Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 69
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Brúðkaup 13 Vera tímanlega Edda Sif, hárgreiðslu- kona á Slippnum, segir mikilvægt að huga tímanlega að greiðslunni fyrir stóra daginn. Öðruvísi brúðarvendir Flest brúðhjón leggja mikið upp úr því að vera með fallegan brúðarvönd í brúðkaupinu. Flest- ir hafa hefðbundna blómvendi en það má líka fara aðrar leiðir eins og sést á þessum myndum. Skeljavöndur Þessi er góður fyrir náttúruhippana. Glingur Allar uppáhalds- nælurnar á einum stað. Krúttlegur Þessi er sætur. Pappír Elskar þú blöð? Búðu til vönd úr pappír. Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Verum þjóðleg á brúðkaupsdaginn „Minna er meira“ Færist í aukana að brúðgumar fari í hárgreiðslu á brúðkaupsdaginn M ér finnst kannski ekki vera nein sér- stök tíska í brúðar- greiðslunum, það fer yfirleitt alltaf eftir kjólnum hvernig brúðar- greiðslur konur eru með, hvort kjóllinn sé rómantískur eða nútímalegur til dæmis,“ segir Edda Sif Guðbrandsdóttir, hárgreiðslukona á Slippnum, aðpurð um brúðargreiðslu- tískuna í ár. Flestar konur láta greiða sér fyrir stóra daginn og getur verið erfitt að finna þá greiðslu sem hentar hverri og einni. Kjóllinn fái að njóta sín Edda segir ekki vera mikla breytingu frá fyrri árum í brúðargreiðslutískunni og margar konur miði greiðsl- una við kjólinn, bæði að greiðslan passi við stíl kjóls- ins og eins að hann fái að njóta sín. „Það er alltaf mikið um Carmen-krullur, svolítið lið- að og rómantískt. Svo skiptir miklu máli að hafa hæðina á greiðslunni rétta svo að þetta verði „elegant.“ Síðan er búið að vera mikið í tísku að hafa lágan snúð, klesst svona neðarlega.“ Lágstemmdar greiðslur og lítið skraut Hún segir að vinsælast sé núna að hafa ekki of íburðar- miklar greiðslur. „Það er eigin lega þannig að meira er minna. Ekki einhverjar brjál- aðar greiðslur heldur frekar lágstemmdar,“ segir hún. Skraut er þó alltaf vinsælt í brúðargreiðslum en Edda segir sömu lögmál gilda þar, meira er minna. „Það þarf að passa það vel að velja bara eitt. Til dæmis bara perlur eða blóm, ekki bæði. Það er mikilvægt að velja eitt- hvað fallegt og svo myndi ég segja að það væri líka gott, ef það eru miklar skreytingar í greiðslunni, að hafa þær frekar að aftan þannig að það sjáist ekki á öllum myndum. Til dæmis ef það fer úr tísku og þykir hallærislegt seinna meir þá eldast myndirnar verr,“ segir hún. Prufugreiðsla nauðsynleg Edda mælir með að tilvonandi brúðir hugi tímanlega að brúðar- greiðslunni. „Það er nauðsynlegt að koma í prufugreiðslu til þess að finna réttu greiðsluna. Brúðirnar eru líka yfirleitt mjög stressaðar á þessum stóra degi og þá er gott að vera bara búin að finna nákvæm- lega út úr því áður hvernig greiðslan á að vera. Eins ef á að lita hárið og klippa þá þarf að gera það viku til tíu dögum fyrr til þess að hægt sé að laga tímanlega ef þess þarf,“ seg- ir hún. Karlar líka í greiðslu En hvað með karlmennina, fara þeir líka í greiðslu fyrir stóra daginn? „Það hefur verið að færast í auk- ana að þeir komi og láti setja gel í sig og greiða sér en það fer rosalega eftir týpunni. En mér finnst það al- veg jafn mikilvægt og hjá konunum. Það vilja allir líta eins vel út og þeir geta á þessum stóra degi.“ n „Það hefur verið að færast í aukana að þeir komi og láti setja gel í sig og greiða sér en það fer rosalega eftir týpunni. Lágir snúðar Hafa verið vinsælir hjá brúð- um undanfarið. Krullur vinsælar Edda segir Carmen-krull- ur alltaf vera vinsælar. Blóm og krullur Liðað og rómantískt með blómaskrauti. Skrautið aftan Gott er að hafa ekki of mikið skraut og hafa það frekar að aftan en að framan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.