Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 4.–7. apríl 20146 Fréttir Tekist á um dæturnar Lokað þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur um framtíð dætra Hjördísar og Kims H éraðsdómur Reykjavíkur hef- ur nú til meðferðar mál sem snýst um þrjár dætur þeirra Hjördísar Svan Aðalheiðar- dóttur og Kims Grams Laursen. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi á föstudaginn í síðustu viku. Deilt er um hvort og þá hvernig dæturnar eigi að fara aftur til föður síns í Dan- mörku en hann er með fullt forræði yfir þeim. Lögmaður Kims Grams, Lára V. Júlíusdóttir, sagði í samtali við DV í þar síðustu viku að til stæði að höfða slíkt dómsmál til að skera úr um hvað yrði um stúlkurnar. Hvort þær yrðu sendar aftur til föður síns eða dveldu áfram á Íslandi. Hjördís er sem kunnugt er í fang- elsi í Horsens á Jótlandi eftir að hafa numið dætur sínar á brott frá Dan- mörku í leyfisleysi á seinni hluta síð- asta árs. Hún er grunuð um meint mannrán. Kim Gram reynir nú að fá dæturnar aftur til sín. Samkvæmt heimildum DV ligg- ur ekki fyrir hvenær dómarinn í mál- inu mun kveða upp niðurstöðu í því. Þinghaldið í Héraðsdómi Reykjavík- ur var lokað og málsaðilar og lög- menn þeirra eru bundnir þagnar- skyldu sökum þess að um er að ræða forræðismál. Niðurstaðan í málinu mun ráða því hvort Kim Gram fær dætur sínar til sín eða ekki. n ingi@dv.is Einkaaðilar á bak við frumvarp um spilavíti Frumvarp Willums að hluta byggt á vinnu Lúðvíks Bergvinssonar sem einkaðilar kostuðu W illum Þór Þórsson, þing- maður Framsóknar- flokksins sem lagði fram frumvarp um spilahallir í byrjun vikunnar, seg- ir að hann hafi fengið ábendingu um málið frá Arnari Gunnlaugs- syni knattspyrnu manni og í kjölfarið lagst í vinnu við frumvarpsgerðina. „Ég get alveg sagt þér aðkomu mína að þessu máli. Arnar Gunnlaugsson var duglegur að hitta þingmenn og kom að máli við mig út af þessu og ég fékk áhuga á málinu. Ég var í námi í Danmörku á sínum tíma þegar fyrsta spilahöllin var opnuð þar í landi og hafði kynnst þessu þar. Þá fékk ég í hendur skýrslu sem hafði verið unnin 2009 og frumvarpsdrög sem voru þýðing á þessum dönsku lög- um. Þetta rímaði ágætlega við mín- ar hugmyndir þannig að ég sá að ég gæti gert mér mat úr þessu,“ segir Willum aðspurður um aðdraganda þess að frumvarpið var unnið. Frumvarp Willums er sögulegt fyrir þær sakir að það felur í sér lög- leiðingu á fjárspilum, að gefnum nokkuð stífum skilyrðum og leyfis- veitingu frá hinu opinbera. Að sögn Willums Þórs þá tók hann við málinu frá Arnari en hann og bróðir hans, Bjarki Gunnlaugs- son, hafi lengi verið talsmenn þess að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Árið 2009 leituðu þeir til lögmanns, Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, og vann hann fyrir þá skýrsluna um lög- leiðingu fjárhættuspila sem Willum fékk í hendur. Málið hefur hins vegar verið á ís síðan þá en líkt og Willum segir þá ræddi Arnar við fleiri þing- menn. Willum var hins vegar sá sem tók málið lengra og vann umrætt frumvarp um spilahallir. Leitaði til Lúðvíks „Eftir að ég fékk skýrsluna í hendur komst ég að því að Lúðvík Bergvins- son hefði unnið hana. Ég þekki Lúð- vík mjög vel úr boltanum og ég leit- aði til hans og við fórum yfir þetta saman og hann aðstoðaði mig við þessa vinnu. Svo fór ég bara með þetta á nefndasvið Alþingis og þar var málið unnið og klárað. Þetta var mikil vinna en frumvinnan lá fyrir frá 2009. Ég er búinn að vera sveittur með þetta mál í vetur,“ segir Willum Þór. Þingmaðurinn segir að Lúðvík hafi ekki tekið neina þóknun fyrir þá aðstoð. „Ég borgaði honum ekki krónu fyrir, það er ljóst. Svo fá þing- menn mjög góða aðstoð á nefnda- sviðinu.“ Willum Þór segist ekki hafa unnið frumvarpið með hjálp neinna einka- aðila en hann var inntur eftir því hvort flugfélagið Icelandair hefði komið að frumvarpsvinnunni með einhverjum hætti. Unnið sumarið 2009 Lúðvík segir aðspurður að hann hafi skrifað umrædda skýrslu að beiðni þeirra Arnars og Bjarka um sumar- ið 2009, nokkrum mánuðum eftir að hann hætti á þingi. „Ég hjálpaði Willum aðeins með þetta núna. Ég skrifaði þetta fyrir tvíburana [Arnar og Bjarka] fljótlega eftir að ég hætti á þingi, líklega sumarið 2009. Þeir gerðu þetta mjög vel; létu skreyta skýrsluna með myndum og annað slíkt. Þetta var mjög fagmannlega gert,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að þeir bræður hafi verið einu einkaaðilarnir á bak við frumvarpið. Í samstarfi við Icelandair Í ársbyrjun 2010 lagði Icelandair inn beiðni til dómsmálaráðuneytisins um að fjárhættuspil yrðu lögleidd á Íslandi. Flugfélagið hafði þá ver- ið í samstarfi við þá Arnar og Bjarka um opnun spilahallar. Á þeim tíma sagði Fréttablaðið frá því að til stæði að opna spilavíti á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut ef fjárhættuspil yrðu lögleidd. Í samtali við DV segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, að flugfélagið hafi verið í sam- bandi við þá Arnar og Bjarka á þess- um tíma. Hann segir að Icelandair hafi talið lögleiðingu fjárhættuspila vera „gott skref fyrir íslenska ferða- þjónustu“. „Sérstaklega í ljósi þess að það er verið að stunda slíka starf- semi, að mér skilst, sem greiðir hvorki skatta eða skyldur og svo er þetta opið öllum á netinu og er hluti af ferða- þjónustunni víða. Það var það sem keyrði okkur áfram á þeim tíma. Sér- staklega þar sem fyrir liggur vilji hjá Reykjavíkurborg að borgin verði ráð- stefnuborg.“ Málið hefur svo legið í dvala í fjögur ár. Aðspurður hvort Icelandair hyggist opna spilahöll eða -hallir á hótelum sínum, ef frumvarpið verði að lögum, segir Björgólfur að engin slík ákvörðun hafi verið tekin. „Þó þetta sé komið fram þá er ekkert víst að þetta verði að lögum og við höf- um ekki viljað eyða orku í eitthvað áður en það er orðið að veruleika. Al- veg sama hver rekur þetta þá breytir það ekki því að erum við enn þeirrar skoðunar að þetta sé jákvætt fyrir fjöl- breytnina í ferðaþjónustunni.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Á bak við frumvarpið Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir létu vinna skýrslu um lögleiðingu fjárhættuspila árið 2009 og kynntu málið fyrir Willum Þór í fyrra. „Arnar Gunnlaugsson var duglegur að hitta þingmenn og kom að máli við mig út af þessu og ég fékk áhuga á málinu Lögleiðing fjárhættuspila Ef frumvarp Willums Þórs verður að lögum felur það í sér lög- leiðingu á fjárhættu- spilum á Íslandi. Styðja undir- menn á Herjólfi Kennarasamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við undir- menn á Herjólfi í yfirstandandi kjarabaráttu þeirra. Um þetta var ályktað á 6. þingi Kennarasam- bands Íslands á fimmtudag. Þá var lagasetning stjórnvalda gegn verkfalli undirmanna fordæmd. „Slík lagasetning á löglega boð- aða verkstöðvun er óásættan- leg og kemur í veg fyrir að raun- veruleg lausn fáist með frjálsum samningum hagsmunaaðila,“ segir í ályktuninni. Gripin glóð- volg eftir þjófnað Hasar á Selfossi Lögreglumenn á Selfossi hand- tóku tvo karlmenn og eina konu um níu leytið á fimmtudags- morgun vegna gruns um þau hefðu stolið tösku með fartölvu og spjaldtölvu að verðmæti um þrjú hundruð þúsunda krónur. Fólkið kom inn í verslun Sam- kaupa við Tryggvagötu á Selfossi þegar sást til þeirra grípa töskuna og yfirgefa verslunina. Lögreglu var þegar í stað tilkynnt um at- vikið. Um leið og fólkið sá til lög- reglubíls hljóp hvert í sína átt. Til karlmannanna náðist en þeir voru ekki með þýfið, að því er lögregla segir í tilkynningu. Skömmu síðar sáu lögreglu- menn á ómerktum bíl til kon- unnar og óku upp að henni. Hún var gripin glóðvolg með tölvu- töskuna. Þannig endurheimtust tölvurnar og komust óskemmdar í hendur eiganda síns. Eftir hand- töku fólksins fundust yfir tíu grömm af hvítu efni sem að lík- indum er amfetamín. Þremenn- ingarnir gista fangageymslur á Selfossi og voru yfirheyrðir eftir hádegi á fimmtudag. Annar karl- maðurinn var eftirlýstur þar sem hann á að taka út vararefsingu vegna óuppgerðrar sektar. Dómsmál um dæturnar Héraðs- dómur Reykjavíkur mun úrskurða um hvort Kim Gram fái dætur hans og Hjördísar Svan til sín eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.