Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 4.–7. apríl 20144 Fréttir Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Sorg á Egils- stöðum eftir sviplegt fráfall Samfélagið á Egilsstöðum hef­ ur verið lamað af sorg í vikunni eftir sviplegt fráfall ungs manns á laugardaginn um liðna helgi. Maðurinn var tæplega tvítug­ ur að aldri, fæddur árið 1995. Þetta herma heimildir DV sem byggja á samtölum við íbúa í bænum. Minningarstund var haldin í Egilsstaðakirkju á mánudags­ kvöldið vegna fráfalls manns­ ins. „Það var minningarstund í kirkjunni á mánudaginn var. Þetta er bara harmleikur,“ segir einn af viðmælendum DV um málið. „Bæjarfélagið er bara á hliðinni,“ segir hann. Maðurinn verður jarðsettur í næstu viku, samkvæmt heimild­ um DV, að öllum líkindum næst­ komandi mánudag samkvæmt því sem blaðið kemst næst. Eldur, ölvun og eiturlyf Slökkvilið höfuðborgarsvæðis­ ins var kallað út vegna elds í bif­ reið á Fjarðarhrauni í Hafnar­ firði á fimmtudagsmorgun. Tilkynnt var um eldinn klukkan 7.35, en þegar slökkvilið kom á vettvang reyndist ekki vera mik­ ill eldur í bifreiðinni. Rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagsmorgun var öku­ maður stöðvaður á Nýbýla­ vegi vegna gruns um ölvun við akstur. Veitti lögregla því eft­ irtekt að hann ók gegn rauðu ljósi. Um klukkutíma síðar var ökumaður stöðvaður á Hring­ braut vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá hafði verið sviptur ökuréttind­ um og auk þess var bifreiðin sem hann ók ótryggð. Bjarni Benediktsson vill heimila fjórfaldar bónusgreiðslur í bönkum Þ að sem er í gildi í dag á vegum FME er bara alveg ágætt. Það sem FME hefur gefið út sem reglur,“ segir Friðbert Traustason, fram­ kvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, aðspurður hvað honum finnist um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála­ og efna­ hagsráðherra, þess efnis að fjármála­ fyrirtæki geti greitt starfsmönnum sínum allt að árslaun í bónusa. Um þessar mundir eru í gildi reglur á vegum Fjármálaeftirlitsins sem gefa fjármálafyrirtækjum heimild til að greiða starfsmönnum sínum 25 pró­ sent af árslaunum í kaupauka. Friðbert segir að hann telji æski­ legt að lengri tími líði þar til þessi hækkun á þessu 25 prósenta þaki eigi sér stað en sú regla er einungis um tveggja ára gömul að sögn Frið­ berts. „Þetta eru bara tveggja ára gamlar reglur. Það er kannski rétt að gefa þessu þaki einhver ár í aðlögun. Þessi 25 prósent regla hefur líka lítið verið notuð hingað til þannig að ég sé ekki alveg þörfina á þessari hækkun.“ Enginn rökstuðningur Viðskiptablaðið greindi frá frum­ varpinu á fimmtudaginn. Um er að ræða heildstætt frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki. Í 24. grein laga­ frumvarpsins segir orðrétt: „Fjár­ málafyrirtæki er heimilt, að uppfyllt­ um skilyrðum 9. og 10. mgr., að veita kaupauka til starfsmanns, að með­ töldum þeim hluta greiðslu sem er frestað samkvæmt reglum Fjármála­ eftirlitsins, þannig að kaupauki nemi ekki hærri fjárhæð en 100 prósent­ um af árslaunum viðkomandi starfs­ manns án kaupauka.“ Í frumvarpinu kemur fram að til að hægt sé að veita starfsmönnum fjármálafyrirtækja svo háa kaupauka þurfi til þess samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á hluthafafundi. 25 prósenta reglan um kaupauka­ greiðslur verður því áfram í gildi ef frumvarpið verður að lögum en eigendur fjármálafyrirtækjanna geta aukið hlutfall bónusgreiðslnanna ef vilji er fyrir því. Enginn sérstakur rökstuðningur er fyrir því í frumvarpi Bjarna Bene­ diktssonar af hverju hann telur að veita þurfi eigendum fjármálafyrir­ tækja heimild til að hækka bónusa starfsmanna. Í skýringum með frum­ varpinu segir einungis: „Í 8. og 9. mgr. er að finna heimild fyrir hlut­ hafafund fjármálafyrirtækis til þess að hækka kaupauka á hluthafafundi upp í 100% miðað við heildarárs­ laun starfsmanns. Skal slíkur fund­ ur fara eftir því sem í ákvæðinu segir og reglum Fjármálaeftirlitsins. Sér­ staklega skal bent á að starfsmönn­ um fjármálafyrirtækis sem jafnframt eru hluthafar eða stofnfjárhafar er óheimilt að taka þátt í slíkri atkvæða­ greiðslu, bæði beint og óbeint.“ Þá er í frumvarpinu einnig lagt til að helmingur kaupaukans skuli vera hlutabréf í fjármálafyrirtækinu sem um ræðir. Taldi „græðgi“ aðalástæðu hrunsins Þetta ákvæði í lagafrumvarpi Bjarna er þeim mun merkilegra þegar litið er til þess að hann hefur sagt það all­ oft á opinberum vettvangi að græðgi í einkageiranum, meðal annars í bönkum, hafi verið ein helsta orsök hrunsins að hans mati. Kaupauka­ kerfi í fjármálafyrirtækjum ýta undir áhættusækni starfsmanna þar sem þeir fá hlutdeild í hagnaðinum af fjárfestingunum sem þeir stunda ef þær skila hagnaði. Í viðtali við norska blaðið Aften­ posten á dögunum sagði Bjarni til dæmis að græðgin væri stóri söku­ dólgurinn í hruninu á Íslandi. „Það er græðginni í einkageiranum sem kenna má um,“ sagði Bjarni en nefndi einnig að eftirlit með fjár­ málafyrirtækjum hefði sannarlega verið slælegt. Miðað við skýringarnar í frum­ varpinu er óútskýrt af hverju Bjarni vill gera þessar breytingar á kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Ekki náðist í Svanhildi Hólm, að­ stoðarkonu Bjarna Benediktssonar, við vinnslu fréttarinnar. n Skilur ekki banka- bónuSa bjarna Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það er kannski rétt að gefa þessu þaki einhver ár í aðlögun. 511 misstu bæturnar Stunduðu „bótasvik“ og eru settir á viðurlög V innumálastofnun sparaði 565.523.621 krónu þegar 511 aðilar voru settir á viðurlög í atvinnuleysistryggingakerf­ inu árið 2013. Þetta kemur fram á vefnum Spyr.is. Þar segir að eftirlitsdeild Vinnu­ málastofnunar hafi hafið 736 mál á árinu 2013, þar sem farið var ofan í saumana á því hvort einstaklingar stunduðu bótasvik. Það er að taka við atvinnuleysisbótum frá íslenska rík­ inu, en hafa í raun ekki rétt til þess þar sem viðkomandi stunduðu aðra vinnu og öfluðu sér þannig atvinnuleysis­ bóta með sviksamlegum hætti. Raunar er hugtakið bótasvik ekki til samkvæmt íslenskum lögum þrátt fyrir notkun þess í daglegu tali. Samkvæmt lögum um atvinnuleys­ istryggingar eru þó talin upp atvik sem kunna að leiða til viðurlaga eða biðtíma eftir greiðslu atvinnuleysis­ trygginga. Árlega koma fjölmörg slík mál upp og af þeim sökum starfar sér­ stök eftirlitsdeild innan Vinnumála­ stofnunar að þessum málum. „Ákvæðið felur í sér að sá sem veit­ ir vísvitandi rangar upplýsingar sem leiða til þess að hann telst ranglega tryggður samkvæmt lögunum skal ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysis­ bóta fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði áður en hann sækir aftur um atvinnuleysisbætur. Þetta á einnig við um þá sem starfa á sama tíma og þeir þiggja at­ vinnuleysisbætur, án þess að tilkynna stofnuninni um vinnu sína. Hér er um að ræða atvik sem í flestum tilvikum teldust bótasvik í almennum skilningi þess hugtaks,“ segir í svari Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, við spurningum Spyr.is n Sparnaður Stofnunin segir sjálf að sparnað- ur hennar við að taka 511 einstaklinga af skrá vegna bótasvika hafi verið 565.523.621 króna. Fjórföldun bónusa Samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar geta bankastarfsmenn fengið árslaun sín í kaupaukagreiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.