Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 65
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Brúðkaup 9
Förðun Aldísar
Vörur: L‘Oréal
Förðunarpenslar: Real Techniques
Farðargrunnur/primer: Studio Secret
Farði/meik: True Match foundation. Hann
er olíulaus og hentar því öllum. Litur: W3.
Púður: BB powder.
Hyljari og Hightligther: Lumie
Magique Concealer. Notaður undir
augun og á þau svæði sem á að lýsa upp.
Litur: medium.
Sólarpúður: Glam Bronze LA terra 03.
Kinnalitur: True Match Blush nr. 235.
Apricot toast.
Augnskuggi: Color Riche Quad, fjórir
litir saman í einni pallettu. Litur nr: E4
Marron Glace. Infallible Eyeshadow nr.
16 Coconut (borið á allt lokið, grunnur)
nr: 02 Hour beige, 05 purlpe obsession:
Augabrúnablýantur: Color Riche Le
Sourcil nr 302 golden brown.
Eyeliner: Super Liner Gel.
Maskari: Million Lashes Water Proof.
Varalitur/gloss : Color Rich Sensual Rose
nr 397 og Glam shine Forever Nude 103.
Góð förðun skiptir höfuðmáli
Förðunarfræðingur gefur góð ráð fyrir stóra daginn
Glæsileg Hér er svo útkoman.
Aldís gifti sig síðasta sumar og
Elín sá um að farða hana.
www.tvolif.is
/barnshafandi
opið virka daga 11-18
laugardaga 12-17
Lukkuleikur og léttar veitingar.
Komdu og fagnaðu með okkur.
Föstudag og Laugardag
( í Hjartarverndarhúsinu )
9.ára afmæli
20% afsláttur
af meðgöngu- og
brjóstagjafafatnaði
10% afsláttur
af öllum öðrum vörum
fyrir móður og barn.
E
lín Ösp Rósudóttir er förðunar-
fræðingur hjá L'Oréal. Hún sér
oft um að farða brúðir á stóra
deginum og segir að mörgu sé
að hyggja. Aldís Arna Tryggva-
dóttir gifti sig í fyrrasumar og Elín sá
um að farða hana. Hér segir Elín frá því
hvernig hún farðaði Aldísi og deilir góð-
um ráðum fyrir stóra daginn:
n Brúðkaupsdagurinn er sá dagur í
þínu lífi sem þú átt að vera prinsessa,
og öll athygli beinist að þér. Ef farið er í
förðun munið að fara ávallt í prufu áður
svo þið séuð fullkomlega ánægðar.
n Brúðarförðun er mjög mismunandi
eftir hvað hentar hverri konu. En mark-
miðið er ávallt að draga fram það fal-
legasta í hverri konu og gefa henni
aukið sjálfsöryggi fyrir þennan stóra og
mikilvæga dag.
n Hafðu förðunina í samræmi við útlit
þitt og hvernig þér finnst þú vera falleg-
ust svo þér líði sem allra best. Förðunin
má vera frekar sterk, jafnt í dag- sem og
kvöldbrúðkaupi, myndirnar draga alltaf
úr förðuninni. Í þeim tilfellum sem um
brúðkaupið er seinnipartinn og veislu-
hald um kvöld, þá er ráðlagt að vera að-
eins meira farðaðar en í dagveislum.
n Munið að vanda valið á förðunarvör-
um, notið farðagrunn áður en farðinn er
borinn á. Hann má einnig nota í kring-
um augnsvæðið. Brúðurin þarf ávallt að
geta treyst því að hún sé eins og hún var,
þegar hún stóð upp úr förðunarstólum.
n Andlitið á ekki að vera í öðrum lit en
húðin á hálsi og bringu. Passið ávallt að
velja farða sem samlagast vel húðinni
og veitir henni ekki grímu. Veljið mis-
munandi farða eftir því hvernig húðgerð
brúðarinnar er.
n Mótið andlitið með sólarpúðri eða
dekkri farða. Dragið fram kinnbeinin
og veljið fallegan kinnalit á þau – bleik-
an ef þú hefur ljósa húð, ferskju ef hún er
dökk. Mjög flott að setja highlight/glans
ofan á kinnbeinin.
n Þetta er tilvalið tækifæri til að ramma
inn augun til að draga að þeim athygli.
En ekki hafa bæði augun og varirnar í
lykilhlutverki, heldur velja annað hvort.
n Notaðu vatnsheldan maskara á þess-
um degi, það er líklegt að þið tárist við
athöfnina eða í myndatökunni ef hún er
úti. Vatnsheldur maskari helst fullkom-
lega á og smyrst ekki út.
n Þegar þið farðið augun notið hvítan
augnskugga á ljóspunkt (high light) und-
ir augabrún ef þú ert ljós; hlýjan, ljósan
ferskju- eða vanillulit ef húðin er dökk.
n Taupe-brúnn, grár er fullkominn sem
skyggingarlitur með ljósum eða kampa-
vínslit.
n Dekkið línuna við augnhárin með
augnskugga. Ljóst litarhaft með mild-
um litum, en með dekkra litar haft þarf
að nota dekkri liti. Notið síðan eyeliner,
ýmsar tegundir til. Auðvelt að búa til
hvort sem er þunna línu eða breiða, og
„smudgað“ hann til áður en hann þorn-
ar allt eftir hvernig eyeliner þú vilt fá. Það
fylgir pensill með þessum eyeliner.
n Skerpið aðeins á augabrúnum en alls
ekki gera þær of þungar eða dökkar.
n Varaliturinn er oft lykilatriði en margar
konur vilja ekki mikinn varalit og þá til-
valið að velja ljósa varaliti og hafa gloss
með sem endist lengi á. En fyrir þær
sem vilja hafa varirnar í lykilhlutverki þá
er ráðlagt að nota bjartari liti til dæmis
bleikan eða ferskjutón. Fallegur varalitur
getur verið dásamlegur og fallegur á öll-
um myndatökum en kannski ekki alveg
eins hentugur ef á kyssa brúðgumann
mikið meðan á veisluhöldum stendur.
En munið að varalitur endist lengur en
gloss.
n Hafið í veskinu einn varalit/gloss og
gott matt púður til að púðra yfir T-svæð-
ið.
Vonandi hafið þið fengið fróðleik fyr-
ir fallega brúðarförðun og getið tileink-
að ykkur einhver leyndarmál förðunar-
fræðingsins.
Elín og Aldís Hér eru þær Elín og Aldís saman
á stóra deginum. Elín segir að það sé mikilvægt
að fara í prufuförðun fyrir stóra daginn og vera
búinn að finna út hvernig förðun maður vilji.