Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25 Ég fann að dauðinn var þarna, og það var raunveruleg hugsun hjá mér, þú gætir bara dáið hér Hann er stjórnarskrárbundinn réttur til að beita ofbeldi Róbert Marshall sagði frá vélsleðaslysi sem hann lenti í. – Kastljós Pétur H. Blöndal gagnrýndi verkfall starfsmanna Herjólfs. – DV.is Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Spurningin Hvaða skoðun hef- ur þú á kennara- verkfallinu? S æmundaredda leikur skemmtilegt aukahlutverk í Ragnheiði, sannsögulegri óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem geng- ur enn fyrir fullu húsi á fjölum Ís- lensku óperunnar í Hörpu. Konungur fær dýra gjöf „Dýrust bók á Norðurlöndum,“ syngur Brynjólfur biskup um Sæ- mundareddu, og bætir við: „Hana skal Þórður Þorláks færa kóngi að gjöf. Þá velvild fær og vonarbréf fyrir biskupsembætti.“ Eftir að Brynjólfur biskup hef- ur þröngvað Ragnheiði dóttur sinni til að játa á sig „frillulífi og stór- an saurlifnaðarglæp“, eygir biskup aðra þörf fyrir Sæmundareddu. Hann syngur: „Hvar er hún? Hvert fór hún? Kæra bókin mín! Sæmundar-Eddan sjálf! Konungi ég skrudduna sendi, þá skal hann orðstír hennar upp- rétta með ærubréfi. Þá mannorðið er endurheimt sem óskaddað væri.“ Áður en Brynjólfi tekst að senda frá sér bókina í þessum tilgangi, kemst séra Sigurður Torfason í hana og syngur: „Hér er hún! Sæmundar Eddan; dýrust bók á Norðurlöndum. Hún skal frekar gagnast mér en grotna hér. Til Kaupinhafnar nú fer ég, með konungsgjöf – þá uppreisn fæ ég, æru mína, embætti – og allt sem ég vil.“ Séra Sigurði hafði orðið það á að barna vinnukonu á staðnum. Vinnukonan Ingibjörg segir biskupi, að séra Sigurður hafi orðið fyrri til, og syngur: „Konungur fær dýra gjöf, en Sigurður embætti og æru endurheimta.“ Þá syngur Brynjólfur biskup æfur: „Varð hann þjófur fyrir ástar- þvætting þennan?!“ Sagan á bak við söguna Gripdeildirnar, sem lýst er í óper- unni, eiga sér stoð í raunveruleik- anum, þótt höfundur söngbókar- innar áskilji sér leyfi til að hagræða atburðum. Vitað er, að Brynjólfur Sveinsson biskup gaf Friðriki þriðja Danakonungi Sæmundareddu 1662 til eignar, um það leyti sem atburðir óperunnar áttu sér stað. Þess vegna heitir Sæmundaredda einnig Konungsbók. Danir skiluðu bókinni aftur til Íslands ásamt Fla- teyjarbók 1971. Brynjólfur beitti sér fyrir því, að eigendur fornra hand- rita gæfu þau kónginum eða seldu við lágu verði. Þannig komust mörg íslenzk handrit í hendur Dana. Einnig er vitað um dýrmæt handrit sem hurfu. Skarðsbók hvarf úr kirkjunni á Skarði á Skarðs- strönd um 1820 og kom síðar fram á Englandi og var þar í einkaeigu. Íslenzku bankarnir keyptu hand- ritið á uppboði 1965 og gáfu það íslenzku þjóðinni, fyrsta handritið sem var afhent Stofnun Árna Magn- ússonar á Íslandi til varðveizlu. Stjórnarskrárvernd gegn gripdeildum Það er m.a. í ljósi þessarar sögu, að nýja stjórnarskráin, sem 2/3 hlut- ar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og Alþingi rembist nú við að koma fyrir kattarnef, geymir svofellt ákvæði um vernd menningarverðmæta: „Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja.“ Þetta ákvæði er hliðstætt ákvæð- inu um auðlindir í þjóðareigu: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameigin- leg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ Íslendingar þurfa trygga vernd í nýrri stjórnarskrá gegn ásælni þeirra, sem telja sig þess umkomna að selja eigur annarra. Þess vegna m.a. er brýnt, að Alþingi hald- ist ekki uppi að ganga gegn vilja þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu. Margt fleira hangir á spýtunni, t.d. jafnt vægi atkvæða, upplýsinga- frelsi, beint lýðræði, umhverfis- vernd, og varnir gegn spillingu. n Handritin, kvótinn og Ragnheiður „ Íslendingar þurfa trygga vernd í nýrri stjórnarskrá gegn ásælni þeirra, sem telja sig þess umkomna að selja eigur annarra. Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Sæmundaredda Úr óperunni Ragnheiði, í Hörpu. U m daginn fékk ég eina af þessum yndislegu hug- myndum. Hún er í senn mannbætandi, viturleg og gefandi, auk þess sem í henni má finna tóna jafnréttis og bræðra- lags. En hugmynd þessi er reist á réttlæti, gegnsæi og því sem við lýsum sem heiðarlegum viðskipta- háttum. Að vísu hef ég áður sett fram svipaðar hugmyndir og ég neyðist til að kenna tregðu sam- borgara minna um það að þær hafa ekki komist í framkvæmd. En orð eru til alls fyrst, þ.e.a.s. eftir að orðin hafa verið hugsuð. Vörumerkingar, upprunamerk- ing, innihaldslýsing og annað af svipuðum toga er daglegt brauð í hinu svokallaða dægurþrasi. En ein tegund merkingar virðist ekki enn hafa komist upp á yfirborðið. Reyndar hef ég fengið að hnjóta um svipaðar hugmyndir, þótt engin gangi svo langt sem mín nýjasta hugmynd gerir. En ein- hverju sinni ræddi ég það við fólk hvort ekki bæri að taka það fram í innihaldslýsingu tiltekins morg- unkorns, hversu stór hluti af verði þess væri fólginn í umbúðun- um. En vara þessi var þannig, að í harðri og ítarlega myndskreyttri pappaöskju var að finna þykkan plastpoka og í þeim poka voru síð- an að nokkur lófafylli af morgun- korni. Ég komst að því – með því að leggja saman tvo og tvo – að líklega væri pappaaskjan dýrari en innihaldið. En á meðan morg- unkornið nær (samkvæmt inni- haldslýsingunni) vart að verða að hressilegum útblæstri, þá mun taka nokkur misseri að gera papp- ann að mold og plastpokinn mun lifa lengur en elstu menn. Það ætti að vera raunhæf krafa neytenda, að fá að vita hversu dýr- ar umbúðirnar eru. Ef við þurfum að borga 20 kall fyrir innkaupa- pokann, hversu margar krónur fara þá í allar hinar umbúðirnar? Umbúðirnar sem slíkar segja þó ekki nema brot af sögunni. (Og nú kemur loksins að hugmyndinni sem ég nefndi hér í upphafi). Það er nefnilega annar böggul sem skammrifinu fylgir: Hversu hátt hlutfall vöruverðs greiðum við í auglýsingar? Já, ég geri það sem sagt að til- lögu minni, að neytendur geri þá kröfu, að hlutfall auglýsingakostn- aðar af endanlegu verði hverr- ar vöru, verði skráð á umbúðirn- ar. Og það sem meira er: Þetta er raunhæf krafa. Og ég hlusta ekki á þá sem segja að þetta sé ekki hægt. Ef við fáum að vita hvað varan kostar í raun og veru, þá getum við vegið og metið hvort hún er virki- lega þess virði sem hún er sögð vera. n Hugsunin er ljúfust list og léttir allar smíðar en orðin til þess eru fyrst sem á að gera síðar. Auglýst innihald Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Flott hjá þeim“ Guðmundur Tómas 26 ára ekki í starfi „Það á fullan rétt á sér“ Guðný María Jónsdóttir 47 ára framhaldsskólakennari og leikstjóri „Ágætt hjá þeim“ Andrés Andries Bosma 47 ára starfsmaður Samskipa „Mér finnst það ótrúlega leiðinlegt fyrir þá sem eru í framhaldsskólum. Þeir gætu misst af prófunum sínum. Framtíð þeirra er í húfi“ Ólafur Hersisson 47 ára arkitekt „Það er ekki gott, ég býst við að þetta verði langt verkfall“ Stefanía Erlingsdóttir 60 ára deildarstjóri í Máli og menningu Könnun Ertu sátt(ur) við hvernig Sigmundur Davíð efnir kosn- ingaloforð í hús- næðismálum? 89% 0,8% 0,3% 9,9% n Óákveðin(n) n Hvorki né n Já n Nei 634 ATKVÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.