
asta viðtali við Barnahús greindi
barnið svo frá þeim þrýstingi sem
það sætti af hendi móður sinnar
og Kristínar til að segja ósatt um
föður sinn.“
María Lilja
Þrastardóttir