Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 4.–7. apríl 2014
27. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Syndaleið-
rétting?
Kitlar í bolinn
n „Mig kitlar í Bolinn minn af
spenningi,“ segir Henry Birgir
Gunnarsson, íþróttafréttmaður
og upphafsmaður boladagsins
svonefnda, í örsamtali við DV.
Boladagurinn hófst klukkan átta
á fimmtudagskvöld og stendur
yfir til klukkan tíu á föstudags-
kvöld. Markmiðið með deginum
er að ná athygli frægra einstak-
linga á samskiptavefnum Twitter
um heim allan. Sérstök dóm-
nefnd fer yfir frammistöðu þátt-
takanda og leggur mat á það
hver stendur sig best. Hægt er að
fylgjast með framvindu mála á
boladagur.is og með því að vakta
myllumerkið boladagur.
Jafningja-
þrýstingur
n „Þetta var alveg það sem vant-
aði,“ skrifar fjölmiðlamaður-
inn Egill Helgason á Facebook,
þegar hann deilir frétt af RÚV
um að fjármálafyrirtækjum verði
með nýjum lögum gert kleift
að greiða starfsfólki í bönkum
heil árslaun í bónus. Egill skrif-
ar, svo glittir í kaldhæðnina, að
Íslendingar hafi góða reynslu
af bónusum í fjármálafyrir-
tækjum. Hann skýtur á Bjarna
Benediktsson fjármálaráðherra.
„Mér dettur
helst í hug að
þarna hafi
Bjarni ver-
ið beittur
jafningja-
þrýstingi.“
Vill syndaaflausn
n Tryggvi Þór Herbertsson, fyrr-
verandi þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, leitar nú logandi ljósi
að syndaaflausn ef marka má
samskipti hans og listamannsins
Snorra Ásmundssonar á Face-
book. Snorri auglýsti aflátsbréf sín
til sölu á dögunum og var Tryggvi
Þór snöggur að bregðast við, en svo
virðist sem aflátsbréf hans hafi ekki
virkað sem skyldi: „Ég veit ekki
alveg hversu vel þessi bréf virka
Snorri. Mitt virðist
ekki einu sinni
kalla fram
fyrirgefn-
ingu hjá þér.“
Snorri mælti
með því að
hann keypti
sér annað og
sterkara af-
látsbréf.
Gæði fara aldrei úr tísku
Hitastýrð
blöndunartæki
Stílhrein og
vönduð
Þ
að eru allir himinlifandi og
hér er ekki búin að fara arða í
ruslið af diskunum,“ segir Dóra
Svavars dóttir kokkur sem mat-
reiddi leifar fyrir gesti á málþingi um
matarleifar í Norræna húsinu, sem
fór fram á fimmtudaginn. Slow Food í
Reykjavík stóð fyrir gjörningnum. Mál-
þingið þótti vel heppnað og var dynj-
andi lófatak eftir hvern fyrirlestur.
Tilgangurinn var að vekja athygli
á þeirri gríðarlegu verðmætasóun
sem á sér stað í matvælaframleiðslu,
smásölu og hjá neytendum. Sóunin
hefur ekki eingöngu áhrif á matvæla-
verð heldur er hún einnig mikið um-
hverfisvandamál. Rakel Garðarsdóttir
var fundarstjóri en hún er forsprakki
Vakandi, samtaka sem vilja auka vit-
undarvakningu um sóun matvæla.
„Við höfðum samband við tvær
verslanir í síðustu viku og upplýst-
um þær um hvað væri í pípunum hjá
okkur,“ útskýrir Dóra um tilurð verk-
efnisins. Þau elduðu ofan í 150 svanga
maga. „Á mánudag og þriðjudag feng-
um við að stoppa þau á leiðinni með
matinn í gáminn. Við fórum að vísu
ekki ofan í gámana, en þessu hefði
sannarlega verið annars hent.“
Tveir matreiðslumeistar-
ar sáu um eldamennskuna ásamt
sjálfboðaliðum. Dóra segir þau hafa
beitt nefinu og augunum til þess að
ganga úr skugga um að maturinn væri
í lagi. „Við eldum eðlilega ekki úr ónýt-
um mat.“
Rannsóknir Háskólans í Arizona í
Bandaríkjunum frá árinu 2004 sýnir
fram á að 14–15 prósent af ætum mat
er ósnertur, jafnvel í óopnuðum um-
búðum.
Upphæðirnar sem fara í mat sem
aldrei er borðaður eru því stjarnfræði-
lega háar á ársgrundvelli. Cornell-há-
skólinn í Itcha komst einnig að því að
93 prósent fólks hafa keypt mat sem
sían aldrei var neytt.
„Þetta er stórkostlegt fram-
tak,“ segir Dóra að lokum. „Þetta er
meiriháttar vandamál í nútímasam-
félagi. Við verðum að gera eitthvað
og ég er rosalega ánægð að fá að taka
þátt í þessu.“ n ingolfur@dv.is
Himinlifandi með matarleifarnar
Stoppuðu verslanir í að henda mat í ruslið
Allir ánægðir með matinn Dóra segir
engan mat hafa farið í ruslið. Mynd SiGTryGGur Ari