Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Qupperneq 2
Vikublað 8.–10. apríl 20142 Fréttir Færri styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 38,7 prósent saman­ borið við 40,9 prósent í lok febrúar og 46,6 prósent um miðj­ an febrúar, samkvæmt niðurstöð­ um nýrrar könunnar sem MMR birti á mánudag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,9 prósent, borið saman við 29 prósent í könnun frá febrúarlokum. Fylgi Bjartr­ ar framtíðar mældist nú 17,1 prósent, borið saman við 16,4 prósent í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1 prósent, borið saman við 14 prósent í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 14,4 prósent, borið saman við 14,6 prósent í síðustu könnun. Vinstri græn mældust nú með 11,5 prósenta fylgi, borið saman við 10,4 prósent í síðustu könnun. Píratar mældust nú með 11 prósenta fylgi, borið saman við 9,3 prósenta fylgi í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir tveimur prósent­ um, að því er segir í tilkynningu frá MMR. 960 einstaklingar, 18 ára og eldri, svöruðu spurningum MMR en könnunin var framkvæmd dagana 28. mars til 1. apríl síðast­ liðinn. Helmingur ók of hratt Tíu ökumenn eiga von á sekt eftir að þeir voru staðnir að hraðakstri í Heiðargerði í Reykjavík á mánu­ dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt. Í tilkynn­ ingu frá lögreglu kemur fram að á einni klukkustund, fyrir há­ degi, hafi 24 ökutæki farið þessa akstursleið. Tæplega helmingur ökumanna, eða 42 prósent, ók of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 kílómetrar á klukkustund, en þarna er 30 kílómetra hámarks­ hraði. Sá sem hraðast ók mældist á 54 kílómetra hraða. Samkvæmt sektarreikni á vef Samgöngustofu bíður hans 20 þúsund króna sekt. 280 ökumenn stöðvaðir Tvö hundruð og áttatíu öku­ menn voru stöðvaðir á mið­ borgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti lög­ reglunnar. Þrír ökumenn reynd­ ust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Einum til viðbótar var gert að hætta akstri en sá hafði neytt áfengis en var undir refsimörk­ um. „Þetta segir þó ekki alla söguna því alls voru sautján öku­ menn teknir fyrir ölvunar­ og fíkniefnaakstur á höfuðborgar­ svæðinu um helgina, en hinir síðarnefndu, fjórtán ökumenn, voru stöðvaðir víðs vegar í um­ dæminu,“ segir á vef lögreglu. „Þessu verður að linna“ n Líklegt að Ella Dís sé með heilaskaða vegna slyss n Ragna höfðar mál gegn Reykjavíkurborg S lysið hefur verið tilkynnt til landlæknis og formleg rannsókn er hafin. Hún hafði þrisvar sinnum áður lent í lífshættu af sömu ástæðum en samt fór þetta svona. Eftir slysið hefur Ella Dís ekki vakn­ að almennilega aftur og sjónin er farin. Það eru líka blettir á heilan­ um þannig að það er mjög líklegt að um varanlegan heilaskaða sé að ræða,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar Laurens. Öndunartúban stíflaðist Ella Dís lenti í hjartastoppi vegna súrefnisskorts þann 18. mars síð­ astliðinn. Atvikið átti sér stað í skól­ anum hennar en túba sem er fest í kok hennar til þess að hún geti and­ að, stíflaðist og fékk hún því ekkert súrefni. Ella var endurlífguð en var haldið sofandi í þrjá sólarhringa á eftir og líkami hennar kældur niður til þess að reyna að koma í veg fyrir heilaskemmdir. „Núna ligg­ ur hún án þess að geta tjáð sig eða heyrt, það er ólýsanlega erfitt að horfa upp á þetta og vita til þess að barnið mitt dó næstum því í umsjá aðila sem áttu að vera að hugsa um hana,“ segir Ragna við DV. Neyðarplaninu ekki fylgt „Aðstoðarmanneskjan hennar var heima með veikt barn og því var fengin manneskja með henni sem kunni ekki á þetta,“ segir Ragna. „Þetta er í þriðja skiptið sem þetta gerist og vegna fyrri skipta var út­ búið sérstakt neyðarplan sem þurfti að fylgja eftir ef þetta gerðist, manneskjunni sem var með henni var ekki kunnugt um þetta,“ segir Ragna sem er mjög ósátt við Barna­ verndarnefnd Reykjavíkur sem fer með forsjá yfir Ellu Dís þó að Ragna sé með forræðið. Hún segir ítrekað gengið fram hjá rétti sínum og henni ekki leyft að fylgjast með gangi mála hjá Ellu Dís en undan­ farna mánuði hefur hún búið á sambýli. „Ég frétti seint og illa af því sem er að gerast. Áður en þetta gerðist fékk ég lítið að vita hvernig henni liði milli þess sem ég fór að hitta hana.“ Hafði gerst áður „Það sem mér finnst alvarlegast er að ef þetta er eins og þetta lítur út núna, varanlegur skaði, þá eiga þeir að taka ábyrgð á því sem þeir gerðu. Þeir fengu ólært starfsfólk til að hugsa um Ellu. Ég vissi það, þetta var búið að gerast áður. Lög­ fræðingurinn minn og ég vorum bæði búin að senda ítrekaðar skrif­ legar beiðnir um að þetta fólk yrði þjálfað betur. Það var fólk sem var búið að hætta því það panikkaði og vissi ekki hvað það ætti að gera. Þegar þetta slys átti sér stað þá hefðu þeir til dæmis getað hringt í mig beint. Ég bý rétt hjá skólanum og hefði verið á undan sjúkrabíln­ um og vissi nákvæmlega hvað átti að gera.“ Lýsti yfir áhyggjum Í tölvupóstsamskiptum milli lög­ fræðings Rögnu og fulltrúa Barna­ verndar sem DV hefur undir hönd­ um kemur meðal annars fram að í febrúar 2013 hafi Ragna frétt það í gegnum eldri dóttur sína sem er í sama skóla og Ella Dís, að hún hafi verið flutt á spítala með sjúkrabíl úr skólanum. Ragna hafi ekki verð látin vita af því þrátt fyrir að vera með forræði yfir Ellu en þá var hún í tímabundnu fóstri utan heim­ ilis. Þá lýsir lögfræðingurinn yfir áhyggjum Rögnu af því að sjúkra­ liðinn sem fylgdi Ellu í skólann hafi ekki fengið nægilega þjálfun ef upp kæmu erfið tilfelli. Í svarbréfinu af­ sakar fulltrúi Barnaverndar Reykja­ víkur það að Ragna hafi ekki verið látin vita um umrætt atvik. Óvíst að hún komi til baka „Ég fékk svo lítið að vita hvað gerð­ ist. Ég hef ekki fengið að hafa hana heima hjá okkur þótt ég sé kom­ in með húsnæði fyrir hana og hún hefur búið á sambýli,“ segir hún. „Núna er staðan sú að við vitum hreinlega ekkert hvernig þetta fer. Lífsmörkin eru góð en það er óvíst að hún komi til baka. Sjónin er far­ in en það var orðið hennar eina leið til að tjá sig, nú getur hún ekkert tjáð sig og við getum í raun ekkert gert annað en að bíða og sjá hvort hún komi til baka.“ Ragna segir það eiga að vera rétt Ellu Dísar að vera með fjölskyldu sinni. „Auðvitað er réttast að hún fái þá að koma heim og vera í fjöl­ skyldufaðmi, ekki að hún fari aftur á sambýlið. Ég veit fullkomlega hvern­ ig á að annast hana og hef verið til­ búin til að vinna með Barnavernd að því að þetta gangi allt upp. En það er bara eins og að af því að ég gerði þau mistök á sínum tíma að fara gegn þeim þá fái ég bara ekkert ann­ an séns, jafnvel þótt það hafi leitt til þess að Ella fékk rétta greiningu á sjúkdómi sínum. Þeir sýna engan samstarfsvilja og halda bara áfram að brjóta á okkur,“ segir Ragna. Slysið kornið sem fyllti mælinn „Ella Dís á skilið að fá að vera með móður sinni og systrum en þeir taka það ekki í mál og ætla að fara með þetta alla leið og ætla að stefna mér í héraðsdómi núna aftur. Það myndi spara ríkinu töluverðan pening ef hún fengi að vera hjá okk­ ur þar sem henni líður vel en ekki vera á þessu sambýli,“ segir Ragna sem segist vera orðin úrkula vonar eftir baráttu síðustu ára. Slysið hafi verið kornið sem fyllti mælinn en áður hafi hún ætlað sér að gera allt til þess að ná sáttum þannig að Ella fengi að koma heim og vera hjá þeim, þótt hún hafi bent á ýmislegt sem betur mætti fara. Ætlar að höfða einkamál „Ég vil bara að Ella fái sómasam­ lega þjónustu og sé ekki í lífshættu. Ég hef ráðfært mig við lögfræðing minn og er að undirbúa mál gegn Reykjavíkurborg og heimaþjónust­ unni sem sá um að útvega starfs­ manninn þennan dag,“ segir hún. Hún vill koma í veg fyrir að þetta hendi annan sjúkling. „Ég vil bara ekki að þetta komi nokkurn tímann fyrir aftur, ekki fyrir nokkra manneskju. Slys geta átt sér stað en þarna var margoft búið að benda á þetta og sérstakt neyðarplan í gangi en það var bara ekki farið eft­ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Alvarlega veik Hér sést Ella fyrir nokkrum árum. Hún var ósjúkdómsgreind í mörg ár. „Ég vil bara að Ella fái sómasamlega þjónustu og sé ekki í lífshættu „Það eru líka blettir á heilanum þannig að það er mjög lík- legt að um varan- legan heilaskaða sé að ræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.