Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Side 8
Vikublað 8.–10. apríl 20148 Fréttir Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð N ei, ég stökk bara á vagninn, eftir að hafa lesið frumvarp­ ið að sjálfsögðu,“ segir Guð­ mundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar fram­ tíðar, aðspurður hvaða vitneskju hann hafi haft um vinnuna á bak við frumvarp um spilavíti á Íslandi, sem Willum Þór Þórsson hefur lagt fram. Guðmundur, sem var einn af með­ flutningsmönnum að frumvarpinu, segist ekki hafa vitað að Willum Þór hafi tekið við málinu frá hagsmuna­ aðilum. Sömu sögu má segja um aðra meðflutningsmenn frumvarps­ ins sem DV hefur rætt við. „Ef frum­ varpið lítur vel út, og ég er sammála því, þá pæli ég yfirleitt ekkert í því hvaðan það er komið. Þessi lagabálk­ ur er ágætlega skrifaður og ég er fylgj­ andi því að lögleiða þetta,“ segir Guð­ mundur. Líkt og DV greindi frá á föstu­ daginn þá byggir frumvarpið um lögleiðinguna á grunnvinnu sem knattspyrnumennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa fyrir en þeir hafa um árabil verið hlynnt­ ir lögleiðingu fjárhættuspila hér á landi og hafa reynt að vinna þeirri hugmynd brautargengi um árabil. Orðrétt sagði Willum: „Ég get alveg sagt þér aðkomu mína að þessu máli. Arnar Gunnlaugsson var duglegur að hitta þingmenn og kom að máli við mig út af þessu og ég fékk áhuga á málinu. Ég var í námi í Danmörku á sínum tíma þegar fyrsta spilahöllin var opnuð þar í landi og hafði kynnst þessu þar. Þá fékk ég í hendur skýrslu sem hafði verið unnin 2009 og frum­ varpsdrög sem voru þýðing á þessum dönsku lögum. Þetta rímaði ágætlega við mínar hugmyndir þannig að ég sá að ég gæti gert mér mat úr þessu.“ Fundaði með bræðrunum og Björgólfi Þó Guðmundur hafi ekki vitað hvern­ ig Willum Þór fékk spilavítamálið upp í hendurnar þá segir þingmaður­ inn að hann hafi lengi vitað af áhuga þeirra Arnars og Bjarka á lögleiðingu fjárhættuspila á Íslandi. Hann segist meðal annars hafa fundað með þeim og Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, á sínum tíma. „Já, hef farið á fund með Arnari og Björgólfi. Þeir hafa verið að kynna þessi sjónar­ mið mjög lengi,“ segir Guðmundur. Líkt og kom fram í DV á föstu­ daginn þá létu þeir Arnar og Bjarki þingmanninn fyrrverandi, Lúðvík Bergvinsson lögmann, vinna fyrir sig skýrslu árið 2009 um lögleiðingu fjárhættuspila auk þess sem dönsk lög um efnið voru þýdd. Þrátt fyrir að þeir bræður hafi rætt við þing­ menn á sínum tíma þá höfðu þeir ekki erindi sem erfiði fyrr en Willum Þór tók málið upp á sína arma. Arnar og Bjarki voru í samstarfi við Icelandair fyrir nokkrum árum um að vinna þeirri hugmynd fram­ gang að lögleiða fjárhættuspil á Ís­ landi. Hugmynd Icelandair var að reka spilavíti á hótelum sínum og var rætt um að Arnar og Bjarki myndu koma að rekstri þeirra. Gagnrýni á málið Einn af þeim sem gagnrýndi með­ ferð spilavítamálsins og aðkomu hagsmunaaðila að því var stjórn­ málafræðingurinn Birgir Her­ mannsson sem jafnframt er eigin maður Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingkonu Samfylk­ ingarinnar. Á Facebook­síðu sinni sagði hann: „Verður framtíðin sú að fjársterkir einkaaðilar eða hags­ munasamtök muni semja frum­ vörp fyrir þingmenn sem þeir síð­ an leggja fram í eigin nafni? Það er raunar sérstakt að þingflokkur Framsóknar leyfi þessa málsmeð­ ferð í stað þess að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar.“ Eina landið fyrir utan Albaníu Guðmundur Steingrímsson segir að alveg ljóst sé að bræðurnir og Icelandair séu hagsmunaaðilar í þessu máli. „Það er ekkert launungarmál. Þetta er ekkert óeðlilegt.“ Hann segir að algengt sé að hagsmunaaðilar hafi samband við þingmenn til að kynna þeim ákveðin mál sem þeir vilja veita brautargengi. „Mér finnst ekki gam­ an að Ísland sé eina landið í Evrópu fyrir utan Albaníu sem bannar þessa starfsemi. En á sama tíma þá er ég auðvitað líka fylgjandi því að við séum á varðbergi gagnvart sérhagsmunum á Alþingi,“ segir Guðmundur um lögleiðingu fjár­ hættuspila og aðkomu umræddra hagsmunaaðila að frumvarpinu. n Vissu ekki að frumvarpið kæmi frá hagsmunaðilum „Þeir hafa verið að kynna þessi sjón- armið mjög lengi Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is n Var meðflytjandi frumvarps um spilavíti n Skiptir ekki máli hvaðan gott kemur Vinna sem hófst fyrir mörgum árum Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Icelandair byrjuðu að vinna að lögleiðingu fjár- hættuspila fyrir nokkrum árum. Björgólfur Jóhannsson fundaði meðal annars með þingmönnum vegna málsins. Vissi ekki um aðkomuna Guðmundur Steingrímsson segist ekki hafa vitað að Willum Þór Þórsson hefði fengið lagafrum- varp um lögleiðingu fjárhættuspila frá hagsmunaaðilum. Hann var meðflutnings- maður að frumvarpinu. mynd sIGtryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.