Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 19
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Fréttir 19 SFR stéttarfélag í almannaþjónustu skrifaði undir kjarasamning við ríkið þann 28. mars síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og tekur til tæplega fjögur þúsund félagsmanna SFR. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn verður 8.-16. apríl næstkomandi. SFR hvetur alla félagsmenn að kynna sér vel efni samningsins og greiða um hann atkvæði. SFR STÉTTARFÉLAG Í ALMANNAÞJÓNUSTU KYNNINGARFUNDIR UM KJARASAMNING SFR & RÍKISINS Kynntu þér kjarasamninginn – taktu afstöðu! OPINN KYNNINGARFUNDUR Í REYKJAVÍK Fimmtudaginn 10. apríl, kl 16:30, Grettisgötu 89, 1. hæð. ALMENNIR KYNNINGARFUNDIR UM ALLT LAND Selfoss: Föstudaginn 4. apríl, kl. 9:30, Hótel Selfoss Egilsstaðir: Mánudaginn 7. apríl, kl.16:15, Hótel Hérað, B salur Ísafjörður: Miðvikudaginn 9. apríl, kl. 15:30, Hótel Ísafjörður Borgarnes: Fimmtudaginn 10. apríl, kl. 12:00, Landnámssetrið Akranes: Fimmtudaginn 10. apríl, kl.16:30, Suðurgata 62 (húsnæði St.Rv.) KYNNINGARFUNDIR FYRIR EINSTAKA STOFNANIR Litla Hraun: Föstudaginn 4. apríl, kl. 12:00 Vinnumálastofnun: Mánudaginn 7. apríl, kl. 15:00 Ríkisskattstjóri: Mánudaginn 7. apríl, kl. 15:45, Laugavegi 166, 4. hæð, (einnig í fjarfundi) Tryggingastofnun og Sjúkratryggingar: Þriðjudaginn 8. apríl, kl. 16, Grettisgötu 89, 1. hæð Tollstjórinn: Þriðjudaginn 8. apríl, kl. 8:15 og kl. 9:00, Kvosin Landhelgisgæslan: Þriðjudaginn 8. apríl, kl. 16:15, Lundur Sýslumaðurinn í Kópavogi: Þriðjudaginn 8. apríl, kl. 15:30, 3. hæð Sýslumaðurinn í Hafnarfirði: Miðvikudaginn 9. apríl, kl. 15:30, Bæjarhrauni 18 Sýslumaðurinn í Reykjavík: Fimmtudagurinn 10. apríl, kl. 15:30, Skógarhlíð 6 Háskóli Íslands: Fimmtudaginn 10. apríl, kl. 16:15, Oddi 202 Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins: Föstudaginn 11. apríl, kl. 12:10, 1. hæð nú hluti af landi sem á sér slæma sögu varðandi mannréttindi og hefur innleitt löggjöf til þess að kúga fólk.“ Margt misjafnt við þjóðaratkvæðagreiðslu „Þjóðaratkvæðagreiðslunni fylgdu mörg mannréttindabrot. Það var lokað á úkraínskar sjónvarps- stöðvar á Krímskaga nokkru fyrir atkvæðagreiðslurnar. Einu upp- lýsingarnar sem fólk fékk voru frá rússneskum sjónvarpsstöðvum, sem hafa ekki alltaf verið fylgt hug- sjónum um góða fréttamennsku. Fólkinu sem vildi áfram vera hluti af Úkraínu var meinað að tjá sínar skoðanir. Því var bann- að að mótmæla á götum úti og valdi var beitt til þess að koma í veg fyrir það. Fólk var lamið, rænt, eða hótað. Einnig voru sumir neyddir til að fara frá Krímskaga. Amnesty hefur ekki tekið afstöðu gagnvart þjóðarat- kvæðagreiðslunni en við höfum fylgst með og skrásett fjölmörg mannréttindabrot í kringum hana.“ n Roman Huryk 20 ára 2. október 1994 – 20. febrúar 2014 n Roman Huryk var heim- spekinemi á öðru ári í Prykarpathi- an-háskóla. Hann var drepinn af leyniskyttu á Instytutska-stræti í Kænugarði, er hann hélt hlífðar- skildi yfir lækni. Antonina Dvoryanets 62 ára 23. mars 1952 – 18. febrúar 2014 n Antonina Dvoryanets var sest í helgan stein en á fyrri árum vann hún við hreinsunaraðgerðir eftir kjarnorkuslysið í Tsjernobyl. Antonina var barin til bana með kylfum er hún stóð á Instytutska- götu í Kænugarði og mótmælti friðsamlega. Liudmyla Sheremeta 73 ára 1941 – 22. febrúar 2014 n Liudmyla Sheremeta bjó í Khmelnytskyi-borg og starfaði sem svæfingarlæknir á árum áður. Hún var skotin í höfuðið í mótmælaað- gerðum við stjórnarbyggingu öryggissveita. Hún lést þremur dögum síðar en hún skilur eftir sig eiginmann, dóttur og dótturson. Ákærður Gísli Þór við þingfestingu Stokks- eyrarmálsins. Mynd Sigtryggur Ari Ætluðu að ræna „einhvern perra“ Dæmdur í Stokkseyrarmálinu og skar í háls á manni V ið ætluðum bara að ræna hann, ég ætlaði aldrei að skera hann,“ sagði Gísli Þór Gunnarsson sem er ákærður fyrir að skera mann í háls þann 22. janúar í fyrra, í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðviku- dag. Gísli Þór er ákærður ásamt Jóni Einari Randverssyni, 31 árs, en báð- ir hafa þeir komið við sögu lögreglu áður. Gísli afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðkomu sína að Stokks- eyrarmálinu. Þeim er gefið að sök að hafa, ásamt tvítugri stúlku, sett inn auglýsingu um kynlífsþjónustu í dag- blað. 38 ára maður svaraði auglýs- ingunni, og falaðist eftir kynlífsþjón- ustu, en Gísli Þór og Jón Einar reyndu að ræna hann eftir að hann hafði greitt konunni og særði Gísli Þór hann með hníf, að því að fullyrt er í ákæru. Gísli Þór hefur viðurkennt að hafa skorið manninn í hálsinn en segir það hafa verið óviljaverk. Gísli sagði í skýrslu hjá lögreglu: „Ég ásamt öðrum ætluð- um að ræna einhvern perra.“ Árásin átti sér stað að kvöldi 22. janúar í fyrra. Eftir að hafa tekið við 40 þúsund krónum af brotaþola hljóp konan í burtu og settust Jón Einar og Gísli inn í bílinn, hinn fyrrnefndi fram í, hinn síðarnefndi aftur í. Gísli játaði fyrir dómi að hafa lagt hníf að hálsi mannsins. „Þetta gerðist svo hratt, við ætluðum bara að ræna hann,“ sagði Gísli en hann segir að maðurinn hafi „byrjað að sprikla“, þannig að skurðir komu í háls hans. Annar skurðurinn um fjögurra sentí- metra langur frá vinstra kjálkabarði og niður að hálsæðum, en hinn álíka langur en dýpri og var þvert yfir háls- inn í átt að barkanum. Er um „sérstak- lega hættulega líkamsárás“ að ræða að mati ákæruvaldsins. Maðurinn er með ör eftir áverkana. Aðalmeðferð hefur verið frestað fram að 9. apríl næstkomandi. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.