Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 4.–7. apríl 201440 Sport
KirKjugarður
framherjanna?
n Óvenju margir framherjar hafa átt erfitt með að aðlagast Chelsea
Þ
að verður seint sagt að fram-
herjar enska úrvalsdeilarfé-
lagsins Chelsea hafi verið á
skotskónum í vetur. Fram-
herjarnir Fernando Torres,
Samuel Eto'o og Demba Ba hafa skor-
að samtals 15 mörk í ensku úrvals-
deildinni en til samanburðar hefur
Yaya Toure, miðjumaður Manchester
City, skorað 17 mörk.
Þessir þrír framherjar hafa sam-
tals leikið 2.918 mínútur í ensku úr-
valsdeildinni í vetur og líða því að
meðaltali 194 mínútur á milli marka
hjá framherjum Chelsea. Eden Haz-
ard er markahæsti leikmaður liðsins
með 14 mörk í deildinni, en liðið er
sem kunnugt er í harðri baráttu um
enska meistaratitilinn við Manchest-
er City og Liverpool. Hver veit nema
Chelsea væri í betri stöðu ef liðið ætti
20 marka framherja?
Það er svo sem ekkert nýtt að fram-
herjar Chelsea skori ekki mörk. Frá
árinu 2003, þegar Roman Abramovic
keypti félagið, hefur ógrynni fram-
herja leikið með liðinu en afar fáir
náð sér á strik, ef einn leikmaður er
undanskilinn, Didier Drogba. Eiður
Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd
Hasselbaink léku þó með Chelsea
þegar Abramovic keypti félagið en
þeir hurfu báðir á braut nokkru síðar;
Hasselbaink árið 2004 og Eiður Smári
árið 2006. DV tekur hér saman nokk-
ur dæmi um þá framherja félagsins
sem áttu í erfiðleikum með að aðlag-
ast félaginu – mismiklum þó. Margir
þessara leikmanna voru keyptir fyr-
ir stórfé og höfðu átt ákaflega góðu
gengi að fagna annars staðar. n
8 Daniel SturridgeKeyptur: 2009
Verð: 6 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 63
Mörk: 13
Mínútur milli marka: 220,3
n Sturridge til varnar má segja að hann
var aldrei hugsaður sem fremsti maður hjá
Chelsea enda var hann mikið notaður á
vængnum, sérstaklega undir stjórn Andre
Villas-Boas. Einhverra hluta vegna ákvað
Chelsea að selja þennan magnaða leik-
mann; sumum þótti hann of eigingjarn.
Í dag er hann næstmarkahæstur í úrvals-
deildinni og gæti vel farið svo að mörk hans
fyrir Liverpool í vetur geri það að verkum að
Chelsea missi af titlinum.
7 Nicolas AnelkaKeyptur: 2008
Verð: 15 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 125
Mörk: 38
Mínútur milli marka: 246,4
n Farandverkamaðurinn Nicolas Anelka
skoraði og skoraði hjá Bolton sem varð til
þess að Chelsea ákvað að festa kaup á
honum. Hjá Chelsea þurfti hann að leysa
aðra stöðu en hann var vanur þar sem Di-
dier Drogba var notaður einn uppi á toppi.
Anelka leysti það ágætlega og er líklega
sá framherji, á eftir Drogba, sem næst
hefur komist því að slá í gegn undanfarinn
áratug eða svo.
6 Claudio PizarroKeyptur: 2007
Verð: Ókeypis (samningslaus)
Úrvalsdeildarleikir: 21
Mörk: 2
Mínútur milli marka: 340,5
n Pizarro fór til Chelsea eftir að samningur
hans við Bayern München rann út. Á sínu
fyrsta og eina tímabili með Chelsea skoraði
hann tvö mörk í deildinni – bæði gegn
Birmingham. Hann náði sér einfaldlega
aldrei á strik þrátt fyrir að hafa skorað
ógrynni marka í Þýskalandi. Í dag er þessi
35 ára Perúmaður á kunnuglegum slóðum,
á mála hjá besta félagsliði heims, Bayern
München, þar sem hann fær reglulega
tækifæri.
5 Salomon KalouKeyptur: 2006
Verð: 8 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 156
Mörk: 36
Mínútur milli marka: 240,7
n Kalou var keyptur frá Feyenoord í Hollandi
þar sem honum hafði gengið ágætlega.
Sumir stuðningsmenn voru ánægðir með
framlag hans enda skoraði hann mikilvæg
mörk með reglulegu millibili á meðan aðrir
stuðningsmenn gagnrýndu hann fyrir að
fara illa með færin sín. Munurinn á Kalou og
hinum framherjunum sem hér eru taldir upp
er sá að hann var oft nýttur úti á vængnum,
ekki sem fremsti maður eins og hinir.
4 Andriy ShevchenkoKeyptur: 2006
Verð: 30,8 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 48
Mörk: 9
Mínútur milli marka: 284
n Shevchenko var keyptur dýrum dómum
frá AC Milan enda var hann einn allra besti
framherji heims á þessum tíma. Stuðnings-
mönnum Chelsea var vel við Shevchenko
enda var hann vinnusamur og skapaði oft
pláss fyrir Didier Drogba. Shevchenko var þó
gagnrýndur fyrir að skora ekki nógu mikið.
Úkraínumaðurinn var lánaður til Milan árið
2008 áður en hann hélt heim 2009.
3 Mateja KezmanKeyptur: 2004
Verð: 5 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 25
Mörk: 4
Mínútur milli marka: 184,5
n Það eru eflaust margir búnir að gleyma
Mateja Kezman sem slegið hafði í gegn
með PSV í Hollandi, rétt eins og Ruud van
Nistelrooy sem gekk til liðs við Manchester
United árið 2001. 105 mörk í 122 leikjum var
frábær árangur hjá Kezman. En hann stóð
aldrei undir væntingum hjá Chelsea eins og
4 mörk hans bera vott um. Eftir eitt tímabil á
Englandi var hann seldur til Atletico Madrid.
2 Hernan CrespoKeyptur: 2003
Verð: 16,8 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 49
Mörk: 20
Mínútur milli marka: 140,7
n Crespo sló í gegn í ítalska boltanum
þar sem hann skoraði nánast að vild.
Þessi magnaði Argentínumaður bjó yfir
augljósum hæfileikum og hann sýndi
hvað í honum bjó með Chelsea – á köflum
allavega. Þó að 20 mörk í 49 leikjum sé
þokkalegur árangur tókst honum aldrei að
aðlagast lífinu á Englandi og var lánaður
aftur til Ítalíu árið 2004.
1 Adrian MutuKeyptur: 2003
Verð: 15,8 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 27
Mörk: 6
Mínútur milli marka: 301
n Rúmeninn byrjaði ágætlega hjá Chelsea
áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Að lok-
um fór það svo að Mutu féll á lyfjaprófi og í
ljós kom að hann hafði neytt kókaíns. Hann
var rekinn frá félaginu og höfðaði Chelsea
mál á hendur framherjanum. Eins og sakir
standa skuldar Mutu Chelsea stórfé vegna
samningsbrots.
10 Demba BaKeyptur: 2013
Verð: 7 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 29
Mörk: 5
Mínútur milli marka: 174
n Demba Ba var flottur hjá bæði West
Ham og Newcastle áður en hann var
keyptur til Chelsea í janúarglugganum
2013. Síðan þá hefur hann verið í hálfgerðu
aukahlutverki en þó fengið tækifæri til að
láta ljós sitt skína. Á þessu tímabili hefur
hann leikið 387 mínútur og skorað 3 mörk.
9 Fernando TorresKeyptur: 2011
Verð: 50 milljónir punda
Úrvalsdeildarleikir: 105
Mörk: 19
Mínútur milli marka: 307
n Forsvarsmenn Chelsea hafa verið
þolinmóðir gagnvart Torres þótt honum hafi
gengið afleitlega að skora fyrir félagið. Hann
hefur komið við sögu í 24 leikjum í deildinni
á tímabilinu en aðeins skorað fjögur mörk.
Chelsea er sagt vilja kaupa Diego Costa
frá Atletico Madrid í sumar og er fullyrt
að jafnvel komi til greina að senda Torres
aftur til uppeldisfélags síns sem hluta af
kaupverðinu fyrir Costa.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is