Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Síða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2014, Síða 69
Helgarblað 4.–7. apríl 2014 Brúðkaup 13 Vera tímanlega Edda Sif, hárgreiðslu- kona á Slippnum, segir mikilvægt að huga tímanlega að greiðslunni fyrir stóra daginn. Öðruvísi brúðarvendir Flest brúðhjón leggja mikið upp úr því að vera með fallegan brúðarvönd í brúðkaupinu. Flest- ir hafa hefðbundna blómvendi en það má líka fara aðrar leiðir eins og sést á þessum myndum. Skeljavöndur Þessi er góður fyrir náttúruhippana. Glingur Allar uppáhalds- nælurnar á einum stað. Krúttlegur Þessi er sætur. Pappír Elskar þú blöð? Búðu til vönd úr pappír. Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Verum þjóðleg á brúðkaupsdaginn „Minna er meira“ Færist í aukana að brúðgumar fari í hárgreiðslu á brúðkaupsdaginn M ér finnst kannski ekki vera nein sér- stök tíska í brúðar- greiðslunum, það fer yfirleitt alltaf eftir kjólnum hvernig brúðar- greiðslur konur eru með, hvort kjóllinn sé rómantískur eða nútímalegur til dæmis,“ segir Edda Sif Guðbrandsdóttir, hárgreiðslukona á Slippnum, aðpurð um brúðargreiðslu- tískuna í ár. Flestar konur láta greiða sér fyrir stóra daginn og getur verið erfitt að finna þá greiðslu sem hentar hverri og einni. Kjóllinn fái að njóta sín Edda segir ekki vera mikla breytingu frá fyrri árum í brúðargreiðslutískunni og margar konur miði greiðsl- una við kjólinn, bæði að greiðslan passi við stíl kjóls- ins og eins að hann fái að njóta sín. „Það er alltaf mikið um Carmen-krullur, svolítið lið- að og rómantískt. Svo skiptir miklu máli að hafa hæðina á greiðslunni rétta svo að þetta verði „elegant.“ Síðan er búið að vera mikið í tísku að hafa lágan snúð, klesst svona neðarlega.“ Lágstemmdar greiðslur og lítið skraut Hún segir að vinsælast sé núna að hafa ekki of íburðar- miklar greiðslur. „Það er eigin lega þannig að meira er minna. Ekki einhverjar brjál- aðar greiðslur heldur frekar lágstemmdar,“ segir hún. Skraut er þó alltaf vinsælt í brúðargreiðslum en Edda segir sömu lögmál gilda þar, meira er minna. „Það þarf að passa það vel að velja bara eitt. Til dæmis bara perlur eða blóm, ekki bæði. Það er mikilvægt að velja eitt- hvað fallegt og svo myndi ég segja að það væri líka gott, ef það eru miklar skreytingar í greiðslunni, að hafa þær frekar að aftan þannig að það sjáist ekki á öllum myndum. Til dæmis ef það fer úr tísku og þykir hallærislegt seinna meir þá eldast myndirnar verr,“ segir hún. Prufugreiðsla nauðsynleg Edda mælir með að tilvonandi brúðir hugi tímanlega að brúðar- greiðslunni. „Það er nauðsynlegt að koma í prufugreiðslu til þess að finna réttu greiðsluna. Brúðirnar eru líka yfirleitt mjög stressaðar á þessum stóra degi og þá er gott að vera bara búin að finna nákvæm- lega út úr því áður hvernig greiðslan á að vera. Eins ef á að lita hárið og klippa þá þarf að gera það viku til tíu dögum fyrr til þess að hægt sé að laga tímanlega ef þess þarf,“ seg- ir hún. Karlar líka í greiðslu En hvað með karlmennina, fara þeir líka í greiðslu fyrir stóra daginn? „Það hefur verið að færast í auk- ana að þeir komi og láti setja gel í sig og greiða sér en það fer rosalega eftir týpunni. En mér finnst það al- veg jafn mikilvægt og hjá konunum. Það vilja allir líta eins vel út og þeir geta á þessum stóra degi.“ n „Það hefur verið að færast í aukana að þeir komi og láti setja gel í sig og greiða sér en það fer rosalega eftir týpunni. Lágir snúðar Hafa verið vinsælir hjá brúð- um undanfarið. Krullur vinsælar Edda segir Carmen-krull- ur alltaf vera vinsælar. Blóm og krullur Liðað og rómantískt með blómaskrauti. Skrautið aftan Gott er að hafa ekki of mikið skraut og hafa það frekar að aftan en að framan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.