Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 38
38 Lífsstíll Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Hvað á að gera um páskana? P áskarnir eru uppáhalds- tími útivistarfólks. Þá gefst góður tími til að sinna úti- veru og halda til fjalla eða í styttri ferðir í næsta ná- grenni. Áhugamálin í útivistinni eru margvísleg og hvort held- ur ferðamenn fara í jeppaferðir, skíðaferðir, sleðaferðir, hestaferðir, hjólandi eða gangandi eru allir að njóta útiverunnar og náttúrunnar. Góður undirbúningur Mikilvægt er að huga vel að góðum undirbúningi áður en lagt er af stað í ferðalag. Góður undirbúningur eykur ánægju og öryggi þeirra sem ferðast. Huga þarf að búnaði sem þarf til ferðarinnar, veðri, færð, mat og gistingu eftir því sem við á. Fjallareglur – vetrarferðamennska Sífellt fleiri stunda nú fjalla- mennsku allt árið um kring. Um leið og það er ánægjuleg þróun að fleiri stundi fjallamennsku þá er rétt að árétta að fjallamennska að vetri til getur verið hættuleg af mörgum ástæðum. Því er gott að hafa í huga nokkrar góðar fjalla- reglur: Fjallareglurnar 10 1 Gerðu raunhæfa ferða-áætlun með hliðsjón af landakortum og árstíð. 2 Tilkynntu:n Hvenær þú ætlar að fara n Hvert þú ætlar n Hverjir fara n Hvenær þú hyggst koma til baka 3 Langferðir krefjast þjálfunar. Ekki leggja upp í langferð án undirbúnings. Gefðu þér nægan tíma og haltu jöfnum hraða. Fylgstu með ferðafélögun- um og gættu þess að enginn dragist mikið aftur úr. 4 Fylgstu með veðurspám og veðurútliti. Haltu ekki áfram skeytingarlaust ef veður versnar. 5 Snúðu við í tæka tíð. Það er engin skömm af því að vera skynsamur. Farðu að ráðum reyndra fjallamanna. 6 Ætlaðu þér ekki um of í byrjun. Þegar þú hefur öðl- ast reynslu getur þú lagt í erfiðari ferðir. 7 Vertu viðbúinn því versta, jafnvel í stuttum ferðum. Hafðu ávallt meðferðis lágmarksútbúnað, s.s.: n Nesti til sólarhrings n Hlífðarföt n Varafatnað n Landakort n Áttavita n Flautu n Neyðarblys n Sjúkrabúnað 8 Ferðastu ekki einsamall. Haltu þig við hópinn og fylgdu fararstjóranum. 9 Ef þú lendir í villu eða slæmu veðri skaltu spara kraftana og leita skjóls í tæka tíð. 10 Gleymdu ekki góða skap-inu. Valtýr Sigurðsson fjallagarpur „Ég ætla að sjálfsögðu til Siglufjarðar á skíði.“ Heiðrún Meldal fv. skálavörður „Ég mun eyða páskunum í faðmi fjölskyldunnar og borða góðan mat og njóta þess að vera til. Planið er líka að labba á 1 til 2 fjöll og síðan á að taka garðinn í gegn. Eins gott að það verði gott veður.“ Sigrún Valbergsdóttir, leiðsögumaður og leikstjóri „Ég ætla að dvelja með fjölskyldunni að Brekkulæk í Miðfirði og ganga ýmist um strendur Vatnsness eða upp á heiðar Miðfjarðardala – helst í fótspor Grettis Ásmundarsonar. Jafnvel reyna við nokkur grettistök í sveitinni.“ Hjalti Björnsson göngugarpur „Ég fer í fjögurra daga Skíðaferð í Tindfjöll þar sem gist verður í snjóhúsum. Þetta er ferð á vegum Ferðafélags Íslands sem ber nafnið „með blóðmör á berum sér“ þar sem gengið er á skíðum út frá grunnbúðum. Hópurinn fræðist um gerð snjóhúsa og býr til slík og æfir útilegutækni í vetraraðstæð- um. Dögunum verður síðan varið í að toppa alla helstu tinda Tindfjalla, Ými, Ýmu, Haka, Saxa, Búra, Hornklofa, Gráfell, Bláfell og/ eða Vörðufell. Þetta verður epískur leiðang- ur sem fer á spjöld sögunnar!“ Elísabet Jóna Sólbergsdóttir fjallakona „Ég ætla til fjalla og gista í snjóhúsi, nánar tiltekið í Tindfjöll með FÍ.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður „Ég ætla að Tindfjöll og gista í snjóhúsi.“ Auður Kjartansdóttir fjallakona „Ég ætla með börnunum á skíði og njóta þess að vera úti.“ Gaman um páska Páskarnir eru uppáhaldstími útivistarfólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.