Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 4.–7. apríl 20146 Brúðkaup EyeSlices augnpúðar Ferskari augu á 5 mínútum Púðana má nota í 10 skipti facebook.com/Eyeslices/IcelandUpplýsingar um sölustaði: R agnar Már Skúlason og Ester Ósk Hilmarsdóttir hafa verið saman í „7 ár af ást og gleði“ eins og þau orða það. Þau ætla að ganga í það heilaga í sumar og fer athöfnin fram í sveitakirkjunni Neskirkju í Aðaldal þar sem brúð­ urin er fædd og uppalin. „Það kom ekki annað til greina en að þetta yrði sveitabrúðkaup,“ segir Ester. Alvöru sveitapartí „Veislan verðu svo haldin í Ýdöl­ um. Það þarf varla að kynna þann veislustað fyrir neinum enda eru örugglega fáir sem hafa ekki kíkt þar á sveitaball á unglingsárunum. Við ætlum að sjá til þess að það verði ekkert minna fjör í kofanum 7. júní 2014 en það var á Sálinni '93,“ segir hún hlæjandi. „Veislan verður með hefðbundnu sniði, for­ drykkur, fjör, myndatökur, matur, eftirréttur, söngur, hlátursköst, dans og vitleysa fram á nótt.“ Fór á skeljarnar í San Diego Eins og áður sagði hafa þau ver­ ið saman í sjö ár en Ragnar fór á skeljarnar 4. september 2012 og bað um hönd sinnar heittelsk­ uðu. „Það var á uppáhaldsstaðn­ um okkar, Sunset Cliffs í San Diego í Kaliforníu, þar sem hann bað mig að giftast sér. Staðurinn er okk­ ar uppáhalds þar sem við fórum reglulega þangað, settumst á klett­ ana, borðuðum avókadósamlok­ ur og horfðum á sólarlagið þegar við bjuggum í San Diego fyrir nokkrum árum,“ segir hún. Margt sem þarf að huga að Þau viðurkenna að undirbún­ ingurinn fyrir brúðkaupið sé meiri en þau höfðu gert sér í hugar­ lund. „Það er svo ótrúlega margt sem þarf að hugsa út í. Ég held að hvorugt okkar hafi gert sér grein fyrir umstanginu sem fylgir einum degi, og við pælum oft í því hvort við séum klikkuð að eyða svona miklum tíma og peningum í eitt partí. En á móti kemur að þetta verður fallegur og skemmtilegur dagur með öllu því fólki sem okkur þykir vænt um og þeim degi viljum við alls ekki missa af,“ segir Ester. Erfiðast að gera gestalistann Þau bjóða 167 gestum í brúðkaup­ ið. „Okkur fannst erfiðast af öllu að gera gestalistann. Auðvitað langar mann að bjóða öllum en einhvers staðar verður að setja stopp og maður verður að vera búinn undir að heyra að einhver hafi orðið sár að fá ekki boðskort. En við höfum komist að því að það er ómögulegt að halda brúðkaup án þess að ein­ hver verði svolítið súr.“ Hressilegur kokteill Þau Ester og Ragnar eru búsett í Hong Kong og þema veislunnar tekur mið af því. Þau ákváðu að blanda saman nokkrum ólíkum þemum og eru spennt að sjá út­ komuna. „Við ákváðum að hafa þetta í rómantískum „rustic“ sveitastíl með dassi af karnival og kínversku ívafi þar sem við búum í Hong Kong. Það er kannski ekki neitt ákveðið þema heldur hressi­ legur kokteill af ólíkum stefnum. Við reynum samt að koma í veg fyrir allan glundroða í stíl með því að hafa allt einfalt, hvítt og elegant. Við sjáum svo til hvernig það á eftir að koma út. Kannski verður þetta hræðilegt, en við höfum ákveðið að það skipti þá bara engu máli svo lengi sem allir skemmti sér vel.“ Alls kyns kræsingar Boðið verður upp á alls kyns kræs­ ingar í veislunni, bæði heitan mat og kökur. „Snilldarkokkurinn Dan­ íel Ingi Jóhannsson sér um að allir verði saddir og sælir og svo verð­ ur eftirréttahlaðborð að hætti brúðarinnar (með hjálp frá góðum konum úr sveitinni) með alls kon­ ar skemmtilegu, sætu og góðu,“ segir Ester sem er mikil áhugakona um bakstur. Eftir brúðkaupið ætla hjónin í brúðkaupsferð. „Heldur betur! Þar sem við búum í Hong Kong er stutt að stökkva á rómantíska eyju með hvítri strönd, tærum sjó og kókos­ hnetum,“ segir Ester að lokum. n V ið erum að vísu búin að gifta okkur, gerðum það 21. maí 2013 þegar við vor­ um búin að vera saman í átta ár, en ætlum að vera með stórt brúðkaup og veislu í sum­ ar,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, en hún og eiginmaður hennar, Róbert Benedikt Róbertsson, ætla að halda brúðkaup og brúðkaupsveislu í sum­ ar. Þau giftu sig í Seljakirkju í fyrra­ sumar en þá voru bara viðstödd þau tvö og vottar. Nú ætla þau að gera þetta með stæl og bjóða 140 manns til veislu. „Þetta verður nokkuð stór veisla, þetta er fljótt að tínast til, Robbi á til dæmis átta systkini,“ segir hún hlæjandi. Bónorð í Washington „Ég fékk rosa rómantískt bónorð í Washington, kom alveg af fjöllum,“ segir Diljá aðspurð hvenær þau hafi ákveðið að láta pússa sig saman en þau hafa verið saman í níu ár. Brúðkaupið í ár verður haldið 12. júlí. „Séra Ólafur Jóhann Borgþórs­ son vinur okkar gefur okkur saman í Kópavogskirkju og veislan verður síðan í veislusal Þróttar í Laugar­ dalnum.“ Fórnuðu brúðkaupsferðinni fyrir hús Diljá segir að það þurfi að huga að ótrúlega mörgu við brúðkaupsundir­ búninginn. „Við vorum að vísu að kaupa okkur hús nýlega og duttum smá út úr brúðkaupsundirbúningi en erum að komast aftur í gang núna. Við fáum mikla hjálp frá fyrirtækinu stordagur.is og svo ég er heppin að þekkja góða fjölskyldu sem er mik­ ið í þessum bransa, og þau sjá um matinn og blómin fyrir mig auk þess sem mamma mín er með þetta allt á hreinu,“ segir hún. Þau ætla ekki að hafa neitt ákveðið þema í veislunni. Þau ætla að bjóða upp á heitan mat í veislunni og brúðartertu. Það er líka búið að ákveða föt brúðhjónanna. „Ég verð í hvítum kjól sem er kominn í hús og Robbi verður væntanlega í fallegum jakkafötum.“ Þau Diljá og Róbert ætla ekki í sérstaka brúðkaupsferð eftir brúð­ kaupið. „Við keyptum okkur hús og fórnuðum ferðinni í staðinn.“ n Slá upp alvöru sveitaballi Ester og Ragnar gifta sig í Aðaldal í sumar Fórnuðu brúðkaups- ferðinni fyrir hús Diljá og Róbert gifta sig í annað sinn S tóri dagurinn verður 27. desember,“ segir Regína Ásdís Sverrisdóttir en hún og unnusti henn­ ar, Baldvin Gunnarsson, munu ganga í það heilaga milli jóla og nýárs. Regina segir desembermánuð hafa orðið fyrir valinu af ýmsum ástæðum. „Þegar við vorum 16 og 17 ára höfðum við ákveðið að gifta okkur 21. febrúar 2015 en þá verðum við búin að vera saman í níu ár. Þessi dagsetning er nálægt því og flestir okkar ættingjar verða á svæðinu um jólin. Það er líka svo fallegt svona að vetri til og því ættum við að geta fengið fallegar brúðkaupsmyndir auk þess sem við erum að safna fyrir þessu og það ætti að vera komið um jólin. Dóttir okkar, Gyða Marín, á af­ mæli annan í jólum og við vildum ekki stela hennar degi. Þess vegna varð þessi dagur fyrir valinu.“ Regína og Baldvin eru aðeins 23 og 24 ára en hafa verið saman í átta ár. Hún segist hafa feng­ ið rómantískt bónorð. „Að mínu mati var það mjög rómantískt. Við vorum búin að vera trúlofuð síðan ég var 19 ára en ég var búin að segja honum að ef hann vildi brúðkaup yrði hann að biðja mín. Einn daginn kom hann mér á óvart og fór niður á hnén.“ Unga parið býr fyrir norðan en athöfnin verður haldin í Akur­ eyrarkirkju. „Þetta verður vegleg 80 manna veisla,“ segir Regína og bætir við að kjólinn verði pantað­ ur að utan. „Þetta verður fallegur prinsessukjóll. Dóttir okkar mun svo fá að taka þátt í athöfninni, ætli hún verði ekki blómastelpa.“ Regína verður sú fyrsta í vin­ kvennahópnum til að ganga í það heilaga. „Við erum nokkrar bún­ ar að eignast börn en ég verð sú fyrsta til að gifta mig,“ segir hún en bætir aðspurð við að hún hafi ekki gengið með brúðkaups­ daginn í maganum síðan hún var lítil. „Ég vil gifta mig. Bæði til að geta kallað manninn minn eig­ inmanninn minn og svo líka upp á fjárhagslegt öryggi ef eitthvað kemur fyrir. Annars vildi ég alltaf halda lítið og kósí brúðkaup. Það er miklu frekar maðurinn minn sem „vill“ stórt og veglegt. Þetta er pínu öfugsnúið,“ segir hún bros­ andi að lokum. n Gifta sig um jólin Regína og Baldvin eru að safna fyrir brúðkaupinu Diljá og Róbert Ætla gifta sig í Kópavogs- kirkju í júlí. Ester og Ragnar Þau hafa verið saman í sjö ár og ætla að gifta sig í júní. Fjölskyldan Unga parið á eina dóttur, Gyðu Marín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.