Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Menning 45
Nánast fullkomin kvikmyndagerð
GBH er besta mynd Wes Anderson til þessa
F
rá því hann kom fram fyrir
20 árum með stuttmyndinni
Bottle Rocket hefur Wes
Ander son verið í hópi áhuga-
verðari kvikmyndagerðarmanna. En
hér virðist hann loks hafa náð fullum
tökum á list sinni.
Þótt margir evrópskir leikstjórar
hafa haldið vestur um haf og gert
myndir sem fönguðu Bandaríkir (t.d.
Paris Texas eftir Wim Wenders), þá
hafa fáir bandarískir leikstjórar gert
góðar evrópskar myndir. Woody
Allen hefur kannski komist næst
því í póstkortamyndum sínum frá
Barcelona og London, en Anderson
ræðst ekki á garðinn sem hann er
lægstur. Hann sækir í verk sjálfs Stef-
ans Zweig, sem skrásetti Evrópu fyrir
fyrri heimsstyrjöld betur en flestir,
og tekur því ekki aðeins fyrir aðra
heimsálfu heldur veröld sem var.
Myndin lýsir þó ekki fyrst og
fremst horfnum heimi heldur hinu
magnaða hugarflugi leikstjórans.
Hún gerist í ímynduðu landi í Mið-
Evrópu sem líklega tilheyrði eitt
sinn Habsborgaraveldinu og undir-
býr sig undir stríð við nágranna sína.
Fyrst og fremst fylgjumst við þó með
hótel stjóra sem sefur hjá eldri kon-
um og reynir að innheimta arf eftir
eina þeirra.
Myndin sækir í sumar af fyndn-
ustu kvikmyndum allra tíma, svo
sem Einræðisherra Chaplins eða
The Producers eftir Mel Brooks,
en ber þó sterk höfundareinkenni.
Hver sena virðist útpæld og er veisla
fyrir augað, og hvert hlutverk virðist
mannað af besta hugsanlega leikara
til verksins. Of langt mál er að telja þá
alla upp, en Ralph Fiennes fer á kost-
um í aðalhlutverki sem maður sem
rifjar upp að hann var eitt sinn álit-
inn fagur. Og á meðan margir sam-
tímamenn byrja með góða hugmynd
sem rennur út í sandinn tekst And-
erson að halda dampi til leiksloka.
Helst af öllu hefði maður óskað að
myndin væri lengri.
GBH er besta mynd Wes Ander-
son til þessa. Og er þá talsvert mikið
sagt. n
Vill Pink og
Dollý á AFÉS
Plankið endurvakið á Ísafirði
„Ég til í að hlusta á Ramones á
sviðinu á Aldrei fór ég suður,“
segir Birna Jónasdóttir, rokk-
stjóri hátíðarinnar, aðspurð
hvaða band hún vildi helst af
öllum sjá á sviðinu ef hún mætti
velja hvað sem er og fjarlægðir,
frægð, fjármagn eða dauði væri
engin fyrirstaða. „Ég
væri líka til í að
sjá Pink. Eða
Dolly Parton!
Hvernig gat
ég gleymt
Dolly
Parton!?“
Birna til-
kynnti í gær þær
hljómsveitir sem fram koma á
10 ára afmælishátíð Aldrei fór ég
suður sem fram fer á Ísafirði um
páskana. Listinn var kynntur á
Ísafjarðarflugvelli í gær og eins
og sagt var frá á DV.is. Þá voru
einnig undirritaðir samningar
við stuðningsaðila hátíðarinn-
ar, og bak Péturs Magnússonar,
kynnis hátíðarinnar, sem endur-
vakti plankið af þessu tilefni,
notað sem borð.
Hátíðin ber undirtitilinn
„Rokkhátíð alþýðunnar“ þar
sem ókeypis er inn á tónleikana
auk þess sem öllum þeim sem
fram koma er
úthlutaður
sami tími á
sviðinu, 20
mínútur.
Enginn fær
greitt fyrir
að koma fram
á hátíðinni auk
þess sem starfsfólk hennar vinn-
ur í sjálfboðavinnu.
Kristján Freyr Halldórsson,
listrænn stjórnandi hátíðarinnar,
rifjaði einnig upp eftirminnileg
atriði frá 10 ára sögu hátíðarinn-
ar og nefndi til að
mynda þegar
liðsmað-
ur hljóm-
sveitarinnar
Agent Fresco
var borinn
á höndum
áhorfenda frá
sviðinu, aftast í salinn, þar sem
hann náði í pylsu með öllu, og til
baka upp á svið.
„Það hafa verið búnar til
alls konar reglur en þær eiga
það flestar sameiginlegt að við
könnumst ekkert við að hafa
búið þær til,“ segir Kristján og
vísar til dæmis til reglu um að
sama hljómsveitin megi einung-
is koma fram tvisvar en talið er
líklegt að hljómsveit Mugison og
Ragnars Kjartanssonar, Prumpi-
son, sem kom fram á hátíðinni
2006, hafi gefið þessari meintu
reglu byr undir báða vængi. „Það
hringja líka margir og fara að
rekja ættir hljómsveitarmeðlima
hingað vestur,“ segir Kristján en
engin regla hefur gilt um ættar-
tengsl hljómsveita eða uppruna.
B
yrjum á því að fá staðreynd-
irnar á hreint. Malta varð
sjálfstætt ríki árið 1964, en
hafði tilheyrt Bretaveldi síð-
an í Napóleonsstríðunum.
Árið 2004 gekk það í Evrópusam-
bandið og fjórum árum síðar tók
það upp evruna. Sumarið 2012 varð
Malta einnig vitni að stríðsátök-
um, þegar sprengjuflugvélar NATO
flugu daglega yfir til að gera árásir á
skotmörk í Líbíu.
Yfirsýn á landamærum
Finnska listakonan Liinu Grönlund
fór til eyjunnar til að verða vitni að
því sem fram fór og gerði um það
vídeóverkið „Brevity“, sem sýnt var
í hinu framsækna galleríi Huuto
í Helsinki. Liinu er fædd 1984 og
starfar í Helsinki í Finnlandi. Hún
vinnur helst með vídeóverk og kvik-
myndir. Miðja verka hennar felst í
veruleika á jaðrinum, svæðum sem
eru að hverfa eða fjarlægjast önnur.
Verkið sýnir hvernig átök hafa
áhrif á fólk á útjaðri átakasvæða,
hvernig það sér vígtólin halda sína
leið og síðan skolar braki og flótta-
mönnum á land til vitnis um það
sem gerst hefur hinum megin. En
hvers vegna hefur listakona frá
Finnlandi svona mikinn áhuga
á átakasvæðum á hinum enda
Evrópu?
„Ég toga mig út úr mínum eigin
heim og reyni að setja mig í aðstæð-
ur þar sem ég get séð skýrar. Þegar
maður stendur á landamærum er
auðveldara að fá yfirsýn. Þetta eru
líka svæðin þar sem stjórnmálin
raungerast, á hinum tómu svæðum
inn á milli. Landamæri eru mann-
gerð, þau hafa litla merkingu fyrir
önnur dýr, svo sem fuglunum sem
fljúga á milli Evrópu og Afríku.“
Innilokunarkennd
í lokaðri Evrópu
Og hvers vegna valdir þú Möltu?
„Ástæðan fyrir því að fara eitt-
hvert er alltaf sú sama, að reyna
að skilja. Stríðin og fuglana. Ég var
mjög sorgmædd yfir því sem var
að gerast í Norður-Afríku. Hin lok-
aða Evrópa gaf mér innilokunar-
kennd og ég ferðaðist að endimörk-
um hennar til að geta andað. Verkið
var mín eigin sýn á þessa daga, og
í andstæðu við fjölmiðlaumfjöllun-
ina.“
Margir heimar að hverfa
Liinu fjallar um heima sem eru að
hverfa. Svæði sem eru á einhvers
konar jaðri og í hættu á að hverfa.
„Endalok heima kalla mig til sín.
Margir heimar eru að hverfa með
auknum hraða, alls konar heim-
ar með sérstökum dýrategundum
og eiginleikum, lífsháttum og fólki.
Þegar þetta hverfur er það endanlega
horfið, en hvað verður svo eftir?“
Listin sem vitni
Nú er Liinu á leið til New York til að
vinna verk um náttúru Madagaskar.
Hún vill fjalla um fjöldaútrýmingu
dýrategunda.
„Ég er heilluð af störfum vísinda-
manna sem fjalla um hina mann-
gerðu fjöldaútrýmingu dýrategunda
sem á sér stað núna. Þetta fær vís-
indin til að verða eins og hugleiðsla,
og ég meina það á góðan hátt. Með
því að taka eitthvað upp á filmu er
hægt að varðveita tímann og þannig
hafa hann í hendi sér. Þetta gefur
mér von. Kannski getur listin borið
vitni um eitthvað, ekki um eitthvað
endanlegt heldur ákveðinn sjón-
arhól.“
Liinu hefur aldrei komið til Ís-
lands, en hefur velt því fyrir sér enda
dregst hún að einangruðum land-
svæðum. Það er aldrei að vita nema
Íslendingar eigi von á henni hingað
til lands.
„Ég hef aldrei komið þangað, en
ég hef velt því fyrir mér að sækja um
listamannabústað þar. Einangrun
sú sem hægt er að finna á eyjum er
alltaf heillandi.“ n
Vitnisburður um
hverfandi heim
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
„Margir heimar eru
að hverfa með
auknum hraða, alls kon-
ar heimar með sérstök-
um dýrategundum og
eiginleikum, lífsháttum
og fólki.
Finnska listakonan Liinu Grönlund tekst á við heiminn í list sinni
Liinu Grönlund Liinu er
fædd 1984 og starfar í Helsinki
í Finnlandi. Hún vinnur helst
með vídeóverk og kvikmyndir.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
Grand Budapest Hotel
Leikstjórn og handrit: Wes Anderson
Leikarar: Allir sem hægt er að hugsa sér. Byggt
á sögum Stefan Zweig.
Magnað verk Myndin sækir í sumar af
fyndnustu kvikmyndum allra tíma, svo sem
Einræðisherra Chaplin eða The Producers
eftir Mel Brooks.