Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 58
Helgarblað 4.–7. apríl 20142 Brúðkaup 5 leiðir til að komast í form fyrir brúðkaupið M arkmið eru góð og margir vilja vera upp á sitt besta á brúðkaupsdaginn, svo þeir geti minnst gamalla dýrðardaga á efri árum á meðan þeir horfa löngunaraugum á brúðkaupsmyndirnar. Það geta all- ir komið sér í form hafi þeir tíma og viljann til þess, en mestu máli skiptir að halda sig við efnið og sýna vilja- styrk. Það eru engar töfralausnir en DV tók saman fimm leiðir sem koma þér í form. 1 Rútínan skiptir öllu Megrunarkúrar eru ekki rétta leiðin til þess að koma þér í form. Það eru einungis tvær gullnar reglur; hollt mataræði og regluleg líkamsrækt. Byrjaðu rólega í líkams- rækt sem þér finnst skemmtileg, með góðum fyrirvara fyrir brúðkaupið, og gættu þess að halda þig við efnið. Ekki gefa þér frí, heldur haltu fastri dagskrá og gættu þess að halda í rútínuna. Vendu þig á að borða hollt og njóta þess. Hvað sem gerist, ekki bregða út af rútínunni! Leti getur af sér meiri leti; láttu endilega líða úr þér á sunnudegi en gættu þess að mæta í ræktina á mánudegi. Gefir þú þér frí „einn dag í viðbót“, er það einungis ávísun á enn meiri leti. Sértu í tímaþröng skaltu frekar stytta tímann í ræktinni en mæta samt. 2 Minnkaðu skammta Margt smátt gerir eitt stórt. Það þarf enginn að lifa meinlætalífi til þess að komast í form og ómögu- legar kröfur varða veginn til fallsins! Þú mátt alveg fá þér bakarísmat, pít- su eða hamborgara endrum og sinn- um en gæta þarf meðalhófs. En rusl- fæði á að vera algjör undantekning og fylgja þarf stífum reglum í þeim efnum. Hægt er að hafa vikulegan „nammidag“ en þá þarf að gæta þess að halda skammtastærðum í hófi. Það á við um allan mat en sérstak- lega óhollan mat. Góð regla – sem nefnd hefur verið „japanska reglan“ – er að borða sig 80 prósent saddan. Þannig heldur þú magastærðinni jafnri – minnkar hann ef hann er of stór – sem veldur því að seddu gætir fyrr. 3 Byggðu upp vöðva Konur eru sérstaklega gjarnar á að hundsa lyftingar eða aðrar leið- ir til þess að byggja upp vöðva. En vöðvar auka grunnbrennslu líkam- ans, enda þurfa þeir orku, og því meiri vöðvamassa sem þú hefur því meiri er brennslan. Sértu hrædd/ur við að verða of sterkbyggð/ur er hægt að fara út í æfingar með mörgum endurtekningum og léttum þyngd- um. Það mun byggja upp þéttari vöðva, auka styrk og brennslu. 4 Breyttu til Rannsóknir hafa sýnt fram á að rólegar og stöðugar æfingar eru ekki góðar leið- ir til þess að auka brennslu. Þvert á móti eru æfingar með átakamiklum syrpum – þar sem tekið er nokkrum sinnum verulega á í stuttan tíma – besta leiðin til að auka brennslu og raunar er brennslan þá meiri og var- ir lengi eftir að æfingunni er lokið. Þá eru slíkar æfingar einnig vel til þess fallnar að auka úthald og styrk enda reyna þær á ystu þolmörk. Góð þumalputtaregla hér er að ef þér líð- ur of þægilega meðan á æfingunni stendur þá ertu ekki að æfa rétt. Æf- ingin á alltaf að taka á og þá ertu að brenna sem mest, og eykur vöðva- styrk hraðar. 5 Sofðu nóg Það er ekkert verra fyrir heilsuna en að sofa of lítið. Svefnleysi er eitt helsta heilsufarsvandamálið á Vestur- löndum. Það hefur margvísleg áhrif, sljóvgar heilann til að mynda, og langvarandi svefnleysi drepur heilafrumur samkvæmt nýrri rann- sókn. Þar að auki virðist það auka matarlyst en fylgni hefur mælst á milli offitu og svefnleysis í banda- rískum rannsóknum: Sofir þú ekki nóg er hætta á að þú borðir of mikið. Þar að auki veldur svefn- leysi því að þú verður orkuminni sem letur þig frá líkamsrækt. Ofan á þetta allt hægir svefnleysi svo á grunnbrennslu líkamans. Því er gífurlega mikilvægt að sofa nóg – í átta tíma á sólarhring – til að halda sér í góðu formi. n Engin töfralausn, en þessi fimm ráð koma þér langt Komdu þér í form fyrir stóra daginn Það er enginn töfralausn í boði en gullnu reglurnar eru hollur matur og regluleg hreyfing. mynd shutterstocK E itt af því sem huga þarf að fyrir brúðkaup er hvort brúðhjónin vilji fara í myndatöku að athöfn lok- inni. Brúðkaupsmyndatök- ur eru mjög vinsælar og margir ljósmyndarar sérhæfa sig í þeim og þjónustu tengdri þeim. Undir- búa þarf slíkt með góðum fyrirvara líkt og allt annað fyrir brúðkaup- ið, enda leiðinlegt að klúðra því að eiga ljósmynd frá jafn mikilvægum degi. Vanda þarf valið vel, því ljós- myndarar hafa sinn stíl og vilja ekki allir gera hlutina eins. Mjög vin- sælt hefur verið á undanförnum árum að taka myndirnar utandyra og hafa þær jafnvel fremur hefð- bundnar. Lystigarðurinn í Reykja- vík nýtur alltaf vinsælda á sumrin og sömuleiðis göngustígurinn sem liggur meðfram Húsdýragarðin- um í átt að Fjölskyldugarðinum, sem er jafnan fallegastur á haustin þegar laufin breyta um lit. Því þarf að velja ljósmyndara eftir því hvort óskað er eftir úti- eða innitöku, og jafnvel kynna sér hvaða úrræði ljósmyndarinn hefur ef búið er að ákveða útimyndatöku en veðrið er síðan ekki nógu gott. Einnig þarf að skoða hvort kaupa eigi myndir sem eiga að fara í bók, í ramma eða jafnvel á striga upp á vegg. Sumir ljósmyndarar bjóða einnig upp á að athöfnin sjálf sé mynduð og því þarf að hafa þá með í ráðum þegar hún er skipu- lögð, svo allir séu með á nótunum. Ljósmyndarinn þarf sjálfur að vera vel undirbúinn og sumir hafa með sér aðstoðarmenn sem sjá um að halda utan um búnað- inn. Þótt sumir freistist til þess að velja ódýrari áhugaljósmyndara þarf að hafa í huga að reynsluleysi þeirra endurspeglast í verðinu. Margt getur komið upp á í brúð- kaupi sem þarf að undirbúa sig vel fyrir, til dæmis að myndavélin bili. Þá þarf að hafa aðra vél til vara og svo mætti lengi telja. Vanda þarf valið og velja ljósmyndara sem hlustar á óskir brúðhjónanna og gerir það sem þau vilja, fremur en að reyna að búa til myndir sem bara honum þykir fallegar. n rognvaldur@dv.is Veldu rétta ljósmyndarann Skipulag skiptir öllu máli fyrir brúðkaupsmyndatöku segðu sís! Brúðkaupsljósmyndun snýst um óskir brúðhjónanna. Þessi hafa til dæmis þurft að finna hugrakkan ljósmyndara. mynd reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.