Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 27. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Syndaleið- rétting? Kitlar í bolinn n „Mig kitlar í Bolinn minn af spenningi,“ segir Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttmaður og upphafsmaður boladagsins svonefnda, í örsamtali við DV. Boladagurinn hófst klukkan átta á fimmtudagskvöld og stendur yfir til klukkan tíu á föstudags- kvöld. Markmiðið með deginum er að ná athygli frægra einstak- linga á samskiptavefnum Twitter um heim allan. Sérstök dóm- nefnd fer yfir frammistöðu þátt- takanda og leggur mat á það hver stendur sig best. Hægt er að fylgjast með framvindu mála á boladagur.is og með því að vakta myllumerkið boladagur. Jafningja- þrýstingur n „Þetta var alveg það sem vant- aði,“ skrifar fjölmiðlamaður- inn Egill Helgason á Facebook, þegar hann deilir frétt af RÚV um að fjármálafyrirtækjum verði með nýjum lögum gert kleift að greiða starfsfólki í bönkum heil árslaun í bónus. Egill skrif- ar, svo glittir í kaldhæðnina, að Íslendingar hafi góða reynslu af bónusum í fjármálafyrir- tækjum. Hann skýtur á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. „Mér dettur helst í hug að þarna hafi Bjarni ver- ið beittur jafningja- þrýstingi.“ Vill syndaaflausn n Tryggvi Þór Herbertsson, fyrr- verandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, leitar nú logandi ljósi að syndaaflausn ef marka má samskipti hans og listamannsins Snorra Ásmundssonar á Face- book. Snorri auglýsti aflátsbréf sín til sölu á dögunum og var Tryggvi Þór snöggur að bregðast við, en svo virðist sem aflátsbréf hans hafi ekki virkað sem skyldi: „Ég veit ekki alveg hversu vel þessi bréf virka Snorri. Mitt virðist ekki einu sinni kalla fram fyrirgefn- ingu hjá þér.“ Snorri mælti með því að hann keypti sér annað og sterkara af- látsbréf. Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð Þ að eru allir himinlifandi og hér er ekki búin að fara arða í ruslið af diskunum,“ segir Dóra Svavars dóttir kokkur sem mat- reiddi leifar fyrir gesti á málþingi um matarleifar í Norræna húsinu, sem fór fram á fimmtudaginn. Slow Food í Reykjavík stóð fyrir gjörningnum. Mál- þingið þótti vel heppnað og var dynj- andi lófatak eftir hvern fyrirlestur. Tilgangurinn var að vekja athygli á þeirri gríðarlegu verðmætasóun sem á sér stað í matvælaframleiðslu, smásölu og hjá neytendum. Sóunin hefur ekki eingöngu áhrif á matvæla- verð heldur er hún einnig mikið um- hverfisvandamál. Rakel Garðarsdóttir var fundarstjóri en hún er forsprakki Vakandi, samtaka sem vilja auka vit- undarvakningu um sóun matvæla. „Við höfðum samband við tvær verslanir í síðustu viku og upplýst- um þær um hvað væri í pípunum hjá okkur,“ útskýrir Dóra um tilurð verk- efnisins. Þau elduðu ofan í 150 svanga maga. „Á mánudag og þriðjudag feng- um við að stoppa þau á leiðinni með matinn í gáminn. Við fórum að vísu ekki ofan í gámana, en þessu hefði sannarlega verið annars hent.“ Tveir matreiðslumeistar- ar sáu um eldamennskuna ásamt sjálfboðaliðum. Dóra segir þau hafa beitt nefinu og augunum til þess að ganga úr skugga um að maturinn væri í lagi. „Við eldum eðlilega ekki úr ónýt- um mat.“ Rannsóknir Háskólans í Arizona í Bandaríkjunum frá árinu 2004 sýnir fram á að 14–15 prósent af ætum mat er ósnertur, jafnvel í óopnuðum um- búðum. Upphæðirnar sem fara í mat sem aldrei er borðaður eru því stjarnfræði- lega háar á ársgrundvelli. Cornell-há- skólinn í Itcha komst einnig að því að 93 prósent fólks hafa keypt mat sem sían aldrei var neytt. „Þetta er stórkostlegt fram- tak,“ segir Dóra að lokum. „Þetta er meiriháttar vandamál í nútímasam- félagi. Við verðum að gera eitthvað og ég er rosalega ánægð að fá að taka þátt í þessu.“ n ingolfur@dv.is Himinlifandi með matarleifarnar Stoppuðu verslanir í að henda mat í ruslið Allir ánægðir með matinn Dóra segir engan mat hafa farið í ruslið. Mynd SiGTryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.