Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 29
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Fólk Viðtal 29 Evrópu sem býr ekki við það öryggi að hafa stöðugan gjaldmiðil. Nú þegar er gengisfellingar­ kórinn byrjaður, útvegsmenn tala um að gengið sé of sterkt. Við erum búin að tapa helmingi kaupmátt­ ar frá árinu 2008. Ég þekki ekki nokkurn mann sem getur endur­ nýjað ísskápinn án þess að virki­ lega leggja fyrir og hugsa sinn gang. Fólk er bara í sjokki ef eitthvert heimilistækjanna bilar. Við verðum að fara að átta okkur á því að þetta hættir aldrei, nema valdið til að fella gengið sé tekið af íslenskum stjórnvöldum. Allar aðrar þjóðir eru búnar að átta sig á því að verðmæti verða ekki til með gengis fellingum. Þau tapast með gengisfellingum.“ Í breyttu hlutverki Árni Páll er nú í breyttu hlutverki á þingi. Hann hóf feril sinn sem stjórn­ arþingmaður í tæp tvö ár, fór svo í ráðherraembætti á stormasömum tíma, var skákað til og varð á end­ anum óbreyttur þingmaður. Nú er hann stjórnarandstöðuþingmað­ ur og flokksformaður og segir það hollt og skemmtilegt. Engum sé gott að venjast valdinu. „Ég verð að viðurkenna að ég hef svolítið gaman af þessu. Ég hef aldrei áður verið stjórnarandstöðuþing­ maður. Það er önnur nálgun að vera flokksformaður í stjórnarandstöðu. Þá er mikilvægast að tala fyrir okkar áherslum, frekar en að eyða orkunni í að gagnrýna sitjandi stjórn. Það er alveg örugglega hollt fyrir flokka að vera ekki háðir valdinu. Samfylkingin var stofnuð á sínum tíma til höfuðs fjórflokknum. Það er mikilvægt að hún verði ekki valda­ flokkur og skynji sig ekki sem slík­ an. Við höfum gott af að rækta samband okkar við þjóðina og svara ákallinu um önnur vinnu­ brögð. Ég er bjargfastlega þeirrar skoðunar að það hafi orðið algjör viðhorfsbreyting hjá þjóðinni hvað þetta varðar og mér finnst þessi magalending stjórnarmeirihlutans síðustu vikur sýna að fólk er ekki til­ búið til að þola þessi gömlu vinnu­ brögð lengur. Það hefur bara engan áhuga á þessu. Samfylkingin hefur sterkan grunn að þessu leyti. Við vorum fyrstir flokka til að þróa mjög ítarlega stefnu um lýð­ ræðismál og aðkomu fólks að ákvörðunum. Við mótuðum Evrópustefnu okkar með því að leggja hana í dóm allra flokks­ manna í beinni atkvæðagreiðslu. Við kjósum formann flokksins beinni kosningu meðal allra félaga, einn íslenskra stjórnmálaflokka. Annað gott dæmi er líka þegar Samfylkingin í Hafnarfirði lagði umdeilda stækkun álversins í Straumsvík í dóm íbúa árið 2007. Það hefði nú aldeilis verið hægt að búa til kenningar um ómöguleika þá og freista þess að svíkja loforð. En þetta var besta leiðin og leiðin sem við höfðum lof­ að og við stóðum við það loforð og okkar bæjarfulltrúar fylgdu niður­ stöðu meirihluta bæjarbúa eftir.“ Auðmýkt gagnvart vilja fólks En hefur Samfylkingin ekki sjálf lok­ að sig af á erfiðum tímum? Árni Páll tekur undir það og segir flokkinn og einstaka stjórnmálamenn bera gæfu til að horfa til baka á gagnrýn­ inn máta. „Það má auðvitað gagnrýna einstakar ákvarðanir og verklag í þessu neyðarástandi eftir hrun, en það er sterkur vilji í Samfylk­ ingunni til þess að ástunda vinnu­ brögð félagslegs lýðræðis. Ég lagði mikla áherslu á þetta í mínu for­ mannskjöri. Ég er sífellt uppteknari af ís­ lenskri þýðingu orðsins sósíal­ demókrati, sem er félagslegt lýðræði. Það þýðir um leið að jafn­ aðarstefnan er ekki forskriftar­ stefna. Við teljum okkur ekki vita betur en fólk sjálft hvernig best er að lifa lífinu. Við sýnum auðmýkt gagnvart vilja fólks og við viljum leiða alla saman að farsælli niður­ stöðu. Formaður í jafnaðarmanna­ flokki ræður aldrei alltaf, ef vel á að vera, öfugt við formann í hefð­ bundnum stjórnmálaflokki. Hugmyndin á bak við félags­ lega lýðræðið er að fleiri ráði en ekki færri. Ég fékk skýrt umboð frá flokknum til að byggja á þessum hugmyndagrunni.“ Ólíkir hagsmunir Árni Páll segir félagslegt lýðræði einu lausnina hvað varðar um­ ræðu um Evrópumál á Íslandi. „Eitt sem er ótrúlega sérkennilegt með umræðuna um Evrópusambandið á Íslandi er sú undarlega goðsögn að það sé til eitthvað sem heitir hags­ munir þjóðarinnar. Í okkar þjóðfé­ lagi togast ólíkir hagsmunir á. Það er búið að hámarka ávinning sumra hópa af alþjóðavæðingu en á sama tíma er ljóst að aðrir hópar hafa ekki fengið neinn ávinning af henni. Það má til dæmis segja um almennt launafólk og lágtekjufólk. Það situr uppi með það að það er berskjald­ að fyrir neikvæðari hliðum alþjóða­ væðingar sem eru opnir fjármála­ markaðir og veikburða gjaldmiðill. Í Evrópumálum þurfum við að beita aðferðafræði hins félagslega lýðræðis og leiða alla saman til að ná bestu mögulegu niðurstöðunni. Við þurfum að hámarka hag allra, en forðast að láta suma kúga aðra.“ Finnur til hlýju á æskuslóðum Árni Páll eyddi fyrstu árum ævi sinnar í Eyjahreppi á Snæfellsnesi og náttúran stendur honum nærri. Faðir hans, Árni Pálsson, var prestur í hreppnum og móðir hans, Rósa Björk Þorbjarnardóttir, var kennari. Hann er yngstur fjögurra systkina. „Ég sé sveitina mína í rósrauðum bjarma og finnst hvergi fegurra en á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum. Fjallasýnin er einstök og náttúran fjölbreytt. Þegar ég keyri vestur yfir Haffjarðarána þá finnst mér alltaf eins og mér hitni í hjarta­ stað. Það er skrýtið að eiga sér stað sem manni þykir svo vænt um og skynjar sem heima, þótt maður hafi flutt þaðan barn að aldri.“ Sex ára flutti Árni í Kópavoginn með fjölskyldunni þegar faðir hans tók við prestsembætti þar. Hann segir að áhuginn á pólitík hafi kviknað á unga aldri. Hann gaf út blað með bekkjarfélögum sínum sem fjallaði um þjóðmál í víðum skilningi. „Ég var líklega mjög alvörugefið barn. Ég var strax áhugasamur um pólitík. Við byrjuðum bekkjarfé­ lagarnir í 10 ára bekk í Kársnesskóla í Kópavogi að gefa út stórpólitískt blað, sem hét Hamarinn. Það sner­ ist alfarið um stjórnmál, jafnt inn­ anlandsmál og alþjóðamál. Um­ fjöllunarefnin voru áhyggjur af her í landinu og ég skrifaði greinar um kúgun hvíta minnihlutans á hin­ um svarta meirihluta í Ródesíu, eða Simbabve, eins og það heitir nú. Ég man eftir herhvöt til stríð­ andi fylkinga svartra í Ródesíu um að sameinast, sem þær skelltu nú því miður skollaeyrum við. Kannski útbreiðsla Hamarsins hafi bara ekki verið nægjanlega mikil í suður­ hluta Afríku. Ég man líka eftir efa­ semdum um virkjanir og mengun, vegna járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga sem var í byggingu á þessum tíma. Það komu bara tvö blöð út af Hamrinum, með árs millibili. Það er kannski ekki að furða að meðgöngutíminn hafi ver­ ið langur þegar umfjöllunarefnin voru svona alvarleg og þungmelt,“ segir Árni Páll og hlær. Frjálslyndur andi Á heimili Árna Páls ríkti frjálslyndur andi. Foreldrar hans hvöttu hann til að ræða allar hliðar málefna. „Pólitík var rædd en alltaf Kynntist bestu konunni Nýtur sín í afahlutverkinu „Börn eru blessun en ég horfi ekki til þeirra með öfund sem eru nú í foreldrahlutverkinu á mínum aldri,“ segir Árni Páll sem nýtur þess fremur að vera í afahlut- verkinu. MyNd Sigtryggur Ari „Ég óttast mest að hafa ekki litla hönd að leiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.