Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 4.–7. apríl 201412 Fréttir Ný stjórn Landsvirkjunar Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var á fimmtudag, var samþykkt tillaga fjármála- og efnahagsráðherra um kjör að- almanna og varamanna í stjórn Landsvirkjunar. Aðalmenn í stjórn Lands- virkjunar voru kjörnir: Jónas Þór Guðmundsson, hæstaréttarlög- maður og formaður Lögmanna- félags Íslands, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórn- ar Fjarðabyggðar, Þórunn Svein- bjarnardóttir, framkvæmdastýra Samfylkingarinnar og Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. Varamenn í stjórn Landsvirkj- unar voru kjörnir: Páley Borg- þórsdóttir, Teitur Björn Einars- son, Ásta Björg Pálmadóttir, Skúli Helgason og Steinþór Heiðars- son. Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár. Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arð- greiðslu til eigenda að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2013. Á aðalfundinum var Deloitte ehf. kosið endurskoðunarfyrir- tæki Landsvirkjunar að fenginni tillögu ríkisendurskoðunar, sem efndi til útboðs á endurskoðun reikninga Landsvirkjunar í mars 2014. Var niðurstaðan sú að ganga til samninga við endur- skoðunarfyrirtækið Deloitte ehf. Líkur á lækkun stýrivaxta Greining Íslandsbanka telur að líkur séu á að peninga- stefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti í maímánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Greiningar. Meðlimir peninga- stefnunefndar bankans stuttu allir tillögu Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra um óbreytta stýrivexti á síðasta vaxta- ákvörðunarfundi bankans þann 19. mars síðastliðinn, en fundar- gerð vegna fundarins var birt á fimmtudag. Á vef Greiningar kemur fram að verði stýrivextir bankans lækkaðir í maí verði það fyrsta vaxtalækkunin síðan í febr- úar 2011 og fyrsta vaxtabreytingin síðan í nóvember 2012. Verður þá rofið lengsta samfellda tímabil óbreyttra stýrivaxta í yfir þrjá ára- tugi. H jörtur Hjartarson, fréttamað- ur Stöðvar 2, sendi frá sér til- kynningu á Facebook í vik- unni þar sem hann sagðist iðrast óendanlega vegna þeirra at- burða sem áttu sér stað um síð- ustu helgi. Þá viðurkenndi Hjörtur að hann ætti við áfengisvandamál að stríða og að hann væri á leiðinni í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Eins og DV greindi frá á miðvikudag hefur Hjörtur verið sendur í leyfi frá störf- um í kjölfar atviks sem átti sér stað í starfsmannapartíi síðastliðinn föstu- dag. Málið snýst um meinta líkams- árás en fullyrt er að Hjörtur hafi ráð- ist á samstarfsmann sinn með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi þurfti að leita sér aðhlynningar. „Í ljósi atburða síðustu mánaða og þá sérstaklega um síðustu helgi er staðan sú að ég er kominn ofan í holu enn á ný,“ sagði Hjörtur meðal annars stöðuuppfærslu sinni á Face- book. „Engum er um að kenna nema mér sjálfum. Það er kristaltært.“ Samkvæmt heimildum DV íhugar fórnarlambið að kæra Hjört fyrir lík- amsárás en hann mun hafa fengið áverkavottorð hjá lækni eftir árásina. Breki Logason, fréttastjóri Stöðvar 2, staðfesti að tekið hefði verið á mál- inu innanhúss en vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. „Ég mun á morgun leggjast inn á Sjúkrahúsið á Vogi og leita hjálp- ar hjá því góða fólki,“ sagði Hjörtur færslunni sem hann birti á Face- book á miðvikudaginn. „Eitthvað sem ég hefði átt að gera fyrir löngu. Ég fór í viðtal þar í gær og fann að ég var á réttum stað. Það er það sem ég hef augun á núna, það er mitt fyrsta skref.“ Hann sagði persónubresti og breyskleika hafa komið honum á þann stað sem hann væri á núna. „Ég iðrast óendanlega fyrir það sem ég hef gert öðrum og ekki síður sjálf- um mér.“ n jonbjarki@dv.is Fréttamaður leitar sér hjálpar Segist iðrast óendanlega vegna atburða sem áttu sér stað síðustu helgi Þung skref Hjörtur Hjartarson sagði skref- in fram undan þung en vonar jafnframt að hann nái bata þannig að hann geti byrjað að bæta fyrir gjörðir sínar. Á starfstíma mínum kom ég að 800 lánum. Það er eðli bankastarfsemi að taka áhættu. Á áratuga ferli mín- um heyrði ég aldrei minnst á hugtakið umboðssvik, né að ein- hverjar ákvarðanir sem teknar væru frá degi til dags gætu verið á skjön við lög,“ sagði Lárus Welding, fyrr- verandi forstjóri Glitnis, í aðalmeð- ferð Aurum-málsins sem fram fór á fimmtudag. Aurum-málið snýst í einföldu máli um að Glitnir hafi keypt skart- gripakeðjuna Aurum af Pálma Har- aldssyni fjárfesti á yfirverði, sex millj- arða króna, í júlí 2008 og að sinn milljarðurinn hvor hafi runnið til Pálma og Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, eins stærsta óbeina hluthafa bankans. Jón Ásgeir og Pálmi voru viðskiptafélagar en þeir lögðu línurn- ar í viðskiptunum í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Glitnis. Segir 4,6 milljarða ofgreidda Bókfært verðmæti félagsins var sam- kvæmt saksóknara 1,4 milljarðar í ársbyrjun 2008, en verjendur sak- borninganna véfengja þetta og segja markaðsvirðið hafa raunar verið hærra en sex milljarðar. Lárus er ákærður fyrir umboðssvik í málinu ásamt Jóni Ásgeiri, Magnúsi Arnari Arngrímssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, og Bjarna Jóhannessyni, fyrrverandi viðskiptastjóra bankans. Þeir neita allir sök. Minnið litað af yfirheyrslum Við upphaf skýrslu sinnar fyrir dómi hélt Lárus einræðu þar sem hann sagði að sérstakur saksóknari hafi „eytt miklum tíma í að búa til sög- ur“. Þá þykir honum skjóta skökku við að hann eigi nú að sæta ábyrgð fyrir viðskiptalegar ákvarðanir sínar. „Ég hef aldrei verið spurður út í þau lán eða ákvarðanir þar sem að endan- legar heimtur voru góðar. Allar þær ákvarðanir sem ég tók, tók ég af heil- indum.“ Hann segir að lánið í Aurum- málinu hafi numið 0,5 prósentum af gjörvöllu lánasafni bankans og kveðst lítið muna um lánveitinguna, enda hafi hann veitt 800 lán á ferlin- um. „Það sem ég man um þetta lán er nú verulega litað af þeim yfirheyrsl- um sem ég þurfti að sitja.“ Þá stendur hann við ákvörðunina um að veita lánið. „Ég er enn þeirrar skoðunar að ákvörðunin um að veita lánið hafi verið skynsamleg, miðað við þau gögn sem lágu fyrir á þeim tíma,“ sagði Lárus, og sagði að sér sárnaði að horfa upp á þær „ofsókn- ir“ sem fyrrverandi samstarfsmenn hans þyrftu nú að sæta. „Hvatir emb- ættis sérstaks saksóknara í störfum sínum eru mér hulin ráðgáta.“ „Er ég rekinn?“ Málið snýst að stóru leyti um það hvort inngrip Jón Ásgeirs hafi valdið því að lánið hafi verið veitt; hvort hann hafi fyrirskipað Lárusi að gera það, og hvort að lánveitingin hafi ver- ið skaðleg fyrir bankann en arðbær fyrir Jón Ásgeir sjálfan. Í því eru hin meintu umboðssvik fólgin. Mikið magn tölvupósts var lagt fyrir dóm þar sem Jón Ásgeir hefur ýmis afskipti af málinu, rekur á eftir lánveitingunni og hefur samskipti við Lárus. Í febrúar 2008 var Jón Ás- geir ítrekað að reka eftir meðákærðu og fyrirskipaði þeim að „klára málið“. Aðrir hinna ákærðu segjast ekki hafa litið á póstinn sem bein fyrirmæli: „Ég hef þekkt Jón Ásgeir það lengi að ég leit ekki á þetta sem fyrirmæli. Hann hefur bara þennan stíl,“ sagði Bjarni í skýrslu sinni. Nokkrir póstar benda hins vegar til þess að Jón Ásgeir hafi stjórnað Lárusi. Í einum er Jón Ásgeir að lýsa yfir óánægju sinni með afkomu til- tekinnar viku og svarar Lárus einfald- lega: „Er ég rekinn“. Aðspurður um þetta sagðist Lárus hafa verið að grín- ast. Í öðrum pósti segir Jón Ásgeir í niðurlagi: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnar formaður GLB [Glitnis] :)“ Lárus svaraði því til að eflaust hafi Jón Ásgeir verið að grínast þar. „Hafðu hemil á Guðnýju“ Af fleiri málsgögnum að dæma gætti andstöðu með lánveitinguna á meðal starfsmanna bankans, en lánið var veitt með ákvörðun sem tekin var milli funda í áhættunefnd bankans í júlí 2008. Kom það því ekki til efn- islegrar meðferðar þar, eftir máls- gögnum að dæma. Slíka ákvörðun þurfa aðeins þrír nefndarmenn að taka, þar með talinn forstjórinn, en Lárus tók hana ásamt Magnúsi og Rósant Má Torfasyni. Athygli vekur að þar virðist hafa verið farið fram hjá lánastjóra bank- ans, Guðnýju Sigurðardóttur, en hún hafði lýst yfir andstöðu sinni við lán- veitinguna og farið fram á auknar tryggingar fyrir láninu. „Líttu í spegil maður, þetta er verðlaust,“ sagði Guðný um kaupin fyrirhuguðu. Jón Ásgeir sagði í einum af sínum fjöl- mörgu póstum til Lárusar: „Hafðu hemil á Guðnýju“. Lárus kvaðst hins vegar ekki hafa litið svo á að um fyrir- mæli væri að ræða. Einn af viðmælendum DV sem þekkir Aurum-málið mjög vel hefur sagt að það sé í raun „lýsing á bankaráni“. Búast má við að dómur falli í málinu í sumar. n „Líttu í spegil maður, þetta er verðlaust“ n Lárus ber fyrir sig minnisleysi í Aurum-málinu n „Skynsamleg“ lánveiting Símon Örn Reynisson simon@dv.is Sagður stjórna Jón Ásgeir Jóhannesson er sagður hafa verið skuggastjórnandi Glitnis, en Lárus segir að hann hafi líklegast verið að grínast þegar hann skipaði honum fyrir í tölvupósti. Mynd SiGtRyGGuR ARi „Ofsóknir“ Lárus Welding segist ekki vita hvað sérstökum saksóknara gangi til með „ofsóknum“ sínum. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.