Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Page 64
Helgarblað 4.–7. apríl 20148 Brúðkaup Vertu ljómandi á brúðkaupsdaginn F lestir vilja geisla af heilbrigði á brúðkaupsdaginn. Hér eru tekin saman ráð sem miða öll að því að auka heilbrigði og gott útlit. 6 mánuðum fyrir brúðkaup Tæklaðu bólur, bólgur og örótta húð Bólga í húð getur verið hvim- leitt vandamál hver sem orsök- in er. Stundum tengist það aldri og þroska, ungt fólk getur verið mislengi í hormónaójafnvægi vegna gelgjuskeiðs. Stundum verða bólg- ur vegna mataræðis, truflana á inn- kirtlastarfsemi eða sjálfsónæmis- sjúkdóma. Ef bólur eru meiriháttar vandi, þekja til dæmis bak og stóra hluta andlits er rétt að leita læknis- aðstoðar. Þeir sem glíma við minni vanda, ættu að leita lausna í breyttu matar- æði og minni streitu. Ýmiss kon- ar fæðuóþol getur valdið bólgum í húð, þá er sykurneysla til þess fallin að ýta undir bólgur. Takið út þekkta bólguvalda úr fæðu og veljið fæðu sem minnkar bólgu. Þá er mikilvægt að neyta kol- vetna með lágan sykurstuðul, borða trefjar og þá frekar heilkorn en unn- in korn. Best er að forðast sykur og neysla litríkra ávaxta og grænmetis dregur úr bólgusvörun. Fjölmargar rannsóknir gefa einnig til kynna að fæða sem inni- heldur ríkulegt magn omega-3 fitu- sýra er líkleg til þess að draga úr bólguvirkni. Einó- mettaðar fitusýrur eru einnig öflugar, þá sérstaklega virgin- ólífuolía Rannsóknir gefa einnig til kynna að ríkuleg neysla magnesíum dragi mjög úr bólgum. Heilkorn eru mik- ilvæg uppspretta magnesíum, sem og hnetur og baunir. Hreyfðu þig Ef hreyfing er ekki liður í lífsstílnum er ekki seinna vænna en að fara að taka á því. Hvaða hreyfing sem er dugar. Sund, ganga, útihlaup eða fjallgöngur. Jóga getur hjálpað þér að róa hugann og þá er ráð að læra svolítið á lyftingatækin til að tóna vöðvana. Þetta er ekki rétti tím- inn til þess að megra sig. Aukakílóin fara af sjálfu sér við góðar lífsstíls- breytingar. Hreyfing hefur úrslita- áhrif á bæði líðan og heilbrigt útlit, en ekki fara of geyst og ekki byrja of seint. Enginn vill glíma við meiðsli á stóra daginn. 3 mánuðum fyrir brúðkaup Auktu á rakastig húðarinnar Heilbrigð húð er gædd raka og ljóma. Þær sem eru með þurra húð eða bólgna ættu að hugsa sérstak- lega að því að auka rakastig hennar með öllum ráðum. Ef fólki hættir til að gleyma að drekka vatn er gott ráð að bæta við drykkju á góðu tei og safaríku grænmeti og ávöxtum sem inni- halda einnig andox- unarefni sem gefa húðinni ljóma. Gul- rætur, bláber og gott salat er tilvalið. Góð fita skipt- ir einnig höfuðmáli, borðið eitthvað af hnetum og takið jafnvel inn teskeið af kókosolíu á morgn- ana. Þeim sem finnst hún bragðast illa geta laumað henni í heit- an hafragraut eða jafnvel út í kaffiboll- ann. Kókosolíuna má einnig bera sérstak- lega á erfið svæði til að veita þeim raka. Gott rakakrem yfir nótt getur gert kraftaverk. Fjár- festið í góðu nætur- kremi og leyfið því að vinna á húðinni yfir nótt. Finndu rétta farðann Fáðu ráðgjöf um rétta farðann fyrir þig og ákveddu hvað þú vilt gera. Hvort sem þú farðar þig sjálf, færð vinkonu í verkið eða heimsækir förðunar- fræðing. Gott er að festa niður augnförðunina og lit á kinnar og varir. Sumir litir henta bet- ur en aðrir í brúðkaupi og ekki að ósekju. Ljósir litir í bleikum eða ferskjutónum eru vinsæl- astir, brúð- urin enda oftast í ljós- um klæðn- aði. Meiri áhersla en annars er lögð á ljómandi húð og þá getur rétti farðinn skipt sköpum. Verð- launafarðinn frá Smashbox, Halo, hefur verið valinn sá besti af lesend- um tímaritsins Allure og er fáan- legur hér á landi. Annars er úr ótal mörgu að velja. Hlúðu að tánum Farðu í fótsnyrtingu eða í heimsókn til fótameinafræðings ef þú hefur ekki sinnt þeim hluta líkamans áður. Bæði konur og karlar eiga það til að vanrækja heil- brigði fóta með til- heyrandi vanda á borð við fótasveppi, líkþorn, sigg og ójafnar neglur. Ef þú vilt gera eitthvað sjálf/ur heima þá getur þú notað ríkuleg fótakrem og skrúbba og pússað af siggið með fótaþjöl. Könnun sem framkvæmd var hérlendis á sundstöðum sýndi að fjórði hver karlmað- ur og um 15 prósent kvenna voru með staðfestar sveppa- sýkingar í tánöglum. Ef ein- göngu var litið til einkenna sem benda eindregið til sveppasýkinga, þótt ekki væri hægt að staðfesta sýkinguna, var hlutfallið 42 prósent hjá körlum og 35 prósent hjá kon- um. Venjulega er notaður sveppaáburður í kremformi. Slíkt krem er borið á húðina milli táa og á iljar í 1–3 vikur, eft- ir því hversu útbreidd sýkingin er og hvaða tegund áburðar er not- uð. Ef sýking á iljum er útbreidd dugar meðferð með kremi ekki alltaf og þarf þá að hefja töflumeðferð í 1–4 vikur. Ef sýkingin er komin í neglurnar dugir sjaldnast minna en þriggja mánaða meðferð. Því er ekki seinna vænna en að hefjast handa við að losa sig við ósómann. 1 mánuði fyrir brúðkaup Finndu rétta ilminn Mundu að allir munu koma til með að vilja faðma þig og óska þér til hamingju með daginn. Góður ilmur er því mikið þarfa- þing og gott að hann sé viðeigandi, í léttum tónum. Bæði fyrir karla og konur. Nýr ilmur á léttum og rómantískum nótum kemur á markað í mörg- um myndum á vor- in og sumrin. Margar skemmtilegar nýjungar eru í ár. Frá Burberry kemur Brit Rythm á skemmtilegum lavend- er-nótum, nýi ilmurinn frá Dolce og Gabbana er mjög róman- tískur, þrunginn sætum ilmi af hvítum blómum með undirtón- um úr við. Ilmur- inn á að minna á rómantík Sikil- eyjar. Þá er ljúfur og leikandi léttur ilmurinn Happy Hearts frá Cl- inique sem ilmar af mandarínum, hý- asintum og ljósum við sem auðvelt er að tóna við fallegan blómvönd. Af léttum ilmi fyrir karla má mæla með nýjum ilmi frá Jo Malone, London Rain Collection. Reyndar er ilmurinn fyrir bæði kynin. En hann er léttur sedru- sviðarilmur, með höfugum tónum af júníper svo hann er fremur herra- legur. Þá er ilmurinn Eternity frá Calvin Klein afskaplega viðeigandi, léttur og höfugur í senn og auðvitað er smellpassar heiti ilmsins við stóra daginn. Á brúðkaups- daginn Augnþroti Spenna í brúðkaupsundir- búningnum ætti ekki að skila sér í baugum undir augum eða þrota vegna svefnlausra nótta. Fáið nægan svefn, drekkið vel af vatni og minnkið neyslu á sykri og salti dagana fyrir brúðkaup- ið. Ef ykkur hættir samt til að verða þrútin á augnsvæðinu er gott að eiga kælandi augng- el í snyrtiveskinu. Það færist í aukana að slík gel séu mark- aðssett fyrir karla, nýtt augng- el frá Clinique er fáanlegt fyrir herra en konur geta auðvitað laumast í það líka. Kremið er með kúlu úr stáli sem rúllað er létt undir augun. Það má einnig reyna nátt- úrulegar lausnir – kamillute- pokar og gúrkusneiðar geta virkað alveg ágætlega. Þá má láta ískalt vatn renna á teskeið og leggja undir augun. Athugið þó að sumum finnst ertandi að nota gúrkur og geta orðið tárvotir. n n 6 mánaða áætlun fyrir kroppinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.