Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir Helgarblað 4.–7. apríl 2014 loftslagsbreytinga n Ísland ekki undanskilið n Súrnun sjávar mun hafa miklar afleiðingar M ikil ógn stafar af loftslags- breytingum og hlýnun jarðar. Þar er Ísland ekki undanskilið og geta lofts- lagsbreytingarnar til dæm- is haft áhrif á fiskimið við Ísland og útlit er fyrir talsverða súrnun í sjónum um- hverfis landið. Loftslagsbreytingarnar hafa þegar valdið bráðnun jökla á Ís- landi og mun sú þróun halda áfram og gætu afleiðingarnar stofnað byggðum við strendur Íslands í hættu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlega birtri skýrslu loftslagsnefndar Sam- einuðu þjóðanna. Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, lét þau ummæli falla daginn eftir birtingu skýrslunnar að í lofts- lagsbreytingunum fælust tækifæri fyr- ir Ísland til aukinna umsvifa í mat- vælaframleiðslu. Staðan er hins vegar sú að breytingarnar gætu haft nei- kvæð áhrif á fiskveiðar við Ísland en þær eru grunnstoðir íslenskrar mat- vælaframleiðslu og atvinnulífsins í heild í dag. Skylda til að framleiða meiri orku Ummæli Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar um að tækifæri fyrir Ís- lendinga liggi í loftslagsbreytingum hafi vakið athygli langt út fyrir land- steinana og hafa margir brugðist illa við. „Augljóslega er þetta á heildina litið neikvætt en í því felast þó tæki- færi til að bregðast við þróuninni og bregðast sem best við henni og það eru ekki hvað síst tækifæri sem Ísland hefur,“ sagði Sigmundur Davíð í við- tali í kvöldfréttum RÚV á þriðjudag. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáan- lega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælafram- leiðslu vegna þess að eftirspurnin er að aukast. Þannig að í þessu liggja tví- mælalaust mikil tækifæri fyrir Ísland. Við erum að kortleggja þetta.“ Sigmundur Davíð sagði það einnig skyldu Íslands að framleiða enn meira af orku. „Það er alveg rétt að við ger- um það en á margan hátt er Ísland auðvitað til fyrirmyndar líka í um- hverfismálum,“ sagði hann á RÚV. Í þinginu á miðvikudag bætti Sigmund- ur í og sagði skylduna líka ná til mat- vælaframleiðslu hér á landi. „En ekki bara tækifæri heldur skyldur líka. Við hefðum skyldum að gegna gagnvart heiminum þegar ljóst er að eftirspurn eftir matvælum mun fara mjög vax- andi og aðstæður til að framleiða mat- væli sunnar á hnettinum verða mun erfiðari en verið hefur mjög víða.“ Færa sig fjær ströndinni Ein af þeim afleiðingum sem fjallað er um í skýrslu loftslagsnefndarinn- ar er aukin flóðahætta vegna bráðn- unar jökla. Margoft áður hefur ver- ið bent á að hröð bráðnun jökla muni leiða til hækkunar sjávarmáls. Í skýrslunni nú er bent á að norð- ur- og suðurhluti Evrópu muni finna hvað mest fyrir þessum breytingum sem meðal annars feli í sér aukna tíðni flóða. Reiknað er með því að fólksflutningar verði vegna þessa og hækkandi sjávarmáls. Afleiðingarnar verða verstar fyrir borgarsamfélög, samkvæmt skýrslunni, vegna upp- byggingar þeirra og fjölda íbúa á litl- um svæðum. Sigurður Reynir Gíslason jarð- fræðingur lýsti mögulegum áhrif- um hækkandi sjávarmáls í viðtali við DV í janúar á síðasta ári, nokkru áður en skýrsla loftslagsráðsins kom út. Þá sagði hann að afleiðingarnar væru mögulega vægari á Íslandi en víðast annars staðar í heiminum en að þrátt fyrir það yrðu þær stórkost- legar. „Ef við horfum lengra þá breyt- ist landslagið hjá okkar meðan yfir- borð _sjávar hækkar með bráðnun jökla. Það verður til dæmis allt á kafi þar sem Hagkaup á Eiðistorgi er í dag. Seltjarnarnes verður eins og lítil eyja út frá Reykjavík. Sjórinn flæðir líka inn Lækjargötuna og tengist tjörninni og aftur á haf út,“ sagði hann beðinn um að útskýra hverjar afleiðingarnar gætu orðið í Reykjavík. Vandinn meiri sunnar Þrátt fyrir að hættur steðji að Íslandi vegna loftslagsbreytinganna telja skýrsluhöfundar loftslagsráðsins meiri hættu steðja að löndum sunn- ar í Evrópu og öðrum heimsálfum. Reiknað er með að versnandi veðurfar og hækkandi hiti hafi ekki bara slæm áhrif á lífsskilyrði og ræktarland held- ur einnig víðtæk efnahagsleg áhrif. Þannig muni ferðamannaiðnaðurinn hrynja, kostnaður við að berjast við afleiðingar hlýnunar verða mikill og aðgangur að vatni muni skerðast. Þá er talið víst að loftslagsbreytingarnar muni leiða til átaka, ógna þjóðarör- yggi og hafa í för með sér mikla fólks- flutninga. Telja skýrsluhöfundar þetta geta sökkt fátækustu svæðum heims dýpra niður í fátækt. Áhrifanna gætir nú þegar Niðurstöður skýrslunnar eru mjög afdráttarlausar um að áhrifa lofts- lagsbreytinga gæti nú þegar. Meðal breytinga sem þegar hafa átt sér stað vegna þess eru bráðnun jökla sem hefur haft áhrif á vatnsgæði og magn, staðfest er að margar sjávarlífverur hafi fært sig um set og árstíðabundinn flutningur og hegðun þeirra breyst auk þess sem nýleg dæmi um hita- bylgjur, þurrka, flóð og skógarelda eru rakin til loftslagsbreytinga. „Enginn á þessari jörð verður ósnertur af áhrifum loftslags- breytinga,“ sagði Rajendra Pachauri, yfirmaður IPCC, milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, um lofts- lagsbreytingar, þegar hann kynnti skýrsluna. Hún er sú fimmta sem nefndin gefur út um breytingarn- ar og er byggð á meira en tólf þús- und ritrýndum vísindarannsóknum. Skýrslan tekur saman skammtíma- áhrifin á lífkerfi jarðarinnar á næstu 20 til 30 árum og er horft bæði til nei- kvæðra og mögulegra jákvæðra áhrifa loftslagsbreytinga. Skýrslan, sem er sú viðamesta sem unnin hefur ver- ið á afleiðingunum, var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum eftir vikulanga fundi í Yokohama. n Hættan vegna Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Horfir til tækifæra Sigmundur Davíð hefur sagt tækifæri fyrir Íslendinga felast í lofts- lagsbreytingunum. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd en Ísland er alls ekki undanskilið þeirri ógn sem steðjar að jarðarbúum vegna breytinganna. Þurrkar Skýrsluhöfundar telja áhrifa loftslagsbreytinga þegar gæta og segja þær meðal annars ástæðu þurrka síðustu ára. Gert er ráð fyrir að ræktunarskilyrði muni víða bresta á næstu áratugum. Víðtæk áhrif Rajendra Pachauri, yfirmaður IPCC, segir að enginn á þessari jörð verði ósnertur af áhrifum loftslagsbreytinganna. „Enginn á þessari jörð verður ósnertur af áhrifum loftslagsbreytinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.