Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 68
Helgarblað 4.–7. apríl 201412 Brúðkaup Leiðarvísir að góðu hjónabandi 1 Hafðu hemil á öðrum samböndum Ef þér er umhugað um að varðveita eigin hjónaband ættirðu að fara varlega í öllum samskiptum við hitt kynið. Ekki daðra um of við vinnufélaga eða vini. Ef þú hefur ekki hemil á þér getur það, án þess að þú ætlir þér það, leitt til þess að þú farir að horfa út fyrir hjónabandið þegar eitthvað bjátar á heima. Grasið get­ ur virst grænna hinum megin ár­ innar. 2 Hlustaðu með athygli Hlustaðu á makann þegar hann talar við þig og veittu honum óskipta athygli. Með því sýnirðu honum tilhlýðilega virðingu. Kink­ aðu kolli af og til og sýndu að þú sért að hlusta. Ef makinn reyn­ ir að hefja samræður þegar þú ert á kafi í einhverju öðru, segðu þá frá því og stingtu upp á að þið talið saman að því loknu. 3 Gerið skemmti­lega hluti Það er mikil vægt í hjónabandi, eða samböndum yfirhöfuð, að upp­ lifa saman skemmtilegar stundir. Æfið saman, farið á skíði eða stund­ ið aðra skemmtilega útivist saman. Slíkar samverustundir eru til þess fallnar að styrkja sambandið og fleyta ykkur yfir erfiðar hindranir síðar meir. 4 Lærið af reynslunni Það er mikilvægt að þekkja sjálfan sig. Ef þú veist að þú ert illa fyrir kallaður þegar þú ert nývaknaður, þreyttur eða svangur, reyndu þá að takmarka samtöl við makann við þær kringumstæður. Ekki stofna til samtals um erfiða hluti þegar þú ert illa upplagður. Ef þú veist að mak­ inn kemst í uppnám við að ræða tiltekinn ættingja, vin eða atvik, reyndu þá að forðast slíka umræðu. Lærðu af reynslunni. 5 Vertu kurteis Sýndu kurteisi í öllum samskipt­ um við maka þinn. Þakkaðu honum fyrir þegar hann réttir þér eitt­ hvað, biddu fallega þegar þú þarft að biðja og notaðu setningar orðfæri eins og „ekkert mál“ eða „það var ekkert“ þegar maki þinn þakkar þér fyrir. Ekki nota þessi orðasambönd í kaldhæðni. Segðu frekar hvað er að ef eitthvað angrar þig. 6 „Sko, hvað sagði ég?“ Forðastu að núa makanum um nasir, ef hann hefur rangt fyr­ ir sér á einn hátt eða annan. Það er aðeins til þess fallið að særa. Ekki segja „Hvað sagði ég?“ eða „Þetta vissi ég“ þegar hann hleypur á sig. Fólk segir þetta stundum til að sýna fram á að það hafi haft rétt fyrir sér og til þess að makinn fari frekar að þeirra leiðbeiningum í framtíðinni. Á hinn bóginn ber þetta vott um ákveðið yfir læti og þú gefur til kynna að makinn sé vitlaus. Þegar makinn reynist hafa rangt fyrir sér er hann fullfær um að komast að því sjálfur – og læra af því. 7 Ekki tína allt til Ágrein­ingur um húsverk er oft fyrir­ ferðarmikill í samböndum. Reyndu að forðast að venja þig á að líta á skipan húsverka sem einhvers konar baráttu eða keppni. Auðvitað á hlut­ verkaskiptingin á heimilinu að vera sanngjörn en það getur verið ótrú­ lega lýjandi að vera alltaf að fylgj­ ast með því hvort makinn geri nóg. Ekki gera það nema svo vilji til að makinn sé sífellt að reyna að svíkjast undan eða sé húðlatur að eðlisfari og nauðsynlegt sé að halda honum stíft við efnið. 8 Passaðu þig á smá­atriðunum Léttvægir hlutir geta orðið að stórum ágrein­ ingsefnum í samböndum. Klassískir hlut­ ir eins og að klósettsetan sé skilin eftir uppi, óhrein tuska sett í vaskinn, ágreiningur um næturljós eða hitastig í herbergi getur valdið leiðinlegum núningi árum saman – svo ekki sé talað um óhreina sokka á gólfum eða annan óþrifnað. Freistið þess að komast að samkomulagi um þessa litlu hluti, svo hægt sé að einbeita sér að mik­ ilvægari málefnum. Reyndu frekar að nota léttvægt atriði til að byggja upp sambandið. Það getur til dæm­ is verið að færa makanum sælgæti eða góða bók þegar hann á síst von á. Ofurlítil gjöf á sambandsafmælis­ daginn er til þess fallin að slá í gegn og treysta böndin. 9 Heilsaðu innilega Brostu eða sýndu á annan hátt ástúð þegar þú hittir makann eftir langan vinnudag. Taktu utan um hann og segðu eitthvað fal­ legt. Þetta getur haft þau áhrif að makanum líður betur – og verður þannig betri maki. Bros getur dimmu í dagsljós breytt – það er engin lygi. 10 Virtu einkalífið Það er mikilvægt hverri manneskju að geta verið í einrúmi endrum og eins. Það gildir jafnvel þótt fólk sé í hjóna­ bandi og eigi heilan skara af börn­ um. Gefðu makanum reglulega kost á því. Það ber vott um traust að laumast ekki í síma makans og lesa ekki tölvupóstinn hans. Sýndu makanum þá virðingu að leyfa honum að hafa suma hluti út af fyrir sig. Að sama skapi ættirðu alltaf að halda trúnað við makann. Ekki segja öðrum frá einkasamtöl­ um ykkar um persónuleg málefni, nema fyrir liggi samþykki. Sýndu makanum þá virðingu. Lauslega byggt á grein á vefsíð- unni advancedlifeskills.com. Hafið gaman Gerið reglulega eitthvað skemmtilegt saman – eitthvað sem inniheldur hreyf- ingu eða útivist, svo dæmi séu tekin. Að eiga reglulega ánægju- legar stundir hjálpar ykkur að komast í gegnum erfiðleika síðar meir. Mynd SHutterStock Lærðu af reynslunni og ekki núa makanum um nasir ef þú reynist hafa rétt fyrir þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.