Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Sport 41 Mega ekki misstíga sig í titilbaráttunni n Liverpool heimsækir lærisveina Sam Allardyce í West Ham n City á tvo leiki til góða L iverpool komst í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið kjöldró Totten- ham, 4–0, á heimavelli sínum um nýliðna helgi. Stórleikur helgarinnar var þó leikur Arsenal og Manchester City á Emirates Stadium sem endaði með 1–1 jafn- tefli. Manchester United virðist hafa rankað eilítið við sér og vann prýði- legan sigur á Aston Villa, 4–1, á Old Trafford. Veislan heldur áfram um helgina og ætli toppliðin að halda áfram í baráttunni um meistaratit- ilinn verða þau að innbyrða stigin þrjú. Toppliðið fer til Lundúna Vinni Liverpool alla sex leiki sína sem eftir eru verður liðið Eng- landsmeistari í fyrsta skipti í 24 ár. Miðað við spilamennsku liðsins upp á síðkastið er það raunhæf- ur möguleiki. Það er þó erfitt að gera sér ferð til Lundúna og etja kappi við lærisveina Sam Allardyce í West Ham. Þeir hafa unnið síð- ustu tvo leiki en þrátt fyrir það rík- ir mikil óánægja meðal stuðnings- manna liðsins sem finnst leikstíll liðsins langt frá því að vera áhorf- endavænn. Leikmenn West Ham hafa komið liðinu og stjóra sínum til varnar og þar á meðal Stewart Downing, fyrrverandi leikmað- ur Liverpool, sem segir tilgangs- laust að spila léttleikandi sóknar- bolta gefi það liðinu ekki stig. Það verður athyglisvert að sjá viðureign þessara liða en flautað verður til leiks á sunnudaginn. Þeir ljósbláu fá Southampton í heimsókn Í hádegisleiknum á laugardaginn tekur Manchester City á móti South ampton á Etihad-vellinum. Það sama gildir um Manchester City og Liverpool; vinni liðið þá leiki sem eftir eru verður liðið Eng- landsmeistari. City-liðið á þó tvo leiki til góða á rauðklædda herinn frá Bítlaborginni. Af síðustu sex leikjum City hefur liðið unnið fjóra og gert tvö jafntefli. Southampton vann góðan heimasigur á lánlausu liði Newcastle um nýliðna helgi, 4–0, þar sem sóknarmaðurinn Jay Rodriguez skoraði tvö mörk. Manuel Pellegrini, stjóri City, er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvals- deildinni og verður fróðlegt að sjá hvernig hann höndlar pressuna á lokametrunum. Hann sagði nýlega að góðir knattspyrnustjórar taki ekki þátt í sálfræðihernaði og skaut þar með föstum skotum á kollega sinn, José Mourinho. Baráttuhundarnir heimsækja Stamford Bridge Hvaða lið ætli hafi unnið flest ná- vígi það sem af er leiktíðar? Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Stoke ber þar sigur úr býtum og virðist sem arfleifð stjórans Tony Pulis lifi áfram hjá félaginu. Stoke siglir lygnan sjó um miðja deild og hefur unnið nokkra góða sigra á leiktíðinni. Þar á meðal vann liðið Chelsea, 3–2, á heimavelli sínum í æsispennandi leik. Nú er komið að því að sækja Chelsea-liðið heim á Stamford Bridge og fer leikurinn fram á laugardagseftirmiðdegi. José Mourinho, umtalaður knattspyrnustjóri Chelsea, hefur talað lið sitt niður frá því hann tók við því að nýju í fyrrasumar. Eftir 1–0 tap á móti Crystal Palace, nýju liði Tony Pulis, í síðustu umferð sagði Mourinho að möguleikinn á titlinum væri horfinn. Chelsea- liðið er þó þrælsterkt og til alls lík- legt og ekki er mælst til þess að taka of mikið mark á orðum Mourinhos. Þetta er jú, allt sálfræðileikur hjá honum. Cardiff City tekur á móti Crystal Palace á laugardaginn en liðin eru í harðri fallbaráttu. Sunderland, sem situr í 19. sæti deildarinnar, freistar þess að stela stigum af lánlausum Tottenham-mönnum á mánudags- kvöldið. n Allt í járnum á Goodison Park Jón Karlsson, knattspyrnu þjálfari hjá Val og lögfræðingur, fylgist vel með ensku úrvalsdeildinni. Hann spáir því að West Ham muni vinna Liverpool á sunnudaginn og að þeir rauðklæddu muni ekki skora mark í leiknum. Man. City – Southampton „Ég held að City sé að fara klára þetta. Þeir eru einfaldlega með betra lið og munu vinna. Þetta fer 2–0 fyrir City og Yaya Toure og James Milner skora mörkin.“ Norwich – West Brom „Einstaklega spennandi leikur. Ég spái 1–1 jafntefli í hörkuleik. Norwich kemst yfir en WBA jafnar undir lokin.“ Newcastle – Man. United „Manchester United vinnur 2–1. United eru með bullandi sjálfstraust eftir leikinn við Bayern München og fer með sjálfstraust inn í útileikinn gegn Newcastle.“ Cardiff – Crystal Palace „Það er gaman að horfa á leiki þar sem allt er undir. Ég held að Tony Pulis taki klókindin á þetta og vinni 0–1 sigur. Solskjær fer niður með Cardiff.“ Hull – Swansea „Hull er búið að vinna tvo af síðustu þrem heimaleikjum. Hull mun vinna leikinn 2–1 og ég hef takmarkaða trú á Swansea fyrir leikinn.“ Aston Villa – Fulham „Fulham er að fara beint niður. Aston Villa tekur þetta öruggt, 2–0. Benteke og Andreas Weimann skora mörkin.“ Chelsea – Stoke „Stoke er búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum. Ég held að Chelsea taki þetta 2–1. Stoke kemst yfir og reynir að halda markinu hreinu en Chelsea klárar þetta í lokin.“ Everton – Arsenal „Það verður allt undir þar enda leikurinn um fjórða sætið. Ég held að þetta verði 1–1 leikur. Allt í járnum. Seamues Coleman kemur Everton yfir og Mertesacker jafnar.“ West Ham – Liverpool „1–0 fyrir West Ham. Það þarf einhver að stoppa þetta Liverpool-lið og Andy Carroll skorar sigurmarkið.“ Tottenham – Sunderland „Tottenham tekur þetta 2–0. Chadli og Gylfi skora mörkin. Markið hjá Gylfa verður skot fyrir utan teig eins og honum einum er lagið.“ Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Vissir þú … … að Newcastle hefur ekki skorað í 10 af síðustu 14 deildarleikjum sínum? … að aðeins fjórir leikmenn, Suarez, Sturridge, Gerrard og Yaya Toure, hafa skorað fleiri mörk í deildinni frá áramót- um en Adam Johnson? … að allt West Ham liðið hefur aðeins átt 28 fleiri skot að marki andstæðingsins en Luis Suarez hjá Liverpool í vetur? … að Liverpool er eina liðið sem ekki hefur tapað í úrvalsdeildinni árið 2014? … að í fyrsta skipti frá árinu 2009 hefur Tottenham tapað þremur úrvalsdeildar- leikjum í röð? … að Liverpool hefur skorað 52 mörk í fyrri hálfleik í vetur, 12 fleiri en Totten- ham hefur gert allt tímabilið í leikjum sínum? Hefur gjörbreytt Liverpool-liðinu Brendan Rodgers, þjálfari Liverpool, hefur gert góða hluti með Liverpool á leiktíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.