Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 27
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Umræða Stjórnmál 27 Á laugardag klukkan hálf tvö F yrir tæpri viku mættu á ann- að hundrað manns til að mótmæla ólöglegri gjald- töku við Geysi. Þeir sem að gjaldtökunni standa hurfu af hólmi. Það er skiljanlegt því þeir vita sem er að rukkunin stenst ekki landslög. Þeir voru hins vegar mættir daginn eftir og sögð- ust áfram myndu halda upptekn- um hætti. Munum leita til lögreglu Nú munum við mæta að nýju á morgun, laugardag klukkan hálf tvö. Verðum við fyrir einhverri áreitni munum við að sjálfsögðu leita hjálpar hjá lögreglu og verð- ur fróðlegt að fylgjast með mála- lyktum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa að sögn ekki viljað hafa afskipti af málinu í þeim skilningi að segja af eða á gagnvart ferðafólki sem kem- ur að Geysi á þeirra vegum. Þetta teljum við orka mjög tvímælis. Ferðafyrirtæki passi upp á kúnnann Ef þau telja að gjaldheimtan sé ekki í samræmi við landslög, ber þeim skylda til að segja ferðafólkinu að þeim beri engin skylda til að greiða gjald. Nú er það svo, að heimild er til staðar í náttúruverndarlögum fyrir gjaldtöku að náttúruverndarsvæði. Ákvæðinu verður hins vegar ein- göngu beitt löglega af Umhverfis- stofnun eða rekstraraðila, en sá að- ili þarf að hafa samning við UST, undirritaðan af ráðherra. Enginn slíkur samningur er til staðar við Kerfélagið eða Landeigendafélag Geysis. Lögin eru skýr að þessu leyti. Skýr lagaákvæði 32. grein náttúruverndarlaga er svohljóðandi: „Náttúruvernd ríkisins eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæð- is getur enn fremur ákveðið gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum. Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfær- ingar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Hér kemur skýrt fram að tekjur af aðgangseyri skuli renna óskert- ar til lagfæringar svæðisins. Engar arðgreiðslur eru því mögulegar. Þetta skýrir tregðu landeigenda til að gerast löglegir rekstraraðil- ar náttúruverndarsvæðis. Líklega þætti þeim eftirsóknarverðara að aðgangseyrir rynni óskertur til þeirra. Í 30. grein er kveðið á um um- sjónaraðila, ef annar en UST. Hún er svohljóðandi: „Náttúruvernd ríkisins getur falið einstaklingum eða lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndar- svæða að þjóðgörðum undanskild- um. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem umhverfisráðherra staðfest- ir. Í samningnum skal kveða á um réttindi og skyldur samningsað- ila, mannvirkjagerð á svæðunum og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu, svo og gjaldtöku, sbr. 32. gr. Náttúruvernd ríkisins hefur eftirlit með því að umsjónar- og rekstraraðili uppfylli samningsskuldbindingar.“ (Nátt- úruvernd ríkisins er í dag UST) Svar fjármálaráðherra afdráttarlaust Athyglisvert er svar Bjarna Bene- diktssonar, fjármálaráðherra á Al- þingi, um samskiptin við land- eigendur en hann sagði þar eins skýrt og verða má, að fyrir land- eigendum vaki fyrst og fremst að hafa gróða af því að selja aðgang að náttúruperlunni. Bjarni mælti svo: „Í lok febrúar lagði ríkið fram drög að samkomulagi eftir áralöng sam- skipti vegna þessara mála, drög að samkomulagi ef það mætti verða til að leysa þetta mál, a.m.k. þar til mál um þessi efni mundu skýrast í víðara samhengi. Þar var boðið upp á að ríkið færi strax í og kostaði nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja vernd svæðisins með endurbótum á aðstöðu og innviðum Geysis- svæðisins. Markmiðið væri að lagfæra ástandið, koma í veg fyr- ir að það yrði fyrir skemmdum og tryggja öryggi gesta á svæðinu. Við það var miðað að farið yrði í framkvæmdirnar án tafar, eins og áður segir að þær yrðu kostaðar af ríkinu og henni fylgdi ítarleg áætl- un um landvörslu á svæðinu. Gert var ráð fyrir að þessar aðgerðir yrðu unnar í samráði við landeigendur og stofnað til formlegs samráðs. Við gerðum ráð fyrir því sam- kvæmt þessum hugmyndum að landeigendur mundu falla frá hug- myndum um hvers konar gjald inn á svæðið að minnsta kosti út næsta ár, þ.e. meðan almenn stefna um þessi efni væri að skýrast. Það er auðvelt að greina frá því að þessum hugmyndum var alfar- ið hafnað enda virðast landeigend- ur fyrst og fremst ganga út frá því að þær verði að skila arði til land- eigenda.“ Verjum almannaréttinn Þetta er upplýsandi svar og af- dráttarlaust. Fjármálaráðherra telur að fyrir gjaldheimtumönnum vaki fyrst og fremst gróðahugs- un. Verra er að gjaldheimtumenn eru að reyna með hraðaupphlaupi að skapa sér hefð sem síðar verði ekki hnekkt. Það má ekki gerast. Við verðum að kæfa þessa ósvífnu árás á almannaréttinn í fæðingu. Það gerum við með því að mæta hálf tvö á morgun – laugardag – að Geysi og sýna vilja okkar í verki; að við ætlum að standa á lagalegum rétti okkar; að við ætlum að tryggja almannarétt til að njóta íslenskrar náttúru án þess að þurfa að greiða fyrir það sérstakt gjald. Almannarétturinn stendur fyrir sínu og er hann einn og sér, næg ástæða til að neita gjaldheimtu- mönnum um aðgangseyri við Kerið og Geysi. n Höfundar: Stefán Þorvaldur Þórsson landfræðingur og Ögmundur Jónasson alþingismaður Óhentugleiki réttinda M ér finnst ógeðslegt hversu margir virðast til í að segja að stjórnarskrárvar- in réttindi fólks megi bara fjúka út í veður og vind því það stafi af þeim réttindum einhver óþægindi um hríð. Það er einmitt ekki þegar allt leikur í lyndi sem þarf að standa vörð um réttindi fólks, heldur þegar komið er í hart. Réttur til réttlátrar málsmeðferð- ar skiptir fólk engu máli fyrr en það eru komið í málaferli. Tjáningar- frelsi skiptir ekki máli fyrr en ein- hver reynir að hefta tjáningu. Frið- helgi einkalífsins er ekki mikilvæg fyrr en einhver hnýsist. Almennt: réttindi skipta ekki máli fyrr en þeim er beitt, eða reynt er að brjóta gegn þeim. Fram að því eru réttindi einungis greinar í stjórnarskrá sem maður vonar að maður þurfi aldrei að nota. Þess vegna verðum við að verja þessi réttindi alltaf. Alltaf. Þótt þau séu stundum óhentug. Þótt þau valdi stundum vandræðum. Að setja lög á verkföll er brot gegn mikilvægum rétti: rétti fólks sem er efnahagslega háð því að vinna fyrir annað fólk, til að gera kröfur um laun, aðstöðu og lífs- gæði. Væri enginn efnahagslega háður því að gefa fjármagnseigend- um hluta af vinnu sinni væri engin þörf á verkfallsrétti. En þar sem fólk er háð því að vinna fyrir fjármagnseigendur og fyrirtæki eru almennt ekki lýð- ræðisleg – lýðræðið hættir um leið og maður mætir í vinnu á morgn- ana – þá verður verkfallsréttur- inn að vera til, og þingið ætti að sjá sóma sinn í að verja þann rétt. Auðvitað þarf að grípa inn í þegar fólk fer í verkfall. En það inn- grip á ekki að vera inngrip í þágu fjármagnseigendanna til að halda „status quo“, heldur á það að vera inngrip í þágu samfélagsins til að reyna að hámarka réttlætið. Þess vegna erum við jú með ríkissátta- semjara. Hann kemur fram fyrir hönd samfélagsins í heild til að miðla málum og reyna að sætta deilur fjármagnseigenda og starfs- fólks. Ef meirihluti Alþingis telur að verkfallsréttur sé réttur sem skipt- ir ekki máli, þá væri ágætt að þau myndu leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, sem fellir brott 75. gr., eða jafnvel breytir henni þannig: gr. Allir skulu vinna þá vinnu sem þeim er sagt að vinna, nema þeir séu ríkir. Þá mega þeir gera það sem þeim sýnist. Ef fólk leggur niður störf án leyfis má refsa þeim samkvæmt heimild í lögum. Kannski þetta falli betur að því réttindafyrirkomulagi sem íslensk- um stjórnvöldum hugnast. n Smári McCarthy skrifar Af blogginu Verkfall Kennarar á fundi. Mynd Sigtryggur Ari „Við verðum að kæfa þessa ósvífnu árás á almanna- réttinn í fæðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.