Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 4.–7. apríl 201452 Fólk Gefur út æviminningar Leikarinn John Cryer, sem flest- ir þekkja sem Alan Harper úr þáttunum Two and a Half Men, hyggst gefa út bók með æviminn- ingum sínum á næstunni. Bók- in mun fjalla um feril Cryers allt frá því hann var ungur leikari í Hollywood á níunda áratugn- um til dagsins í dag og mun hann meðal annars fjalla ítarlega um samskipti sín við Charlie Sheen, mótleikara sinn í Two and a Half Men, sem rekinn var úr þáttunum eins og frægt var á sínum tíma. Neitar að árita nektarmyndir af sér Kate Winslet þarf sífellt að neita aðdáendum um að árita myndina Þ að eru rétt tæp sautján ár liðin frá því að leikkonan Kate Winslet lék eftir- minnilega á móti Leonardo DiCaprio í Titanic, en hún var til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. En nektarat- riðið sem hún lék í fyrir myndina hefur dregið dilk á eftir sér fyrir leikkonuna. Leikkonan sagði í viðtali á dögunum að atriðið í myndinni, þar sem DiCaprio teiknar hana nakta, „ásæki hana enn.“ Teikningin af Winslet naktri hefur notið vinsælda meðal aðdáenda myndarinnar og segir Winslet aðdáendur sína gagn- tekna af myndinni. „Ég árita ekki þessa mynd. Mér finnst það mjög óþægilegt. Af hverju er fólk svona? Ég er sífellt beðin um að árita hana,“ segir Winslet og bætir við að hún hafi ekki búist við að myndin yrði svona lífseig. „Ég vildi ekki að þetta yrði gert að ljósmynd!“ sagði Winslet um teikn- inguna, sem bregður fyrir stuttlega í kvikmyndinni. „Ég bjóst ekki við að þurfa sífellt að sjá þessa mynd, heil- um sautján árum síðar.“ n Miley syrgir hvutta „Þetta er annar versti dagur lífs míns,“ tilkynnti söngkonan Miley Cyrus fylgjendum sínum á Twitt- er í vikunni en tilefnið var að husky-hundurinn hennar, Floyd, drapst. „Ég vil ekki segja það því ég vil ekki trúa að það sé satt, en Floyd minn er dáinn. Ég er niðurbrotin,“ skrifar hún í færsl- unni. Söngkonan bætir við að hún biðjist afsökunar fyrirfram ef hún verði ekki upp á sitt besta á tónleikum á næstunni en segist lofa að gera sitt besta. Ekki fylgir sögunni hvernig Floyd drapst. Trúlofaður Depp Hinn fimmtugi leikari Johnny Depp er ekki mikið að deila einkalífi sínu með fjölmiðlum en nýlega játaði hann að hann væri loks búinn að trúlofast kærustu sinni, leikkonunni Amber Heard. „Það að ég sé með kvenmanns- hring á fingrinum hlýtur að vera nokkuð augljóst merki,“ svaraði Depp þegar hann var spurður út í trúlofunina. „Hann var of stór fyrir hana þannig að ég byrjaði að ganga með hann,“ bætti hann við, en hringurinn er gylltur og skart- ar stórum demanti. Parið var á dögunum statt í Peking í Kína í tengslum við frumsýningu nýju- stu myndar Depp, vísindatryllis- ins Transcendence. Leiðin Langa TiL frægðar Fimm frægir sem áttu erfitt uppdráttar í upphafi ferilsins M argir þekktir einstaklingar hafa þurft að hafa mikið fyrir ferli sínum og hafa oft klúðrað hlutunum eða verið hafnað áður en þeir urðu frægir. Hér verður fjallað um nokkra einstaklinga sem misstigu sig á ferlinum áður en hlutirnir fóru að ganga upp. Steven Spielberg Steven Spielberg er einn þekktasti leikstjóri heims og er þekktur fyrir stórmyndir á borð við Schindler's List, E.T., Indiana Jones og margar aðrar. Hann er líka margverðlaun- aður og hefur til að mynda unnið til þrennra Óskarsverðlauna. En áður en hann öðlaðist frægð reyndi hann að komast í nám í leikstjórn. Hann sótti um nám í kvikmynda- og leiklistar- skóla í Kaliforníu þrisvar sinnum en var alltaf hafnað. Spielberg lauk ekki BA-námi sínu fyrr en árið 2002. Michael Jordan Þegar Michael Jordan var í miðskóla var hann rekinn úr körfuboltaliðinu en þráaðist við og hélt áfram að spila. Í dag er Jordan af mörgum talinn einn besti körfuknattleiksmaður allra tíma en hann átti glæstan feril hjá Chicago Bulls á tíunda áratugn- um. „Mér hefur mistekist margoft í lífinu. Það er ástæða velgengni minnar,“ segir Jordan um feril sinn. Walt Disney Það er nokkuð víst að nánast hvert mannsbarn þekki einhverjar persónur sem teiknimyndahöfundurinn Walt Disney skapaði. Áður en Disney setti á fót framleiðslufyrirtæki sitt vann hann fyrir sér sem blaðamaður á blaðinu Kansas City Star. Það gekk þó ekki bet- ur en svo að Disney var rekinn eftir stuttan feril fyrir „hugmyndaleysi og skort á ímyndunarafli.“ Disney reyndi síðar að selja MGM hugmyndina að Mikka mús en fékk þau svör að risa- stór mús á kvikmyndatjaldinu myndi aldrei ganga upp heldur myndi hún „hræða kvenfólkið.“ Marilyn Monroe Monroe er í dag þekkt fyrir far- sælan kvikmyndaferil sinn á sjötta og sjöunda áratugnum og var talin eitt helsta kyntákn þess tíma. Þegar Monroe var hins vegar að byrja að koma sér á framfæri fór hún í viðtal á módel skrifstofu þar sem henni var bent á að hún ætti heldur að sækjast eftir starfi sem ritari einhvers staðar. Oprah Winfrey Þáttastjórnandinn Oprah Winfrey var í upphafi ferils síns rekin úr starfi sem fréttaritari og sagt að hún væri „óhæf í sjónvarp.“ Seinna fékk hún starf sem fréttaþulur á sjónvarps- stöð í Flórída en var rekin stuttu síð- ar eftir að þáttur hennar kom illa út í áhorfskönnunum. Loks fann Winfrey sig í morgunsjónvarpi sem spjall- þáttastjórnandi, sem varð upphaf- ið að ferli hennar sem einn þekktasti þáttastjórnandi heims. Stephen King Áður en Stephen King hóf feril sinn sem rithöfundur vann hann sem kennari og skrifaði smásögur í frí- tíma sínum og seldi sem smá bú- bót. Síðar skrifaði King handritið af fyrstu bók sinni í fullri lengd, Carrie, en gafst upp á að reyna að fá hana gefna út eftir að hafa fengið neitun þrjátíu sinnum. Eiginkona King hvatti hann þó áfram og á endanum fékk hann hana útgefna. Í dag hafa bækur hans selst í yfir 300 milljón- um eintaka og hefur Carrie tvisvar sinnum verið kvikmynduð. n Stephen King Fékk þrjátíu neitanir áður en hann fékk loks jákvætt svar þegar hann gaf út sína fyrstu skáldsögu. Marilyn Monroe Var ráðlagt að fá sér starf sem ritari frekar en að eltast við feril sem módel. Michael Jordan Var rekinn úr skólaliðinu í körfubolta. Walt Disney Disney var rekinn sem blaðamaður fyrir hugmyndaleysi og skort á ímyndunarafli. Oprah Winfrey Fékk að heyra að hún væri óhæf í sjónvarp. Steven Spielberg Var þrisvar sinnum synjað um skólavist í kvikmyndaskóla í Kaliforníu. Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Aðdáendur Hér má sjá aðdáendur reyna að fá áritun á myndina frægu. Kate Winslet Leikkonan er sífellt beðin um að árita myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.