Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Skrýtið Sakamál 43
Óvæntur
glaðningur
Michaela Hutchings, 23 ára kona
frá Birmingham á Englandi, fer
ekki í fangelsi þrátt fyrir að hafa
eytt tíu milljónum króna af al
mannafé. Peningarnir, sem voru
í eigu yfirvalda í Lichfield, áttu
að fara inn á annan reikning en
rötuðu inn á reikning Hutchings
fyrir slysni. Í stað þess að koma
heiðarlega fram og skila pen
ingunum eyddi Hutchings þeim í
föt, skó og lúxusvarning af ýmsu
tagi. Hutchings var sakfelld vegna
málsins í vikunni og dæmd til að
inna af hendi 150 klukkustunda
samfélagsþjónustu.
Morðum
fækkar í
Chicago
Leita þarf aftur til ársins 1958 til að
finna jafn fá morð og áttu sér stað
í bandarísku stórborginni Chicago
á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
„Þetta er 7. ársfjórðungurinn í röð
sem morðum og öðrum ofbeldis
glæpum fækkar. Við erum sáttir
en áttum okkur á að enn er mikil
vinna fyrir höndum,“ segir Garry
McCarthy, aðstoðaryfirlögreglu
þjónn hjá lögreglunni í Chicago.
Borgaryfirvöld og lögreglan hafa
unnið markvisst að því að fækka
glæpum í borginni og lögregla
lagt áherslu á að haldleggja ólög
leg skotvopn, en á fyrstu þremur
mánuðum ársins voru 1.300 ólög
leg skotvopn haldlögð.
n Estibaliz losaði sig við fyrrverandi eiginmann n Síðan ástmanninn
É
g get aðeins sagt að mér þyk
ir leitt að hafa ráðið Holger og
Manfred bana,“ sagði Estibaliz
Carranza, 34 ára, með tárvot
augu, við lok fjögurra daga
réttarhalda yfir henni, seinni hluta
nóvembermánaðar 2012, vegna
morðanna á Holger Holz og Man
fred Hinterberger.
Saksóknarinn Petra Freh skóf
ekki utan af hlutunum og sagði
morðin hafa verið framin af full
komnu „virðingarleysi“ og að Esti
baliz væri „stórhættuleg kona, fær
um að gera hvað sem er.“
Til að hnykkja á skoðun sinni
sagði hann enn fremur að hún vær
stjórnsamt lygakvendi sem myndi
gera hvað sem er sem kæmi henni
til góða.
Málið átti rætur að rekja til ársins
2008.
Latur og ofbeldishneigður tuddi
Estibaliz átti og rak ísbúð og fjöl
miðlar voru ekki lengi að finna
henni viðurnefni, þegar málið
komst í hámæli; Ísdaman.
Líkamsleifar mannanna tveggja
fundust fyrir tilviljun þegar iðnað
armenn unnu að viðhaldi í kjallara
ísbúðar Estibaliz, í Vín í Austurríki, í
júní 2011 og Estibaliz sá sitt óvænna
og lagði á flótta til Ítalíu.
En Estibaliz gat ekki lengi um
frjálst höfuð strokið á Ítalíu og fyrr
en varði hafði þarlend lögregla
handtekið hana og var hún framseld
til Austurríkis.
Estibaliz fór ekki í launkofa með
sekt sína og játaði hana í löngu og
ítarlegu máli fyrir dómnum.
Lýsti hún fyrrverandi eiginmanni
sínum sálugum, Holger Holz, sem
lötum og ofbeldishneigðum tudda.
Ekki fékk ástmaður hennar, Man
fred Hinterberger, mikið skárri um
sögn; með honum fannst Estibaliz
sem hún væri „í prísund“.
Meðferð skotvopna og fleira
Við réttarhöldin kom fram að Esti
baliz hefði á sínum tíma farið á
námskeið í meðferð skotvopna og
blöndun steypu, sem hvort tveggja
átti eftir að koma sér vel. Einnig
hafði hún flimtað í heyranda hljóði
með morðfantasíur sínar.
Allt að einu. Estibaliz sætti fær
is árið 2008 og skaut Holger þrisvar
sinnum í höfuðið þar sem hann sat
við tölvu sína. „Mig grunaði ekki að
ég gæti klárað þetta. Klukkan var
þrjú um eftirmiðdaginn. Börn að
leik úti og blíðskaparveður – ein
hver hlyti að hafa heyrt skothvell
ina,“ sagði Estibaliz.
Hún taldi víst að lögreglan kæmi,
en sú varð ekki raunin.
Gjörbreyttur maður
Hún reyndi ýmislegt til að losna
við líkið af Holger, meðal annars að
brenna það. Að lokum ákvað hún
að nota keðjusög. „Að því loknu þá
þreif ég og þreif, svo dögum skipti,“
sagði hún við réttarhöldin.
Estibaliz sagði að Holger hefði
gjörbreyst eftir brúðkaupið; orðið
orðljótur, latur og gengið í Hare
Krishnasöfnuð. Eftir skilnað þeirra
hjóna hefði hann svo harðneitað að
flytja út, þrátt fyrir að hún ætti nýjan
kærasta.
En þegar þarna var komið sögu
þurfti sem sagt að losna við líkið.
Estibaliz sundurlimaði líkið með
keðjusög og setti líkamshlutana í
frysti. Síðar kom hún þeim fyrir í
kjallara ísbúðarinnar og kom þá
kunnátta hennar í blöndun steypu
að góðum notum.
Sölumaður deyr
Að því loknu taldi Estibaliz sennilega
að hennar biði nýtt líf í örmum ást
mannsins, Manfreds Hinterberger,
sem var sölumaður tækjabúnað
ar fyrir ísbúðir. En fljótlega versn
aði samband hennar og Manfreds,
sem var 20 árum eldri en Estibaliz,
og henni fór að líða eins og hún væri
„í prísund … eins og höfuð mitt væri
í plastpoka,“ að hennar sögn. Innan
tveggja ára frá morðinu á Holger dró
til tíðinda.
Estibaliz bjó að fyrri reynslu og í
nóvember 2010 skaut hún Manfred
þar sem hann svaf ölvunarsvefni
eftir rifrildi: „Hann sneri að veggn
um og fór að hrjóta … ég varð svo
reið. Ég var með byssuna undir dýn
unni. Ég náði í hana, hlóð hana og
skaut.“
Þegar eldaði af degi bað hún
hann „að fyrirgefa sér“ og gerði
síðan að líkinu með sama hætti og
tveimur árum fyrr í tilviki Holgers.
Barnshafandi
Sem fyrr segir fundust líkamsleifar
mannanna fyrir tilviljun árið 2011
og skömmu síðar var Estibaliz
handtekin á Ítalíu og framseld til
Austurríkis. Þá var hún komin tvo
mánuði á leið, ólétt að barni þriðja
mannsins, Rolands nokkurs, sem
hún giftist í mars 2012, þá í fangelsi.
Barnið var skírt í höfuðið á föðurn
um.
Um Roland eldri sagði Estibaliz:
„Hann er allt öðruvísi. Hann er
mjög blíður og alls ekkert „macho“.
Hann myndi aldrei koma mér í
slæmar aðstæður.“
Það var mat sérfræðinganefnd
ar sem skipuð var af réttinum að
Estibaliz væri „óeðlileg“ hvað geð
heilsu varðaði, hættuleg og eins og
„prinsessa … sem vildi bara verða
„bjargað“ af karlmanni.“
Saksóknarinn, Freh, skóf ekki
utan af því í sínum málflutningi:
„Þessi kona hefur tvær ásjónur. Hér
mun hún reyna að leika hlutverk
hinnar auðsveipu, kurteisu konu
sem myndi aldrei gera neitt þessu
líkt.“
Freh bætti við: „Mitt verkefni
er að sýna ykkur hina hliðina … að
hún sé með eindæmum kaldlynd
ur og samviskulaus morðingi. Ekki
láta blekkjast af henni.“
Estibaliz Carranza var dæmd til
lífstíðarvistar á geðsjúkrahúsi. n
Í dómsal Estibaliz
var eins og „prinsessa
… sem vildi bara verða
„bjargað“ af karlmanni,“
að sögn sérfræðinga.
Mynd ReuteRS
„Ég var með
byssuna
undir dýnunni. Ég
náði í hana, hlóð
hana og skaut.
Köld eru
Kvennaráð
Dauðaslys
á snekkju
Breskur maður fannst látinn í
Karíbahafinu, skammt frá snekkju
sem stóð í ljósum logum nálægt
eyjaklasanum St. Vincent. Mað
urinn, sem var 53 ára, lést af völd
um höfuðáverka en hann hafði
einnig hlotið alvarleg meiðsl á
fæti. Bretinn var ekki einn á ferð á
snekkjunni því kærasta hans, Hei
di Hukkelaas frá Noregi, var með
honum í för. Heidi er ófundin enn
sem komið er og leitar lögreglan
að henni logandi ljósi.
Lögreglan sagði í samtali
við Sky News að ekki væri vitað
hvað hefði gerst um borð en lík
legt þykir að það hafi orðið gas
sprenging á snekkjunni.