Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Fólk Viðtal 33 ert svo hvít,“ sagði hann. „Það er svo gaman að þessu. Við þekktum alveg þessar lýsingar.“ Losna við áreitið Gyða segir að tveir miðlar vinni í tengslum við hvert barn sem kem­ ur. Annar talar við barnið en hinn við foreldrana. Hún segir að miðillinn virki varnirnar hjá barninu, losi það við hræðslu og ótta sem er oft fylgi­ fiskur næmni og styrki barnið. „Við heilum barnið, gefum því hjúp og vörn og losum það við áreitið þannig að það öðlist innri ró. Við sjáum það sem barnið sér og það finnur að það er einhver á sama bandi og það. Við höfum verið með börn sem hafa verið með hegðunarerfiðleika en oftar en ekki er þá einhver vera að hvísla í eyrað á þeim að þau eigi að vera óþekk og þess vegna eru þau svona uppátækjasöm. Við höfum heyrt um börn sem eru svo næm að þau fara í neyslu á unglingsárunum til þess að deyfa skilningarvitin; þau upplifa endalaust áreiti.“ Hélt hann væri þríburi Börnin, sem koma til miðlanna hjá Sólargeislanum, eru allt niður í fjögurra ára. „Ein lítil dama, sem er fjögurra ára, sagðist vera hrædd við það sem er ekki til en að hún sæi það samt. Mér finnst þessi setning vera svo góð. Hún segir í rauninni allt. Þetta er það sem börn eru að burðast með; þessar sýnir sem þau fá.“ Gyða segir frá fleiri börnum sem hafa komið. „Einn lítill sagðist halda að hann væri þríburi. Hann sá ein­ faldlega alltaf tvo stráka í kringum sig. Svo var það stelpan sem sagði að amma sín, sem var dáin, hefði komið í skólann og sagst sakna hennar. Ein átta ára sagði við mömmu sína: „Mamma, ég hef átt margar mömmur en þú hefur samt tvisvar verið mamma mín.“ Barnið vissi að það hafði endurfæðst.“ Svo var það sex ára barn sem Gyða segir að hafi viljað stoppa hringrás lífsins – það hafi vitað að móðir þess yrði einhvern tímann amma og myndi svo deyja. Barnið sagði við móður sína: „Mamma, ekki verða amma því ég vil geta ratað aft­ ur til þín.“ Ung stúlka varð fyrir mikilli ásókn og fékk hjálp Gyðu. „Hún lýsti þessu svo vel eftir að ég heilaði hana. Hún sagðist vera vön að sjá þrjú ljós en eftir á sagðist hún bara sjá eitt og að það væri búið að slökkva á hin­ um tveimur. Við slökktum á tveimur kertum, eins og upplifun hennar var, en höfðum kveikt á einu þannig að eiginleiki stúlkunnar heldur sér svo hún verður ekki rótlaus.“ Gyða segir að tímarnir geri vissu­ lega sitt gagn; sum börn mæta einu sinni og önnur jafnvel þrisvar sinn­ um. „Það fer eftir því hvað við erum að vinna með. Börnunum líður betur eftir á. Foreldrarnir hafa samband og segja að þau séu rólegri, sofi betur og að það sé miklu meira jafnvægi yfir þeim.“ Fannst hún vera öðruvísi Gyða var sjálf svona barn sem sá, heyrði og skynjaði meira en aðrir. Hún hélt reyndar að allir sæju, heyrðu og skynjuðu það sama. Svo kom annað í ljós. „Ég vissi oft það sem enginn ann­ ar vissi. Kötturinn okkar týndist ein­ hvern tímann og var búinn að vera týndur í marga daga þegar ég sagði að hann kæmi heim þann dag sem hann gerði. Ég hafði engar skýringar á þessu en ég upplifði mig sem öðru­ vísi. Ég hef alltaf þurft að passa mig þegar ég tala við fólk; maður ræðir ekkert um þessa hluti.“ Jú, Gyða veit oft ýmislegt sem aðrir vita ekki. Vinkona hennar týndi lyklunum sínum. Hún hringdi í Gyðu sem sá fljótlega að þeir lágu á bak við hillur; án þess að vera á staðnum. Misjafnar árur Gyðu leið oft illa þegar hún var yngri. „Ég áttaði mig hins vegar ekki á því hvernig eða hvers vegna ég var öðruvísi. Ég fann og finn hvernig fólki, sem er í kringum mig, líður og mér líður hreinlega illa innan um fólk sem er ekki með góða áru. Ég vissi hins vegar ekki áður fyrr af hverju mér leið illa nálægt vissu fólki. Það var ekki fyrr en ég fór að vinna með sjálfa mig að ég áttaði mig á því að það væru fleiri svona og sætti mig við það. Ég tók til dæmis orku annarra til mín þegar ég var barn og varð stundum svo þreytt. Ég var eins og svampur. Ég drakk það í mig ef ein­ hver átti bágt.“ Gyða á þrjár dætur og eru þær allar næmar. „Þær eru að ganga í gegnum það sem ég gekk í gegnum þannig að ég get miðlað þekkingu minni og reynslu til þeirra.“ Talandi um árur – hún segir liti vera í kringum hvern og einn sem sýni til dæmis hvort viðkomandi sé í jafnvægi og hvernig manneskja við­ komandi er. „Það er hægt að lesa út úr árunni visku, reiði, gleði, ham­ ingju og sorg. Allt þetta get ég lesið ef ég tengi mig. Það er hins vegar mis­ jafnt hvernig fólk, sem sér árur, lítur á litina. Mér finnst til að mynda hvítt vera viska og mér finnst grænt vera merki um að viðkomandi sé jarð­ bundinn.“ Talaði við látna Gyða nær í kók og súkkulaði sem hún setur í skál. Svolítið súrrealísk uppstilling á borðinu miðað við um­ ræðuefnið. Tuskudýrin sitja enn í rólegheit­ um í hillunum. Hún rifjar upp. „Þessir hlutir voru ekkert rædd­ ir en samt er næmt fólk í kringum mig. Ein frænka mín var skyggn og var eiginlega meira hinum megin en hérna megin.“ Gyða hlustaði ekki eingöngu á fólk að handan. Hún talaði líka stundum við það. „Ég vissi af fjölda fólks í kring­ um mig og ég gat oft leitað til þess ef mér leið illa. Ég var aldrei ein. Ég sá þá látnu ekki skýrt en það jókst þó með tímanum. Ég vildi hins vegar ekki vera svona næm og ég barðist við þetta í mörg ár. Þetta var mér til trafala. Ég leit á þetta sem ókost. Ég fann að ég var öðruvísi en gat ekki rætt við neinn um þetta. Ég skildi ekki hvað var að gerast í kringum mig. Ég hélt þegar ég var krakki að ef ég lokaði augunum nógu lengi þá myndi ég ekki sjá þetta fólk þegar ég opnaði þau aftur.“ Hvað sá hún nákvæmlega? „Ég sá útlínur. Ég vildi ekki sjá þetta. Það var of skelfilegt að sjá einhvern ókunnugan. Fyrir barn er þetta truflun. Ég spáði í þetta ókunn­ uga fólk sem var að koma og trufla og sagði mér eitthvað sem mig langaði ekkert til að vita.“ Var hún hrædd? „Ég var hrædd, já. Í ansi mörg ár.“ Þögn. „Auðvitað vildi þetta fólk manni eitthvað og ég átta mig á því í dag að þegar maður er svona næmur þá er svo mikill ljóshjúpur í kringum mann sem framliðnir sækja í. Þeir sækja í tenginguna.“ Hún talar um ástæðu þess að sumir látnir hafi svona samband við næmt fólk. „Oft kemst þetta fólk ekki áfram eða er með skilaboð. Ástvinur syrgir til dæmis svo mikið að hann sleppir ekki tökunum á þeim sem er farinn. Það er margt sem getur valdið því að viðkomandi kemst ekki áfram.“ Hún segir frá ættingja á hótel­ herbergi í útlöndum sem hringdi í hana um miðja nótt. Viðkomandi fannst einhver vera að skríða upp í rúm til sín og Gyða benti honum á að hafa samband við gestamóttökuna. Í ljós kom að morð hafði verið framið á hótelherberginu og fékk ættingi Gyðu annað herbergi. Gyða gat lýst hótelherberginu nákvæmlega fyrir ættingjanum sem var hinum megin á hnettinum auk þess að sjá að það var ekkert í nýja herberginu sem þyrfti að óttast. Rótlaus Gyða segir að það lokist fyrir næmn­ ina hjá sumum en að hún aukist hjá öðrum. Þannig var það í hennar til­ felli. Hún fór til miðils þegar hún var unglingur og bað um að lokað yrði á næmnina. „Ég hefði hins vegar aldrei átt að gera það því ég varð rótlaus ungling­ ur og það breytti mér svolítið.“ Gyða fór aftur til miðils eftir að hún eignaðist elstu dótturina sem er 25 ára. „Þetta opnaðist alltaf aftur og aft­ ur. Þetta lokaðist aldrei.“ Afi Gyðu dó þegar hún var 23 ára. „Þá áttaði ég mig á því að ég gat talað við látna. Við spjölluðum heilmikið saman inni í stofu. Þá áttaði ég mig á því að þetta var ekkert til að hræðast og í raun eiginlega kostur.“ Río, Siv og Haakon Allt breyttist fyrir nokkrum árum. Gyða var í verslunarmiðstöð þar sem nokkrir miðlar sátu við borð og spáðu fyrir fólki. Gyða fór í röð og beið eftir að röðin kæmi að sér. Einn miðillinn gekk hins vegar til hennar, sagði að hún væri næm og ætti að fara að miðla. Eitt leiddi af öðru og … „Það var ekki fyrr en ég fór í Sálar­ rannsóknarfélag Íslands að ég fann að það voru fleiri eins og ég. Það er vont þegar maður getur ekki rætt um þessa hluti.“ Gyða er ekki ein þegar hún tekur á móti fólki – og þá er ekki átt við hina miðlana. Hún segist vera með þrjá leið­ beinendur að handan. Einn þeirra, Río, var indíáni í lif­ anda lífi. „Hann byrjaði að koma fyr­ ir um 15 árum. Ég keypti ofsalega flottan og stóran spegil með viðar­ ramma og þegar ég leit í spegilinn heima þá sá ég hann í speglinum. Ég sneri speglinum við því ég vildi ekki hafa þennan mann en þá fór hann að dúkka upp hér og þar í húsinu. Hann var farinn að trufla mig. Hann hræddi mig.“ Gyða tók Río þó í sátt. „Hann er yndislegur. Hann er með mikið svart hár og með barða­ stóran hatt og í leðurfrakka. Hann gefur mér styrkinn og öryggið til að vinna í andlegum málum.“ Annar leiðbeinandinn er að hennar sögn yndisleg kona sem hét Siv í lifanda lífi og bjó í Finnlandi. „Hún gefur mér mýkt í næmnina og hjálpar mér þegar ég er að vinna með börnin.“ Þögn. „Hvenær varstu uppi?“ segir Gyða lágt í spurnartón og virðist heyra í Siv. „Ég fæ að hún hafi verið uppi í kring­ um 1850,“ segir hún síðan. „Ég fór í heimsókn til hennar þegar ég var í transi – ég fékk að fara í hennar fyrra líf og það var mjög erfitt. Hún sýndi mér að hún hafði misst drenginn sinn og ég hágrét yfir missinum sem var svo raunverulegur.“ Haakon er þriðji leiðbeinandinn að sögn Gyðu. Hún segir að hann sé gamall og yndislegur og hafi verið munkur í lifanda lífi. Hann er í brún­ um kufli með reipi um sig miðjan og telur hún að hann hafi búið á Ítalíu. „Hann gefur mér viskuna. Þau hjálpa mér, vernda og hleypa ekki hverjum sem er í gegn; þau passa upp á að það komist enginn ókunnugur að mér. Ég finn fyrir miklu meiri frið en áður og nú ræð ég ferðinni sjálf. Ég vinn við miðlun ákveðna daga og þá opna ég mig; þá tengi ég mig með því að fara með bæn og svo finnst mér gott að fara í hugleiðslu. Ég lít á mig sem milli­ stykki á milli heima.“ Allt fyrirfram ákveðið Gyða segir að í sínum huga sé dauðinn ekki endalok; hún segir að hann tengist nýjum möguleikum. „Ég hef séð mikla fegurð hinum megin í hugleiðslu og allir eru svo glaðir og sælir. Ömmur og afar ná aftur saman og fjölskyldan öll.“ Hún segir að látnir ættingjar taki á móti þeim sem deyja. Hún sat á sínum tíma yfir deyjandi ættingja og sá þegar látnir ættingjar komu til að sækja hann. „Þeir stóðu fyrir aft­ an höfðagaflinn og nálguðust hann smátt og smátt. Því nær sem þeir komu þeim mun meira dró af hon­ um. Þeir tóku hann í fangið og þá dró hann síðasta andardráttinn.“ Sumir deyja ungir. Aðrir deyja gamlir. „Ég held að það sé margþætt hvað ræður þessu. Ég held að fólk sé búið að ákveða það sjálft áður en það fæðist að það sé komið hingað á jörðina til að gegna ákveðnu hlut­ verki og svo er það kallað í eitthvað annað. Ég lít ekki á neitt sem vandamál heldur sem verkefni. Skóli lífsins er eitt það erfiðasta sem allir ganga í gegnum. Það er verið að kenna okk­ ur eitthvað nýtt í hverju lífi sem við lifum. Fólk endurfæðist og það fer alltaf hærra og hærra upp stigann.“ Hvað ætli sé efst í stiganum? „Ég held að þar sé yndislegt að vera. Þá er maður farinn að hjálpa þeim sem minna mega sín.“ Andleg næring Gyða er spurð hvort það hafi styrkt hana að vera næm og að hafa upplif­ að vanlíðan vegna næmninnar. „Já, það hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“ Hver er Gyða í dag? „Ég er jarðbundin í dag, víðsýn og ég tel mig vera reynslubolta í mörgu. Verkefnin í mínu lífi hafa verið mörg og krefjandi. Þau hafa gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég tel mig vera heilsteyptari en áður. Ég sé alltaf það góða í öllum þangað til annað kemur í ljós.“ Hún segir að miðlastarfið næri hana. „Það gefur mér svo mikið að hjálpa öðrum. Ég er að þessu fyr­ ir börnin,“ segir hún en bætir við að hún taki líka á móti fullorðnum í miðlun, heilun og árulestur og til hennar leitar til dæmis fólk sem vill vita meira um framtíðina og er á krossgötum. „Þetta er andleg næring og ég er að þessu af hugsjón. Miðlastarfið hefur þroskað mig og sýnt mér að það er ekki ókostur að vera næmur heldur kostur. Þetta er hæfileiki sem ég er ánægð með að hafa fengið í vöggugjöf.“ Þetta segir konan sem óttaðist í æsku það sem hún sá, heyrði og skynjaði umfram aðra. Englastytta. Logandi kerti. Kók­ flaska. Súkkulaðibitar í skál. Svart­ klædd kona með svart hár. Eins og uppstilling. Kyrrmynd. n Svava Jónsdóttir „Hann nennti ekki að leika við þenn- an ósýnilega vin því hon- um fannst hann vera svo leiðinlegur. Fegurð handanheimsins „Ég hef séð mikla fegurð hinum megin í hugleiðslu og allir eru svo glaðir og sælir. Ömmur og afar ná aftur saman og fjölskyldan öll.“ Gyða segir að látnir ættingjar taki á móti þeim sem deyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.