Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 4.–7. apríl 20148 Fréttir OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta HEILSU- SPRENGJA 20% afsláttur Grænn apríl í Lifandi markaði G il d ir f rá 3 . - 1 0 . a pr íl 2 01 4 Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári www.lifandimarkadur.is Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Fleiri börn tekin frá Haítí-fjölskyldu n Dætur Vanessu Francois teknar af heimilinu n Faðir hennar farinn úr landi É g vil fá dætur mínar aft­ ur heim,“ segir Vanessa Francois, 26 ára haítísk kona, í samtali við DV. Dætur henn­ ar tvær, fjögurra og átta ára, voru samkvæmt ákvörðun Barna­ verndarnefndar Reykjavíkur tekn­ ar úr umsjá hennar þann 21. mars síðastliðinn. Eftir tvo mánuði verð­ ur tekin ákvörðun um framhaldið en þær eru núna búsettar í barna­ húsi. Engin svör fengust um það frá barnaverndarnefnd hvaða ástæður lægju að baki þeirri ákvörðun að taka stúlkurnar af heimilinu. Veit ekki hvar þær eru Aðspurð segist Vanessa ekki vita hvar dætur hennar séu niðurkomnar. Þær eru ekki fyrstu börnin sem tekin eru af heimilinu. DV fjallaði um málefni fjölskyldunnar í byrjun mars en þá var búið færa frænku Vanessu, sex ára stúlkubarn, í hendur fósturfor­ eldra. Stúlkan hafði komið hingað til lands á grundvelli fjölskyldusam­ einingar árið 2012 með foreldrum Vanessu – afa sínum og ömmu – en móðir hennar lést í jarðskjálftanum á Haítí árið 2010. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. janúar síðastliðinn úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis í sex mánuði, en þá þegar hafði hún verið hjá fósturforeldrum í mánuði. Úrskurðurinn byggði meðal annars á nafnlausum ásökunum um ofbeldi, vanrækslu og mansal sem síðar voru hraktar. Eftir að stúlkan var komin í hendur fósturforeldra greindi RÚV frá því að grunur hefði vaknað um að afinn hefði beitt stúlkuna kynferðis­ ofbeldi og að málið væri til rann­ sóknar hjá lögreglu. Þá var afinn hins vegar farinn úr landi. Þögull lögmaður Vanessa segir ásakanir á hendur föð­ ur sínum úr lausu lofti gripnar en samkvæmt frétt RÚV frá 14. mars síðastliðnum hafa grunsemdir um ofbeldi á heimilinu fremur aukist en hitt eftir að málinu var vísað til lögreglu. Þá segir Vanessa að fað­ ir hennar vilji koma aftur til lands­ ins enda hafi hann ekki vitað af lög­ reglurannsókninni þegar hann fór til Haítí. Lögmaður fjölskyldunnar, Þuríður Halldórsdóttir, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við DV. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur lagði inn kvörtun til Lögmannafé­ lagsins á dögunum vegna meintra brota Þuríðar á siðareglum lög­ manna. Taldi nefndin að Þuríður hefði látið fjölmiðlum í té upplýs­ ingar úr máli sem trúnaður eigi að ríkja um. Fjölskyldusameining Á meðal þeirra upplýsinga sem DV byggði umfjöllun sína á var um­ sögn frá leikskóla stúlkunnar sem tekin var af heimilinu á síðasta ári, en sömu upplýsingar voru birtar í úrskurði héraðsdóms. Þar kemur fram að hún sé „mjög kát og hress.“ Þá segir að hún sé ákveðin og sýni umhverfinu mikinn áhuga, komi ávallt hrein og í hreinum fötum á leikskólann, og að umhirða hennar og aðbúnaður hafi verið með ágæt­ um. Í umsögninni segir enn frekar að stúlkan sé umhyggjusöm, góð við alla og láti kennara vita ef ein­ hver geri henni eitthvað. Vanessa settist að hér á landi ásamt íslenskum eiginmanni sínum árið 2008. Tveimur árum síð­ ar létust fjórar systur hennar í jarð­ skjálftanum sem reið yfir Haítí árið 2010. Vanessa studdi foreldra sína, systur og frændsystkin með því að senda peninga heim til fjölskyldu sinnar en þau héldu til í tjaldbúðum eftir að þau misstu híbýli sín í jarð­ skjálftanum. Þegar hún fékk þau skila­ boð frá íslenskum yfirvöldum að hún gæti boðið fjölskyldumeð­ limum að koma hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar bauð hún foreldrum sínum að koma. Þau bjuggu ásamt tveimur barnabörnum sínum og dóttur hjá Vanessu og dætrum hennar tveim­ ur. Þröngur húsakostur var ástæða þess að Barnaverndarnefnd Reykja­ víkur sá ástæðu til þess að skoða að­ stæður fjölskyldunnar nánar. n Börnin tekin Þrjú börn hafa verið tekin af heimili Francois-fjölskyldunnar í Breiðholti á síðustu mánuðum. Mynd Sigtryggur Ari „Ég vil fá dætur mínar aftur heim Réðst á ökumann Héraðsdómur Reykjaness hef­ ur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyr­ ir líkamsárás og eignaspjöll. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa laugardaginn 3. ágúst í fyrra, á gatnamótum Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Bústaðavegar, brotið hliðar­ rúðu bifreiðar og veist að ök­ umanni hennar. Sló hann manninn meðal annars í and­ litið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut bólgu á vinstra auga, vinstra kinnbein, skrámur á kinn og efri vör. Maðurinn, sem er fæddur árið 1975, játaði brot sitt fyrir dómi en frá árinu 2011 hefur honum fimm sinnum verið gerð refsing. Fangelsisdómur­ inn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Stöðvuðu meintar Nike- eftirlíkingar Tollverðir stöðvuðu nýlega fjórar sendingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem taldar voru inni­ halda eftirlíkingar af Nike­skóm. Í tilkynningu frá tollinum kem­ ur fram að um hafi verið að ræða hraðsendingar sem komu frá Kína sem einstaklingur stóð að innflutn­ ingi á. Sendingarnar voru stöðvað­ ar samkvæmt heimild í tollalögum vegna gruns um að þær innihéldu falsaðar vörur og var rétthafa Nike­ merkisins tilkynnt um málið í kjöl­ farið. Rétthafi hefur kært málið til lögreglunnar á Suðurnesjum sem annast rannsókn þess. Í tilkynningunni kemur fram að embætti tollstjóra taki nú þátt í alþjóðlegu verkefni sem beinist gegn vörufölsun og tengslum við fjölþjóðlega skipulagða glæpastarf­ semi. Falsaður varningur er oft og tíðum framleiddur við ófullnægj­ andi aðstæður af vinnuafli sem ekki fær greidd mannsæmandi laun. Það er gríðarlega mikilvægur lið­ ur í baráttunni gegn vörufölsun að fólk sé meðvitað um þær afleiðingar sem þessi iðnaður hefur í för með sér. Þannig séu minni líkur á að al­ menningur kaupi slíkar vörur og styrki þannig skipulagða glæpastarf­ semi. Þá getur falsaður varningur hreinlega verið hættulegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.