Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 66
Helgarblað 4.–7. apríl 201410 Brúðkaup Fágað og frumlegt Verslunarkeðjan Anthropologie er þekkt fyrir að vilja skara fram úr í bæði frumleika og fágun. Út- stillingar versl- ananna eru ávallt forvitnilegar og vörur til heimilis, gjafavara og fatn- aður handvalinn í verslunina. Hönnunarteymið Vík Prjónsdóttir hefur selt eitt af teppum sín- um í verslun- inni og gæða- bókaútgáfan Crymogea hef- ur fengið þar inni með bækur sínar. Þjónusta verslunarinn- ar nær einnig til verðandi brúða. Í verslunina geta þær mætt og fengið ítarlega ráðgjöf. Ekkert útibú verslunar- innar er hér á landi en sem bet- ur fer má notast við vefverslun- ina, bæði til að kaupa vörur og til að fá innblástur. Skraut, hringir, brúðarkjólar, fylgihlutir, skór og fallegir kjólar á brúðarmeyjar er að finna í miklu úrvali. A ð gæsa eða steggja verð- andi brúðhjón hefur fest sig í sessi á Íslandi á síð- ustu árum og eru fjölmargir sem taka þátt í þessari hefð. Oftast nær ganga þessir viðburðir út á að skemmta sér í góðra vina hópi en í mörgum tilvikum þarf brúður- in eða brúðguminn að gera ýmis- legt misjafnt, til að mynda að klæða sig í skrýtin föt, drekka ótæpilega eða gera aðrar kúnstir fyrir framan almenning. Af nógu er að taka og hægt er að fara í ýmsar ferðir víðs vegar um landið. Til dæmis er hægt að fara í sjóstangveiði, köfun, paint- ball og margt annað sem margir hafa kannski prufað áður. Skemmtileg upplifun En það er einnig hægt að prufa eitt- hvað nýtt og þá er til dæmis hægt að fara í „Bubble Football“ eða bubble-bolta eins og það er nefnt hérlendis. Bubble-bolti er skemmti- leg og öðruvísi „íþrótt“ og er tiltölu- lega nýtt fyrir bæri á Íslandi. Leik- urinn er eins og venjulegur fótbolti nema hér spila leikmenn inni í stór- um uppblásnum kúlum. Fyrir þá sem eru í höfuðborginni gæti einnig verið skemmtilegt að fara í ferð um borgina á Segway-hjóli. Fáir hafa prufað Segway-hjól og er þetta því kannski skemmtileg tilbreyting og ný upplifun. Sóttu stegginn í nokkra daga Steggjunum og gæsunum fylgja oft góðir hrekkir sem jafnan eru festir á filmu og sýndir í brúðkaupinu. Fjölmiðla- maðurinn Logi Bergmann gaf út bók fyrir nokkrum árum sem hafði að geyma margar óborganlegar sögur af hrekkjum í steggjunum. DV sló á þráðinn til Loga og fékk hann til að deila nokkrum eftirminnilegum sögum. „Það er svona grunnpæl- ingin í öllum svona hrekkjum að því meira sem þú leggur á þig því betri vinur ertu,“ segir Logi og rifjar upp einn hrekk sem tók dá- góðan tíma. „Þeir sóttu hann dag eftir dag og tóku alltaf ein- hvern snún- ing á honum. Fyrst boðuðu þeir hann í við- tal sem var svo grín og þegar það var búið og hann hélt að steggjun- in væri að byrja voru allir farnir. Næsta dag sóttu þeir hann og helltu hann fullan og fóru með hann í brúnku- sprei. Svo þegar það var búið létu þeir sig hverfa aftur og skildu hann eft- ir. Þeir gerðu þetta svona almennilega.“ Fátt hallærislegra en búningar Logi segir þó auðvelt að fara yfir strikið í gríninu. „Steggjun á bara að vera félagar að hitt- ast og fá sér aðeins, en það er voða auðvelt að fara yfir strikið. Það er rosaerfitt að mæta með brúðgumann í brúðkaupið með glóðarauga eða á hækjum. Reyna hafa þetta svona þannig að þetta verði skemmtilegur dagur,“ segir Logi og bætir við að það sé alveg dottið út að menn séu klædd- ir upp í búninga eða kvenmannsföt: „Það er fátt í heiminum hallærislegra en það.“ Fáránlegt grín Logi rifjar upp aðra góða sögu af skemmtilegri steggjun. „Þeir fóru með hann til tannlæknis og deyfðu allt andlitið á honum, fóru með hann að Vínbúð til að tala gegn áfengis- bölinu,“ segir Logi og bætir við að þótt þetta sé allt rosalega fyndið þá: „… eftir á að hyggja var þetta eigin- lega of fáránlegt. Þetta verður að vera blanda af því að vera fyndið og innan einhverra marka.“ n „Voða auðvelt að fara yfir strikið“ Margt skemmtilegt hægt að gera fyrir steggi og gæsir en passið að fara ekki yfir strikið Bubble-bolti Skemmtileg hópskemmtun. Logi Bergmann Logi er mikill húmoristi og kann að meta góða hrekki. Segway Skemmtileg tilbreyting. Þetta á ekki að gera Hrekkir og grín tengt steggjun- um á það til að ganga dálítið of langt. Það er því gott að hafa nokk- ur atriði í huga sem tryggja að steggjunin eða gæsunin verði sem skemmtilegust fyrir þig og aðra sem eiga í hlut. Að missa sig daginn áður Ekki fara út í einhverja vitleysu daginn fyrir brúðkaupið. Það er allt í lagi að halda steggjun eða gæsun daginn áður, en ekki hafa daginn þannig að viðkomandi er settur í brúnkusprei, augabrún- irnar rakaðar af og viðkomandi svo látinn boxa í þrjár lotur við Ís- landsmeistara í boxi. Það er allt í lagi að sprella aðeins en ekki þannig að brúðurin eða brúðgum- inn séu lemstruð og súkkulaði- brún, angandi af áfengislykt. Blanda ókunnugum inn í Það er öllum sama um að þú sért að gifta þig. Það að þú sért klædd- ur í sundbol og hárkollu, spilandi á gítar í Kringlunni gefur þér ekki leyfi til að angra næsta mann sem vill bara fá að að versla á útsölunni í friði. Farið frekar út á land eða gerið eitthvað saman sem hópur. Panta strippara Ef þú ert að reyna að setja heimsmet í klisjum máttu það kannski. Eða nei, þú mátt það ekki þar sem þú ert ekki að leika í bandarískri unglingamynd. Auk þess eru stripparar rándýrir og peningunum er betur varið í að gera eitthvað skemmtilegt eins og að kaupa meiri bjór eða fara fínt út að borða. Vera of stillt Það er líka bannað að gera ekki eitthvað óvenjulegt eða „flippað.“ Steggjun eða gæsun er frábært tækifæri til að skapa góðar minn- ingar fyrir brúðina eða brúðgu- mann, þannig að það er um að gera að splæsa í fallhlífarstökk eða fara á einhvern nýjan afskekkt- an stað. The Hangover Þessir gengu til dæmis of langt í gleðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.