Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 4.–7. apríl 201446 Menning Vegabréf Sigmundar Á stundum getur maður ekki sofnað sakir minnstu tilþrifa hugans; einhvers innra ónæð- is sem í lengdina skiptir engu máli en nagar núið eins og soltinn rakki beinið sitt. Í þetta sinn var ég stadd- ur í Nata, afrísku þorpi í efri miðjunni á Botsvana, sem illu heilli er þekkt af öllu sínu harmþrungna alnæmi. Raun- ar er hvergi í gervöllum heimi að finna hærri tíðni af þessum greypilega sjúkdómi; meira en þriðjungur allra íbúa lands- ins á aldrinum 15 til 50 ára er smitaður af HIV-veirunni. Það er á við alla utan Elliðaánna á Íslandi. Og þætti frétt í vestri. Og þarna vorum við komn- ir, tveir íslenskir sjónvarps- menn, eins og það mætti einhverju býtta í öllu þessu mengi; en staðráðnir engu að síður að gera nokkurt gagn. Og heimildamyndin skyldi fjalla um helstu vopn og verj- ur gegn þessum skæða ógn- valdi álfunnar. Við fórum víða, hvítir spyrlar í harla óvanalegum aðstæðum sem voru okkur meira og minna ofviða; alls- endis óviðbúnir því að al- næmi í álfunni heimtaði fleiri mannslíf en nokkur annar dauði, að fjórðungur lækna á svæðinu væri þegar látinn úr alnæmi, að vændi kvenna og karla væri oftast eina leiðin út úr fátæktinni, að almennt atvinnuleysi ræki smitað fólk á vergang, að staðbundn- ir hjúskaparsiðir eins og þeir að ekkjur eigi að giftast mági sínum auki útbreiðsluna, að margir trúarhópar í löndun- um í kring leggist ein dregið gegn allri kynfræðslu fyrir börn – og þess þá heldur að útbreitt ólæsið setti fræðslu og upplýsingu skorður. Eftir hitaþrunginn dag komum við að skýli sem var svefnstaður okkar vestrænu erindrekanna. Þarna gengum við þreyttir innum þröngar og lúnar dyr að þurfalitlum nátt- stað. Hann geymdi bedda tvo af tæpri breidd, en á gaflin- um gegnt hurðinni stóð lítið tyrðilsnáttborð sem í fyrst- unni virtist á að giska tómt. En svo var þó ekki þegar að var gáð. Þar lágu í ávalri röð, eins og þeim væri vandlega niður raðað, átta óhreyfðir smokk- ar í óumdeildum umbúðum sínum. Sem snöggvast litum við hvor á annan, tveir örþreytt- ir karlpungar – og ekki alls kostar ótruflaðir af þessari óvæntu sýn, eða kannski öllu frekar hugsuninni, pæl- ingunni; hvers vegna átta, af hverju ekki sjö eða níu – og ef til vill var enn stærri spurn- ing sú arna hver hefði ráðið þessari tölu, haft þetta for- ræði, tekið sér þetta vald; já, átta smokkar, nákvæmlega, ekkert minna eða meira – og hvaða reynsla lægi þar að baki. Ekki man ég til annars en við hvítu mennirnir hefðum sofnað nokkuð hraustlega þetta kvöld undir afrískum himni, en í minningunni er samt þetta grufl og krafs og fálm í huganum – og það lengi vel; átta, já af hverju átta … Átta smokka nóttin í Nata 5 bestu Hollywood- myndir hérlendis n Ísland í fjölbreyttum hlutverkum n Útkoman er upp og ofan R ussell Crowe heillaði lands- menn með lyftingum sín- um í Mjölni og með því að syngja með Patti Smith víðs vegar um bæinn á Menn- ingarnótt, en myndin Noah hefur við fyrstu sýn fengið vægast sagt dræm viðbrögð landsmanna. Það gerist stöðugt algengara að bandarískar stórmyndir séu teknar hérlendis og hefur Ísland verið í hlutverki hinna ýmsu landa, tímabila og pláneta. Útkoman er upp og ofan og margir stórleikarar hafa átt sínar mestu niðurlægingarstundir hérlendis, en hverjar eru bestu Hollywood-mynd- irnar sem teknar hafa verið upp hér á landi? n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com 3 Flags of Our Fathers Ár: 2006 Ísland er í hlutverki: Eyjunnar Iwo Jima í seinni heimsstyrjöld n Segja má að Clint Eastwood hafi hafið Íslandsæðið í Hollywood, enda einn helsti leikstjóri þar og talaði mjög vel um land og þjóð í kjölfarið. Rétt eins og þurfti að leita til hinnar niðurníddu en þó glæsilegu Pétursborgar til að fanga útlit Berlínar á lokadögum stríðsins í Der Untergang var ekki hægt að taka mynd sem gerist á eyju sem hafði verið sprengd sundur og saman annars staðar en á Íslandi. Clint segir söguna af Ira Hayes, indíána sem gerður er að þjóðhetju eftir að hafa átt þátt í að draga fánann að húni í frægri ljósmynd og drekkur sig í kjölfarið hel. Efniviðurinn er áhugaverður en líður fyrir að sífellt er hoppað fram og aftur í sögunni. Lag Johnny Cash um Hayes lýsti þessu betur og systurmyndin Letters From Iwo Jima sögð frá sjónarhól Japana er mun betri, en saman eru mynd- irnar tvær ágætis innlegg í stríðsmyndageirann. 1 Batman Begins Ár: 2005 Ísland er í hlutverki: Tíbet n Eftir að Joel Schumacher hafði tímabundið geng- ið af persónunni dauðri með geirvörtubúningi Ge- orge Clooney í Batman and Robin voru fáir sem bjuggust við miklu af nýrri Batman-mynd. Öllum að óvörum kom út úr krafsinu verk sem minnti meira á Serpico en Schumacher. Batman er eini heiðarlegi maðurinn í borg sem hefur orðið spill- ingu að bráð og keyrir skriðdreka sem virðist ætl- aður fyrir Íraksstríðið. Hin nýstárlega sýn leikstjór- ans Christophers Nolan breytti ofurhetjugeiranum með því að færa hann nær raunveruleikanum. Myndin hefur haft áhrif á allar ofurhetjumyndir síðan og er mögulega sú besta í sínum geira. Bæði Christian Bale og Liam Neeson komu til lands- ins við gerð myndarinnar, en það er einmitt á hinu hrjóstruga Íslandi, hér í gervi Tíbet, sem Bruce Wayne finnur sinn innri Batman. 2 Oblivion Ár: 2013 Ísland er í hlutverki: Plánetu jarðar eftir allsherjar kjarnorkustríð n Tom Cruise er í hópi fárra stjarna sem tókst ekki að heilla landann þar sem hann sat í sloti sínu með útsýni yfir Eyjafjörð og deildi við sauðfjárbændur. Rétt eins og Russell Crowe stóð hann í skilnaðarmáli meðan á dvölinni stóð, Ísland virðist vera staðurinn þar sem hjónabönd stórstjarna deyja. Myndin sem út úr þessu öllu kom er þó hin ágætasta. Eftir heimsendi lítur öll pláneta okkar út eins og Ísland. Þó er til lítil vin þar sem okkar maður getur farið og spilað körfubolta og hlustað á Led Zeppelin, og að sjálfsögðu eru þau atriði tekin upp annars staðar. Oblivion vísar ótt og títt í aðrar framtíðarmyndir, en tekst þó, ólíkt flestum slíkum, að koma á óvart. 4 Thor: The Dark World Ár: 2013 Ísland er í hlutverki: Heimilis Svartálfanna n Myndirnar um Þór eru ekki sóttar til Snorra-Eddu, né heldur til hinna af- bragðsgóðu dönsku teiknimyndaseríu um Goðheima. Þess í stað eru þær byggðar á ofurhetjusögum Marvel, sem aftur eru lauslega byggðar á norrænni goðafræði. Þór kom fyrst fram í eigin mynd árið 2011 og aftur ári síðar í fé- lagi við Hulk, Kaftein Ameríku og fleiri í The Avengers. Shakespeare-leikarinn Kenneth Branagh leikstýrði fyrri myndinni, en hér hefur sjónvarpsleikstjórinn Alan Taylor, sem gerði Sex and the City og Sopranos, tekið við. Ísland sómir sér vel sem Svartálfaheimurinn og myndin er í flesta staði afbragðs ævintýra- mynd, þó Tom Hiddleston sem Loki skyggi mjög á hinn þumbaralega Þór. 5 A View to a Kill Ár: 1985 Ísland er í hlutverki: Sovétríkjanna í Kalda stríðinu n A View to a Kill á sér sess í hjörtum landsmanna fyrir að vera fyrsta ein fyrsta stórmyndin tekin hérlendis í seinni tíð. Jafnframt skartar hún einu besta Bond laginu í flutningi Duran Duran (sem síðar myndu hafa áhrif á íslenska stjórnmálasögu) og er síðasta Bond-mynd Roger Moore. Moore sjálfur kom aldrei hingað til lands, enda þá orðinn 58 ára og sá „stöntmaður“ um að skíða yfir Jökulsárlón. Eins og títt er um síðustu myndir Bond-leikara er allt hér komið út í öfgar, Christopher Walken fer á kostum sem hinn teiknimyndalegi skúrkur og Grace Jones sem Bond- gella. Myndin er eigi að síður ágætis skemmtun og mun betri en síðasta Bond-mynd Pierce Brosnan, Die Another Day, sem einnig var tekin upp hérlendis (Ísland virðist vera koss dauðans fyrir Bond-leikara).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.