Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Síða 34
Helgarblað 4.–7. apríl 201434 Neytendur Kaffihylki umhverfis- sóðaskapur Einnota kaffihylki eru versta leiðin til að fá sér kaffi sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. „Besta leiðin er stórir skammtar af kaffi sem drukknir eru úr bolla sem er þveginn og notaður þús- und sinnum en kaffikorgurinn fer í safnhaug eða svepparæktun,“ segir Martin Bourque forstöðu- maður Ecolocy Center í Berkeley, í Kaliforníu, í samtali við East Bay Express. Sala á kaffivélum sem hella upp á einn bolla í einu úr einum púða eða einu hylki hefur margfaldast undanfarin ár. Samkvæmt frétt á MarketWatch hefur hún meira en þrefaldast í Bandaríkjunum undanfarin þrjú ár og National Coffee Association segir fjórð- ung kaffibolla þar í landi koma úr kaffihylkjum og slíkar vélar eru meira að segja sagðar finnast á Michelin-veitingahúsum. Lánaðu grannanum Borvél, garðverkfæri og stiga er nú er orðið auðveldara að fá lán- að hjá nágrannanum því heima- síðan streetbank.com var sett upp einmitt til þess að auðvelda nágrönnum að skiptast á verk- færum, tækjum og leikföngum. Þar er bæði í boði að auglýsa hluti til láns og gefins og eins ef fólk er tilbúið að aðstoða hvert annað við eitthvað. Hver sem er getur skráð sig á síðuna og nokkur fjöldi Ís- lendinga hefur þegar skráð sig, skráningin er ókeypis en fólk verður að vera tilbúið til að leggja eitthvað til þegar það skráir sig. Stofnandi síðunnar, Sam Stevens, segir í myndbandi á heimasíðunni að tilgangurinn með henni sé að koma í veg fyr- ir ofneyslu og sóun og þar með minnka bæði sorp og útblástur. Auglýst eftir formanni Stjórn Neytendasamtakanna auglýsir eftir framboðum til for- manns samtakanna vegna næsta kjörtímabils, 2014–2016, en kosið verður í stöðuna á þingi samtak- anna næsta haust. Í 14. grein laga samtakanna segir svo um kjör formanns: „Framboð til formanns skulu ber- ast stjórn Neytendasamtakanna eigi síðar en fyrir lok apríl þess árs sem reglulegt þing er haldið. Framboði til formanns skulu fylgja meðmæli 25 skuldlausra fé- lagsmanna hið fæsta en 50 skuld- lausra félagsmanna hið flesta.“ Framboðum ásamt lista yfir meðmælendur skal skilað á skrif- stofu fyrir kl. 16.00 þann 30. apr- íl 2014. Einnig er hægt að senda framboð ásamt lista yfir með- mælendur í pósti og má dagsetn- ing póststimpils ekki fara fram yfir 30. apríl 2014. Ó dýrast er í sund í Reykjanes- bæ ef miðað er við fjögurra manna fjölskyldu, tvö börn og tvo fullorðna, af þeim sundstöðum sem DV kann- aði. Sundferðin fyrir fjölskylduna kostar þar 800 kr. DV skoðaði verð- lagningu sundstaða í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum stöðum um landið. Ókeypis er fyrir börn í sund í Reykjanesbæ en börn þurfa heldur ekki að greiða aðgangseyri í Árborg sem lenti í þriðja sæti þar sem sundferð fjöl- skyldunnar kostaði 1.200. Í Garða- bæ kostar sundferðin 1.130. Dýr- ust er sundferðin í Vesturbyggð og Fjallabyggð á 1.800 kr. Flestar sundlaugar rukka börn undir grunnskólaaldri um að- gangseyri en mjög misjafnt virðist vera hvenær börn verða fullorðin. Í sumum tilfellum er það við 12 ára aldur, öðrum 16 ára og enn öðrum 18 ára. Þurfi einn í fjölskyldunni að auki að leigja sundföt og hand- klæði er enn ódýrast að synda í Reykjanesbæ á 1.400 í leigubol en dýrast er að synda í leiguskýlu í Fjallabyggð og kostar það meira en tvöfalt meira, eða 3.000 krónur. Eldri borgarar þurfa hvergi að greiða fullt gjald í sund og öryrkj- ar ekki heldur. Víðast hvar þurfa öryrkjar þó að sýna skírteini frá Tryggingastofnun ríkisins. Að- gangseyrir lækkar fyrir eldri borgara í sumum tilfellum við 67 ára aldur en í öðrum við 70 ár. Í nokkrum sveitarfélögum fá einungis eldri borgarar sem bú- settir eru í sveitarfélaginu lægra verð. Mjög misjafnt er eftir sveitar- félögum hvort eldri borgarar og öryrkjar þurfi ekki að borga neitt eða hvort þeir borga bara barna- gjald. n Þetta kostar í sund Mikill munur á leigu sundfatnaðar Sundstaður Fullorðnir Börn Eldri borgarar Handklæði Sundföt 10 miðar full.* 2 fullorðnir og 2 börn 2 fullorðnir og 2 börn* Reykjanesbær 400 0 0 300 300 3.250 800 1.400 Garðabær 440 125 0 420 420 3.500 1.130 1.970 Árborg 600 0 0 650 650 3.500 1.200 1.850 Sundlaugar Hfj 500 120 0 650 650 3.500 1.240 1.640 Seltjarnarnes 550 120 - 400 350 3.500 1.340 2.090 Álftanes 550 125 0 420 420 3.500 1.350 2.190 Vestmannaeyjar 500 180 0 500 500 3.300 1.360 2.360 Snæfellsbær 500 200 0 350 350 3.000 1.400 2.100 Kópavogur 550 150 150 600 600 4.000 1.400 2.600 Mosfellsbær 570 145 0 620 830 3.500 1.430 2.880 Reykjavík 600 130 0 550 800 4.100 1.460 2.310 Borgarbyggd 525 220 220 550 550 4.200 1.490 2.590 Akureyri 550 200 200 550 550 4.400 1.300 2.250 Bolungarvík 500 250 - 500 500 4.500 1.500 2.500 Hveragerði 570 190 0 550 3.400 1.520 - Fjarðabyggð 600 200 0 450 450 3.700 1.600 2.500 Kirkjubæjarklaustur 500 300 300 500 500 4.000 1.600 2.600 Fljótsdalshérað 550 250 0 500 500 3.800 1.600 2.600 Þelamörk 550 250 250 600 600 4.000 1.600 2.800 Ísafjarðarbær 550 280 280 265 265 4.400 1.660 2.190 Vesturbyggð 600 300 300 580 580 5.250 1.800 2.960 Fjallabyggð 600 300 300 600 600 4.500 1.800 3.000 Sund Sund er vinsæl fjölskyldu- skemmtun. Mynd Hörður SvEinSSon Í sumum tilfellum fá einungis eldri borgarar sveitarfélags lægra verð Ódýrast í sund í Reykjanesbæ Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is *10 miðar full. tilboð: sund, handklæði og sundföt *2 fullorðnir og tvö börn, leiga á einu handklæði og sund- fatnaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.